Ísafold - 29.05.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.05.1915, Blaðsíða 3
IS AFOLD 3 Þessir voru farþegar vestan um haf: Jónatan Þorsteinsson, Geir Thor- steinsson og Jón Björnsson kaupmenn, Lára Bjarnason, ekkja síra Jóns Bjarna- sonar og systur hennar Guörún og Kír- stín, Haraldur Möller, ASalsteinn Krist jánsson, Jakob Guðmundsson, Haraldur Andersen (klœðskera H. Andersen) og kona hans, frú Rósa Gísladóttir, frú Bergson og Daníel frá Steinstöðum. Friðrik Björnsson. Alls mun skipið hafa meðferðis 1009 smál. af vörum. Ný bók. Kynbætur sauðfjár, yfirlit og leiðbein;ng- ar, eftir Jón H. Þor- bergsson, heitir hún, er 9 arkir í áttungs- broti, verð kr. 1.25. J. H. Þ. er áhugasatnur mjög um þessa grein landbúnaðarins, og eru í þessu riti hans, eigi síður en hinu fyrra >Um hirðing sauðfjár«, irarg- ar góðar bendingar og hugvekjur, sem allir þeir, er sauðfé hafa sér til lifsframdráttar, geta haft hag af að kynnast og breyta eftir, svo sem framast eru föng til. Höf. hefir nú talsvert farið urn flest héruð lands- ins, og þannig getað afiað sér fræðslu um það, er að sauðfénaði og með ferð á honum lýtur, og jafnframt kostum lands og loftslagi. En slík þekking er nauðsynleg fyrir þann, er semja vill leiðbeiningar, er komið geti að notum hvar sem er á land inu, þvi staðhættir eru mjög mis- jafnir í því tilliti, og þeirra vegna má búast við, að fé verði hér ætíð talsvert misjafnt, þó það sjálfsagt sé rétt, sem höf. heldur fram, að al- staðar megi mikið bæta féð og auka arðsemi þess, án stórum aukins kostnaðar, og þannig auka tekjur bænda um mörg hundruð þúsunda Efni bókarinnar er margháttað, víða við komið, og þýðir ekki hér að lýsa því. Bændur og fjárhirðar ættu að lesa hana og notfæra sér það, er þeir geta af henni lært. Það er ólag á, ef það ekki borgar sig, að láta rúmlega venjulegt eitt ullar- pundsverð fyrir hana. Málið á bókinni er líkara mæltu máli alþýðu en hefluðu bókmáli, sumstaðar nokkuð harkalegt eða ómjúkt og ekki stranglega vandað; en ekki ætti það að spilla notunr almennings af henni, ef áhugann á framför i fjárræktinni ekki skortir. Greina kann menn á við höf. um einstök atriði, en þeir, sem aðra skoðun hafa myndað sér, á rökum bygðar, gera væntanlega sínar at- hugasemdir eftir að þeir hafa kynt sér bókina til hlítar. í flestum aðalatriðum munu kenn- ingar höf. víðast eiga við. B. B. Björgun. Sundkunnáttan kemur að góðu liði. Fimtudaginn 20. þ. m. þegar gufu- skipið »Susanna« kom til Þorláks- hafnar frá Reykjavík, bar svo við, að bát hvolfdi við skipshliðina, í því að hann var að leggja frá skipinu. í batnum voru jón Sturlaugsson hafn- sögumaður á Stokkseyri, Símon Stur- laugsson frá Starkaðarhúsum á Stokks- eyri, Þórður Pálsson frá Brattsholti og kona mín Sesselja Steinþórsdóttir, er komið hafði með skipinu frá Reykjavík. í þvi að bátnum hvolfdi náði Þórður í stiga eða kaðalenda, og Jóni Sturlaugssyni tókst. einnig að ná í kaðalenda, og tókst þeim svo báðum að komast upp í skipið. En Símon hélt sér uppi á sundi með konu mina, hafði hann náð i kaðalenda frá skipinu og hé.t hann um hann annari hendi, en hinni hendi héit hann konunni í fangi sér og hélt sér svo uppi á baksundi með fótunum að eins, i fullan fjórð ung stundar. Veður var hvast á austan og sjór mjög úfinn, má nærri geta að til þess að halda sér þannig uppi með konuna, sem Símon gerði, hefir þurft eigi litið þrek og karl- mensku. Loks tókst að varpa til þeirra bjarghring frá skipinu, tókst Símoni að smeygja á sig bjargnringn- um, varð honum þá léttara uppi- haldið, og batt hann síðan kaðli utanum Sesselju, tókst