Ísafold


Ísafold - 02.06.1915, Qupperneq 3

Ísafold - 02.06.1915, Qupperneq 3
ISAFOLD 3 Drengskapnr í stjórnmálom. Mér hefir stundum virzt af sumu, sem hefir borið við í stjórnmálum vorum, að sumir stjórnmálamenn þektu ekki hugtakið »Jair play«, sem á islenzku hefir verið kallað dreng- skapur. En er eg las grein í síðasta Ingólh með fyrirsögninni: »Til minn- is« féll mér allur ketill í eld. Mér finst grein þessi taka út yfir allan þjófabálk. Greinin á að vera skýrsla um það, hvað felist i uppástungum þeim, er þrímenningarnir komu með frá Khöfn. Eins og skýrt hefir verið frá opin- berlega höfðu þingmenn þeir, er þri- menningarnir skýrðu frá uppástung- um þessum, samþykt allir á fundi að halda þeim leyndum. Var það auðvitað ekki svardögum bundið, heldur talið drengskaparheit. Einn f tölu þeirra þingmanna var ritstjóri lngóljs. Eftir því, sem nákunnugur maður hefir skýrt mér frá, hefir enginn þessarra manna verið leystur frá þessu drengskaparheiti sínu. Nú kemur fram frá ritstjóra Ingólfs skrif, er tjáist vera skýrsla um hvað í upp- ástungunum felist. Hér er um tvent að tefla: Annað- hvort er þessi skýrsla rétt eða röng. Ef hún er rétt setur hún um leið þann óafmáanlega stimpil á ritstjóra Ingólfs að hann sé drengskaparheit- rofi. í vissum tilfellum refsa lögin slíkum mönnum harðri refsingu. Hér mundu lögin eigi ná til. En gern- ingurinn væri samur fyrir þvi og eigi betri frá sjónarmiði siðgæðis og velsæmi fyrir því. Þar sem lögin ná eigi til að refsa, þar refsar al- menningsálitið, ef þjóðfélagið er heil- brigt, en eigi spilt. Sú þjóð, sem á nokkurn hátt vildi þola forystu drengskaparheitroja væri illa komin. Hitt er það, að skýrslan sé röng. Þessu vil eg gera ráð fyrir vegna ritstjóra Ingólfs sjálfs — frekar en hinu. Og ólíklegt er það ekki í sjálfu sér, að svo sé, þvi eg man, að eg heyrði Bjarna frá Vogi skýra frá því á stjórnmálafundi nýlega, að þing- mennirnir hefðu eigi fengið í hend- ur uppástungurnar skrifaðar og gætu því eigi munað glögt, hvernig þær hefði verið. En er það þá »fair play« gagnvart kjósendum að telja þeim trú um hluti, sem rangir eru — í svo alvarlegu stórmáli ? Mér finst það ekki. Hvernig sem á er litið, hvor til- gátan sem rétt er — og sjálfur get eg eigi um það dæmt vegna ókunn- leika á málinu — finst mér Ingólfur með grein sinni hafa hrint af sér öllum rétti til trausts meðal vand- aðra manna. Gamall Sjáljstaðiskjósandi. 'öfugmæíi Ingóífs. Ingólfur segir að alt það, sem sé »af formelteoretisk Art« (»sniðleg fræðiatriði* kallar hann það), sé lít- ilsvirði, en getur þess þó um leið, að þetta sé öfugmæli, og er það rétt ti.l getið. Ríkisréttindi íslands væru annars ekki mikils virði. — En hvers vegna er Ingólfur altaf með þcssi öfugmæli? S p u r u 11. Samvinnu-þýðleikinn. Frumhlaup Be-Bja-Skúla. Þeir blygðast sin auðsjáanlega, Vog-Bjarni, Benedikt, og Skúli, minni- hluti Sjálfstæðisflokksstjórnarinnar, fyrir frumhlaup sitt um daginn, er þeir þrír hugðust að reka meiri- hluta flokksstjórnarinnar. Nú reyna þeir að fóðra frumhlaupið, eins