Ísafold - 17.04.1915, Síða 3

Ísafold - 17.04.1915, Síða 3
ISAFOLD Bókafregn. ° í Guðm. Kamban: Hadda Padda, sorgarleikur i 4 þáttum. Reykjavik 1914. Kostnaðarm. Ól. Thors. Flestir kannast við það, hversu mentaþjóðir Norðurálfunnar hafa dáðst að forníslenzkum bókmentum. Vér höfum miklast af þessu, og það svo að heyrst hafa raddir um að þær væru oss óþrotleg gullkista til að auka kynni vor og samhygð hinna stærri þjóða norðurálfunnar. Hins hefir miklu minna verið getið, — minna en ástæða er til — hversu niitíðarskáld íslands ryðja sér sigur- og frægðarbraut erlendis. Og svo langt er nú komið í þessu efni að einn af nafnkunnum listdómur- um heimsins, ritdómari við timaritið »La Revue« í París, telur Jóhann skáld annan Ibsen og jafnvel meir og fer svo hóglátum lofsorðum um bók hans »Fjalla Eyvind« að betri dóm er vart hægt að kjósa nokkurri bók. Það er óséð hversu mikla sam- hygð stórþjóðanna, norska þjóðin hefði haft í skilnaðarbaráttu sinni 1905, ef hin miklu skáld hennar hefðu eigi verið nýbúin að afla henni kynningar og menningarlegs álits alls hins mentaða heims. Það er óséð enn hversu mikil kynni og mikla samhygð hin ís- lenzku nútíðarskáld geta aflað oss, meðal hinna meiri þjóða. Þetta leikrit er fyrsta kunna verk þessa unga skálds okkar erlendis, og hefir þar verið vel tekið. En um þessa bók og enda fleiri, eftir hina dönsku kynblendinga, sem sum- ir kalla, hefir furðu litið verið skrif- að hér á landi, og það fáa harla misjafnt. Hvert það er af tilhneig- ingu til að ilskast yfir því, að ís- lenzk skáld verða ef til vill neyðast til að skrifa á danska tungu, eða einhverju öðru, veit eg ekki, en leitt væri til þess að vita, ef hugir manna hér á landi hneigðust í þá átt, að gefa listaverkunum lítinn gaum, en trúa á þokuryk hinna smærri rit- verka. Söguefni leiksins er í stuttu máli þetta: Bæjarfógetadóttir í Reykja- vík, Hrafnhildur — nefnd Hadda Padda — er lofuð lögfræðingi eiti- urn, sem er sonur sýslumanns úr sveit, aldavinar fógetans. Þessi mað- ur — Ingólfur — bregður heiti sinu við Hrafnhildi, og lofast yngri syst- ur hennar — Kristrúnu. Fá heit- rof þessi svo mjög á Hrafnhildi að hún sviftir sig lífi, og sem meira er, gerir tilraun til að láta elskhuga sinn fylgja sér hina sömu leið. Þetta verk sýnir konu svo stór- felda að lund og kvenlegri fegurð, sem næst því er hægt að sýna konu mesta og fegursta, sem er samfeld heild forníslenzkrar hörku og vík- ingslundar, og um leið gædd nútlð- ar viðkvæmni og hljóðlausum grát- trega sálarþjáninganna mitt í eyði- merkurauðn trúleysisins. Þetta er aðaltilgangur leiksins, og hefir höf. tekist verk sitt snildarlega, einkum í tveim síðari þáttunum. Og sögu- efnið sem höf. notar, er hin hái- beitta, sískerandi alvara lífsins, sem höggvandi vopn á gáleysi, glysfýsn og óstyrkleika sálarlífsins, á vegum hinna óráðþægu ástardrauma. Satt er það, þess konar efni eru ekki ný í skáldskap, en það er tneSýerð þess, sem alt af getur verið ný og frumleg hjá hvaða skáldi sem er, og í þriðja þætti finst mér hún vera frumlegust og um leið fegurst af öllu því er eg hefi lesið um þessi efni eftir