Ísafold - 01.09.1915, Qupperneq 4
4
ISAFOLD
ist og varna því, að landssjóður
-verði fjárþrota.
Afnám korntolls.
Á vörntollslögunum vill G. Björns-
son gera þessa breytingu:
1. gr. Orðið »kornvöruumc i i.
gr. i. töluíið falli burtu.
Upphaf 2. málsgreinar i sömu
grein orðist þannig:
tJndanþegnar gjaldi þessu eru
kornvörur og þær vörur, sem sér-
staklega er lagður tollur á.
2. gr. Lög þessi öðlast gildi
|>egar i stað.
Dýrtíðar-tekjuskattur.
Þetta frumvarp flytur Bjarni Jóns-
son frá Vogi:
1. gr. Hver sá maður, sem hefir
meiri hreinar tekjur, en 3000 kr.,
skal gjalda dýrtíðarskatt af þeim
tekjum, sem hann hefir fram yfir
þá upphæð.
2. gr. Af fyrstu hálfri þtisund
króna fram yfir þrjár skal gjalda 10 %.
Af fyrstu heilli þdsund fram yfir
þrjár 15%. Af annari heilli þúsund
fram yfir þrjár 20%. Af þriðju
heilli þúsund fram yfir þrjár 25%.
Af fjórðu heilli þúsund fram yfir
þrjár SS%- Af hverri heilli þúsund
þar yfir 45%.
3. gr. Hreinar tekjur teljast laun
starfsmanna og tekjur af fyrirtækjnm
að frádregnum kostnaði. Framfærslu-
kostnaður heimilisins verður ekki
dreginn frá.
4. gr. Lög þessi ganga þegar í
gildi og standa til næsta þings.
Erl. simfregnir
frá fréttarit. ísafoldar og Morgunb.
Khöfn, 27. ág.
Síra Arboe Rasmussen hefir
verið dæmdur frá embætti sínu.
Þjóðverjar hafa sett Búlgaríu
tvo kosti (»ultimatum«).
Þjóðverjar og Austurríkismenn
hafa tekið Brest-Litowski.
Floti bandamanna, fjörutíu skip,
hefir skotið á Zeebriigge.
Serbía. 'hefir tjáð sig fúsa til
þess að láta lönd af höndum við
Búlgariu.
Álitið er að Bandaríkin ætli
að kalla heim sendiherra sinn í
Þýzkalandi.
61
Nærsveitamenn
eru vinsamlega beðnir að vitja
Isafoldar í afgreiðsluna, þegar
þeir eru á ferð í bænum, einkum
Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem
flytja mjólk til bæjarins daglega
Afgreiðslan opin á hverjum virkum
degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á
kvöldin.
Fjðlgun ráðherra.
Nefndin, sem um það mál hefir
fjallað hefir sent frá sér svolátandi
nefndarálit;
Nefnd sú, er háttvirt neðri deild
alþingis skipaði í þetta mál, lítur
svo á, sem mjög mikið mæli með
þvi, að ráðherrum verði fjölgað. Ráð-
herrastörfin eru afar-margbrotin, og
það er óneitanlega til mikils ætlast
af ráðherra, að hann kynni sér þau
öll vel og leysi þau öll vel af hendi,
auk þess sem það getur að minsta
kosti verið álitamál, hvort ekki er
of mikið vald lagt í hendur einum
manni með þvi fyrirkomulagi, sem
nú er.
Að hinu leytinu verður þvi ekki
neitað, að töluverðrar mótspyrnu
hefir orðið vart í landinu gegn fjölg-
un ráðherra. Ef til vill stafar sú
mótspyrna af þvi, að litið kapp hefir
verið á það lagt að koma alþýðu
manna í skilning um verulega nauð-
syn á breytingunni. Margir munu
líka líta svo á, fyrir ýmsra hluta
sakir, sem ráðherrar ættu fremur að
vera 3 en 2, ef til er breytt i ann-
að borð.