svo að draga þau uppí skipið. Svo vel tókst Simoni að haida konunni uppi, að hún drakk engan sjó. Er enginn vafi á því að eg á Simoni, næst guði, að þakka það, að konan min hélt lifi, — það er snarræði hans og karlmenska, sem bjargaði lífi hennar. Símon Sturlaugsson er efnismaður hinn mest', hann er 20 ára að aldri, og hefir verið ötull íþróttamaður, bæði við sund og aðrar iþróitir. Slik verk setn þetta veiða ekki launuð og ekki fullþökkuð, en ekki má þó minna vera cn þeim sé á lofti haldið, þeitn til maklegrar sæmd- ar, er þau vinna. Sjólyst á Stokkseyri 24. maí 1915. Þórður Björnsson. ---------^.4.---------- Nýbreytni í umboös- stjórninni. Hr. ritstjóri. Utaf grein, sem birtist með þess- ari yfirskrift i síðasta blaði ísafoldar, og sem í margra augmn gæti litið út sem opinber hirting á landsima- stjóranum sérstaklega, og öðrum starfsmönnnm landsimans með tilliti til reikningsskila o. fl., verð eg að biðja yður að birta eftirfarandi línur — viðauka við grein yðar. Fiá því er landssíminn byrjaði starfsemi sína 1906, og lengi vel áfram, var ekkert ákveðið um hvenær tekjuafganginn skyldi innborga i landssjóð, né hvernig eða hvenær reikningum skyldi skilað. Lands- simastjórinn réð þessu sjálfur og skilaði starfrækslureikningunum ár- lega og innborgaði tekjuafganginn að eins einu sinni á ári. Þannig var íekjuafgangurinn fyrir 1909 inn- borgaður 25. apríl 1910 og tekju- afgangurinn 1910 innborgaður j8. apríl 1911. Peningarnir, sem inn komu, voru jafnótt lagðir inn á bók i banka og vextir þeir er til féllu eins og sjá má af reikningunum, færðir til tekna undir lið »ýmsar tekjur«. Þessu fyrirkomulagi var fylgt þangað til 1912, að stjórnar- ráðið skipaði fyrir, að hér eftir skyldi landssimastjórinn, eins og aðrir innheimtumenn landssjóðs, gera reikningsskil fyrir hvern ársfjórðung. Hefir þetta verið gert síðan og er nú skriflega staðfest af nýja ráðherr- anum. Til þess að hægt sé að gera upp fjárhaginn, verða nú allir reikn- ingar að vera fyrir hendi og bók- færðir á skrifstofu landsímastjórans, en það getur varla, sérstaklega er snertir vetrarársfjórðungana, orðið fyr en 2—3 mánuðum eftir árs- fjórðungslok. Fyrst fer oft nokkur hluti næsta mánaðar í að innheimta gjöld hjá talsímanotendum, síðan þarf að ná saman öllum reikningum hvers umdæmis til endurskoðunar á gæzlustöðinni, sem síðan sendir þá landssímastjóranum — með sein- um póstferðum, að vetri til, tekur þetta langan tima. Það er ekki rétt hjá yður, að ekk- ert hafi verið innborgab af fé land- simans 1914 fyr en 7. ágúst. Fyrsta innborgun var 23. mai, strax og árssfjórðungsmillireikningarnir við út- lendu ritsímastjórnirnar voru búnir — gat ekki orðið fyr. Hvað yfir- standandi ár snertir, var fyrsta inn- borgunin gerð fyrir fáeinum dögum með áætlaðri upphæð, samkvæmt símbeiðni stjórnarráðsins, þar eð millireikningar útlanda geta ekki orð ið tilbúnir fyrst um sinn. Staifsmenn símans út um land eiga að gera reikningsskil mánaðar- lega til landssimastjórans. Þeir bera ábyrgð á peningum þeim, er inn koma við stöðvarnar. Það má ekki álítast ósanngjarnt, að þeir leggi pen- ingana inn í banka, meðan þeir bíða eftir að geta sent þá landsímastjór- anum, í stað þess að láta þá liggja í skrifborðsskúffu. A stærri stöðv- unum hafa stöðvarstjórarnir á þenn- an hátt fengið dálítið mistalningsfé (stöðin i Reykjavik innheimtir á hverj- um mánuði ca. 3000 smáreikninga). Ráðherra hefir lofað að fara fram á mistalningsfé handa forstjórum stærri stöðvanna, við næsta alþingi, í stað þess, sem þeir nú missa. — Þ.ið eru ekki þúsundir, sem hér er um að ræða — varla nokkur hundruð fyrir alt landið Með tilliti til innkaupa á efni til simans, hefir venjan verið sú, að landsimastjórinn hefir safnað tilboð- um þegar um stór »parti« hefir ver- ið að ræða og venjulega, annaðhvort munnlega eða skriflega borið sig saman við stjórnanáðið um hvaða tilboðum skuli tekið. Nú er því þannig fyrirkomið, að útboðin skuli gerð af stjórnarráðinu, sem svo ber sig saman við landssímastjórann um hvað taka skuli, getur verið að þetta fyrirkomulag sé heppilegt, en það er að minsta kosti alveg einstakt. (Eftir því sem ráðherrann upplýsir, er þetta gert til þess að koma á sams- konar fyrirkomulagi við efnakaup landssjóðs og á líka hér eftir aðeins að snerta stærri »partí). Eg er yður annars sammála um, að stefna sú, er í þessu felst er heppileg — þegar ekki er farið of langt. Sem dæmi upp á það, að hingað til hefir vantað eftirlit, skal eg taka fram. Fyrir hérumbil 9 ár- um var settur sem landssímastjóri maður, sem — án tillits til vottorða þeirra, er hann hafði — var alveg ókunnugur. Hann hefir nú í þessi 9 ár stjórnað öllum nýlagningum landssímans, mörg hundruð þúsund króna og stjórnað starfrækslu lands- simans m. fl., einnig mörg hundruð þúsund króna, alt i alt hefir hann haft undir höndum margar miljónir króna, án þess að hingað til hafi verið nokkuð eftirlit með kassanum eða bókunum, annað en endurskoð- un reikninganna i stjórnarráðinu, sem eigi fer fram fyr en 1—2 árum eftir afhendingu reikninganna. Hann hefir ekki einu sinni getað fengið neinn leiðarvísi (Instrux), þótt hann hafi beðið um hann og jafnvel í eitt skiftið sent stjórnarráðinu uppkast að honum. í þessu tilfelli hefir þetta ekki haft neinar óþægilegar afleiðingar, þareð landssímastjórinn ávalt hefir haft kassa sinn og bækur í reglu — þrátt fyrir það, sem kann að hafa verið þvaðrað, i því efni En, sem sagt, er eg yður algjörlega sammála í því, að hin nýja stefna sé góð. Reykjavík, 29. maí 1915- 0. Forbtrg. Aths. Þess skal getið, að upp- lý.singar ísaf. um þetta mál voru frá beztu heimildum — þ. e. ráðherran- um sjálfum. ísafold þykir gott, að landssimastjórinn skuli fagna hinni nýju stefnu, en mun sennilega síðar minnast eitthvað frekar á sum atriði i grein hr. Forbergs. Ritstj. EpL simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Frá Hellusundi. London, 25. mai. Eftirfarandi skýrsla kemur frá yfir- hershöfðingja Miðjarðarhafshðsins: 21. maí sótti fyrsta herdeild franska liðsins langt fram og er nú rétt hjá skotgröfum Tyrkja. 22. maí gerðu óvinirnir ákaft áhlaup á vinstri arm stóiíylkis Ind- verja. Náðu þeir fóifestu um hríð, en með öflugu gagnáhlaupi voru þeir hraktir aftur, og íéllu af þeim 300 manns. 23. maí biðu Tyrkir um vopna- hlé, til þess að grafa fallna menn rétt hjá skotgröfum vorum, og var þeim veitt það. Rú nlega 3000 fallnir Tyrkir voru grafnir um daginn og var þá ekkeit annað aðhafst þar syðra. 24. mai sóttu Frakkar mikið fram með tilstyrk herdeildar brezkra sjó- liðsmanna. Þetta vat um nóttina og mhtu þeir fátt manna. Varaliðs herdeildin sótti einnig fram og styrkti sínar nýju stöðvar. London 26. maí. Útdráttur úr opinberum skýrslum Rússa 25. maí. Á allri herlínunni meðfram Dub- issa í Eystrasaltslöndunum stendur enn grimm orusta. Á vinstri bakka efri Weichsel, í Opatow héraði, heldur orustan áfram. Óvinirnir hafa fengið þar talsvert hjálparlið. Tilraunir þeirra til að taka upp sókn voru ónýttar og biðu þeir mikið manntjón. Á orustusvæðinu milli Jaroslaw og Przemysl var ákaft barist í gær beggja megin við Sanfljótið. Óunirnir gerðu mörg áhlaup hvert á fætur öðru 23. og 24. maí á svæðinu milli Hussakow og Kruk- ienice og höfðu margt manna. En þeim áhlaupum var tvístrað af stór- skotaliði voru. Dubissa er á, sem kemur upp sunnan við Shavli, rennur til suð- austurs og fellur i Niemen. London, 26. mai. Útdráttur ur skýrslum Frakka 22.