íslenzkan höfund. Þar er samtal Hrafr.hildar og grasakon- unnar sem tært, sterkt, seiðandi vin. Hreinn skáldskapur. Svo er einnig víðar í bókinni, gullfallegar setning- ar, sem gefa hinar beztu vonir um höfundinn. Höfundurinn hefir ekki nema eina aðalpersónu í leiknum, — Hrafn- hildi — flestar hinar verða að skoð- ast sem aukapersónur, sem honum ferst misjafnlega við. En Hrafnhildi gleyma líka fáir, sem leikinn lesa, hún skilur eftir i minni lesandans djúpa aðdáun, og líka agnir og sár- indi hins veigamikla lundernis. Og eg efa ekki að slíkar konur séu til. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að ennþá eru til í þjóð vorri per- sónur með geðriki fornrar vikings- lundar, og með fylstu skapbrigðum elds og íss. Það er því undravert að heyra ritdómara vora telja Hrafn- hildi »svo óíslenzka persónu sem mest má verða«. Slíkt er óskiljan- leg fjarstæða. Ekki verður hjá því komist, að minnast annarar persónu i leiknum, sem þar er sýnd í fáum dráttum en mjög skýrt og greinilega, en það er hin systirin, Kristrún, sem frá höfundarins hendi er hin smærsta og versta tegund kvenkynsins, sem ekkert virðist hafa til síns ágætis annað en hégómagirnd og rándýrs- kenda afbrýðissemi, en sem þó get- ur hænt til sín með fegurð sinni. Og þessa konu lætur höf. draga til sín gáfaða glæsimennið, beint úr faðmi hinnar tigullegu og fögru Hrafnhildar. Það sem hér gerist í sálarlífi persónanna, er sú and- stæða þroska mannsins, að það fánýt- asta, dregur alt frá hinu göfugasta og fegursta, og þar með sýnt að ást hinnar tígnustu konu er ofvaxið að viðhalda ást karlmannsins, nema því að eins að hún gangi ekki of nærri. Mannshjartað er eins og fjöllin, þau bergmála ekki ef við göngum of nærri þeim, segir skáld- ið, og á þennan hátt sýnir hann að andlegir kraftar ástalífsins séu háðir þessu tvíeggjaða lögmáli nútímans. Séu þetta rétt skýrð einkenni nú- tíma-kynslóð^rinnar af höf., — að hann dragi ekki fram einstök dæmi, en það ættu skáldin sem sjaldnast að gera — þá verður hverjum ónola- legt við slika tilhugsun. Gæti dott- ið margt misjafnt 1 hug. Jafnvel svo mikið að það gæti verið eitt af hnignunareinkennum hins hvíta kyn- flokks sem hér væri á ferðum. Útsýnin á leiksviðunum í tveim síðari þáttnnum eru hin fegurstu, og skáldlega samstíluð hinu örlaga- þrungna efni, og um leið er frásögn- in með svo hæfilegum næmleika, að vart er hægt að lesa þessa þætti, án mikillar aðdáunar. Þó get eg ekki sagt að þetta verk sé gallalaust, hvorki í atriðum efnis, né meðferðar. Er það fyrst að ekki er laust við að finnist kenna óeðlilegra hitaeinkenna, í stíl og frásögu ástalífsins í tveim fyrri þáttunum, en hvort það er æskuóstyrkur höfundarins, sem eyð- ist með aldrinum, það leiðir tíminn í ljós. Getur verið að þetta sé ljúft dönskum áheyrendum, en galli er það á íslenzku efni og íslenzkri frá- sögn. Þá er draumurinn, sem höf. læt- ur fóstru Hrafnhildar segja auðu leiksviði í endi fyrsta þáttar. Sýn- ir hann að vísu skáldleg listatök höfundarins, en óþarflega snemma er þar gefin til kynna hinn harm- sögulegi endir leiksins. Framar öllu vil eg þó taka eitt fram: Fyrst