Þar sem nú
1. málið horfir svo við, sem þegar
hefir verið tekið fram, að
töluvert ern skiftar skoðanir um,
hvort breyta eigi til i þessu efni,
og kverniq þá ætti að breyta til,
og þar sem
2. stjórnin hefir fasta þingnefnd sér
til aðstoðar í mikilvægum vanda-
málum, svo að þörfin á ráðherra-
fjölguninni er væntanlega ekki
brýnni nú en hún hefir verið
síðustu ár, og þar sem
3. kosningar verða að faia fram fýr-
ir næsta þing, og þetta mál að
sjá'fsögðu verðúr rætt og skýrt
fyrir þjóðinni á undan kosning-
unum
þá virðist nefndinni réttast að ráða
til þess, að frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 17, 3.. okt.
62
1903 um aðra skipun á æðstu um-
boðsstjórn íslands verði ekki gert að
lögum á þessu þingi, og ræður því
þinginu til þess að samþykkja eitir-
farandi rökstudda dagskrá:
í þvi trausti að stjórn og kjósendur
athugi nánar til næsta þings, hvort
ekki sé réttara að ráðherrar verði
3, tekur deildin fyiir næsta mál
á dagskránni.
Sigurður Gunnarsson, H. 'Hafstein.
Stefán Stefánsson Eyf.,
Skúli Thoroddsen, Sig. Eggerz,
með fyrirvara.
Verkuö skata og þorskhöfuð,
steinbitur, heilagfiski og keila, til
sölu á Lindargötu 14.
Blómlaukar.
Stórt úrval af blómlaukum hefi eg
til sölu um miðjan september, hýa-
sintur, túlipana, marglit, páska- og
hvitasunnuliljur. Menn úti úm land
eru beðnir að senda pantanir sem
allra fyrst. Bæjarmönnum, sem vilja
láta setja niður í grafreiti og blómstur-
beð, tilkynnist, að það verður að eins
annast um það frá 15.—20. sept-
ember.
Öllum bezt að kaupa sem fyrst,
blómin þroskast þvi fyr sem þau
eru fyr sett niður.
Gnðný Ottesen, Klapparstíg \ B.
P. O. B. 422, sími 422.
Þrátt fyrir verðhækkun á efni
selur Eyv. Árnason
lang ódýrastar, vandaðastar
og fegurstar
Líkkistur.
Lítið á birgðir minar og sjáið mis-
muninn áður en þér festið kaup
annarsstaðar.
Bími 44.
Auglýsing.
Þeir, sem á sinum tima lögðu fé inn i verzlun okkar Ólafs heitins
Árnasonar á Stokkseyri (lánuðu Ólafi) og kölluðu »axíur«, eru beðnir að
snúa sér til skiftaráðandans í Arnessýslu, sem nú er hr. cand. jur. Eirikur
Einarsson, Eyrarbakka, vegna endurgreiðslu á þessu fé, en ekki til mín
að svo stöddu. En sjá skal eg um, ef eg má ráða, að hver fái sitt, en
ekki einum eyri meira eða minna. ,
í sambandi við þetta vil eg geta þess, að fáeinir menn vilja hrifsa
undir sig eignir mínar og barna minna, mun það ekki ganga svo greitt,
og í sambandi við það læt eg með fylgja vitnisburð sýslubóka Arnessýslu,
sem sýnir, að verzlun okkar Ólafs heitins var aldrei seld, enda hefi eg
ekki fengið eyris virði fyrir hana enn í dag : •
»Hvorki í kaup og veðbókum Arnessýslu né í skjalasafni sýslunnar
finnast nein skjöl viðvíkjandi sölu eða afhendingu á verzlunum eða öðrum
eignum félagsbús hjónanna Ólafs kaupmanns Ámasonar og frú Margrétar
Arnason til kaupfélagsins Ingólfur eða annara.
Skrifstofa Arnessýslu 11. október 1913.
Sigurður Ólafsson*.
Að framanritað sé rétt eftirrit af mér sýndu frumriti, vottast hér með
notarialiter eftir nákvæman samanburð.
