Ísafold - 03.07.1915, Qupperneq 3
ISAFOLD
Stríðsskattur.
Síðan styijöldin mikla hóTst.
hafa flestar hlutlausar þjóðir grætt
ógrynni fjár á verzlun sinni. Þó
að þjóðir þessar hafi íheildsinni
grætt á þessu stórfé, þá hefir
miklu mestur hluti manna bein-
línis beðið stórtjóu af styrjöldinni.
Einstakir menn og einstakar
stéttir hafa grætt ógrynni fjár,
eins og t. d. kaupmenn, verk-
smiðjueigendur, bændur o. fl., en
aftur á móti hafa verkamenn og
borgarbúar og aðrir sem lifa á
föstum launum orðið mjög hart
úti, því allar lifsnauðsynjar hafa,
eins og kunnugt er, stigið upp úr
öllu valdi, en tekjur þessara.
manna liafa lítið eða alls ekkert
aukist. Og er því margur mað-
urinn, sem nú á erfitt uppdráttar
og síður en svo að hægt sé að
pína meiri skatta út úr þessum
mönnum, en þjóðir þessar þurfa
nú flestar á meiri tekjum að halda
vegna aukins herviðbúnaðar o. fi
og einhverstaðar verða þær að
taka peningana.
Nú hefir verið fundið upp á
því snjallræði, að láta þá menn
greiða þessa skatta, sem eingöngu
vegna stríðsins hafa grætt miklu
meira fé en þeir ella hefðu gert,
að svo miklu leyti, sem því verð
ur við komið.
Danir hafa t. d. lagt þenna
skatt á hjá sér og kalla hann
stríðsskatt.
Það er engum vafa undirorpið,
að um þetta er líkt ástatt hjá
okkur, eins og öðrum hlutlausum
þjóðum, að þjóðin í heild sinni
græðir fé mikið á styrjöldinni.
Hér eru það aðallega útgerðar-
menn og bændur.
Að vísu hefir alt, er til útgerð-
ar heyrir svo sem salt, kol o. fl.
stigið afarmikið, en sem betur
fer, hefir fiskverðið stigið tiltölu-
lega miklu meira og mun nú
vera svo hátt, að engin dæmi
eru til slíks áður.
Létt-teknastur er gróðinn hjá
En myndi nú ekki einnig hér
vera heppilegt að draga þetta
málefni innundir kenslumálin að
meira eða minna leyti? Væri
ekki heppilegt að fela einhverj-
um sérstökum manni undirbúning
og framkvæmdarbyrjun á því.
Enn fremur að sá hinn sami
héldi fyrirlestra við háskóla vorn
um vinnuvísindi ?
En höfum vér mann, er sé
starfi þessu vaxinn?
Að óreyndu er erfitt að svara
því, hvort maður til þessa liæfur,
sé til hjá oss. En sé það ekki,
þá er að fá hann að, eða skapa
hann sjálfir, og það mun heppi-
legast. Helzt dettur mér í hug
dr. phil. Guðm. Finnbogason til
þessa starfa. Hann hefir mikið
hugsað um þetta málefni, og
reynt að kynna sér það eftir
föngum. Svo er hann sálarfræð-
ingur, sem er mikilvægt atriði,
og alinn upp í sveit. Og þótt
hann hafi gengið mentaveginn,
gekk hann engu að siður til vinnu
í sumarfríunum á skólaárum sín-
um og kyntist þá ýmsum störfum.
Hefir hann og aldrei verkfælinn
verið. Hvað verkhygni hans og
lagvirkni líður þekki eg ekki.
En eg veit að sumir nánir ætt-
menn hans hafa vel hagvirkir
verið. Samt má búast við að
Guðmundur yrði starfinu tæplega
vaxinn nema þingið nú i sumar
veitti fé til þess að hann færi til
Bandaríkjanna í Ameríku og
T
landbóndanum. Það kostar hann,
að heita má, alveg sama og áð-
ur að framleiða afurðir sinar, en
nú fær hann miklu hærra verð
fyrir þær allar en hann hefir
nokkurntíma fengið áður — fyrir
ullina t. d. fær liann nú freklega
helmingi meira verð en áður
hefir átt sér stað.
Og kjötið, hvað skyldi það
kosra í haust? Það verður vist
ekki geíið!
Það virðist í alla staði rétt-
mætt og sjálfsagt, að landssjóður
njóti beinlinis einhvers góðs af
þessnri gífurlegu verðhækkun,
sem ekki er á nokkurn hátt sjálf-
um framleiðendunum að þakka,
heldur þeim óviðráðanlegu óheilla
viðburðum, sem nú eru að ger-
ast í Noröurálfunni. Og heppi-
legasta aðferðin til þess, hygg eg
að 8é sú, að leggja á stríðsskatt,
það er að segja leggja útflutn-
ingstoll á t. d. kjöt og ull og
hækka útflutningstollinn á fiski.
