Ísafold - 01.09.1915, Síða 2

Ísafold - 01.09.1915, Síða 2
2 ISAFOLD Harðæri? RæSa Sveins Björnssonar 1 alþm. Rvikinga i Nd. 31. ágúst. Fyrstu daga þingsins vakti eg eftirtekt háttv. deildar á því, að hér væri dýrtíð i landinu vegna afleiðinga Norðurálfuófriðarins. Eg skyldi menn svo sem þeir vildu kannast við að þetta væri rétt. Þvi orðalaust var samþykt hér í deildinni tillaga um að skipa nefnd til að koma fram með tillögur um það, á hvern hátt spomað skyldi við þeim af- leiðingum. í þeirri nefnd kom til orða að leggja ófriðarskatt á gróða þann, er einstakir menn hafa haft af ófriðnum. En það hafði þá ekki fylgi í nefndinni. Og tillaga nefndarinnar um að heimila stjórninni ráðstafanir, sem trygt gœtu að menn fengju kjöt og fisk sæmilegu verði, fékk svo lítinn byr hér í þinginu, að mig stórfurðaði á. En við því verður ekkert gert. Eftir það áleit eg þýðingarlítið að einhver einn þingmaður bæri fram frumvörp um þetta efni. Gerði ráð fyrir að kosin yrði bjargráðanefnd, eins og nú er orðið, og hún mundi láta sig mál- ið skifta, eins og frumv. þetta og ber með sér. Síðan hafa verið afgreidd Iög sem heimila stjórninni að verja um 1 miljón króna til kaupa á nauðsynjavöru í samráðum við bjargráðanefnd þ4 er eg mintist á. Sú nefnd var kosin fyrir l1/* viku síðan og hefir þegar gert ráðstafanir til að tryggja landinu byrgðir af kornvörum, kolum og steinolíu. En jafnframt tók nefndin til ihugunar dýrtíðarmálið. Hefir það verið rætt 'á mörgum fund- um í nefndinni í síðastliðinni viku. Hafa skoðanir I nefndinni verið nokkuð skiftar. Þó held eg að eg megi fullyrða, að allir hafi verið á því máli, 1. að dýr- tíð væri í landinu, og 2. að leggja bæri á hinn óvenjumikla gróða einstakra manna á íslenzkum af- urðum einhvern skatt til tekju- auka landssjóði vegna ráðstafana þeirra, sem gera þarf út af hinu óvenjulega ástandi. Það fyreta sem háttv. deildar- menn nú þurfa að gera sér Ijóst er þetta: 1. Er rétt að veruleg dýrtíð sé í landinu? 2. Hver brögð eru að þessari dýrtíð? 3. Hafa þá ekki jafaframt hækkað tekjur manna að saraa skapi? Þessum spumingum skal eg nú leitast við að svara. Hagstofan hefir aflað sér skýrslu um útsöluverð á ýmsum nauð- synjavörum hér í bænum síðan í júlí í fyrra. Hefir hún safnað skýrslum þessum á hverjum þriggja mánaða fresti. Hefi eg fengið þaðan yfirlit um vöru- hækkun hér í bænum frá því í júlí 1214 til þessa tíma (þess skal þó getið að enn vantaði skýrslur frá nokkrum kaupmönn- um um vöruverðið nú). Skýrsl- ur þessar eru að vísu aðeins um vöruverð í Reykjavík; til annara skýrsla hefir eigi náðst. En í þeim felast þó taisverðar upplýs- ingar. Eftir þessum skýrslum skal eg nú nefna verðhækkun á nokkrum nauðsynjavörum: • 1914 1915 Verðh. au au. au. °/ /o Rúgmjöl pr. kg. 19 33 14 73 Flórmjöl — — 31 45 14 45 Hveiti — — 28 41 13 46 Bankab.mj. — — 29 45 16 55 Hrísgrjón — — 31 38 7 23 Hafragrj. — — 32 46 14 43 Baunir bálf.