Ísafold - 24.02.1915, Blaðsíða 4

Ísafold - 24.02.1915, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD Tlímanak 1915 fyrir ísíenzka fiskimenn fæsf f)já bóksöíum. Nú er tækifsrið að gerast kaupandi ISAFOLDAR. iSAFOLD er nú eina landsmálablaðið, sem flytur nákvæmar fréttir af ófriðnum, samkvæmt daglegum simskeytum frá brezkn ntanrikistjórninni. Andvirði árgangsins (4 kr.) má senda í iríinorkjllin. Konungl. hirð-verksmiðja Bræðurnir Cloétta mæla með sínum viðurkendu Sjokólade-tegundum, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vanille. Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund. . Agætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum GGíslason&H ay Reykjavik hafa fyrirliggjandi heildsölubirgðir af: hrisgrjónum hveiti (ýmsar teg.) völs. höfrum rúgmjöli maismjöli ► molasses« fóðurmjöli sago kartöflumjöli kexi (sætu) saltkjöti kaffi melis (steyttum) eplum sveskjum lauk ávaxtasultu Víking mjólk smjörlíki (2 teg.) vindlum cigarettum sápum alls konar kertum (mörgum teg.) eldspítum rúðugleri þakjárni gaddavir fiskilinum Manilla tóverki önglum »Hessian« (fiskumb.) Ymis konar vefnaðarvörum, svo sem stúfasirzi, regnkápum, tilbúnum fatnaði handa körlum og konum og börnum, alls konar fóðurtauum og 'fataefnum, skófatnaði og mörgu fleiru. Vörur sendar kaupmönnum og kaupfélögum út um land, gegn fyrir- framgreiðslu. ,Original Hein-Motorinn‘ hefir fengið Heiðurspening úr gulli Kaupmannahöfn 1912, Heiðurspening úr gulli Kristianíu 1914, er ábyggilegur, sparsamnr, mikiö yflrafl. Við seljum árlega norskum fiskimönnum ca. roo mótora. Þar eð aðstaða íslenzku fiskimannanna líkist mikið þeim norsku, munu okkar mótorar vera sérstaklega vel fallnir til notkunar fyrir íslenzka fiskimenn. Umboðsmenn á íslandi: Hr. Sn. Jónsson, Akureyri. — Ingólfur Jónsson, ísafirði. — þorsteinn Jul. Sveinsson, Bakkastig 9 Reykjavik. A.s. H. Hein & Sönner, Strömmen Randers, Danraark. Til skuldunauta A.s. Olafsviks Handel i Likv. Eg undirritaður, sem hefi á hendi innheimtu á öllum útistandandi skuldum við A.s. Olafsviks Handel i Llkvidation i Ólafsvík og Sandi, skora hérmeð alvarlega á alla þá, er enn ekki hafa greitt mér skuldir sinar við nefnda verzlun eða uppfylt samninga sína um greiðslu á skuld- unum, að greiða mér þær tafarlaust. Að öðrum kosti verða skuldirnar innheimtar með lögsókn án frekari fyrirvara. — Skuldirnar má einnig greiða inn í verzlanir bræðranna Proppé í Ólafsvik og Sandi. Reykjavik, 12. febrúar 1915. Bopri Brynjólfsson, yfirréttarmálaflutningsmaður. Sfafsefningar-orðbók Björns Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um kl. stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu. Heilsuhælið í 3—6 mánuði. Hún á heimtingu á að fá alla laknishjálp, öll meðöl og alla spitalavist um 8 mánaðatíma á samfleyttum þrem ár- um og 1 kr. á dag í dagpeninga, ef hún nýtur ekki spítalavistar; alt þetta fær hun fyrir þessa 1 krónu, sem hún borgar á mánuði. Sama máli er að gegna um sjómanninn, daglaunamanninn og hvern annan, sem tryggir heilsu sína í »Sjúkra- samlagi Reykjavíkurc, að hann getur, undir mörgum kringumstæðum, trygt sig og sína svo, að hann þurfi aldrei að leita á náðir fátækrasjóðsins vegna veikinda eða slysa. Og hvaða þýðingu hafa svo sjúkra- samlögir. fyrir hina, sem ekki geta verið í sjúkrasamlagi, en verða að borga árlega stóran hluta af