höf. tókst á hendur að skapa mikilfenglega konu, með all- skýrum lyndiseinkennum fornar tíð- ar, vildi eg heldur að hann hefði slept því að láta hana binda líf sitt m veigaminna og smáa í fari karl- mannsins. Þetta purýti höf. ekki að sýna, eins og hann gerir — en >etta hefir hann viljað sýna, til þess auðsjáanlega að láta nútíðar kven- einkennið ógeðfelda koma fram, án >ess að gæta að því hvert það sam- rýmdist anda þeirrar konu, sem vann þess eið að eiga þann einn, sem íefði hug til að hleypa á Vafurlog- ann á blindafjalli. í sambandi við þetta vil eg minn- ast á nokkuð, sem eg hefi heyrt sett út á þetta skáldverk og eg hefi ívorki heyrt, né séð andmælt, og er þá fyrst fyrir mér það sem Karl Finnbogason segir í ritdómi sínum, að höf. geri Hrafnhildi óþolandi eigingjarna, að þola ekki systurinni að taka unnustann frá sér, og bætir við að meiri og betri konu hefði rann sýnt í leiknum, ef hann hefði átið hana líkjast konu, sem skáldið ýsir i kvæði sem út kom eftir það 1912 og heitir »Spunakonan«. En mikill vafi er á að þetta se rétt. í kvæðinu er sýnd kona, sem eyddi lífi sínu til þess að frægð og gengi unnustans yrði sem mest, og það þó hún yrði af honum að sjá fyrir fult og alt, og að síðustu þakk- ar hún tilveruna af þvi hún var alt fyrir hann. Eru þetta einkenni ástar mikil- fenglegrar konu ? Nei, það held eg hreint ekki. Allir þekkja dæmin þau, að menn — karlar og konur — fórna og eyða lífi sínu fyrir fjöldann, fyrir göfug málefni, fagrar hugsjónir og kenningar; og lika vita allir að þetta gera ekki aðrir en þeir, sem mikið er í spunnið af andlegum kröftum og þroska. En þegar kona á æsku og þroska- aldrinum gerir það sem i kvæðinu er sýnt, gagnvart elskhu^a sinum, er það sú veigaminni en sú sem sýnd er i leiknum. Og hversvegna er þetta svo ? Það er vegna þess að sú lífshreyfing hjartans og hugsananna, sem er upp- spretta kynsástarinnar, hún er þrung- in af nokkru ástríðumagni og þvi meiru sem lundin er þrekmeiri og geðríkið stórhreinlegra. Þess vegna er það sjálfgefið lögmál, að það er hin meiri og eðlileqri kona, sem heimtar unnustann, úr varqsklónni, með sér niður í hyldýpið, en hin sem hafði það eitt mark og mið að gera götu hans sem fegursta, hvað sem henui sjálfri leið. Að þessu leyti er kvæðið æsku- verk skáldsins, en leikritið verk hins þroskaða manns. Heyrt hefi eg það sett út á per- sónu skáldsins — Hrafnhildi — að hún hafi sýnt óhreinlyndi gagnvart elskhuga sínum í framkvæmd hins geigvænlega verks i síðasta þætti, og þá um leið gagnvart systur sinni í siðasta samtali þeirra. En eg skil þetta á alt annan veg. Það sem býr í fari hennar og háttum á hamrabrúninni, er sam- kynja blæan yfir hugarólgunni, sem undir býr, eins og í brosi Guðrún- ar Ósvifursdóttur við Helga Harð- beinsson eftir vig Bolla, eða likt og Ragnhildur Buðladóttir þegar hún þakkaði Gunnari víg Sigurðar. En í samtalinu við systurina sést allra glöggvast hin skerandi þjáning, þess næma og viðkvæma sem alt af — þrátt fyrir alt — einkennir kveneðl- ið, og sem hlaut að lita skelfdum augum til hins fyrirhugaða verks. Höf. varð að láta nútíðina eiga nokkurt