Ísafold - 01.09.1915, Síða 3

Ísafold - 01.09.1915, Síða 3
ISAFOLD sé varasjóður landssjóðs ef reglu* legar tekjur hrökkva eigi fyrir gjöldum eða ef fyrir koma ein- hver ófyrirsjáanleg útgjöld, sem ávalt má gera ráð fyrir að orðið geti á þessum tímum. Eg skal eigi fara út í það nú hvort alment sé heppilegt að auka tekjur landssjóðs með útflutnings- gjaldi. Það tel eg ekki. Enhér er að eins um bráðabirgaráö- stöfun að ræða, ráðstöfun sem að eins á að gilda meðan hið óvenjulega (abnorma) ástand, sem nú er, helzt. Það hafa orðið nokkuð skiftar skoðanir í nefndinni og utan þings um það, á hvern hátt hjálp- að skuli við afleiðingum dýrtíð- arinnar. Þrjár Btefnur hafa aðallega komið fram. Ein er sú, sem fram kemur í frv. þeim, sem háttv. 5. konungkjör- inn hefir borið fram í háttv. Efri deild. Hann vill lækka kaffl og sykurtoll og létta af vörutolli á kornvörum. Eg get ekki fyrir mitt leyti fallist á þessa leið. Fyrst er það að mér finst það eigi vera hjálp sem nógu mikið munar um. Þótt afnuminn væri allur kaffi- tollur, allur sykurtollur og allur korntollur væru það ekki nema 20—25 krónur á hvert 5 manna heimili í landinu. Allur korntoll- ur á landinu nemur að eins 20 þús. kr. En frv. háttv. 5. kgk. fer miklu skemra en þetta, lækk- un hans nemur um 15 kr. á 5 manna heimili. Auk þess er hætt við að þessi afléttir lenti meira í vasa kaupmannanna en í vasa einstaklingsins. Og undir öllum kringumstæðum mUndiþað ekki koma að gagni nú á þess- um vetri. Því víða um land hafa menn þegar fengið vetrarbyrgðir sínar af þessum vörum eða fá um þessar mundir og hafa því greitt tollinn þegar þessi lög ganga í gildi. Þetta er auðvitað lausleg áætl- un, en væntanlega geta menn þó af henni gert sér hugmynd um það, hve mikið hjálpin kost- ar. Eg skal aðeins geta þess i þessu sambandi, að dýrtíðarhjálp- in til lágt launaðra starfsmanna hins opinbera, skv. frv., sem út- býtt var í gær, mun áætluð að að kosta h. u. b. 20 þús. kr. Hjálp sú, sem gert er ráð fyr- ir, er lítil á hvert heimili, minni en eg hefði viljað. En eg hefi eigi séð mér fært að stinga upp á hærri hjálp vegna þess hve aðalupphæðin verður há. Það er samt trú mín, að hjálp þessi muni koma hávaðanum að notum. Þó hún nemi ekki nærri allri verð- hækkuninni, sem orðið hefir á nauðsynjum hvers heimilis síðan í fyrra, þá er bæði þess að gæta, að margir hafa fengið einhverja lítilsháttar kauphækkun, og svo hins, að þótt hjálpin sé ekki öll, þá getur hún oft bjargað yfir örðugasta hjallann. Eg skal taka dæmi um hve mikið af verðhækkun frá því í fyrra má borga með um 80 kr. Verðhækkun á Rúgmjöli 100 kg. kr. 14.00 - Hveiti 50 — — 6.50 - Hrísgrjónum 50 — — 3.50 - Hafragrj. 50 — — 7.00 - Kartöflum 100 — — 2.00 - Hvítasykri 100 — — 13.00 - Kaffi 50 — — 2.00 - Kaffibætir 50 — — 2.00 Smjörlíki 50 — — 8.00 Fiski 100 — — 2.00 Trosfiski 50 — — 3.50 Steinolíu 100 — — 2.00 Kolum 5 skpd. — 18.00 Kr. 83.50 Þannig horflr þá málið við: 1. Allar nauðsynjar hafa á síð- ast liðnu ári hœkkað um 40°/0 eða meira. 