og lífið sé að leysa. En svo »staðlaus ósannindi* er sú fóðrun, að dæmafátl má heita, að þeir skuli pora að hafa hana frammi í almennings augum. Fóðrunin er sú, að þeir hafi í raun og veru verið meirihluti flokks- stjórnarinnar, af því að tveir hinna fjögra, ritstj. ísaf. og form. Sjálf- stæðisfélagsins hafi ekki verið kosn- ir af alpingi, segir Ingólfur. Oss vitanleg.a hefir enginn flokksstjórnar- manna verið kosinn af alþingi, held- ur af sjálfstæðis þingflokknum. En svo þarf ennfremur að segja söguna lengri, en þeir vinirnir Ingólfur og Þjóðvilinn gera, sjálfsagt ekki betur vitandi (II) A síðasta fundi þingflokksins voru kosnir i flokksstjórnina þeir Bened., Bjarni, Bj. Kr., Skúli og Sv. Bj. En Bj. Kr. þverneitaði að vera í miðstjórn, sennilega vegna þess, að Vog-Bjarni var þar fyrir og var þá Einar Arnórsson kvaddur í hans stað. Sá sami fundur gerði og ráð fyrir því, að ritstj. ísafoldar Ól. Bj. og form. Sjálfstæðisfélagsins Br. B].gengju i stjórnina, en þeir voru ekki beint kosnir þá, af þvi peir voru ekki staddir á jundinum. Fyrir þessum sannindum munu fást næg vitni. Einn þingmanna hitti þagar eftir fundinn ritstj. Ól. Bj. og tjáði hon- um, að flokkurinn hefði óskað þess, að hann og form. Sjálfstæðisfélags- ins tækju sæti í stjórninni og hið sama tjáðu þeir Benedikt og Bjarni form. Sjálfstæðisfélagsins Br. Bj. Var það svo sem ekkert nýtt, að ein mitt þessir menn væru í flokksstjórn- inni, því að það var orðin hefð, að bæði ritstj. ísafoldar og form. Sjálf- stæðisfélagsins væru sjálfkjörnir í miðstjórnina. Og auðvitað var það nú, eins og fyr, sjálfsagt, að þeir væru nákvæmlega jafn-réttháir hin- um stjórnarmönnunum. Engum hefir nokkurn tíma dottið í hug að vefengja það hingað til. Og allar atkvæða- greiðslur og allar framkvæmdir flokks- stjórnarinnar sýna þetta og sanna. Það er fyrst nú, þegar Bjarni, Benedikt, Skúli eru komnir í kattar- pinu og orðnir til athlægis hjá öll- um almenningi með frumhlaupi sinu, að þeir alt i einu fara að úrskurða sig »æðri verur* í flokkstjórninni og gera sig þar með enn hlægilegri. Láta þeir sér detta í hug, að sjálf- stæðis-þingflokkurinn fari að ganga inn á gerræðistilraunir þeirra og lýsa þá »æðri verur« i flokksstjórinni? Óg létu þeir sér detta í hug, að þeir gætu, nema í svip, lifað á blekking- unum um »meirihluta« sinn í flokks- stjórninni ? Það er auðvitað ekki gott að segja, hversu miklu athugaleysi hinir æstu geðsmunir þeirra og meðvitundin um hið gersamlega fylgisleysi við visnunar-rifrildis pólitík þá, sem nú reka þeir, hafa valdið. í gapastokk blekkingatilrauna og staðlausra ósanninda standa þeir með afsökunar tildur sitt fyrir hinu frekju- lega frumhlaupi gagnvart miðstjórnar- meirihlutanum og sýnir það og m. a. glögt hversu vel þeir trúa á mál- stað sinn, að hvorki Ingólfur eða Þjóðviljinn hafa þorað að prenta upp bréf meirihluta miðstj., þar sem flett er ofan af atferli þeirra sbr. næstsiðustu ísafold. Leiðrétting í síðasta blaði »Ingólfs« er þvi slegið fram, að formaður Sjálfstæðis- félagsins sé