Ísafold - 30.10.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.10.1915, Blaðsíða 2
2 IS A FO L D Þarf maður, sem er að drukna og sér björgunarhring fljóta við hliðina á sér, að hafa lært það bóklega hvernig hann eigi að rétta út hend- ina og grípa hringinn? Hr. P. H. er mér sammila um smákipaprófin, en telur það þó á- mælisvert, ef slikt eigi sér stað, að menn nái prófi með lélegri frammistöðn á einum stað en öðr- um, og svo bætir hr. P. H. við. »En hvers vegna er þetta ekki gert opinbert?* Veit ekki hr. P. H. að það er nokkuð til sem heitir opinbert leyndarmál. Það er »opinbert leyndarmál«, að menn hafa oft farið mllli landa síð- astliðið sumar með smáskipapróf og engan annan lærdóm, og ætti hr. P. FI. að vera það kunnugt, þar sem hann heíir athugað segul- skekkju á flestum þeim skipum, sem komið hafa ný frá útlöndum. Það er líka »opinbert leyndar- mál<, að menn hafa fært íslenzk skip milli landa síðastliðið sumar, án þess að hafa nokkurt próf. Það er líka »opinbert leyndarmáU, að unglingar taka próf við stýri- mannaskólann í Rvík að vorinu, en eru orðnir skipstjórar á Norðurlandi eftir 2—3 mánuði. Annars fór það vel að hr. P. H. byrjaði að tala um »leppmenskuna«, því það sýnir að hún er honum ekki ókunn, enda er efamál hvort nokkursstaðar í heim- inum er gert meira að þvl en hér á landi, og það einmitt í sjómálum vorum, og er það afleiðing þess hve létt mönnum hefir verið gert með að ná i skipstjóra og stýrimanna- skírteini, að aðeins lítill hluti þeirra manna, sem hafa haft slik skírteini, hafa fengið ástæður til að nota þau, hinir hafa orðið fegnir að selja þenn- an rétt sinn, vanalega litlu verði í hendur annara manna, og jafnframt hefir sú skoðun verið ríkjandi hjá fjölda manna hér á landi, að bók- legur sjófræðislærdómur væri þýð- ingarlaus hégómi, og lögin um at- vinnu við siglingar því ekkert ann- að en pappírslög, sem sjálfsagt væri að fara' 1 kring um hvenær sem tækifæri gæfist. Þeir, sem þessari skoðun hafa haldið fram, hafa altaf getað bent á fleiri ólærða skipstjóra lifandi eða dauða, sem hafa verið sannir fyrirmyndarmenn í sinni stöða og stéttinni til mikillar upp- byggingar, en hve rökstudd þessi skoðun er, ætla eg að láta þá dæma um, sem þekkingu hafa á slíkum málum. En því merkilegra er, að hr. P. H., sá maðurinn, sem sjóferðamál vor hefir svo að segja eingöngu á hendi sinni, skuli vera fylgjandi þessari kenningu, sbr. hans eigin orð : »að á öllum okkar botnvörpu- skipum eru aðeins þrír skipstjórar, sem hafa tekið meira prófið<, en þá hefði hr. P. H. átt að bæta við, til að segja allan sannleikann: »og sumir jafnvel ekkert próf«. Hr. P. H. segir, að mér mundi hafa þótt það óþægiiegt, ef að eg hefði haft rétt til að færa 8o—90 lesta skip í innanlandssiglingu, en verið svo meinað að færa það í ut- anlandssiglingu, en þá kemur að því, sem eg segi, að heil stétt manna er »sett niður« í hagsmuna- skyni fyrir einstaka menn. En svo bætir hr. P. H. við, að eg mundi heldur hafa kosið að læra lítið eitt meira, og fá svo rétt til að færa skip mitt hvert sem eg vildi. En um hvað er verið að ræða ? Ekki um að draga úr skilyrðunum þangaö til þau eru komin í sam- ræmi við það, sem menn kjósa að læra minna, heldur að heirnta að einstaklinqarnir uppfylli kröfur þær, sem nauðsynlegt er að þjóðfélagið geri til tryggingar siglingunum, og fari svo, sem llklega verður bráð- um, að stofnaður verði innlendur ábyrgðarsjóður fyrir stærri skip, þá ætti hann ekki að verða ótryggari, ef að strangar kröfur eru gerðar til þeirra, sem eiga að færa skipin, en eigi eingöngu að fara eftir pœgindum einstaklinganna, þá verður auðvitað næsta sporið að færa [skilyrðin nið- ur í smáskipaprófið, því þeim mönn- um, sem þau hafa, þykir auðvitað bráoum óþægilegt að mega ekki færa stærri skip eða að færa skip i innanlandssiglingar, og svo koma þeir auðvitað