tekjum sínum í fátækrasjóðinn ? Þessi stóri hluti hlýtur að minka og máske að hverfa með öllu, a. m. k. sá hluti, sem borga verður vegna veikinda, og hann er alls ekki svo smár í sum- um sveitarfélögum landsins. — Reykjavik var hann nær 14 þús. kr. á árinu 1912! — Frá þessari hlið líta fátækrastjórnirnar, héraðastjórn- irnar og landstjórnirnar erlendis á málið, þess vegna styrkja þær sjúkra- samlögin afarmikið. Hér vantar hluttöku almennings! Þegar nú ýmsir góðir menn, og þar á meðal gefandi ofannefndrar vara- sjóðsstofnunar Sjúkrasamlags Reykja- víkur, sem aldrei geta haft neinn heinan hag af samlaginu, láta sér svo ant um það, sem raun er á orðin, virðist mér það naumast vanza- laust, að hinir, sem geta komist i samlagið og notið góðs af því, standi lengur hjá og láti reka á gamla reið- anum lengur; en það skal tekið fram í sambandi við þetta, að menn verða að vera braustir og heilsugóð- ir þegar þeir ganga í samlagið og mega ekki ganga með neinn ólækn- andi eða viðloðandi sjúkdóm, er geti skert vinnuþol þeirra. — Um leið og eg leyfi mér að birta framanritað gjafabréf hr. Brynjólfs H. Bjarnasonar kaupmanns, færi eg honum, fyrir samlagsins hönd, alúð- arfyllsta þakklæti fyrir hina höfðing- legu gjöf og árna honum alls góðs á ókomnum æfiárum hans. Reykjavík, 14. febr. 1915. Jón Pálsson form. talið með, er um laun embættis- manna er að ræða. Það væri ekki ófróðlegt, erum þessa fúlgu er að ræða, að bera hana saman við önnur útgjöld. Samkv. verzlun- arsk. 1911 er aðflutt tóbak fyrir 354681 kr., en tóbakstollur 212 þús. (verzl.sk. bls. II.). Búðarverð tóbaks- ins verður þá um 650 þús. krónur (báðar nefndar upph. -j- 25%, sbr. verzl.sk. bls. II.). Þjóðin borgar yfir 100 þús. krónum meira fyrir tóbak sitt 1911 en laun og eftirlaun ársins 1914 nema. Mestu er eytt í kaupstöðunum, en það er lika fróð- legt að taka af handahófi sýslur, þar sem ekki eru stórir kaupstaðir, og bera þetta saman. Þessar 3 sýslur hafa goldið alls (búðarverð) fyrir tó- bak sitt (aðflutt samkv. verzl.sk. 1911): Skagafj.sýsla um 20 þús., Dalas. um 4 þús., Skaptaf.s. um 13 þús. Dalasýsla, sem er sparsömust, getur launað sýslumann sinn og lækni (2500 og 1500 kr.) fyrir tóbakið, Skaptafellssýsla sýslumann (3000), 3 lækna (hver 1500) og goldið helm- ing allra prestalauna sinna (alls um 11000). Skagafjarðarsýsla getur laun- að sýslumanni (3000), 2 læknum Biðjið nm Emiesa Tle i blýumbúðum með safnaramerkjum og áprentuðu söluverði frá I í í Salomonsen, (hver 1500) og öllum prestum sín- um (moo kr.) fyrir tóbakið, og hefir þó afgangs nærri handa tveim læknum i viðbót. Hefir þjóðin nokkurntíma kvartað undan því, að þessi upphæð, sem bún geldur fyrir tóbak, væri of há? Það er vel til, en ekki hefir bænda- flokkurinn sett baráttuna gegn tó- baki á stefnuskrá sina enn. 6. Ymsar athugasemdir. Eg hef áður getið um, á hvaða grundvelli verður að ræða launa- málið. Það, sem eg þár hefi tekið i'ram, er það, sem almenn heilbrigð skynsemi segir. En það, er sagt hef- ir verið um menningu og andlega starfsmenn þjóðanna, er viðurkend- ur sannleikur. Sá, er ekki vill ræða málið á þeim grundvelli, hann verð- ur að leggja annan grundvöll og færa rök fyrir honum. Það getur svip virzt miður rétt, að aðgreina ekki embættisstörf og menningar- starf, því að sumt í embættisstörf- um er skyldara bókfærzlu og iðn- störfum ; en þau störfin eru að eins iluti af allri starfseminni, það þarf mentaðan mann á bak við. Því ber c??