Og þingið ætti að gefa stjórninni
heimild til að hækka eða lækka
þenna toli eftir atvikum innan
vissra takmarka.
Það er ætlun mín, að skattur
þessi só bæði réttmætur og sann-
gjarn, og verði ekki tilfinnanleg-
ut' fyrir ueinn.
Vona eg að línur þessar verði
til þess að koma á stað umræð-
um um málið, því vissulega veit-
ir ekki af að menn hugsi eitt-
hvað um að auka tekjur lands-
sjóðs með réttlátum sköttum;
nóg er af hinum.
G. J. Ó.
Prestastefnan,
Hún stóð 24. og 25. f. m. Þessir
prestar sóttu fundinn:
Valdemar Briem vígslubiskup. Jón
Sveinsson, Akrnnesi, Kristinn Dtní-
elsson, Útskálum, Tóhann Þorkelsson,
dómkirkjuprestur, Bjarni Jónsson,
dómkirkjuprestur, Jnkob Ó. Lárus-
son, Holti, Eyjnfj., Skúli Skúlason,
Odda, Magnús Þorsteinsson, Mos-
felli, Á»ni Bjötnsson, Görðum, Arni
Þorsteinsson, Kálfatjörn, Tryggvi
Þóihnllsson, Hesti, Sig. Jóhnnnsson,
Tjörn, Vatnsnesi, Einnr Thorbcus,
Snurbæ, Guðrr. Einarsson, Ólafsvík,
Halldór fónsson, Reynivöilum, Ásm.
Guðmundsson, aðstoða pr. Stykkish.,
Jósef Jónsson, settur pr. að Barði,
Jón Helgason, prófessor, Sig. Sivert-
sen, dócent, Jón Brandsson, Kolla-
fjarðarnesi, Ólafur ÓlaLson, fríkirkju-
prestur, Janus Jónsson, Hnfnnrfirði,
Kjartan Helgason. Hruna.
Auk venjulegra synodusstarfa voru
3 erindi flutt af þeim Sig. Sivertsen
docent. (kröfur til íramtíðtrkirkjunn-
ar á íslnndi), síra Bjarna Jónssyni
(starfsemi prestsins í söfnuðinum) og
af biskupi um Jóhann Huss siðbót-
arfrömuðinn, sem brendur var á báli
6. júli 1514.
Ennfr. talnði biskup um íslenzk
mannanöjn. Umraður urðu og
nokkrar um hjúkrunarjélaq.
Stórstúkuþing íslands,
Frú Sigríður Ásgeirsson,
móðir Ásgeirs heit. Ásgeirssonar
etatz áðs og þeiira systkina, lézt fyr-
ir nokktum dögum í Khöfn í hárri
elli.
Þessarar gömlu tnerkiskonu verð-
minst nánnra hér i blaðinu síðar.
dveldi þar eitt til tvö missiri til
að kjrniia sér sem bezt vinnuvís-
indin þar og ávexti þeirra. Fengi
hann svo fasta stöðu við háskól-
ann' hér, og sty»rði á sumrum verk-
legu nárni.
Á það má einnig líta, að nú
vinnur dr. Guðm. fyrir sveltilaun-
um. . Má því búast við hann leiti
af landi burt, ef tækifæri byðist,
og væri slíkt skaði.
Eg veit að sönnu, að þjóðinni
er að vonum illa við stofnun
suinra nýrra embætta, en þessu
myndi hún þó vel una. Hún sæi
glögglega, að þess konar nám,
sem hér ræðir um, myndi hafa
mikið víðtækara og notadrýgra
gildi, en t. d. grískunám og sum
önnur.
Hermann Jónasson,
frá Þingeyrum.
hið sextánd.i, var háð hér í Reykja-
vik frá 26.— 30. f. m. Á undan
þingsetningu sté sér.i Ólafur Ólafs-
son fríkirkjuprestur í stólinn, en fuli-
trúar og aðrir Good-templarar gengu
í kirkju með íslenzka fánann í broddi
fylkingnr. Fulltrúar voru rnættir 25,
— hefðu orðið miklu fleiri ef hafís-
inn við Norðurland hefði ekki rugl-
að skipaferðir.