næst með kröfur sín- ar, sem hafa rétt til að færa skip undir 12 lestum. Með þessu sama öjugstreymi í sjó- málum vorum, sem nú er að mynd- ast, getum við bráðum losað landið við þann kostnað sem stýrimanna- skólinn bakar þvi, og fengið »Gull- öldina« til baka aftur »með skraut- búin skip fyrir landi« o. s. frv. og ólærða menn innan borðs. Hr. P. H. óttast mjög að sjóúr geti ekki gengið rétt á botnvörpung- um sökum þess að þeir hafi svo »hvikar hreyfingar», en eg hygg að íslenzkir botnvörpungar hafi ekki »hvikari hreyfingar« en t. d. þýzkir botnvörpungai, sem margir hafa sjó- úr, og myndu þeir ekki hafa þau ef að þau kæmu ekki að tilætluðum notum. Með tölu sjóúranna, að þau þurfi að vera að minsta kosti þrjú er því að svara, að »Gullfoss« og liklega öll þau farþegaskip, sem ganga hér við land hafa að eins eitt sjóúr, svo það ætti þá alveg eins að vera nægilegt fyrir botnvörpunga, og enn fremur eru botnvörpungarnir mikið af timanum svo nálægt landi, að þeir eiga hægra en mörg önnur skip með að athuga gang sjóúrsins. Þar að auki fara flestir þeirra síðast út frá Rvfk, þegar þeir fara til útlanda og geta því alt af fengið rétta stöðu þar. En svo skal eg benda hr. P. H. á atvik, sem honum hlýtur að vera kunnugt. Um hina marg umræddu hafnarumsjónarmanns stöðu í Rvík sækja fjórir menn, þrír skipstjórar og einn trésmiður. Nú var það eftir hlutarins eðli sjálfsagt að einhverjum skipstjórannara væri veitt staðan, þvi þeir áttu að vera þar öðrum færari. En hvað verður? Skipstjórarnir eru allir hundsaðir, en trésmiðnum er veitt staðan. Þetta er ekki eins dæmi, heldur eru það nærri daglegir viðburðir að sjómenn vorir eru settir hjá nærri því í hvert skifti, sem þeir sækja um stöðu út fyrir verkahring sinn, og mótbáran er alt af sú sama, þekkingarleysi og fáfræði sjómann- anna, þeir virðast vera skoðaðir út á við sem mentunarlaus flokkur manna, sem ekkert geti nema dregið fisk úr sjó. Skipstjórarnir hér sunnanlands hafa nú auðvitað margir' mótmælt opin- berlega þessari veitingu hafnarum- sjónarmannsstarfsins, en óhægt er fyrir þá stétt manna að krefjast fylsta réttar, sem ekki gerir nema sem minstar kröfur að hægt er að kom- ast af með til meðlima sinna. Hr. P. H. vitnar í aðrar þjóðir, að þær geri svo mikið minni kröfur til sinna fiskiskipa skipstjóra, heldur en til skipstjóra á fiutningaskipum. En því er að svara. í fyrsts lagi: Hvað kemur okkur við hvað aðrar þjóðir gera í þeim málum? ”Það getur aldrei verið skoðað sem nein skömm fyrir okk- ur, þó að við ættum hæfari fiski- menn en þær eiga. í öðru lagi: Við þurfum að hafa færari menn á okkar fiskiveiðagufu- skipum, en nokkur önnur þjóð, með- an fyrirkomulagið er eins og það er, eða hefir verið, þar sem skipin okkar hafa annan tlmann farið til Englands, hinn tímann til Þýzkalands eða til einhverra Norðurlandanna og skipstjórarnir verða oft að gera þýð- ingarmikla samninga við útlenda við- skiftamenn á þeirra máli, auk þess sem þeir þurfa að sjá um viðgerð á skipum sínum og innkaup á því er til útvegsins heyrir, og tala altaf mál þess lands, sem þeir eru staddir í þá. Þetta er meira en nokkur af nágrannaþjóðunum getur falið sín- um fiskimönnum á hendur, en það er afleiðing þess, að við erum fá- menn og afskekt þjóð, sem þarf svo mikið að vera upp á nágrannaþjóð- irnar komin, og þurfum því að haga kröfunum til fiskimanna vorra sem í utanlandssiglingar eiga að fara eftir því. í þriðja lagi: Við höfum miklu færari menn til að setja á okkar fiskiskip, en nokkur önnur þjóð, og stafar það af þvi, að atvinnugreinar hjá okkur eru svo fáar, þar sem iðnaður er nær því enginn í land- inu og verzlun að eins með þær af- urðir, sem landið sjálft framleiðir eða þarfnast með. Þegar við svo ennfremur gáum að þvi, að sumar aðrar þjóðir missa um 80% af sínum sjómönnum í sjó- herinn og flutningaskipin, og það oftast