1. Kaup alls almennings sem ékki framleiðir sjálfur hefir ann- hvort ekkert hœkkað eða þá um lítilrœði eitt. 3. Framleiðendur hafa grætt stórkostlega fram um tilkostnað sinn við framleiðsluna, án nokk- urrar sérstakrar vinnu eða fyrir- hafnar, svo mjög, að þá munar ékkert um að missa af dálitlu af gróða sínum til að hjálpa hinum til að standast dyrtíðina. Löggjafarþingið situr á ráð- stefnu og er þetta alt kunnugt. Og það getur bætt úr þessu. Hverja aðferð skuli hafa má deila um. Aðferðin er eigi mér né öðr- um kappsmái. Nú vil eg spyrja: Getum vér skilist á þessu þingi, án þess að leysa úr þessu vanda- máli, því langstœrsta og alvarleg- asta sem fyrir þinginu hefir legið? Getum vér það samvizkunnar vegna ? Getum vér það skyldunnar vegna? Getum vér það sóma þingsins vegna ? Getum vér það vegna velferðar þjóðarinnar? Mitt svar er nei við öllum spurningum. Eg vona að svar hins háa alþingis verði hið sama er það tekur mál þessi til rólegr- ar, en fijótrar yfirvegunar og og ályktana. Fyrsta ár heimsstyrjaldariuuar. Þegar heimsstyrjöldin gaus upp i fyrra þóttust allir svo fróðir að geta fullyrt, að hún með engu móti gæti orðið langvinn. Sumir gizkuðu á nokkrar vikur, en þeir sem ekki voru það bjartsýnir, létu sér þó eigi detta annað í hug en að lokið yrði henni fyrir áramót — á hverja lund sem hernaðarlukkan snerist. En reynslan hefir orðið nokkuð önnur, eins og kunnugt er. í stað úrslita-stórorusta milli milj- óna-hera styrjaldarþjóðanna, sem bú- ist var við, hafa komið seiglings- sennur i skotgryfjum — og gera fram á þenna dag, einkum á vestur- orustusvæðinu. Og manndrápið er miklu meira en annálar herma nokkru sinni áður í veraldarsögunni. — Sjálfar hernaðarþjóðirnar héldu mjög hátiðlegt ársafmæli friðslitanna og fögnuðu unnum sigrum. Og alls- staðar kvað við sama örugga vissan um að vinna glæsilegan sigur að lokum. Sá er þó sannleikurinn, að eftir þetta fyrst blóðbaðsár heimsstyrjald- arinnar, virðist ókleift að segja fyrir leikslokin. En vist er eitt, að ef Norðurálfan á enn um langan tima að uúa við hina geigvænlega manndrápssennu, sem hún nú verður undir að rísa — þá mun lokið öndvegissæti hennar i heiminum, og þungamiðjan að áhrif- um og þroska afli og völdum flytj- ast til Vesturheims. ReykjaYÍkar-annálI. Skemtiför fóru templarar út í Engey snemma í þessum mánuði. Pótur Zóphóníasson rithöf. setti samkomuna. Sigurður Eggerz f. ráðherra hólt snjalla ræðu fyrir Islandi. Stefán Stefánsson alþm. i Fagraskógi talaði fyrir reglunni og bannlögunum og Bjarni Jónsson frá Vogi fyrir Reykjavík. Voru erindi þeirra vel flutt. Síðan var skemt sór með söng, leikjum og dansi og skemtu menn sór vel fram á kvöld, Voru þáttakeudur hinir ánægðustu með förina. Einn úr hópnum. Elmskipið ísiand. A laugardag inn var mörgum bæjarbúum, aðallaga kaupmönnnm og blaðamönnum, boðið að skoða hið nyja skip Sam.félagsins I s 1 a n d. Stigu þeir á skipsfjöl kl. 10 árd. og var haldið út í flóa — og þar sezt að morgunverði. Voru þá haldnar margar ræður og »gleði mikil í hölk. Skipið er prýðilega vandað og fall- egt, n/tízkuútbúnaður i hvívetna og virðist óvenju traust hvar sem á það er Iitið. Það er stærsta fólksflutninga- skipið, sem enn hefir gengið milli ís- lands og annara landa með fastri áætl- un. Fyrsta farrými hefir undir 100 farþegarúm og 2. farr/mi um 60. í öðru farr/mi er óvenju stór mat og dvalarsalur. Framförin í öllum að- búnaði í öðru farrymi hinna n/justu skipa, Eimskipafólagsskipanna og nú íslands er eigi lítill frá því, sem verið hefir í hinum eldri skipum. Á Íslandi veittum vór og sórstaklega athygli vistarverum háseta. Þær eru hinar beztu, er vér höfum sóð á skipunum hér, að eins 2 í klefa og honum rúm- góðum. Skipstjóri á íslandi er góðkunn- asti skipstjóri Sam.fól. hér við land, J. F. Aasberg. Skipafregn: 6 u 11 f o s s fór til útlanda á föstu- dagskvöld. Farþegar m. a.: Ludvig Andersen klæðskeri, E. E. Lyche kaup- maður, Eva Blytt jungfrú, Sigfús