— — 33 67 34 103 Kartöflur — — 12 16 4 33 Kandís — — 55 88 33 60 Hvítas. meðalt. — 52 65 13 23 Púðursykwr— — 49 58 9 18 Kaffi. óbr. — — 1,65 1,69 4 2% Kaffibætir — — 97 1,01 4 4 Smjörlíki — — 1,07 1,23 16 15 Palmin — — 1,25 1,66 41 30 N/r fiskur — — 14 16 2 14 Saltfiskur — — 40 45 5 12% Trosfiskur — — 13 20 7 53 Steinolía — — 18 20 2 11 Kol (ofnk.) pr. skd. 4,60 8,20 3,60 78 Meðaltal 37 %. Samkvæmt þessu hafa vörur þessar hækkað að meðaltali um nær 40 af hundraði. Auk þess má gera ráð fyrir að sauðakjöt hækki í verði um 50—60 af hundr- aði. Ennfremur hafa hækkað mjög í verði ýmsar aðrar nauð- synjar, svo sem skófatnaður, vefn- aðarvörur o. fl. Með þessu er þá svarað 2 fyrstu spurningunum. Hér í land- inu er dýrtíð. Vörur hafa hækk- að á síðastliðnu ári um 40°eða meira. Um 3. spuminguna er þetta að segja. Tekjur þeirra, sem sjálfir framleiða eða kosta framleiðslu, hafa aukist mjög mikið. Hjá all- flestum mun meira en nemur verðhækkun á erlendum nauð- synjum sem þeir þurfa að nota. Tekjur óbreyttra verkamanna hafa aukist lítilsháttar, ekki nærri svo að nemi verðhækkun á þeim erlendum nauðsynjum, er þeir þurfa. T. d. hafa verka- menn hér í Rvík fengið kaup sitt hækkað úr 35 aurum upp í 40 aura að deginum til eða um rúma 14 af hundraði. Flestir handiðna- menn munu ekki hafa fengið kaup sitt hækkað; þó eru hér undantekningar; en sú hækkun mun nema lítilræði einu. Þeir kaupstaðabúar, sem stunda sum- arvinnu í sveit, munu hafa feng- ið nokkuð hærra kaup en í fyrra, að minsta kosti hér sunnanlands, en vinnuna hafa þeir styttri tíma en venja hefir verið. Bændur t. d. nú þegar farnir að senda frá sér kaupafólk. — Loks eru þeir starfsmenn þesB opinbera, sem föst laun hafa. Þeir hafa enn enga launahækkun fengið til að standa á móti dýrtíðinni. Þannig er þá ástandið í land- inu: Allar nauðsynjar hafa hækkað í verði um 40% eða meira síðan stríðið hófst. En tekjur fjölda manna, sérstaklega veruamanna, handiðnaðarmanna og fastlaunaðra starfsmanna, hafa annaðhvort ekkert hækkað eða þá svo lítið, að mjög skamt hrekkur til að standa straum af auknum út- gjöldum vegna dýrtíðarinnar. Ef nú er ekkert gert af hálfu löggjafarvaldsins, hljóta afleiðing- arnar að verða þær, að þeir, sem ekki hafa haft meiri tekjur en svo, að þeir hafa rétt aðeins fleytt sér fram, án nokkurs óhófs, munaðar eða eyðslu til annnars en hins allra nauðsynlegasta, verða annaðhvort að svelta eða fara á sveitina. Og þegar á það er Iitið, hve stór hópur manna á hér í hlut, þá getur engum dul- ist, að hér er um að ræða hvort hægt sé að afstýra þjóðar- ógæfu. Til framkvæmda í þessu efni þarf peninga, peninga í lands- sjóð umfram venjulegar tekjur. Auðvitað hljóta þó að verða tak- mörk sett við því hve miklu fé er hægt að verja til dýrtíðarhjálp- ar. Lampar og Lampaáhöld. Hvað sem hver tautar, eru eg verða allskonar lampar og lampa- áhöld langódórust i verzlun undirritaðs. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú, að við kaupum langmest af þeim varningi, náum því beztum kaupum, því alt er það keypt fyrir peninga út í hönd frá fyrstu hendi. Núverandi birgðir vorar eru meira en tvöfaldar við það, sem aðrir hafa mestar. Verzl. B. H, Bjarnason. Brennarar o. fl. koma með bergenska skipinu næsta. Hið fyreta, sem varð að snúa sér að, var þá þetta: Að benda á leið til að útvega landssjóði auknar tekjur. Að því stefnir frv. sem hér liggur fyrir. Eg skal geta þess, að ráðherra og allir nefndarmenn í bjargráðanefndar- innar voru á einu máli um að teknanna bæri að afla með út- flutningsgjaldi. En skoðanir skift- ust um það hvort leggja ætti gjaldið á vörurnar eftir þyngd eða verðmæti. Meðflutningsmað- ur minn háttv. þm. Norður-ísf. hallast að síðarnefndu