Ísafold - 02.06.1915, Síða 4

Ísafold - 02.06.1915, Síða 4
4 ISAFOLD Vér einir vitnm. — »Ríkið — það er eg« — sagði hinn hásæli Loðvík 14. Líkt fer »æðri verunum« úr flokks- stjórn Sjálfstæðisflokksins — þrenn- ingunni miklu Be-Bja Skúla. Flokkurinn — það erum vór — hin mikla þrenning! SjálfBtæðismálstaðurinn — það erum vér! Vér — vér — vér einir vitum. Vór — vór — vór — einir ákveðum alfe — stefnuna, stefnusvikin. Vér einir eigum að ráða öllu, sem lifir og hrær- ist í nánd við það, sem sjálfstæðis- nafn ber. Hvað mundi okkur varða um það, þótt mikill meiri hluti Sjálfstæðis- þingmanna teldu góð og gild staðfest- ingarskilyröin fyrir stjórnarskránni! Ef þau finna ekki náð fyrir augum vorum — hinnar miklu þrenningar Be-Bja Skúla — þá eru þau »s v i k« við sjálfstæðisstefnuna — »rótt eina ferðina« — svik við föðurlandið, lands- dómssök o. s. frv. Því að »vér einir vitum« ! Sæl er sú þjóð, sem yfir sér á aðra æins leiðarstjörnu þrenning! Og missæl, ef hún kann ekki að meta hana að verðleikum (!!). ísafold og S. Eggerz. Ingólfur finnur nú sárt mjög til með Sigurði Eggerz fyrir »dylgjur og níð«, sem ísafold sleppi nú engu tækifæri til að fara með í hans garð. Hann er búinn að gleyma þv/, eins og mörgu öðru, þessi góði stallbróðir vor, að hann í vetur beitti S. E. líkum brögðum og marga aðra, að gera á hann frumhlaup og væna hann víta, án þess að hafa nokkuð á að byggja, enda reyndist eins og oftar staðleysu-fleipur eitt. Er hór átt. við það, er hin ranga fregn harst um staðfesting stjórnarskrárinn- ar í vetur og lngólfur undir eins bar Sig. E. svikabrigzlum — án þess að geta nokkuð rent grun í það, hvort með rétta ákæru færi eður eigi. En þessi tilraun Ingólfs ^il að gera S. E. að »píslarvætti«, er og fleipur eitt. Hvar er »níðið« um S. E. hór í blaðlnu? Hvergi! ísafold hefir fullkomlega látið S. E. njóta sannmælis fyrir það, sem hann gerði vel í vetur — hefir gert það miklu rækilegar en Ingólfur. En ef ísafold ætti þessvegna að róma það, sem hann gerir i 11 a nú — tæki skörin að færast upp í bekk- inn. Það er sjálfsögð skylda vor að víta gerðir S. E. í stjórnarskrárdeilunni n ú, eins og að róma gerðir hans í vetur. Það er hann og Be-Bja-Skúli, sem af einhverjum óskiljanlegum ofstopa þverskallast n ú við því, sem þingið hafði fyrir augum, með fyrirvaranum, og gera með því móti tilraunir til að ónýta s t j órnarskrá og fána — að óþörfu. Það er þ e 11 a, sem ísafold vill hvorki láta þeim, nó neinum öðrum haldast uppi — hvað sem líður »svika«- brigzlum og öðrum enn verri getsök- um hamsleysisherranna. Böglið f Þjóðviljanuin. Lesendur ísafoldar muna eftir grein þeirri, er prentuð v&r upp hór í blaðinu úr Þjóðviljanum 1898, þar sem hann lof- ar dr. V. G. á hvert reipi fyrir þjóð rækni o. s. frv., er hann umboðslaust og ótilkvaddur var að »makka« við Rump »bak við« þing og þjóð. Hefir Þjóðv. lent í verstu vandræð- um með að snúa sig út úr þessu og lendir í mesta bögli. Ber það aðal- lega fyrir, að »makkið« í dr. V. G. hafl verið »alveg óllkt«, af því það hafi miðað til að »komast þó loksins eitthvað út úr stjórnmálaógöngunum«. »Mikið »barn« er« Þjóðvilja-ritstjór- inn »sem vitað er« — að skilja eigi, að þrímenningarnir eru að vinna ná- kvæmlega að hinu sama og hann seg- ir að dr. V. G. hafi þá verið að gera. Að rjúfa drengskaparheit virðist vera orðið eitt af stefnuskráratriðum Þversum-mannanna. Ritstjóri Ingólfs segist sjálfur í síðasta blaði vera að skýra frá inni- haldinu í þrímenninga-skjalinu. Ritstjóri Ingólfs var bundinn dreng- skaparheiti um að skýra ekki frá þ v í, nema með leyfi þrímenninganna, — og hefir enn eigi verið leystur frá því heiti. Eigi það að fara að verða regla, að stjórnmálaforingjar geti leyft sér slíka ósvinnu óátalið og haldið óskertri virð- ing eftir, þá fara heldur að tíðkast