/ Raimaíiíunar vér sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta því, að vel muni gefast. — í stað helllulits viljum vér ráða mönnum til að nota beldur vort svo nefnda Castorsvart, því þessilitui er miklu fegurri og haldbetri en nokk- ur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. — Litirnir fást hjá kaupmönnum alls- staðar á íslandi. c2uc/is GFarvafa6riR heldur ekki að neita, að oft skortir á, að svo vel sé sem skyldi, en það er ekki að undra, því misjafn dugn- aður er mönnum gefinn, embættis- mönnum og öðrum andlegum starfs- mönnum sem öðrum mönnum. Eg kem að lokum að ræðu Magn. Péturssonar, er eg áður nefndi. Hann talar um »glufu, sem enn virðist stundum vera á milli alþýðu og embættismanna*, sem »þarf ekki einungis að brúast, heldur að fyll- ast eða síga samanc. Hér er um tvent að ræða, annaðhvort 1., mun þann á andlegum starfsmönnum og öðrum, sem frá er skýrt í 2. grein, eða 2., glufu misskilnings og tor- trygní. Af ræðunni verður ekki glögglega séð, við hvort heldur er átt. Ef átt er við fyrra atriðið, þá getur ekki munurinn horfið nema með tvennu móti. Annaðhvort verð- ur alþjóð að komast á sama stig mentunar, sem andlegir starfsmenn, og væri það að vlsu ákjósanlegt, en einsdæmi væri það í veraldarsögunni, eða þá hinsvegar verða embættis- menn að standa á sama stigi ófull- kominnar æfingar heilans, sem al- þýða yfirleitt, en þess myndu fáar þjóðir æskja. Ef þingmaður á hins- vegar við síðarara atriðið, tortrygni og misskilning, og fleira bendir á, að svo sé, þá er eg honum sam- mála um, að gjáin þarf að hverfa. Og skilyrðið er auðvitað fullkominn skilningur á málavöxtum. En hvar misskilningurinn sé, getur hann lít- ið um. Þó segir hann m. a.: »Fyrsta og helzta skilyrðið . . . er •það, að embættismennirnir ekki berji blákalt fram sínar, að mörgu ieyti einhliða skoðanir . . .« En þegar hann segir : »Sumir embættismenn kvarta undan þvi, að laun þeirra séu alt of lág, en enginn undan því, að þau séu of há«, þá er umræðan hjá framsögumanninum í efri deild orðin of lik venjulegu orðaskrumi atkvæðasmalanna, og ekki fallin til þess að fylla »glufuna«. En málið þarf að ræða, ekki siður en önnur mál. Það er ekkert unnið með því einu, að útiloka deilumál, en það, sem á riður, er, að málsaðilar verði vitrari eftir umræðurnar en áður, og þjóðin betur sett með lögunum og ákvörðunum en án þeirra. í næsta kafla mun eg svo hyggja að þvi, hvers embættismenn til sveita þurfa í minsta lagi. Ljósframleiðsluvél (Airgas Machine) sem hefir verið í notkun hjá okkur þrjá vetur, er til sölu með góðum kjörum. Vélin er heppileg á stórum sveita- heimilum eða i kauptúnum, þar sem hvorki er gasljós né rafmagnsljós. Hún framleiðir alt að 50 ljósum (100 kerta hvert). Vélin er til sýnis þeim sem hug hafa á að kaupa hana, og tilsögn gefin um notkun hennar. G. Gíslason & Hay, Reykjavík. Þrátt fyrir verðhækkun á efni selur Eyv. Árnason lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar Líkkistur. Lítið á birgðir mínar og sjáið mis- muninn áður en þér festið kaup annarsstaðar. Sími 44. Aggerbecks Irissápa er óviftjatnanlepra góó íyrir búöina Cppibald allra kvenna. Bezta barnasápa. Bibjíð kanp- menn ybar nm bana.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.