leiðinni. Ennfremur skal þess getið að nefndarmenn vilja eigi telja sig bundna við gjaldhæðina á hverri vörutegund eins og hún er til- tekin í frv. Til skýringar 2. gr. frv. skal þess getið að útflutningsgjaldið fimmfaldað mundi nema því, sem hér segir: Á sk.pd. Á þurkuðum saltflski kr. 1,60 - blautum saltf. kr. 1,10—1,65 - sundmaga 50 kílóm kr. 1,50 - tunnu af hrognum — 0,75 Ef miðað er við það, hve mik- ið var fiutt út árið 1912, þámundi þetta gjald og gjaldhækkun, sem frv. fer fram á gefa landssjóði þessar tekjur hér um bil á ári: Fiskur Lýsi Síld 200 þús. kr. 190-------- 60 — — Sjívar- útvegur 450 þús. kr. Saltkjöt 190 — — Ull 185 — — Gærur 25 — — Hross 22 — — Sauðkindurl7 — — Landbúnaður 439 þús. kr. Tekjurnar yrðu af þessu gjaldi all8 889 þus. krónur. Með þessu móti skiftist gjaldið nokkuð jafnt á landbúnaðinn og og sjávarútveginn. Eg tellíklegt að ýmsum muni þó þykja gjald- ið koma of þungt á landbúnaðinn. Eg hefi persónul. enga löngun til að íþyngja landbúnaðinum á neinn hátt. Mér eru fyllilega ljós sann- indin í máltækinu: »Bóndi er bú- stólpi og bú er landstólpi«. En hinsvegar vidi eg gjarna sýna einu sinni með tölum hvernig kæmi niður jafnt gjald á sjávar- útveg og sveitabúskap. Hingað til hefir sjávarútvegurinn þó bor- ið meiri hluta .gjalda í landssjóð, og ekkert útflutningsgjald verið á sveitaafurðum. Eins og kunnugt er lifir % landsbúa á sjávar- útveg % á landbúnaði. — Þessa upphæð tel eg kleift að útvega landssjóði, sem auka- tekjur til ráðstafana út af hinu óvenjulega ástandi, — Þá er sú leið, að lands- sjóður kaupi birgðir af nauðsynja- vöru handa landsmönnum og selji seim svo lágu verði. Við þetta er það að athuga, að til slíkra birgðakaupa þyrfti, ef nokkurt gagn ætti að verða af, meira fé en landssjóður gæti haft hand- bært. Fyrirskipanir og útbúnað þyrfti sem rajög erfitt væri að koma í verk. Auk þess mundi slík ráðstöfun trufla mjög alla verzlun í landinu, koma hart við kaupmenn og kaupfélög, sem hafa birgt sig af vörum, og ekki átt sér neins ills von, að verða svo ef til vill að liggja með birgðir sínar vaxtalaust og undir skemd- um. Af þessu gæti leitt tjón, sem næmi meiru en vöruverðmunin- um hjá landssjóðsverzluninni. Loks hefi eg bent á leið þá er kemur fram í frv. því, sem kem- ur til umræðu næst á dagskránni: Að hjálpa þeim sem dýrtíðin kem- ur harðast við til þess að stand- ast hana með beinni peninga- hjálp. Þessa leið fer og annað frv., sem bjargráðanefndin ber fram í samráði við stjórnina eða fyrir hennar hönd og útbýtt hefir ver- ið hér í deildinni. Það nær ein- göngu til lágt launaðra opinberra starfsmanna og er þannig í sam- ræmi við meiri hluta þingmanna, sem framkom á prívatfundi þing- manna fyrir nokkrum dögum. En eg vil eigi láta þar staðar numið. Eg lít svo á, að þegar það er viðurkent, að í landinu sé dýrtíð, sem til vandræða horf- ir — og fram hjd því verður eigi komist að svo sé — þá beri land- inu fyrst og fremst að bæta úr bölinu fyrir verkamennina á sínu heimili, en jafnframt verður að hugsa um hina, sem í sömu bág- indum eru staddir þótt þeir séu eigi heint verkamenn landsins. Því tel eg óhjákvæmilegt að veita almenna dýrtíðarhjálp. Eg skal geta þess, til þess að fyrirbyggja allan misskilning, að frv. um dýrtíðarhjálp er, eins og það ber með sér, frá mér einum. á ábyrgð mín