úrvalið úr sjómönnunum, því það eru hægari og glæsilegri stöður en fiskveiðarnar, þá verður ekki eftir nema úrgangurinn úr sjómönnunum á fiskiskipin, sem oft er ekki hægt að gera miklar kröfur til. Þegar við svo ennfremur gáum að því, að við til þessa tíma enga sjómannastétt höfum átt nema fiskimennina, og það eru þeir sem »representera< ís- lenzku sjómennina út á við, þá er það óheyfílegt að »degradera< þann- ig alla stéttina fyrir ímyndaða hags- munavon einstakra manna. Hr. P. H. álítur að ekki sé nauð- synlegt að setja skilyrðin um kenslu í ljós- og hljóðbendingum Morses, eða samtal með »semaphore« og handflöggum inn i lög stýrimanna- skólans, heldur segir hann að slíkt megi setja inn í reglugerð skólans, og muni það verða gert á sinum tíma. Sú reglugjörð á að minsta kosti ekki að vera í samræmi við lög stýrimaenaskólans, því samkv. 2. gr. 16. lið stendur: »að kunna að nota hina alþjóðlegu merkjabók og veðurmerki<. Þar cr ekkert ann- að heinitað. Hr. P. H. getur held- ur ekki um, nær sá timi muni koma sem hann kallar á »sínum tíma<. Sé það nú ennfremur satt, sem hr. P. H. segir, að engin Norður- landaþjóð krefjist frekari kunnáttu en við fyrir sína sjómenn, þvi er hann þá ekki fyrir löngu búinn að fá stýrimannaskólann i Reykjavík viðurkendan, svo að hann gefi sömu réttindi og aðrir stýrimannaskólar i danska rikinu, heldur látið það við- gangast, að islenzk próf hafa verið álitin einskis virði i Danmörku, en dönsk próf verið tekin fram yfir is- lenzk próf á íslandi. Reykjavik, 21. okt. 1915. Kristján Bergsson. Um hinn almenna Mentaskóla Og „gamla skólann". Inngangur. Þau eru mörg, vandamálin inn- lendu, sem bíða úrlnusnar á kom- andi árum, þau er »þing og stjórn« eiga að fást við, er þjóðin betur og betur »lærir að taka lánið heima<. Meðal þeirra ern skólamálin, menta- mál þjóðarinnar. Mig langar til þess að fá rúm fyrir nokkrar hugleiðing- ar um Hinn almenna mentaskóla. — Bæði er það, að mér er jafnan mjög hlýtt til skólans, síðan er eg eitt sinn var í Latínuskólanum gamla, og svo hitt, að þetta mál er skyit því, er eg fór orðum um í fyrra, kjörum andlegra starfsmanna. Eg er að vísu enginn uppeldisfræðingur né kenn- ari, og skoðun sú, sem hér kemur fram, er mín einstök skoðun. En eg dæmi eftir minni eigin reynslu frá þeim námsárum og síðar. Svo virðist, sem hreyfing sé að komast á um »Mentaskóla«-málið, er alþingi i sumar vék að þvi. Þings- ályktunartillaga kom fram um að skipa 5 manua milliþinganefnd til þess að íhuga rækilega skólamálin. Annars voru afskiftin helzt til’ögur fjárl.nefndar efri deildar um lækkun og afnám námsstyrks, og tillögur f járl.n. neðri deildar um kenslugjald, til þess að draga úr aðsókninni að skól- anum. Aðstreymið að Mentaskólanum er orðið of mikið. Skólastjórnin og alþingi virðist á sama máli um það. Rektor mun hafa talað í þá átt í vor, er hann kvaddi lærisveinana, og fjárlaganefndir beggja deilda al- þingis halda þvi fram. Sannleikur- inn í því mun og auðsær, er lilið er annars vegar á hlutfallið milli nemendafjöída nú og fyr, og hins vegar á mannfjölda hér á landi og fjölda embætta nú og fyr. Um hitt hefir og verið spurt, hvort jafn mikið muni unnið í skólanum sem fyr, hvort fyrirkomulagið muni vera jafn heppilegt, þá er á alt er litið, og var með eldra fyrirkomulaginu. Að þessum atriðum flestum mun verða vikið, meir eð minna. I. Orsakir aðstreymisins. Sublata causa tollitur effectus’, segir latneskt orðtak, en það er út lagt: Ahrifin hverfa, þá er orsök þeirra er brott numin. Til þess að ráða bót á böli, þarf að komast fyrir orsakirnar og eyða þeim, ef unt ei. Við athugun þess, hverjar vera muni orsakir aðstreymisins að skól- anum, verða þessar fyrir: x. Nu er auðveldara að komast inn í skólann en áður, þar eð ekki þarf aðra þekkingu en góða barna- skólaþekkingu. Nú er engin erfið latínuprófun lengur, en áður féllu menn oft á latneska stilnum og síð- ar á »krítarstílnum< (um aldamótin). 