-26. mai: Vér höfum alla bugðuna á »Hvita- veginum« á voiu valdi. Sakir ósigra, er Þjóðverjar hafa beðið fyrir notðan Arras, stendur áköf orusta. Hji Angres náðum vér sterklega víggirtri hæð, sem Þjóð- verjar sátu á. Oss hefir orðið talsvert ágengt i gjánni hjá Fond de Caval, sem stórskotalið óvinnanna hamlaði oss að ná. Þeir höfðu þar einkar traust varnarvirki. Áköf stórskotaliðsorusta stendur fyrir norðan Festhubert. Oss hefir orðið enn meira ágengt fyrir suð- austan Quinque-veginn. Vér höfum hrundið af oss áhlaupum óvinanna á stöðvar vorar hjá Neuville St. Vaast. Á einum stað náðu Þjóðverj- ar fótfestu um stund í fremstu skot- gryfjum vorum, en þeir voru hrakt- ir þaðan aftur og margir menn hand- teknir. Síðan tókum vér margar skotgrafaraðir fyrir norðan þorpið. Þjóðverjum mistókust alíar tilraunir að ná þessum stöðvum aftur, þrátt fyrir það, þó að þeir sendu þangað í skyndi mikinn liðsauka. Biðu þeir mikið manntjón af stórskotum vor- um. Áköf stórskotaliðsorusta stend- ur enn á þessu svæði. Bretar ráku af höndum sér áhlaup Þjóðverja fyrir norðan la Bassée og unnu óvinunum mikið tjón. Bretar sóttu einnig fram fyrir austan Fest- hubert og siðar enn meir á þvi svæði. Sigrar vorir fyrir norðan Lorette hafa mikla þýðingu. Þjóðverjar hafa gert áhlaup á ýms- um stöðum milli Sfeenstraete og Ypres og notuðu kæfandi gas. Vér höfum hrundið öllum þeim áhlaup- um. Skýrsla French. London, 26. mai. French yfirhershöfðingi tiikynnir að fyrsti herinn sæki enn fram aust- an við Festubert. Varaliðs-herdeild náði í gærkveldi nokkrum skotgröfum Þjóðverjum og handtók þar 33 merm. í morgun handtók hún einn liðsforingja og 21 mann og náði vélbyssu. Síðan 16. maí hefir íyrsti herinn hrakið óvinina rúmar 3 mílur aftur á bak á öllu svæðinu. Á þessu svæði hefir hann náð öllum skotgröfum óvinanna á 3200 metra svæði og tveim fremstu skotgröfunum á endi- löngu orustusvæðinu. Alt herfang vort er: 8 liðsforingj- ar og 777 liðsmenn, tíu vélbyssur og talsvert miklar birgðir af her- gögnum og farangri. Brezku orustuskipi sökt. London, 26. mai. Flotamálastjórnin tilkynnir, að í gær hafi kafbátur skotið tundur- skeyti á orustuskipið »Triumph« og sökk það litlu seinna. Það var við strönd Gallipoli-skaga og veitti Ástralíu og Nýja-Sjálands hernum full- tingi. Það er tilkynt að flestum fyrir- liðunum og skipverjum hafi veiið bjargað, þar á meðal skipstjóra og yfirforingja. Sprengileyðar og lítil varnarskip eltu kafbátinn fram i myrkur. Triumph var orustuskip, smíðað 1904. Það var 11.985 smálestir að stærð og skreið i9Va mílu á klukku- stund. Það hafði 4 fallbyssur 10 þuml. og 14 fallbyssur 7,5 þuml. Mannfall Tyrkja London, 27. maí Hér fer á eftir útdráttur úr opin- berum skýrslum viðvíkjandi viður- eigninni við Hellusund, sem birt hefir verið í Cairo: Birdwood yfirhershöfðingi hefir tilkynt, að töluvert fleiri en 3000 dauðir Tyrkir hafi verið grafnir, er Tyrkir fengu vopnahié til þess að grafa fallna menn sína um daginn. Á tveimur stöðum, þar sem ekki hafði áður frést að óvinirnir hefðu beðið neitt manntjón, láu manna- búkar i hrönnum. Vér töldum 400 dauða menn á svæði, sem var 80X 100 metra stórt. 25. mai var skot- gröf, sem var fyrir framan stórfylki Cox’s hershöfðingja, tekin af liði voru, ---------«»««•----------

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.