hin breiðu spjótin í stjórnmálalífi voru. En vór trúum því eigi, aðsvoverði. Vér trúum eigi öðru en að hverrtig sem menn ella líta á málin, hljóti það að vekja andstygð hjá öllum mætum mönnum að beita slíkri aðferð. Prestastefnan þetta ár hefst 24. júní og verður haldin í sölum háskólans eins og undanfarið. Alþingissetningf. Biskup hefir kvatt síra Eggert Pálsson til að flytja ræðuna við al- þingissetning í sumar. Skipsstrand: í fyrradag strandaði í Grindavík seglskip danskt, Daqny, er var á leið hingað með sementsfarm til Johnson & Kaaber. Menn allir björguðust. Björgunarskipið Geir var kvatt til hjálpar og tókst því að ná skipinu af klettinum. Dagny kom hingað í morgun og kvað vera lítið skemd, en '/3 af farminum er gerónýtur. Iþróttasambandið Skarphéðinn heldur hið árlega íþróttarr.ót sitt að Þjórsártúni laugardaginn 26. júní 1915, kl. 11 árd. Verður þar háð kappglíma um verðlaunaskjöid sambandsins, einnig verður þreytt feguröarglíina um silfurpening, er sambandið hefir gera látið. Auk þessa verða þar sýndar margar aörar íþróttir, eins og að undanförnu. Þar verða og ræðnr fluttar auk annara væntanlegra skemtana. Stjórn sambandsins. Hið islenska Sókmentafjelag. Aðalfundur Bókmentafjelagsins verður haldinn fimtudaginn 17. júní næstk. kl. 9 siðd. í Iðnaðarmannahúsinu (niðri). Meö þessu er ekki sagt, að það sem ritstj. Ingólfs segir, aS standi í skjalinu — standi þar í raun o g v e r u. Svo frekjulega er flest alt ranghermt, útúrsnúiS, rifið úr sam- hengi eða hártogaS og mörgu mikil vægu slept. ÞaS getur ísaf. boriS um. En hinsvegar getur Ingólfur vefengt þessi ummæli vor e n n, af því að vór ætlum ekki að fara að rjúfa þagnar- skyldu vora, þótt vór með því gætum þegar í staS sett Ingólf í þann gapastokk, sem hanu lendir í, á sama augnabliki og unt verður að birta op- inberlega skilyrSi þau, sem hægt verð- ur að fá með stjórnarskrárstaðfesting. Ljótur er málstaðurinn. Gamall og góður SjálfstæSismaður, sem hefir verið heldúr kaldur í garS þrímenninganna, þótt eigi hafi tekið þátt í æsingum, hitti oss á götu 1 gær. »Var Benadikt ekki bundinn sama þagnarheitinu og þið hinir i miðstjórn- inni um tillögur þrímenningana?« spurði hann. »Jú, jú«. »Hefir hann þá ekki verið leystur frá því heiti ?« »Nei«. »Ja, sór er nú hvað! — Nú er mér nóg boðið. Nú er eg viss um, að málstaður þeirra, sem þór kallið þvers- ummennina — er Ijótur, úr því að þeir víla ekki fyrir sér að rjúfa dreng- skaparheit — til þess að halda sér fljótandi. Nei, drengskaparheitrofum íylgi eg aldrei«. ReykjaYíkflr-annálI. Hjúskapur: Carl Finsen umboðsm. og jungfr. Guðrún Aðalstein símamær. Gift '29. maí. Ólafur Jónsson stud. med. og jungfr. Lára Lárusdóttir (prests Jóhannesson- ar). Gift 1. júní. E.s. Ásgeir Ásgeirsson, skip það, er Ásgeir heit. etazráð hafði lengi 1 förum, var fyrir skömmu selt finskum útgerðarmanni, fyrir 120,000 kr. En 3 vikum síðan var skipinu sökt af þýzkum kafbát. Aðkonramenn : Síra Jón Þorvalds- son frá Stað á Reykjanesi ásamt frú sinni, Lárus Tómasson bóksali frá Seyðisfirði, síra Ól. Ólafsson próf. frá Hjarðarholti og Þórður Pálsson hóraðsl. frá Borgarnesi. Skipafregn: Kiew, aukaskip frá Sam.fólaginu, kom hingað á laugardag. B 0 t n i a kom til Vestmannaeyja í gærkveldi, og er væntanleg hingað kl. 4 til 5 í dag. G u 11 f o s s fór til Austfjarða og Danmerkur í morgun. Meðal farþega: Pótur Brynjólfsson hirðljósmyndarl ásamt fjölskyldu sinni, alfarinn til Danmerkur. Ætlar að setjast að í Ár- ósum. Ennfremur mesti fjöldi fólks til Austfjarða. Pundur á Akureyri. í gær hafði verið boðaður Sjálf- stæðismannafundur á Akureyri, að áskorun Sig. Eggerz f. ráðh. Hafði verið á fundinum um 200 manns, þegar flest var. Að siðustu samþ. tillaga, hógvær mjög þó, um að skora á alþingi að halda fast við fyrirvarann og á ráð herra að birta sem fyrst þrímenn- inga-tillögurnar. En aðeins 27 atkv. voru greidd með tillögunni. Þar á Akureyri hefir Sjálfstæðismönnum farið flestum eins og hér, að vilja ekkert segja eða at- kvæði greiða, um það, sem þeir ekki vita hvað er. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Yiðureignin á Gallipoliskaga. London, 28. mai. Hér fer á eftir skýrsla um viður- eignina á Gallipoliskaga frá 6.—19. maí, sem hermálaráðuneytið hefir birt: 6. maí var hafin framsókn í skjóii flotans. Barist var mjög ákaft allan daginn, og um kvöldið hafði alt lið- ið sótt 1000—1500 metra fram.— Sama kvöld tóku Fiakkar mjög þýð- ingarmikinn stað, sem var þegar víg- girtur. 7. mai héldu áhlaupin áfram og unnu Frakkar töluvert á. í vinstra herarmi rak 29. herdeildin (division) óvinina nærri því inn i Krithiaþorp- ið. 8. maí var áhlaup hafið að nýju og vér sóttum fram, þrátt fyrir ákafa skothrið á oss. Frakkar brutust á- fram með brugðna byssustingi og öll herlínan sótti fram, nema vinstri her- armur. Um kvöldið gerðu Tyrkir gagnáhlaup, en því var alstaðar hrund- ið, og mistu óvinirnir margt manna. Þrátt fyrir það þó óvinirnir hefðu fengið mikið hjálparlið og ákaft áhlaup hafi verið gert á Ástraliuliðið, þá hélt það samt velli. Frakkar hafa barist sem hetjur alstaðar og sýnt mikið hugrekki. 9. maí styrktum vér stöðv- ar vorar og um kvöldið tóku Ástra- líumenn þrjár skotgrafaraðir hjá Sari Bair með byssustingjaáhlaupi. Tyrk- ir gerðu æðisgengið gagn^hlaup og voru Frakkar neyddir til þðss að hörfa undan til sinna fyrri stöðva. En vél- byssur voru við hendina og var nú hafin áköf skothríð á Tyrki á skömmu færi. Féllu þeir unnvörpum og lágu búkarnir í hrúgum á vígvellinum. 12., 13. og 14. héldum vér áfram sókninni, og sýndi indverska her- sveitin þá mikla hreysti. 29. her- sveitin sótti mikið fram þann 17. maí. Stórskotaliði voru var aðdáan- lega stjórnað, og eyðilagði það stóra tyrkneska Howitzerbyssu og skot- æravagna og skemdi varnarvirkif óvinanna. 16. maí sóttu Frakkar enn meir fram i skjóli skothríðar flotans. Dagskrá: 1. Skírt frá hag fjelagsins og lagðir fram til úrskurðar og samþiktar reikningar firir 1914. 2. Kosnir 2 endurskoðunarmenn. 3. Rætt og áliktað um önnur fjelagsmál, sem upp kunna að verða borin. Reikjavík 1. júní 1915. Björn M. Ólsen, p. t. forseti. Titmanak 1915 ftjrír ísíenzka fiskimerm fæsf í)já bóksölum. OÍRSGOW ■ : . |EH£RAL PÚRPOSE VARAÍISH SlSSONS' ENEP&LpURPOSE ?\RNISH Þetta lakk (gljá- kvoða) er með lága verði en að haldi og útliti er það frekast sem lakk getnr orð- ið. Það springur ekki í sterkasta sólarhita. né í harð- asta íra.fti, og er " ' mx w m jafn gijáundi i rign- ingn sern í þuirn veðri. Það er hald- gott og fljótlegt íð þvo og jafn hentngt ntanhúss sem innan. ! Hail’s IDisternper &.|General Pnrpose Yarnish að eins búið til hjá: SISSONS BROTHERS & Co. LTD., Hull & London. Hm. boðsmann okkar, br. Kr. 0. Skagfjörð, verðnr að hitta i Reykjavík eða á Patreksfirði, sumarlangt; hann Jætur í té fnllar upplýsingar. IISTEMPEl BER SEM (tUL'L aF EIR AF ÖLLUM VEGGJAFÖRFUM. — Að fegnrð - aí því að hús- gögn og myndir koma svogreini- lega fram við hið hreinlega & hlýlega útlit hans. A ð h a 1 d i - af þvi að hann setur grjóti-harða húð á vegg- ina og þá má breinsa með því að þvo léttilega úr volgu vatni. Að hreinlæti - af þvi að bann drepnr allar hakterínr og skaðleg skordýr. Borinn á með breiðnm penslí, sérstaklega þar til gerðnm. — Sparar 40°/0 af vinnukostn., miðað viö oliufarfa. Fjarverandi vinum og kunningjum tilkynnist að húsfrú Helga Gisladóttir að Gýgjarhóli andaðist að heimili sfnu 24. mai siðastliðinn, eftir langa og þunga banalegu. Aðstandendur hinnar látnu. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til ki. 8 á kvöldin.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.