Ísafold - 29.05.1915, Blaðsíða 4
4
ISAFOLD
Skotöjs-Agentur.
En större dansk Skotöjsfabrik söger
for Island en dygtig og paalidelig
Repræsentant. Vedkommende maa
være godt kendt med islandske For-
hold og tillige helst være branche-
kyndig. Billet mrk. 4673 mod-
tager
Sylvester Hvids Bureau,
Nygade 7, Köbenhavn,
Ung hryssa, til reiðhrossa-
tindaneldis, af bezta kyni, verður til
sölu í Borgarnesi í júnímánuði n.k.
Lysthtfendur snúi sér til
Halldórs Gunnlögssonar
Laugaveg 5.
Æskan
barnablað með myndum.
Áfgreiðslustofa: Pappírs & ritfanga-
verzlunin á Lauqavegi 19 Reykjavík.
P. O. Box 12. Talsími J04.
Elzta, bezta, ódýrasta og útbreidd-
asta barnablað á íslandi. Kostar 1
kr. 20 au. árg. 12 b'.öð (8 síður hvert)
og auk þess tvöfalt jólablað skraut-
prentað. Nýir kaupendur og útsölu-
menn fá sérstök hlunnindi.
The North British Ropework Co.
Kirkcaldy
Contractors to H. M. Government
búa til
rússneskar og ítalskar
fiskilínur og færi
alt úr bezta efni og sérlega vandað
Fæst hjá kanpmönnum.
Biðjið þvi ætíð um
Kirkcaldy fiskilínur og færi,
hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við,
og þá fáið þér það sem bezt er.
Næringsmidler
ethvert Kvantum
besörges pr. Ko.nmission
Gade & Co, Hamburg 36
Faste Tilbud og Pröver.
Pétur og María
Skáldsaga eftir
Alexander Puschkin
3S&
R y k j a v í k
ísafoldarprentsmiðja — 1915
Heimilisblaðið,
8 blaðsiður í stóru broti, kemur út
einu sinni í máuuði (12 blöð á ári)
og kostar að eins eina krónu.
Irmihald marzblaðsins:
Skáldkona lorýh. Hóltn (mynd og
kvæði eftir G. M ).
Útbreiðsla sjúkdóma aý völdutn ópriýa
(eftir Búi).
Heilraði.
Eftir barn.
Stríðið 00 trúarbrögðin (eftir Guðm.
Hjaltason).
Barnslegt traust (þýtt).
Brceðurnir (framhald af sögunni).
Bjarkir (ritdómur eftir Guðm. Flj.).
Eldhúsráð.
Skuvgsjá (útlendur fróðleikur).
Innihald aprílblaðsins:
Hin góða lífsstarfssemi (kvæði þýtt
af Br. ).).
Strlðið og trúarbrógðin (framh.).
Island bannland (Bannvinur).
Heilraði (í ljóðun:).
Braðurnir (framh. af sögunni)
Haqsýni (lausl. þýtt).
»Drottinn gaf — pví gleytni eg
ei$i* (eftirmæíi, eftir Þröst).
ýakob frandi (saga).
Skrítlur.
Heimilisblaðið
mælir bezt með sér sjálft.
Utsölumenn óskast um alt land.
Útbreiöið Heimilisbladiö!
Pantið Heimilisbíaöið!
Eftir 14. maí verður afgreiðsla
blaðsins í Bergstaðastr. 27.
Jón Helgason.
Bændur!
Biðjið kaupmann yðar um hið ágæta
Mc. Dougalls baðlyf
frá A Gudmundsson,
2 Commercial Street Lækjargötu 4
Leith. Reykjavik.
(Talsími 282, Pósthólf 132).
Sá sem einu sinni hefir notað þetta fjárbað, vill ekki annað upp frá því.
Keynið Boxcalf-svertuna
, S u 116
og þér brúkið ekki aðra skósvertu
úr því.
Fæst hvarvetna á íslandi hjá kaup
mönnum.
Buclis litarverksmiðja
Kaupmannahöfti.
Aggerbecks irissápa
er óviðj».inanleg& góð íyrir húðina. Uppáhald
H.llrR bvonna. Bezta barnanápa. Biðjið haap-
onenn yðar am hana.
H. V. Christensen & Co,
Köbenhavn.
^ Metal- 0g filis-
kroner etc. for.