þátt í þessari konu, en allir vita hversu það er erfitt að fá fult samræmi í hinu nýja og forna lund- erni, sem enn í dag finst ekki ósjaldan á meðal vor. Finst mér hinum unga höfundi hafa tekist hér öllum vonum betur. Mikið hefi eg heyrt talað um það, að svona verk væru svo æsandi að þau ættu vait að vera lesin. Getur verið að mikilhæfir rithöfundar gætu beitt starfskröftum í aðrar stefnur, en að rita um þessi efni. Um það má alt af deila. En hitt er jafnvíst að áhrifalaus skáldverk eru gagns- lítil. Hvers vegua? Vegna þess að hver lltt þroskuð mannssál þarf alt af ný og ný æsandi áhrif til umbóta starfskröftunum og varnar hinum atidlega svefni, og fyrir löngu er það ómótroælt, sýnt og sannað, að fyrir áhrif þess háleita og fagra, og líka þess sára og átakanlega í ríki skáldskaparins, hefir þroskun mannsandans orðið margföld við það sem annars hefði orðið, ef ekkert áhrifaríkt skáldverk hefði verið til. Lítur því út fyrir, að þeir sem am- ast við skáldverkum fyrir næm áhrif þeirra á lesandann, vilji það helzt, að líf sem tiestra færist í þá átt að líkjast lifi sauðskepnunnar í haganum. A. ]. Nikolaus Gjelsvik. Lære- bok i folkerett. Oslo 1915. lste hefte. Bls. 240. 8vo. Eg leyfi mér að vekja athygli á þessari kenslubók í þjóðarétti, sem nýkomin er út eftir hinn merka höf- und, prófessor N. Gjelsvík. Á ofan- verðu ári 1913 var byrjað að prenta bókina og 12 arkir voru fullprent- aðar í apríl 1914. Þegar Norður- álfustyrjöldin hófst síðastliðið sumar, kom höf. til hugar í fyrstu að fresta útgáfu bókarinnar, af þvi að mörg ný viðfangsefni úr að leysa mundu nú upp koma, en réð þó af að láta lana koma út í 2 heftum og fresta útkomu hins síðara um sinn, en þar muni flest hin nýju viðfangsefni um ágreiningsmál og hlutleysi þjóð- anua eiga heima. Bókin er rituð á landsmálinu norska eða nýnorsku, sem stundum er kallað. Má heita all-þægilegt fyrir slenzka tilfinning að lesa það ritmál. Alstaðar skín í gegn hve mikið er eftir af rótum framan úr forntungunni sameiginlegu. En skaði mikill er samt, að geta ekki hreinsað þær rætur til fulls, Mund- um vér íslendingar fúslega unna frændum vorum, að eiga aftur með oss málið svo hreint, sem gæfan hefir gefið oss að varðveita það. Og enga ölmusumenn þyrftu þeir að telja sig, þótt þeir reyndu að snúa á þá braut, því að eign þeirra er það að upphafi, þótt hingað til lands flyttist það til varðveizlu og ætti sér betri geymslustað hér. Það er ekki tilgangur minn með þessum línum, að rita um ofannefnda bók ritdóm. Til þess skortir mig skjótt af að segja skilyrð: flest. En það get eg þó dæmt um, að mjög er framsetning öll skýr og skilmerki- leg, svo að bókin er beinlínis skemti- bók að lesa, þótt hún sé ætluð ti að vera kenslubók við nám, og ó- hugsandi annað en að hverjum bók- elskum manni þyki ánægja að kynn- ast mörgu af þeim fróðleik, sem hún hefir að flytja. En það sem mér gengur aðallega til að stinga niður penna um bók- ina, er það, að íslands er þar minst á nokkrum stöðum, eftir því sem tilefni er til, og það mjög á þann íátt, að saman ber við skilning sjálfra vor að minsta kosti flestra . slendinga