eins, en ekki ráð- herra — eða meðnefndarmanna minna. Það skal fúslega játað, að frv. þetta er mjög víðtækt, ef til vill víðtækara en ástæða er til. Enda er eg fús til þess að ganga að því að það sé takmarkað. T. d. látið ná eingöngu til sjávarþorpa og kauptúna, og þá jafnframt létt að einhverju gjaldinu, sem lagt er á búnaðarafurðir. Útbýt- ing falin bæjar- og sveitastjórn- um að einhverju leyti eða því um líkt. En eg held fást við að það fari í rétta átt. Enda er það i samræmi við þær leiðir, sem ýmsar aðrar þjóðir hafa tekið upp, þjóðir sem á þessum tíma eiga í höggi við sama óvininn sem vér, dýrtlðina. Þetta verður og notadrýgsta hjálpin. Eg vil leyfa mér að skýra frá lauslegri áætlun, sem eg hefi gert um það hvern kostnað frv. mitt mundi hafa í för með sér. Til venjulegs 5 manna heimilis (mað- ur, kona og 3 börn) mundi hjálp- in verða 80 krónur. Samkv&mt síðasta manntali var meðalheimili í kauptúnum 5 manna, sveitum 6 manna. Eftir því ættu að vera á öllu landinu: í kauptúnum um 6000 heimili. - sveítum . . — 9500 ------- Þegar nú eru taldir frá þeir heim- ilisframfærendur, sem hafa meiri tekjur en 2000 krónur og allir þeir, sem ekkert heimili hafa fram að færa — en ætlast er til að undanþyggja þá dýrtíðarjálp- inni — þá áætla eg að heimilin, sem hjálpina fá, svari því sem væri í kauptúnum 4500, í sveit- um 5000. Meðalheimili i kaup- túni fái 80 kr. hjálp, í sveitum 40 kr. Verður þá dæmið þannig: I kauptúnum: 4500 fjölsk.X80kr. = kr. 360.000 í sveitum: 6000 fjölsk.X40 kr. = kr. 240.000 Samtals kr. 600.000, sem hjálpin, samkv. minu frv. kostar. Nú segja menn suðvitað að þetta komi of seint fram; mikiú af vörum þessa árs sé þegar út- flutt og verði þegar lögin gangi í gildi. Eg skal fúslega játa það, að* frv. kemur of seint fram. Það hefði átt að koma í þingbyrjun. En ástæðumar eru þær þar til, að háttv. þingmönnum mun eigi hafa verið ljóst talsvert fram eftir þingi, að hér væri þörf neinna ráðstafana, og auk þess mun fleir- um hafa farið sem mér, að ann- irnar hafa verið svo miklar dag- legu, að tími hefir verið af skorn- um skamti til að hugsa um þetta mál. En það þurfti og þarf að vissu leyti enn rœkilega umhugsun. Það er og rétt, að talsvert af afurðum, aðallega ull, fiski, lýsi og síld er þegar flutt út, og þvi komið undan gjaldinu. En við þessu er ekki gott að gera; en eg hygg að svo muni fara að þótt það verð sem nú er á þessum af- urðum haldist eigi fram á næsta sumar — en eg tel allar líkur fyrir því — þá mundi gjald þetta þó lenda á þeim sem grætt hafa á þeim afurðum sem tollaðar eru og því koma rétt niður þótt það komi eftir á, þ. e. næsta ár. Það mundi verka líkt og tekjuskattur, sem er eins og kunnugt er lagð- ur á tekjur þær, er gjaldendur hafa haft 1—2 árum áður en skattinn á að greiða. Og til þess að sporna við að menn nú flýti sér að flytja út vörurnar til að komast hjá gjaldinu er það ráð að flýta frv. gegnum þingið með afbrigðum frá þingsköpunum og fd það staðfest símleiðis. Þá mun þó nást útflutningsgjald af allmikl- um hluta þessa árs útflutnings. Það skal tekið fram, að það er hugsun nefndarinnar að nota eigi allar tekjurnar, sem af gjaldi þessu fæst til dýrtíðarhjálpar * i einhverju formi, heldur gerir hún ráð fyrir talsverðum afgangi, sem

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.