Ísafold - 25.09.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.09.1915, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar i viku. Verð árg. 4 kr., orlendis 5 kr. eða l1/, dollar; borg- ist fvrir miðjan jili erlendis fyrirfram. Lansasala 5 a. eint. L Upp3ögn (skrifl.) buudin við áramót, er ógild nema kom- in 8Ó til ótgefanda fyrir 1. oktbr. og só kanpandi skuld- laus viö blaðið. XLII. árg. Reykjavík, laugardaginn 25. september 1915. 74. tölublað AlþýÐafél.bóbaaafn Templaras. 8 bl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin yirka daga 11-8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og ■ lalandsbanki opinn 10—4. K F.U.M. Le8trar-og skrifstofa 8árd.—10 Alm. fnndir fid. og sd. 81/* síbd. Landakotskirkja. öubsþj. 9 og 6 á liel>' m Landakotsspitalí f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Lancl8bókasafn 12—3 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfél&gsskrifstofan opin frá 2 Landgfóhirbir 10—2 og 6—6. Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 32-2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—19 og 4—7. Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnnd. Pósthúsib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. VifilstabahæliÓ. Heimsóknartími 12—1 Þjóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2 i : H. Andersen & Sön klæðaverzlun, Aðalstræti 16. Sími 32. Stofnsett 1888. ÞAR ERU FÖTIN SAUMUÐ FLEST, ÞAR ERU FATAEFNIN BEZT. 3 r JT'JT S Jf JT I TL ’2l H 2L W I m THiniU W JT JT F. t»orst. Þorsteinsson yfirdómslögm. Miðstrati 4 uppi. Heima kl. 2—3 og 7—8. Sími 515. Þegnskylduvinna. Á þingi í sumar var svofeld þingsálylctunartiUaga samþykt í báðum deildum alþingis: »Alþingi sJcorar á landsstjórn- ina að láta fara fram atkvæða- greiðslu allra kosningabœrra manna i landinu um pað, hvort lögbjóða skuli skylduvinnu fyrir ^allaJieilbrigða karlmenn við verk í þarfir Jiins opinbera, einJiverntima á aldrinum 17—25 ára, aJt að þriggja mánaða tlma í eitt skifti. Atkvæðagreiðsla þessi sé leyni- leg og fari fram samJiliða nœstu almennum kosningum«. Með þessari tillögu er hin gamla hugmynd Hermanns Jónas- sonar rithöf. um þegnskyJdu- vinnu loks lögð fyrir þjóðina á þinglegan hátt. Til þess að gera grein fyrir þegnskyldu hugmyndunum birtum vér hér nefndarálit MattJiíasar Ólafssonar, sem var aðal-fram- sögumaður og frömuður þegn- skyldu-hugmyndarinnar á síðasta, þingi: Við viljum nú nota tækifærið til að fara nokkrum orðum um sögu málsins, frá þvi það fyrst kom fram á þingi 1903 og til þessa dags. Þegar fréttin um þingsályktunartillögu Hermanns Jónassonar barst út um land, skiftust menn þegar í tvo flokka, og líkt mun hafa verið á þingi. Eigi er auðvelt að sjá, hvern hug þingmenn yíirleitt hafa borið til málsins, því auk flutningsmanns talaði enginn annar í málinu en Þórhallur biskup Bjarnarson, og var hann málinu mjög fylgjandi, enda er hann einn af víðsýnni mönnum þessarar þjóðar 0g alls eigi hræddur við nýjar hugsjónir, sem þó er svo mjög algengt hjá oss og er arfur frá eymdaröldum lands vors. Það var óheppilegt fyrir mál- efnið, að það kom svo seint fram á þingi 1903. Þingmönnum hætt- ir um of við því, að missa áhuga á þjóðmálefnum þegar langt er liðið á þingtímann. Gerast þá flestir heimfúsir, og hafa