um réttarstöðu lands vors. ir mikils um þetta vert fyrir oss í baráttunni fyrir réttindum vorum, >ar sem hínn mikilsvirti höfundur — þótt hann sé einlægur íslands- vinur — er þó fyrst og fremst góð- ur og merkur visindamaður, sem ekki mundi fórna vísindamanns orð- stír sínum fyrir hlutdrægu meðhaldi með smáþjóð. Get eg ekki stilt mig um, að þýða hér nokkrar línur úr bókinni um þetta efni. Fyrst vil eg þó geta þess, að í upphafi skilgreinir höf. svo þjóða- réttinn, að það er réttur sá, sem ýtur að því viðurskifti, er sjálfstæð ríki i þjóðaréttarsambandinu hafa ívert við annað sem sjálfstæð ríki. Gerir höf. grein fyrir, sem hér yrði of langt út í að fara, að í því sam- bandi geti ekki talist i 11 ríki, enda >ótt kristin sé og sjálfstæð, en á bls. 60 telur hann upp þau ríki, er til þess verði að teljast og eru það 23 ríki í Norðurálfu, 21 i Vestur- heimi og 4 í Asíu. Eitt meðal >inna 23 i Norðurálfu telur hann . sland og gerir þá grein fyrir, að »fyrst ekki er hægt að segja, að ís- and sé hluti af Danmörku, þá er . sland sjálfstætt ríki og er þá lika sérstakur þjóðaréttaraðili (folkeretts- subjekt). Hitt er annað mál, að stjórnfræðislega á litið getur Dan- mörk og ísland talist eitt og sama samþjóðaveldi (millomfolkelige magt) alla þá stund, sem réttarafstaða >eirra er svo, sem nú er hún«. Um þessa stöðu íslands hefir íann í bókinni áður talað á bls. 23—24. Er það i þeim kafla er ræðir um, hvort þjóðarétturinn sé nokkur jákvæður réttur, en ekki að eins reglur, sem leiðir af siðferðis- tröfum eða af venju án þess að vera réttarreglur, eða sem sumir halda fram, að reglur þessar séu ekki þjóðaréttur 0: réttur, sem ekki hvert einstakt ríki getur sett eða breytt eftir eigin geðþótta, heldur ytri ríkisréttur. í þes'su sambandi kemst höf. inn á það, að grundvallarlög Norðmanna er sett voru á Eiðsvelli 1814 höfðu fult gildi, þó að þau væru ekki sett eftir reglum er skipað var fyrir um í áður gildandi lögum. Sömuleiðis getur hann þess, að ekkert stjórnar- fyrirkomuiag, sem hefir verið á Frakk- landi síðan byltinguna miklu, hefir heldur verið bygt á heimildum í áð- ur gildandi lögum og hefir þó hvert um sig haft fullkomið gildi. Og í sambandi við þetta gerir hann eftir- farandi athugasemd: »Það lítur svo út, að einn dansk- ur háskólakennari hafi um viður- skifti Danmerkur og íslands viljað bera fyrir sig þau sannindi, að jafn- vel réttarbrot og röng venja getur verið undirrót að nýjum rétti. (Sjá grein i Statsvidenskabelig Tidskrilt 1913, bls. 67—118), Sambandið milli íslands og Noregs var bygt á samningi milii landanna frá 1262. Það er þessi samningur, sem íslend- ingar kalla gamla sáttmála, en danski háskólakennarinn kallar hann »mel- étið skinnblað framan úr myrkum miðöldum«. Eftir þessum samningi átti ísland að hafa sama ríkisstjórn- anda sem Noregur, en varð ekki norskur landshluti. Að ísland átti að vera áfram sjálfstætt ríki, er hafið yfir efa. Það kemur greinilega fram í þvi skilorði samningsins, að ís- lendingar höfðu rétt til að segja hon- um upp og þannig að lýsa sig lausa

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.