Electricitet og Gas
Störste danske Fabrik og Lager. 1
Ferðaáætlun augnlæknisins 1915:
Til Stykkishólms með „Sterling“ 13. júni og um hæl aftur
til Reykjavíkur.
2. júli frá Reykjavík til Seyðisfjarðar.
14. júlí frá Seyðisfirði, með „lsafold“ til Akureyrar.
25. júlí með „Bergensbát“ til Sauðárkróks.
31. júlí með „Goðafoss" til Borðeyrar, og dvel þar vikutíma
þaðan landveg til Reykjavíkur.
Samkvæmt þessu verða viðkomustaðir sem hér segir:
Stykkishólmur, Vestmannaeyjar, Borgarfjörður, Vopnafjörð-
ur, Bakkatjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópasker, Húsavík,
Siglufjörður, Skagaströnd, Blönduós, Hvammstangi.
En lengri dvöl á:
Seyðisfirði, Akureyri, Sauðárkrók og Borðeyri.
cfl. cTjqÍósíqó.
TJImanah 19Í5
ftjrir íslmzha fishimenn
fæsf f)já bóksöfum.
Sfafsefningar-orðbók
Björns Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um isl
stafsetning.
Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu.
Minningarritið
nm Björn Jónsson, fyrra bindi með rnörgum myndum, er komið út og
fæst í bókaverzlunum. Verð: 1.50.
Yfirlýsing.
í 17. tölublaði »Lögréttu«, frá 7.
þ. m. er alllöng grein eftir Björn
nokkurn Gíslason í Gaulverjabæ,
út af dvöl hans þar frá því í júlí
f. á. 1 grein þessari er meðal ann-
ars komist svo að orði: »Þegar
það varð kunnugt, að byggja ætti
jörðina að nyju, komst sú skoðun í
hámæli, að eg væri sjálísagður að
fá bygginguna, þar sem eg hafði
setið og rekið jörðina og eigi verið
aðvaraður fyrir jól með að víkji«.
Þetta virðist gefa í skyn, að hrepps-
búum hér væri hugleikið að Björn
þessi fengi byggingu á jörðinni
Gaulverjabæ; en til þess að fyrir-
byggja þann skilning á þessum um-
mælum, þykir okkur rétt að birta
svofelda yfirlýsingu: Enginn af
okkur búendum í Gauiverjabæjar-
hreppi, sem undir þetta ritum, hafði
óskað eftir því, að nefndur Bjðrn
yrði ábúandi á jörðinni; það var
fjarri vilja vorum að svo jrði, við
höfðum fengið meir en nóg af kunn-
ingsskap slikra manna; og jafnframt
skal það tekið fram, að engum okk-
ar var vitanlegt um, að maður þessi
hefði nokkur umráð sem ábúandi
yfir nefndri jörð.
Gaulverjabæjarhr. 24. npríl 1915.
Bjarni Halldórsson.
Undir þetta hafa ritað 28 af
bændum í hreppnum og hefðu orð-
ið fleiri, ef til þeirra hefði náðst, en
þeir voru í útveri.
B. H.
Þrátt fyrir verðhækkun á efni
selur Eyv. Árnason
lang cdýrastar, vandaðastar
og fegurstar
Líkkistur.
Litið á birgðir mínar og sjáið mis-
muninn áður en þér festið kaup
annarsstaðar.
Sími 44.
Nærsveitamenn
ern vinsamlega beðnir að vitja
Isafoldar í afgreiðsluna, þegar
þeir eru á ferð í bænum, eirkum
Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem
fiytja mjólk tii bæjarins daglega.
Afgreiðslan opin á hverjum virkum
deá kl. 8 á morgnana til k!. 8 á
kvöldin.
“ 7
Formáli.
Alexander Sergejewitch Puschkin.
Höf. skáldsögu þeirrar, sem hefst i blað-
inu í dag, er talinn öndvegis-skáld Rússa
að fornu og nýju, fremri Tolstoj, fremri
Dostojewski, fremri öllum öbrum stórskáld-
um með hinni rússnesku þjóð.
Puschkin er fæddur 1799 og lézt 1837
af afleiðingum einvigis við mann, er hafði
gerst um of ástleitinn við konu hans. En
þótt skammvinn yrði æfi hans liggja eftir
hann risavaxin ritstörf. A dögnm Alex-
anders I. var honum að boði keisarans,
vísað brott úr höfuðstaðnum vegna nokk-
nrra bersöglis-kvæða og skyldi hann haf-
ast við á gózi sinu og eigi láta sjá sig
utan endimarka þess. En er Nikulás I.
var krýndur kvaddi hann Poschkin i sína
þjónustu og gerði hann að sagnaritara
ríkisins. Ritaði hannm.a. sögu Péturs mikla.