þveröfugur í stjórnmála- skoðunum við félagið sjálft, að hann vinni leynt og ljóst með »nýbræð- ingunum« og hafi þvi af sjálfsdáðum »strikað sig út« úr stjórn Sjálfstæð- isflokksins. Utaf þessum ummælnm hefi eg beðið ritstjóra »Ingólfs« að birta þessar athugasemdir í næsta tölubl. hans, og hann lofað að gera það: 1. Af þeim á þriðja hundrað fé- lagsmanna, sem komið hafa á fundi í félaginu, hafa aðeins 6o—8o greitt atkvæði þannig, að til tals geti kom- ið, að eg sé ekki sammála þeim — það er í mesta lagi l/s fundarmanna. Hinir 2/3 hafa ekki viljað taka af- stöðu til máls þess, sem um er deilt, í blindni. 2. Afstaða mín til deilumálsins er einmitt sú sama, sem þessir 2/g fundarmanna virðast hafa — þessi: að bíða eftir ákveðnum tillögum — að sjá fyrst og dæma svo. 3. Þótt ákveðinn meiri hluti fé- lagsins hefði fordæmt bráðabirgða- tillögur þær, er »þrímenningarnir« fluttu, þá væri það engin sönnun fyrir því, að eg væri »þveröfugur« við félagið, jafnvel pótt eg hejði lýst mig peim /ylgjandi, því að atkvæða- greiðslu í télaginu um þessar tillög- ur verður að telja markleysu, á með- an þær eru ekki birtar og félags- menn dæma um þær eins og blind- ur um lit. 4. Eg ætla mér ekki að fylgja neinni »afsláttar-pólitik« — engu öðru en þvi, sem fullnægir fyrirvara meiri hluta alþingis í stjórnarskrár- málinu og tel því þar með ómót- mælanlega slegið föstu, að eg sé í fullu samræmi við Sjálfstæðisfélagið sem formaður þess. Reykjavik 31. maí 1915 fírynj. Bjórnsson. „Nú er mér gengið“, sagði karlinn. Það var sú tíð, að blaðið Ingólfur þóttist bera mjög fyrir brjósti stjórn- arfar og stjórnarframkvæmdir hór inn- anlands. Lót það ekkert tækifæri ónotað að víta það, sem það taldi mið- ur fara hjá landsstjórn og ráðherra og embættismönnum ; virtist það finna til þess, sem fjöldi landsmauna um langa tíð hefir fundið til: eftirlits- og a g a 1 e y s i stjórnarinnar gagnvart em- bættislýð landsins oghirðuleysiog s e i n 1 æ t i um j'mislegt, er fram- kvæma þurfti. — Nú kom sá ráðherra, loksins, er ekki var seinn til að »taka til hendinni«, bæði að koma því fram, til afgreiðslu, er í hrúgum lá óafgreitt frá fyrirrennara hans, gera ýmsar um- bætur, eða ráðstafanir til þeirra, á því sem áður hafði verið »látið eiga sig«, þótt ýmsir hefðu að fundið, og siðast en ekki sízt að hefjast handa til ræki- legs eftirlits, til ómetanlegs hagnaðar ó b e i n 1 í n i s fyrir þjóð og land og ekki lítils gróða b e i n 1 í n i s fyrir landssjóð ! Hver hefði nú ekki ætlað, að blaðið Ingólfur mundi f a g n a þessu, jafnvel öllum öðrum blöðum fremur ? En hvað verður ? Blaðið s k a m m a r ráðherra fyrir þessar tiltektir, þykir þær mjög óviðeigandi og telur þær vera aðeins »agn«, beitu, hjá ráðherra til þess að afla sór fylgis!! Ja, hvf skyldi slíkt ekki afla mönnum fylgis, hjá öllum þeim, er heilbrigðir eru og nokkurn veginn í meðallagi gæddir sómatilfinn- ingu — og hví skyldi ráðherra vera meinað að efla fylgi sitt með góðum og gagnlegum athöfnum Allir æ r 1 e g i r menn telja sér skylt að