Notarialskrifstofa Reykjavíkur 27. jan. 1915.
Oddur Hermannsson.
Gjald: 30—fimmtíu —
aurar. Greitt.
O. H.
Reykjavík 21. ágúst 1915-
Margrét Arnason.
Alvana-Vindlar
eru óefað beztir.
Umboðsmaður fyrir ísland
R. P. Leví.
I»orst. Þorsteinsson
yfirdómslögm. Miðstrati 4 uppi.
Heima kl. 2—3 og 7—8. Sími 315.
Haustull og gærur
kaupir
jVerzl. VON, Laugavegi 55,
hæsta verði.
Aggerbecks Irissápa
er óvi^iafnanlejfa *ó& íyrir húMna. DppAhald
allra kvenca. Bezta barnasápa. kanp-
menn yh&r nm hana.
63
Minningarritið
um Björn Jónsson, fyrra bindi með mörgum myndum, er komið út og
fæst i bókaverzlunum. Verð: 1.50.
64
65
.Heyrðu nú!« svaraði hann með
djöfullegu háði. »Eg þekki tilhneig-
ingar henuar af eigin reynslua.
»|>ví lýgur þú, þorparinn þÍDn!«
hrópaði eg öskuvondur. »f>ú ert blygð-
unarlaus lygari!«
Schwabrín varð litverpur.
»f>ú skalt bera ábyrgð á þessum
orðum«, sagði haun og kreisti hönd
mína. »Eg mun einhvern veginn
reyna að ná mér niðri á þér«.
»Eg ér reiðubúinn hvenær sem þú
vilt«, sagði eg hróðugur, mér fanst
þá í svipinn að eg muni hafa getað
tætt hann sundur lim fyrir lim.
Eg gekk undir eins til Ivans Ignat-
isch og hitti hann við sauma sína.
Hann átti að fara að raða niður æti-
sveppum eftir skipun frúarinnar, og
átti að þurka þá um veturinn.
»Ert það þú, Pétur Andrejitsch«,
kallaði hann til mfn. »Velkominn!
Hvað er þér á höndum, með leyfi að
spyrja ?«
Eg skýrði honum í fáum orðum
frá deilu minni við Schwabrín og bað
hann að vera einvígisvott minn.
Ivan Ignatisch hlustaði á mig
gaumgæfilega og horfði einbeittlega á
mig með heilbrigða auganu.
Alexander Puschkin: Pétur og María.
»Nú-jæja!« sagði hann. »f>ú ætlar
að ráða Schwabrin af dögum og ósk
ar þess, að eg sé þar viðstaddur sem
vitni. Er ekki svo, má eg spyrja?«
»Jú einmitt það!«
»En í guðanna bænum.Pétur Andrej-
itsch, hvernig getur yður komið slíkt
til hugar? f>ér hafið lent í rifrildi
við Schwabrín. Er það svo dæma-
laust? — HaDn hefir móðgað yður
og þér hafið móðgað hann aftur á
móti. Hann gefur yður á hann og
þér réttið honum löðrung í staðinn
— einn eða tvo — og farið svo yð-
ar leið. Við skulum jafna þetta með
ykkur. En er það rétt, má eg spyrja,
að vega meðbróður sinn fyrir þær
sakir? — Nú, það væri svo sem ekki
skaðinn skeður ef þér væruð þá viss
um að stúta houum; mér er ekkert
hlýtt til þess náunga. En setjum nú
svo, að hann ræki yður f gegn —
hvað tekur þá við ? Hver verður þá
undir má eg spyrja?«
f>essi hugvekja lautinautsins hafði
enginn áhrif á mig. Eg var fastráð-
inn í því sem eg ætlaði mér.
»Nú, fyrst þér viljið þetta endi-
Iega«, sagði Ivan Ignatisch, »þá er
bezt, að þér farið því fram, sem þér
getið ekki látið ógert. — En hverB
vegna á eg að vera vottur að þessu ?