Skáldrit hans — í 12 hindum — hafa
margoft verið gefin út á rússnesku og
þýdd á flestöll menningarmál heims.
Puschkin á öllum rússnesknm skáldum
meiri hylli að fagna i föðurlandi sinu.
Eru minnisvarðar hans reistir viða nm
landið.
Á ÍBlenzkn mun lftið sem ekkert hafa
verið þýtt fyr eftir Puschkin.
1. k a p í t u 1 i.
Lifvarðarforinginn.
Faðir ininn, Andréa Petrówitech
Gríneff, var á æskuárum sínum i liðs
flokki með Miinich greifa, en árið
1750 var hann leystur úr her-
þjónustu og hlaut þá majórsnafnbót.
Upp frá því bjó hann á óðalsjörð
sinni 1 Símbirsk-fylki og kvongaðist
þar. Hét koua hans Awdótja Wassíl-
jewua og var dóttir fátæks aðalsmanns.
Við vorum tíu syBtkin alls, en öll
dóu systkin mín í æsku. Að undir-
Iagi B-fursta, sem var yfirforingi í líf-
verðinum og náskyldur föður mínum,
var eg skrásettur sem undirforingi í
Semenówska tvífylkinu. Var þó látið
heita svo sem eg hefði orlof þaugað
til bóknámi mínu væri lokið. í þann
tíma var uppeldi barna öðruvísi háttað
en nú gerist. f»egar eg var fimm ára,
var mér komið í hendur veiðimanns
okkar, Sawelitsch að nafni, og hlotn-
aðist honum sú upphefð að verða
gerður að kennara mínum af því að
bann var skynsamur og ráðsettur
maður. Hann kendi mér að lesa og
skrifa og þegar eg var tólf ára var
eg farinn að bera skyn á veiðihunda
og þekkja eðli þeirra.
Nú réð faðir minn annan kennara
handa mér og skrifaði hann eftir
honum frá Moskva um Ieið og hann
haun pantaði ársforða sinn af vfn-
föngum og matarolíu. f>að var frakk
neBkur maður að nafni Beaupré, en
afar illa geðjaðist Sawelitsch að
þessu.
»Svo er guði fyrir að þakka«,
nöldraði hann, »að drengnum er kembt
og þvegið og gefið vel að borða. f að
var helzt þörfin á því að fleygja út
peningum til þess að leigja þenna
monsér — rétt eina og það væri ekki
nóg af vinnufólki hérna á heimilinu*.
Beaupré þéssi hafði upphaflega ver-
ið hárskeri og því næst dáti í her
Prússa; eftir það flæktist hann til
Rússlands, pour étreoutchitel1)
en vissi þó naumast merkingu þessa
J) til þess að vera kénnari. Útchítel
er rússneskt orð og þýðir kennari.
orðs. Hann var meinhægðarmaður,
ákaflega léttúðugur og gjálífur. Aðal-
ókostur hans var áleitni hans á kven-
þjóðina og varð hann stundum fyrir
allóþægilegum hnippingum þegar hann
gerðist of nærgöngull, svo hann bar
þess menjar nokkra daga. Auk þess
var hann engin flöskufæla, að því er
haun sjálfur sagði, eða satt að segja,
honum þótti verulega gott f staupinu.
En vín var ekkí veitt hjá okkur,
nema með miðdegisverði, lítið glas á
mann, og var þá venjulega gengið
fram hjá kennaranum. Vandisthann
þá fljótt á rússneskt brennivín og
tók það jafnvel fram yfir frönsk vín
og áleit það hollara fyrir magann.
Við Beaupré komum okkur ágæt-
lega vel saman. f>egar hann gerðist
kennari, tók haun að sé* að veita
tilsögn í þýzku, frönsku og öllum
kenslugreiuum, en samt sem áður
þótti honum miklu umstangsminna
að láta mig kenna sér að babla dá-
Iítið í rússnesku og vörðum við svo
tímanum hvor um sig eftir eigin geð-
þótta. Við lifðum saman í eindrægni
andans og bandi friðarins og óskaði
eg mér ekki annars kennara.