2. Nú er auðveldara að ganga skólaveginn fjárhagslega, að sumu leyti, því nú er horfinn aukakostn- aður sá, er var óhjákvæmilegur við að læra undir skóla, vegna latínu- námsins. Enn fremur er aldurstak- markið lægra, svo að nú er fyrri hlutinn af skólatíma nemenda þau árin, er þeir ekki vinna sér né sín- um neitt verulegt inn. En þó jafn- ast þetta að nokkru upp síðar, er námsstyrkur er nú minni en áður. 3. Próf af Akureyíarskóla veitir rélt til þess að ganga upp í lær- dómsdeildina; neðri deild Mentaskól- ans er á tveim stöðum. 4. Æskulýðurinn hefir nú, frekar en áður, óbeit á líkamlegri vinnu. 5. Nú hafa stúlkur jafnt sem piltar aðgang að skólanum. 6. Æskulýðurinn álítur embættis- stöðuna eftirsóknarverða, bæði af fjárhagslegum ástæðum, og því, að hann telur betra tækifæri til þess að neyta sín og vinna .þjóðinni til þaifa í embættum en annars. 7. Unga fólkið æskir meiri ment- unar en fæst í alþýðuskólum, og kvennaskólum, og gagnfræðadeildin er heppileg að því leyti, þar sem hún er sjálfstæður skóli innan Menta- skólans. Loks mætti geta til um 8. orsök- ina, sem ekki væri beinlínis, þótt rétt reyndist, orsök aðstreymisins, heldur orsök stúdentafjölgunar. En hún ætti að vera sú, að nú væri- orðið auðveldara en áður að ná- stúdentsprófi. Siðar mun eg leitast við að ihuga einnig það atriðið. Þessar virðast mér þá orsakirnar sjö, en vera má að þær séu fleiri,. þótt slept sé að sinni þeirri, er eg taldi þá áttundu. Nú verður fyrst fyrir spurningin, hvort aðstreymið sé í raun og veru óholt eða skað- legt. — Fjárlaganefnd neðri deildar segir i nefndaráliti sinu (sbr. ísafold 62. tbl.), að »unglingar teygist frá öðru hagnýtara námi til mentaskól- ans, og álítur það mjög óholt. Skap- ar þetta fyrirkomulag hóp af atviunu- lausum mentamönnum, en þá menn vantar tilfinnanlega, sem mentun hafa- fengið til hagnýtari starfa«. Eg felst á þetta, en þó með þeirri athuga- semd, að eg læt ekki allan skólann eiga óskilið mál. Það virðist allur munur á þvi, hvort fjölment er í gagnfræðadeild eða lærdómsdeild, og er vafasamt, hvort amast ber við þvi, að unglingar leiti sér þar al-- mennrar mentunar í 3 ár, ef þeir kjósa þá deild fremur en aðra gagn- fræðaskóla, þvi að áreiðanlega er gott að sem flestir fái almenna ment- un. Er og ekki ósamræmi í þvi,. að amast við aðsókn að gagnfræða- deildinni fremur en aðsókn að Akur- eyrarskóla, þar sem hvorttveggja er gagnfræðaskóli með sama rétti ? Ennfremur vil eg ge?a þá athuga- semd, að orð nefndarinnar um »hag- nýtara nám< og »hagnýtari störf< geta valdið misskilningi. En eg þyk-- ist ekki munu misskilja orðin, er eg skil þau á þá leið, að önnur nám og önnur störf séu hagnýtari en mentaskólanám peirra manna, er verða síðar atvinnulausir mentamenn.- Ef nú er hugsað um að eyða or- sökunum til þess að áhrifin hverfi, þ. e. aðsóknin minki, þá er rétt að* taka þær fyrir og athuga hvort það» sé unt. Um 7. orsökina, þá er ekki unt að minka mentaþrá æskulýðsins með* lögum né fyrirskipunum, enda síður en svo að það sé æskilegt. Um 6,. orsökina, að embættin eru eftirsóknar- verð, — já, þá er unt að nema hana brott, með því, að koma því svo* fyrir, að þau verði engum keppikefli framvegis. Er það auðgert með því að svelta embættismenn og ala upp fyrirlitningu fyrir þeim með þjóð- inni. En eg er viss um, að þjóðin vill ekki taka það ráðið, betri menn hennar. Um 5. orsökina, jafnrétti karla og kvenna til náms, þá muno fáir láta sér koma í hug að nema hana brott. Eg fyrir mitt leyti tel það frágangssök. Þá er útrætt um 3 -síðarnefndu orsakirnar, 5., 6. og 7., en eftir eru hinar fjórar fyr nefndu. Um 4. orsökina er sama að segja og þá 7., að því leyti, að hún verð- ur ekki numin brott með lögum, en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.