Hvaða gagn er að því? — Er það
svo dæmalauat eða svo fáheyrt að
tveir menn berjist, með leyfi að spyrja?
— Eg hefi sjálfur lumbrað bæði
á Tyrkjum og Svfum og mér finst
engin ósköp koma til þess«.
Eg reyndi að útlista fyrir Ivan
Ignatisch svo vel sem mér var mögu-
legt, hvaða ktarf hvíldi á einvígisvott-
inum, en það var allseDdis ómögu-
lðgt að koma honum f skilnmg um
það.
»Jæja, hafið þér það eins og þér
viljið«, sagði hann. »En ef eg á anu-
að borð færi að skifta mér nokkuð
af þessu, þá muudi eg liklega finna
Ivan Kúsmitsch og segja honum
þjónustusamlega frá því, að einhver
hér í kastalanum gengi með glæp-
samleg beilabrot, sem kæmn í bága
við herþjónustuna, og svo mundi eg
biðja þöfuðsmanninn að gera nauð-
synlegar ráðstafanir til þess að---«
Mér fór nú ekki að verða um sel
og bað því Ivan Ignatisch að hafa
ekki orð á þessu við höfuðsmanninn.
f>að ætlaði ekki að ganga greitt að
fá hann til þess. Eftir langa mæðu
lofaði hann raér þögn sinni og hrað -
aði eg mér svo burtu.
Vanalega eyddi eg kvöldstundum
mfnum heima hjá höfuðsmanninum
og gerði eg mér upp glaðværð og lék
á alis oddi til þess að komast hjá
óþægilegum spurningum, en eg verð
að kannast við það, að það var langt
frá því, að eg væri eins rólegur eins
og þeir gjarnast stæra sig af, sem
eins stendur á fyrir., Mér hætti við
að vera klökkur og viðkvæmur þetta
kvöld og leizt betur á Maríu Iwan-
ównu en nokkru sinni áður, bvo að
hún kom mér næstum til að vikna
þegar eg hugsaði til þess, að nú sæi
eg hana ef til vildi i hinzta sinni.
Schwabrfn var þarna líka. Eg vék
honum afsíðis og sagði honum frá
viðræðum okkar Ivans.
»TiI hvbrs eigum við að vera að
hafa einvígisvotta ?«sagði hann kulda-
lega. »Við getum vel verið án þeirra«.
Okkur kom saman um að heyja
einvígið bak við heystakkana rétt hjá
kastalanum og hittast þar klukkau
sjö morguninn eftir. Við töluðum
svo vinalega saman til að sjá, að
Ivan Ignatisch var næstum því far-
iun að samfagna okkur.
»Svona á það að vera«, sagði hann
við mig mjög ánægjulegur. »tíetri er
lakur friður en bardagi og illindi. f>ó
bann sé ekki viðhafnarlegur, þá er
bann samt bollarii.
»Hvað eruð þér að segja, Ivan
Ignatisch?* spurði frúin, er sat úti f
horni og var að fletta spilum. »Eg
heyrði það ekki vel«.
f>egar Ivan Ignatisch varð þess var
að mér gramdist þetta, mintist bann
loforðs síns. f>að kom fát á hann,
svo að hann vissi varla hverju hanu
ætti að svara, en Schwabrín hljóp
undir bagga með honum.
»Ivan Ignatisch fellst alveg á sætt
okkart, Bagði hann.
*Sætt ykkar? Hefir yður þá sinn-
ast við nokkurn, Ijúfurinn minn?«
»Ójá okkur Pétri Andrejitsdh varð
talsvert sundurorða*.
»Og um hvað?«
»Og það var nú ekkí neitt merki-
legt Wassilissa Jegórówna. f>að var
út af vísu«.
»Víbu ? Ja, hvað er tarna! f>að
var þá þrætu-efnið. En hvernig at-
vikaðist þetta?«
»f>að atvikaðist þannig, að Pótur
Andrejitsch var að syngja fyrir mig