hugann meir en góðu hófi gegnir við bú sín og heimili. Þingmenn munu hafa hugsað sem svo, að bezt væri að hafa sem fæst orð um málið, til þess að það tæki sem minstan tíma. Þögn þingmanna um málið getur uaumast skilist á annan veg. Þingsályktunartillagan 1903 var stíluð frá Alþingi og átti því að ganga gegnum báðar deildir þings- ins, ef landsstjórnin átti að taka tillit til hennar. Tillagan var samþykt i neðri deild með 13 :1 atkvæði, en af þingskjölunum verður eigi séð, að hún hafi ver- ið tekin á dagskrá í efri deild, annars er það einkennilegt, að af 24 mönnum, sem þá áttu sæti í neðri deild, greiða að eins 14 atkvæði um slíka tillögu. Þetta sannar tvent: fyrst það, er við sögðum rétt áður um áhugaleysi þingmanna undir þinglokin, og annað það, að menn hafa eigi haft djörfung til að greiða atkv. gegn tillögunni. Eitthvert hættulegasta vopn gegn hverju góðu málefni er áhugaleysið. Bein og harðsnúin mótstaða er ekki nándar nærri eins hættuleg og hefir auk þess þann mikla kost, að málin skýr- ast í meðferðinni og vekja því meiri athygli og umtal. En það er hverju góðu máli holt, að um það sé talað og sem víðast. Úti um land skiftust menn í tvo flokka um þetta mál, svo sem fyr er sagt. Mótbárur þeirra, er andstæðir voru málinu, voru hinar sömu og meiri, hluta nefnd- arinnar nú hér á þingi. Málið, sögðu þeir, væri að vísu fögur hugsjón, en hún væri óframkvæm- anleg; öll skilyrði vantaði til þess að hún kæmi að gagni. Meðal annars vantaði verkstjóra, sem færir væri um að stjórna. En aðrir leituðust við að gera málið tortryggilegt með því að jafna því við herskyldu manna i út- löndum. Gerðu slíkir menu all- mikið úr skatti þeim, er þetta legði á þjóðina og um möguleika þess til að glæða sanna þjóð- rækni fóru þeir háðslegum orð- um. Jafnvel þeir, er öðlast höfðu hagmælsku að vöggugjöf, en eigi að því skapi víðsýni, notuðu hag- mælskuna til að henda gaman að hugmyndinni. Þannig kvað einn hagyrðingur Norðanlands um þegnskylduhugmyndina þessa al- kunnu vísu: »0, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt, mætti’ hann vera’ í mánuð þræll og moka skit fyrir ekki neitt«. Vísa þessi hefir nú um mörg ár verið aðalröksemdalind allra andstæðinga þegnskylduhugmynd- arinnar. Allir heilvita menn sjá, hve mikil rök í henni felast. Heyrt höfum við, að einn maður, sem talsvert ber á í þjóðfélagi voru um þessar mundir, hafi átt að segja, þegar rætt var um þegn- skylduna, nú fyrir skemstu, að íslendingar væru frjálsbornir menn, hefðu aldrei verið þrælar 0g skyldu aldrei verða þrælar. Þessi og þvílík hafa verið rök andstæðinga málsins. Þeir, sem málinu voru hlyntir, álitu að vísu margir, að tillaga Hermanns Jónassonar væri eigi allskostar heppileg, en allir við- urkendu þeir, að hugmyndin væri eigi að eins fögur, heldur og vel framkvæmanleg, og þeir töldu og telja enn, að þá fyrst geti menn farið að vænta hér verulegra framfara, þegar þegnskylduvinn- an sé komin á, með góðu fyrir- komulagi. Þeira er það ljóst, að eins og stendur, höfum vér ekki verkstjóra, sem færir sé um að stjórna 0g leiðbeina, en þeir trúa því statt og stöðugt, að vér get- um fengið þá, ef vér sendum unga og efnilega vel mentaða menn til útlanda til að læra þar verkstjórn. Það er heldur ekki auðvelt að sjá, á hvern