Framkvamdarnejnd félagsins skipa
um næstu 2 ár þessir:
St.-templar: Gtiöm Guðmundsson
skáld, st.-kanzlari Þorv. Þorvarðsson
prentsmiðjustj., st. varatemplar Otto
N. Þorláksson skipstj., st.-gæzlum.
kosn. Sio. Liríksson regluboði, st,-
gæzlum. ungt. Siqurjón Jónsson ritstj.,
st.-ritari Jón Arnason ritstj. Templars,
st.-gjaldkeri Jóh. Ö$m. Oddsson kaup-
maður, st. kapelán Fétur Halldórsson
bóksali, fyrv. stórtemplir lndriði
Einarsson skrifstofustj.
Sem umboðsmanni hátemplars var
mælt með Guðm. Björnssyni land-
lækni, er einnig var kjörinn heiðurs-
félagi stórstúkunnar. Þeir Indriði
Einarsson og Þ. J. Thoroddsen
læknir voiu eiunig kjörnir heiðurs-
félagar.
Fulltrúi á hástúkuþingið, er haldið
verður í Minneapolis i Vesturheimi
1917 var kjörinn hinar Hjórleijsson
skáld, en til vara Indr. Einarsson.
Næsta stórstúkuþing verður haldið
í Hafnarfirði.
Vorgróður.
Prestskosningin
Andlátsfregn.
8. þ. m. lézt hér í bænum Þor-
steinn Þorgilsson, kaupmaðar.
Hann var fæddur á Rauðnefs-
stöðum í Rangárvallasýslu 28.
febr. 1856. Faðir hans, Þorgils
Jónsson, bóndi þar, var eiiikenni-
legur gáfumaður. Þorsteinn heit-
inn var yfir 20 ár starfsmaður
Lefolii-verzlunar á Eyrarbakka.
1906 fluttist hann vistferlum til
Reykjavíkur og gegndi verzlunar-
störfum hjá Gunnari kaupmanni
Gunnarssyni þangað til árið 1914,
að hann setti sjálfur verzlun á
stofn hér í Reykja vík. Konu sína,
Þórunni Olafsdóttur frá Árgils-
stöðum, missti hann 1908. Af
börnum þeirra bjóna lifa: Olafur,
cand. polyt. í Reykjavík, Magnús
kaupm. og Þórarinn verzlunar-
maður, Sigurásta og Þuríður, er
öll eiga heima hcr í bæ.
Þorsteinn heitinn var í sumu
heldur ólíkur öllum þorra manna.
Hann var hugsandi maður, and-
legur leitandi, er í kyrþey velti
fyrir sér ýmsum rökum lífs vors —
en slíkt virðast sumir skriftlærð-
ir vor á meðal telja tóman hé-
góma í æsku naut hann engrar
tilsagnar. en var námfús, kendi
sér sjálfur skrift, er hann var
nálegt tvítugu. Hann var alla
æfi hneigður fyrir bækur, en
kvað sér ekki hafa unnist neinn
tími til lesturs, eftir það að hann
fluttist hingað. Á Eyrarbakka
gafst honum betra færi á því,
meðal annars af því að hann var
mörg ár bókavörður Lestrarfélags
Eyrarbakka. 1914 brá hann sér
utan — að eins af fróðleiksfýsn
og forvitni, langaði til að litast
ofurlítið um i heiminum. — í
fleiru var hann ólikur fjöldanum.
Hann var fastorður með afbrigð-
um, trúlyndur í verkum, tróð sér
ekki fram til neins hégóma, sem
mörgum er títt, hljóðlátur og hlé-
drægur. Þótt hann æli aldur sinn
lengi í kaupstað, var hann alt af
sveitabarn, eins og presturinn
sagði um hann í húskveðjunni.
— Ef mörgum væri líkt farið og
honum í þegnskap 0g hugsun,
væri vistlegra í þjóðfélagí voru
en nú gerist. S. G.
Þingmenn eru nú óðnm að koma.
Með Flóru komu: Björn Hallsson,
Björn Þorláksson, Jón frá Hvanná,
Stefán Stefánsson skólameistari, Stein-
grímur Jónsson og Þórarinn Benedikts-
son.
flafnarvörður. Þegar höfnin er
fullgerð þarf sérstakan mann til um-
sjónar. Samþykt var á síðasta bæjar
stjórnarfundi, að það starf skyldi laun-
að með 2000 kr. fyrsta árið, en það-
an af með3000 kr.
Þingmálafund halda þingm. Reyk-
vlkinga á morgun kl. 3 í Barnaskóla-
garðinum, sbr. auglýsingu þeirra hór 1
blaðinu.
Einar Sigurfinnssoti í Lágukotey
Meðallandi kom inn á skrifstofu Bún-
aðarfélagsins fyiir fáum dögum með
stararstrá 97 cm. hátt. Var það
tekið úr Koteyjarkílum 16. júní, nær
helmingur af þvi var þá í vatni. Er
látið vel af sprettunni þar eystra.