Blöndahl stórkaupm, Sveinn M. Sveins- son kaupm., Tómas Jónsson kaupm., ' Riis kaupm. og frú, Þorvaldur Benja- mínsson framkv.stj., Sig. Guðmundsson klæðskeri, Friðrik Bjarnason og Helgi Guðmundsson stúdentar. I s 1 a n d fór vestur á fjörðu síðastl. laugardagskvöld. Farþegar: Magnús Torfason bæjarfógeti frá ísafirði og eunfremur Björn M. Ólsen og Tryggvi Gunnarsson snöggva ferð vestur og komu þeir aftur með Islandi að vest- an 1 morguu. Hjónaefni: Asgeir Asgeirsson cand. theol. og jungfrú Dóra Þórhallsdóttir, hiskups í Laufási. Símaverkfallið í gær komst á samkomulag mllli ráðherra og síma- manna. Fá símamenn að meðaltali 16 % kauphækkun — jafnað niður eftir þörfum og ástæðum frá 30% niður í 7%. Frá alþingi Dýrtí ð arh j álp. Sveinn Björnsson flytur eftirfar- andi frv. um harðindahjálp handa landsmönnum: 1. gr. Dýrtiðarhjálp veitir lands- sjóður heimilisframfærendum, sem hafa siðastliðið ár haft 2000 króna tekjur eða minna, og fá fyrirsjáan- lega ekki hærri árstekjur á komandi ári, 1, okt. 1915—30. sept. 1916, ef þeir þiggja ekki af sveit. 2. gr. Dýrtíðarhjálpin skal vera sem hér segir: Fyrir kvongaðan mann 50 krón- ur, og auk þess 10 krónur fyrir hvert barn undir 15 árum, sem er hjá foreldrunum, þó svo að upp- hæðin fari aldrei fram úr 10% af árstekjum, nema börnin séu fleiri en 4. Upphæðin getur þó aldrei farið fram úr 120 kr. til eins heim- ilisframfæranda. Ef hvorttveggja hjónanna hafa tekjur á árinu, skal lageja saman tekjurnar, og eiga þau því að eins rétt á dýrtíðarhjálp, að tekjur beggja samtaldar séu undir hámarki því, er umræðir i 1. gr. Með árstekjum skal telja hvers- konar tekjur og hlunnindi, þ. á. m. ókeypis húsnæði, ókeypis ljós, eldi- við, jarðarafnot o. s. frv. í sveitum er dýrtíðarhjálpin helm- ingi minni en í kauptúnum. 3. gr. Stjórnarráðið ákveður hve- nær greiða skuli dýrtiðarhjálpina og setur reglur um úthiutun hennar. Það sker og úr ágreiningi um það, hvoit einhverjum beri dýrtiðarhjálp, hve há upphæðin skuli vera og öðr- um ágreiningi, sem risa kann út af lögum þessum, og verður þeim ágreiningi eigi skotið til dómstól- aiína. 4. gr. Lög þessi gilda til loka næsta reglulegs þing; þó skulu þau afnumin að einhverju leyti eða öllu ef ástandið breytist áður i veruleg- um atriðum, svo sem fyrir verð- lækkun á útlendri vöru eða inn- lendri fiá þvi sem nú er. Ú tflutnin gsg j ald. Bjargráða- eða velferðarnefndar- mennirnir i Nd., þeir Sveinn Björns- son, Skúli Thoroddsen og Jón Magn- ússon flytja eftirfarandi frv.: 1. gr. Af öllu kjöti, ull, gærum, hestum og lifandi sauðfé, er flyzt út á skipum, sem afgreidd eru frá is- lenzkri höfn, skal greiða f landssjóð útflutningsgjald, sem hér segir: 1. Af hverju kgr. af kjöti 8 aura. 2. Af hverju kgr. af ull 20 — 3. Af hverri gæru ... 10 — 4. Af hverjum hesti . 10.00 — 5. Af hverri sauðkind . 3.00 — 2. gr. Af öllum fiski og fiskaf- urðum, er útflutningsgjald skal gjalda af samkvæmt lögum nr. 16 4. nóv. 1881, lögum nr. 10 13. aprfl 1894 og lögum nr. 8, 6. marz 1896, skal gjalda í landssjóð fimmfalt það gjald, sem ákveðið er í nefndum lögum, þó skal flutningsgjald af hvers kon- ar lýsi vera 5 aurar fyrir hvert kiló- gramm. 3. gr. Af hverri síldartunnu (108 —120 Htra), f hverjum umbúðum sem hún flyst, skal útflutningsgjald vera ein króua. 4. gr. Um innheimtu gjalds þess, er i., 2. og 3. gr. greinir, fer sam- kvæmt lögum nr. 16, 4. nóv. 1881. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg- ar i stað og gilda til loka næsta reglulegs þings. Þó skal þeim afl- létt að einhverju leyti eða öllu eða gjaldið fært niður hlutfallslega, e ' ástandið breytist áður i verulegum atriðum, svo sem fyrir verðlækkun á útlendri vöru eða innlendri írí\ þvi sem nú er. Verkfallsbannlög. Jósef Björnsson, Magnús Péturs- son, Karl Finnbogason og Björn Þorláksson flytja eftirfarandi frv. um verkfall opinberra starfsmanna: 1. gr. Hver sá, er sjálfur tekur þátt í verkfalli, enda skyldi starfið unnið samkvæmt embættisskyldu eða sem sýslan í þarfir landsins, Lands- bankans, sveitar, sýslu eða kaupstað- ar, skal sæta sektum frá 500—5000 krónum eða fangelsi eða embættis- eða sýslunarmissi, ef miklar saki eru, enda liggi eigi þyngri refsing: við samkvæmt öðrum lögum. 2. gr. Hver sá, er hvetur eða tælir embættis- eða sýslunarmann eða ógnar honum til sliks verkfallsr er i 1. gr. segir, .án þess að taka sjálfur þátt í þvi, eða veitir á annan látt tilstyrk sinn til þess að slikt verkfall hefjist eða haldi áfram, skal sæta sektum frá 200—2000 kr. eða fangelsi, ef miklar sakir eru, enda iggi eigi þyngri refsing við sam- cvæmt öðrum lögum. 3. gr. Embættis- eða sýslunar- maður, sem ógnar með, að taka þátt veikfalli sem í 1. gr. segir, skal,. enda þótt verkfallið komi eigi til framkvæmda, sæta sektum, alt að 2000 kr, enda liggi eigi þyngri refsing við samkvæmt öðrum lögum. 4. gr. Sá, er ógnar embættis- eða sýslunarmanni eða hvetur eða tælir íann til að ógna með verkfalli, sem I I. gr. segir, skal, enda þótt verkfallið’ komi eigi til framkvæmda, sæta sektum, alt að 2000 krónum, enda> iggi eigi þyngri refsing við að öðrum ögum. 5. gr. Með mál út af brotum gegn lögum þessum skal farið sem sakamál. 6. gr. Lög þessi öðlast gildi ægar í stað. Tolla-lækkun. Svofeldar breytingar á tolllögun- um frá 1911 leggur Guðmundur íjörnsson til: 1. gr. 9., 10. og 11. liður 1. greinar orðist þannig: 9. Af óbrendu kaffi og kaffibæti. alls konar 15 aura af hverju kílógr. 10. Af alls konar brendu kaffi 20 aurar af hverju kilógr. II. Af sykri og sirópi 5 aurar af hverju kilógr. 2. gr. LÖg þessi öðlast gildi 1.. janúar 1916. A s t æ ð u r hans fyrir flutningi frv. eru þessar: í dýrtiðarnefndinni eru allir á einu máli um það, að nauðsyn beri til að auka tekjur landsins með því að leggja útflutningsgjald á matvöru, sem flutt er út úr landinu. Þessar vörur hafa stigið stórum í verði. Þessar álögur lenda því á þeim, sem bezt mega við þvi að borga aukin gjöld í landssjóð. Verðhækkunin á alls konar mat- vöru, innlendri og útlendri nemur til uppjaýnaðar 50% að minsta kosti. Dýrtíðin kemur langverst niður á þeim, sem vinna fyrir kaupi, erfiðis- fólki og starfsmönnum. Þess vegna virðist brýn nauðsyn að lækka aðflutningsgjald á aðflutt- um nauðsynjavörum, einkum mat- vöru. Ef þetta frumvarp yrði að lögum,. mundi lækkunin á kaffitollinum nema um 69000 kr. á ári og lækk- unin á sykurtollinum um 215000 kr. á ári. Jafnframt leyfi eg mér að bera upp annað frumvarp um afnám korn- tollsins. Sá afléttir mundi nema um 20000 kr. á ári. Tekjumissir landssjóðs yrði þá samtals nokkuð yfir 300000 kr. á ári. Það er dýrtíðaruppbót, sem fá- tækt fólk munar mest um. Hins vegar mundi útflutnings- gjöldin, sem farið er fram á i frum- varpi neðri deildar nema um 800000 kr. á ári og lenda aðallega á þeim,. sem mest hafa gjaldþolið nú. Og þar með er fenginn tekjuauki upp á l/g miljón kr. — til að standast þau bágindi, sem af dýrtíðinni geta hlot-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.