hátt þeir muni geta trúað á framför þessa þjóðfélags, sem eigi geta trúað því, að efnilegir menn lands vors geti lært verkstjórn svo í lagi sé. Að þetta kosti nokkuð fé í fyrstu, er auðvitað rétt. En til hvers skyldi þá fé kosta, ef eigi til þess að ráða bót á þvi, sem oss er mest áfátt í, svo sem verk- lægni, verkstjórn, aga og stund- vísi ? Fyrstu árín, eftir að mál þetta kom fram á þingi, var talsvert mikið um það rætt, með og móti og í mörgum sveitum var það borið upp á flestum fundum, er höfðu þjóðmál til meðferðar. Ovíða mun þó meiri hlutinn hafa verið því fylgjandi, en það höf- um við fyrir satt, að flestir hinna beztu manna í hverju bygðarlagi hafi frá byrjun léð því fylgi sitt, þótt þá greindi áí ýmsu um til- högun framkvæmdanna. Einn var sá galli á tillögu Hermanns Jónassonar, sem fylgismönnum máMns geðjaðist ekki að, og hann var sá, að ráð var gert fyrir því, að menn gætu komist hjá þegn- skylduvinnunni, ef þeir að eins legðu fram fullgildan mann i sinn stað. Þetta þótti mönnum sem orðið gæti til þess, að synir höfð- ingja og ríkismanna skyti sér undan vinnunni og keyptu menn í sinn stað, og myndi því draga úr hinni demokratisku þýðingu málsins. Þótti sem hún mundi leiða til góðs, ef eigi væri úr henni dregið með þessu ákvæði. Álitu flestir, að aðeins vottorð um vanheilsu mætti veita undanþágu. Eftir því sem lengra leið frá því að mál þetta kom frarn á þingi, hljóðnaði yfir því, en í all- flestum sveitum landsins munu þó hafa verið fleiri eða færri menn, er héldu þvi vakandi. Þegar Hermann Jónasson ritaði hina ágætu ritgjörð sínaumþegnskyldu- vinnu í »Andvara« 1908, lifnaði yfir málinu af nýju og síáan má segja, að því hafi aukist fylgi með hverju ári. Þegar Norðurálfuófriðurinn hófst og allir vamarskyldir menn voru kallaðir undir merki hinna ýmsu landa, og þúsundir sjálfboða streymdu á vígstöðvarnar til að fórna lífi sínu fyrir sanna og ímyndaða hagsmuni ætt jarðar sinn- ar, þá tóku ungu mennirnir hér heima einnig fjörkipp og hugur þeirra snerist þá að sjálfsögðu að þessari vanræktu hugmynd. Þeim varð það ljóst, að slík fórnfýsi, sem, því miður, í ófriðarlöndun- um leiðir af sér svo mikið böl, að naumast verður með orðum lýst, gæti hjá oss orðið til ævar- andi blessunar fyrir land og lýð. Vér Islendingar eigum því láni að fagna, að vér erum ekki hern- aðarþjóð, og þurfum ekki að fórna fé voru og lífi til manndrápa og blóðsúthellinga. En samt eigum vér óvini, þar sem er óblíð veð- urátta, og þó ekki hvað sízt vorir eigin þjóðbrestir, sem oss eru verri en hafís, eldgos og land- skjálftar. Móti þessum óvinum þurfum vér að hefjast handa, og því fyr sem það verk er byrjað, því Detra. Að visu væri það fegurst, að þessi barátta væri hafin af sjálf- boðum einum. En þeir, semþekkja hugsunarhátt hinnar íslenzku þjóð- ar, munu vart búast við, að málið komist nokkru sinni í framkvæmd án afskifta landsstjórnarinnar og mundi aldrei ná nauðsynlegri festu án íhlutunar löggjafarvalds- ins. Þetta hefir þeim, sem nú bera málið mest fyrir brjósti, ver- ið ljóst. Málgagn Ungmennafélaga ís- lands, »Skinfaxi«, hefir hin síðustu misseri flutt ritgerðir um málið og að tilhlutun Ungmennafélaga íslands hafa verið fluttir fyrir- lestrar um það. Félag nemenda hins almenna mentaskóla hefir