Hér í Reykjavík er sláttur nú að
byrja á bezt sprotnum túnum. 30.
júní var slegin sáðslétta í Gróðrar-
stöðinni með síbreiðugrasi.
á ísafirði fór þannig, að síra Magnús
Jónsson er löglega kosinn prestur
með 468 atkvæðum. Alls voru greidd
867 atkvæði og féllu þau þannig á
aðra umsækjendur:
Síra Pál Sigurðsson Bolungarvik 198
cand. theol. S. Á. Gislason 104
síra Ásg. Ásgeirsson Hvammi 70
— Páll Stephensen Holti 18
— Jón Árnason Bíldudal 9
— Sig. Guðmundsson Ljósavatni
ekkert.
Messað í dómkirkjunni á morgun :
Kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson.
— 5 sír Bjarni Jónsson,
í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12
síra Ólafur Ólafsson.
Vegna þrengsla
verða ýmsar greinar að biða næsta
blaðs, m. a. æfiminningar Torfa
Ólafsdal og Jóns Jenssonar.
Erl. símfregnir.
Opinber tilkynning
frá brezkn ntanríkisstjórninni
i London.
I Austur-Afríkn.
London, 28. júní
Fréttastofa stjórnarinnar hefir birt
eftirfarandi skýrslu um viðureignina
löndum Þjóðveija í Austur-Afríku..
I lok maimánaðar átti lið vort í
höggi við óvinina fyrir austan og
vestan Viktoriu Nyanzi vatnið.
Óvinaliðið hafði aðalbækistöðvar sín-’
ar í Port Bukeba, og höfðu þar
miklar birgðir og loftskeytsstöð.
Það varð að ráði, að gera áhlaup
á borgina bæði frá landi og sjó.
20. júni fór H. M. Stewart hers-
íöfðingi með stórskotalið og fót-
göngulið til að gera áhlaup og 25..
júni skýrir Tighe hershöfðingi frá
að áhlaupið hafi tekist vel.
Virkið, bátar, loftskeytastöðin og
tvær véibyssur voru eyðiiagðar. En
vér tókum herfangi eina fd!byssiir
marg3r kúlubyssui og mikfljvaið.ir.ui:
skjöl.
London, 30. júní.
Útdráttur
úr opinberum skýrslum Rússa 26.-29. júní.
Ákafar orustur hafa staðið í norð-
ur Póllandi, en óvinirnir hafa verið
íraktir með miklu manntjóni. Val-
cestir dauðra mam;a lágu fyrir fram-
an skotgrafir vorar og nokkra menn
tókum vér höndum. Sókn Þjóðverja
i sunnanverðu Póllandi hefir ekki
náð tilgangi sínum og eigi fært þeim
neinn sigur.
I gagnáhlaupum vorum hjá Zolkiow
og Lemberg í Galizlu handtókum
vér nær 2000 manns.
Aköf orusta stóð hjá Dniestr. Að
kvöldi 26. júni tóku hersveitir vorar
að láta undan síga hjá Gnilalipa.
Óvinirnir hafa reynt af öllum mætti,
með grimmilegum áhlaupum að gera
undanhald okkar að flótta, en hefir
mishepnast það algerlega og beðið
feikna mikið manntjón.
London, 30. júni.
Útdráttur
úr opinberum skýrslum Frakka
26.-29. júni.
Alla þessa daga stóð stórskotaliðs-
orusta i Arrashéraði. Að kvöldi hins
26. júní náðu Þjóðverjar fótfestu á
200 metra löngu svæði á veginum
milli Ablain og Angres. Þiðan voru
þeir hraktir siðar og sóttum vér
fram á því svæði.
í Argonnehéraði gerðu Þjóðverjar
ákaft áhlaup, en voru brotnir á bak
aftur. A hæðunum hjá Meuse, hjá
skotgröf þeirri, er kend er við Ca-
lonne, stóð áköf orusta 26. og 27.
júní og endaði hún með höggor--
ustu. Þjóðverjar jusu á oss logandi
vökva og reyndu að ná aftur fremstu
skotgröf sinni, sem vér nú vörðum,
Voru þeir hraktir aftur með miklu
manntjóni og höldum vér enn allri
fremstu skotgröf þeirra og nokkr-
um hluta af næst fremstu skotgröf.
í Vogesafjöllum sóttu Þjóðverjar
fram i nánd við Metzeral, err að
morgni 29. júni höfðum vér tekið
aftur allar þær stöðvar, sem vér
höfðum áður náð austan við Met-
zeral.
Að morgni 27. júní tókst einum
•flugmanna vorra að kasta 8 sprengi-
kúlum á Zeppelínskála í Friedrichs-