viðurkenna það, sem vel er gert, þótt framkvæmt só af þeim, er þá ef til vill kann að skilja eitthvað á við í skoðunum að öðru leyti. Og ekki ætti það síður að vera svo, ef verið er að koma þvf í verk, er menn áður hafa talið brýnustu nauðsyn. — En um það hirðir ekki Ingólfur eða þeir, sem nú ráða þar lögum og lofum. —s. Kvennaskólinn i Reykjavík. Stúlkur þær, er ætla að sækja um inntöku i kvennaskólann næsta vetur, geti svo vel að senda skriflegar umsóknir sínar sem fyrst til undir- ritaðrar forstöðukonu skólans og taka jafnframt fram, hverrar undirbún- ingskenslu þær hafi notið. Nauðsynleg vottorð frá umsækjanda fylgi. Umsóknarfresturinn er til r. ágúst; verður þá öllum umsóknum svarað með póstum í ágústmánuði. Gjaldið fyrir heimavist í skólanum verður sama og síðastliðið ár 35 kr. á mánuði, og ættu stúlkur þær, er hafa í hyggju að sækja um heimavist, að gera það sem allra fyrst, en skólinn verður að mælast til þess, að ráðning í heimavist sé þeim fastmælum bundin, að ekkert ónýti hana, nema veikindi innsækjanda. Skólinn byrjar 1. október n. k. Æskilegast að allir nemendur séu þá mættir. Inntökupróf fyrir nýjar námsmeyjar fer fram 2.—4. okt. Hver nemandi borgi 10 kr. skólagjild í byrjun skólaársins. Hússtjórnardeild skólans byijar þá einnig. Námsskeiðin verða tvö eins og að undanförnu; hið fyrra frá 1. okt. til 1. marz, hið síðara frá 1. marz til 1. júlí n. á. Gjaídið verður 30 kr. á mánuði. Reykjavik 1. júni 1915- Ingibjörg H. Bjarnason venjulega heima kl. \2XIS—F/S. Skiftafundir verða haldnir í bæjarþingstofunni hér laugardaginn 5. þ. m. í eftirnefndum búum: Þrotabúi Tómasar Tómassonar slátrara kl. 1D/2 f- Þrotabúi Engilberts Guðmundssonar kl. ii3/4 f. h. Þrotabúi Vigdísar Guðmundssen kl. 12 á hád. Dánarbúi Sigurðar Sigurðssonar kennara kl. 1 síðd. í þrem fyrstnefndu búunum verður skýrt frá eignum og skuldum búanna, en rætt um ráðstöfun hins síðastnefnda bús. Bæjarfógetinn i Reykjavík, 1. júní 1913. Jón Magnússon. Aðalfundur heimilisiðnaðarfélags Islands verður haldinn 24. júní i kvennaskólahúsinu kl. 6 e. h. — Verður þar skýrt frá fjárhag félagsins samkvæmt endurskoðuðum reikningi, sem verður lagður fram á fundinum, og athöfnum þess siðastliðið ár. í stjórn verður kosið: ' forseti og 2 fulltrúar í stað þeirra, sem að lögum fara frá (ungfr. Inga L. Lárusd. og Sigriður Björnsd.), og kosnir endurskoðendur. Nýir félagar verða teknir og rædd þau félagsmál, sem á góma kann að bera. Jón Þórarinsson p. t. forseti. Tlukafundur í hlutafélaginu »Títan« verður haldinn mánudaginn 21. júni 1913, kl. 11 f. h. á skrifstofu málaflutningsmanns Oluf Aall i Kristjaniu. Tij meðferðar á fundinum verða tillögur til breytingar á lögum félagsins að þvi er snertir upphæð hlutafjárins, útgáfu hlutabréfa i flokkum, upphæð hlutanna og skifting í hálfa hluti, atkvæðisrétt hluthafa og undirskrift hlutabréfanna. Tillögur þessar til lagabreytinga eru til sýnis hjá yfir- réttarmálaflutningsmannni Eggert Claessen i Reykjavík. Stjórnin.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.