og tekið mál þetta upp á stefnuskrá sína og fyrir tilmæli þess félags er það nú borið fram á þingi. Sagt er, að ungmennafélög landsins, að minsta kosti þau, sem eru í sam- bandi, sé öll málinu fylgjandi, enda hefir starfsemi ýmsra þeirra gengið í lika átt, þótt lítið hafi áunnist, sem eigi var heldur við að búast, þar sem bæði skorti fjárhagslega stoð og leiðbeiningu. Norður í Svarfaðardal hefir eitt slíkt félag af frjálsum vilja lagt alllangan akvegarspotta og ætlar að halda áfram þar til verkinu er lokið. Hefir það félag fengið einhvern lítilfjörlegan styrk af landsfé. Þannig er þá þessu máli nú komið. Eru nú miklar líkur til að löggjöf um þetta efni yrði öll- um fjölda landsmanna kærkomin. En þó álítum við, allra hluta vegna, réttast að bera málið und- ir atkvæði þjóðarinnar áður en lög eru sett um það, eða ráðstaf- anirgerðar til undirbúnings. Skyldi svo ótrúlega takast til- að meiri hluti atkvæða yrði því mótfall- inn, þá væri það sönnun þess, að þjóðin er ekki enn þroskuð svo, að hún skilji hina miklu þýð- ingu málsins, bæði sem uppeldis- og menningarmeðal, og væri þá við það að una að svo stöddu máli. En skyldi svo fara, sem við væntum, að meiri hlutinn vildi sinna málinu, þá væri tími til að fara að undirbúa það af hálfu land8stjórnar 0g þings. Við viljum nú í fám orðum geta hinna helztu kosta, er við teljum þegnskylduvinnunni til gildis, og hið fáa, sem af nokkru viti er hægt að færa gegn henni. Því verður naumast neitað með gildum rökum, að ungir menn munáli geta á tiltölulega stuttum tíma lært hlýðni og stundvísi og er oss Islendingum þó í fáu eins áfátt. Þá mundi og auðvelt að leiðbeina þeim i háttprýði og þrifn- aði og það því fremur, sem vér erum þannig að náttúrufari, þótt nokkuð skorti á að vel sé. Verk- lægni yrði að likindum það, sem erfiðast yrði viðfangs og mundi taka mestan tíma að innræta mönnum. En það liggur í aug- um uppi, að ef sá tírni, sem fyrst væri byrjað með, yrði of stuttur, þá yrði að lengja hann þar til sæmilegt gagn yrði að. Nú er það á hvers manns vit- orði, að á næstu árum þurfum vér Islendingar að leggja út í stór fyrirtæki, svo sem hafna- byggingar, brúabyggingar, vega- lagningar 0g ef til vill járnbraut- arlagningar. Til þessa alls þurf- um vér mikinn mannafla. Gætum vér nú sparað landssjóði mikinn liluta vinnulauna við þessi stór- virki, þá mundi að minsta kosti eigi þurfa að leggja nýja skatta á þjóðina til að koma þeim í framkvæmd. Þjóðin eignaðist á sama tíma áhugasama borgara, sem lagt hefði niður ýmsa þá meinlegu bresti, sem þjóðin nú hefir, einungis með því, að hver einstaklingur verði sárlitlum hluta æfi sinnar i þarfir landsins ókeyp- is. Hugsunarháttur allrar þjóð- arinnar yrði innan fárra áratuga breyttur til hins betra. Tortrygn- in, öfundin, einræningsskapurinn, félagslyndisleysið, áhugaleysið, óstundvísin og með henni ýms óreiða í orðum og gjörðum mundi væntanlega með öllu hverfa. Agaleysið færi í sömu gröfina og á moldum þessara bresta og lasta munu vaxa: áhugi, hlýðni, hátt- prýði, atorka, félagslyndi, þrifn- aður, stundvísi og áreiðanleiki í orðum og viðskiftum. Og á sama tíma yrði landið betra og byggi- legra. Ást manna á landinu myndi aukast og fórnfýsi fyrir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.