Ísafold - 08.12.1915, Síða 2
2
IS A FO L D
við ýmsa hærri anda, sem mér hafa
gefið margar dýrmætar vísbending-
ar; hefir góðnr Guð veitt mér í
þessu svo stórfelda og náðarríka
huggun, að eg hlaut að auglýsa
eitthvað af því öðrum, einkum for-
eldrum, til líkrar hjálpar og hug-
svölunar.
(Undir stafirnir: J. W.)
M. J. þýddi.
Erl. simfregnir.
Opinber tilkynning frá brezku utan-
rikisstjórninni í London.
London, 26. nóv.
Útdráttur
ur opinberum skýrslum Frakka 23.-25. nóv.
Látlaus stórskotahríð á öllu orustu-
svæðinu. 24. nóv. ónýttum vér
varðstöð óvinanna með sprengingu
hjá Bolande. í Vogesafjöllum gerðu
óvinirnir tilraun til þess að taka
varðstöð vora, en hún mishepnaðist.
23. nóv. voru flugvélar mjög á ferli
í Belgíu. Tvö þýzk loftför voru
skotin í nánd við Rbeims. í Champ-
agne og Argonne urðu 5 loftorust-
ur. Þrír þýzkir loftfarar urðu að
lenda bak við herlinu Þjóðverja, eitt
varð fyrir skemdum, í einu kviknaði
og féll það til jarðar.
Frá Balkan. Búlgarar réðust aftur
á Bruzik í nánd við Krivolak, en
þeim var hrundið. Annarstaðar hefir
lítið borið til tíðinda.
Frá Hellusundi. Eftir að Tyrkir
höfðu skotið á oss um hríð, reyndu
þeir að ná aftur skotgryfjunum, sem
Bretar tóku 15. þ. m., með áhlaupi,
en það mishepnaðist algerlega. Þeir
voru brytjaðir niður af brezka fót-
gönguliðinu og stórskotaliðinu með
aðstoð Frakka. Tyrkir urðu að
hverfa aftur og höfðu þeir mist
margt manna.
Sprengingar nokktar hafa verið
gerðar. Tyrkir hafa mikinn ótta af
loftfaraárásum vorum. Skothrið frá
turnbátum og fallbyssum hefir vlða
tvístrað liði Tyrkja.
London 26. nóv.
Útdráttur
úr opinberum skýrslum Rússa 23.-25. nóv.
Þjóðverjar hafa aftur orðið að hörfa
á ýmsum stöðum í Riga-héraði.
Þjóðverjar náðu bænum Bersemund,
en vér tókum hann brátt aftur og
hæðirnar þar í kring. Handtókum
vér þar 100 hermenn og náðum 6
vélbyssum. Fyrir horðan Sventer-
vatnið tókum vér fyrstu skotgrafa-
röðina og gerðum grimmilegt áhlaup
þar fyrir suðvestan. Fyrir norðan
Ulukst náðum vér Yanopol. Fyrir
suðvestan Dwinsk hófu óvinirnir
sókn, en þeir voru stöðvaðir og
mistu margt manna. Vér hrundum
ahlaupi fyrír suðvestan Prisk. Annars
staðar á svæðinu frá Riga til Pripet
hefir ekkert borið við markvert. Á
vinstri bakka Styr gerðum vér áhlaup
á Þjóðverja fyrir vestan Kog-
linitche. Nokkur hluti þeirra flýði,
en hinir voru stungnir með byssu-
stingjum. Vér handtókum 177 her-
menn, náum 190 riflurn, vélbyssum
og skotfærum. Fljá Siemikovice i
Galiciu réðumst vér á óvinina og
rákum þá i fljótið. Þeir 'sem ekki
voru skotnir, druknuðu er þeir reyndu
að synda yfir fljótið, sem mjög er
straumhart. Þá 100 menn, sem lifs
komust af, handtókum vér.
Skýrsla French.
London 27. nóv.
Sir John French sendir þessa
skýrslu 26. nóvember:
Stórskotalið vort hefir með góð-
um árangri skotið á stöðvar óvin-
anna víða seinustu fjóra dagana.
Hefir skothríðin slitið vírgirðingar og
brotið brjóstvarnir. Óvinirnir hafa
litlu svarað. Þó hefir stórskotalið
þeirra haft sig allmjög í frammi
norðan við Albert, norðan við Loos,
norðan við Ploegsteert og austan
við Ypres.
Að kveldi 22. nóv. gerðu óvinirn-
ir harða sprengjuhríð að gíg, sem
vér höfðum á voru valdi sunnan við
veginn milli Bethune og La Bassée.
Vér stóðumst þá hríð.
Sprengingar eru stöðugt gerðar á
báða bóga. 23. nóv. gerðum vér
sprengingu norðan vegarins milli
Bethune og La Bassée og náðum
gígnum eftir sprenginguna. Daginn
eftir gerðu óvinirnir sprengingu sunn-
an við Givenchy og ollu nokkrum
skemdum á skotgröfum vorum.
Gerðu þeir síðan sprengjuárás til
þess að ná gignum, en vér stóð-
umst þá árás. I gær gerðu óvin-
irnir sprengingar 4skamt frá Carnoy
og Givenchy.
23. nóv. skutu þrjár flugvélar vor-
ar á herbúðir Þjóðverja í Achiet le
Grand (norðaustur af Albert) og bar
það góðan árangur. Óvinirnir svör-
uðu með því að senda eitt loftfar til
Bray. Varpaði það þar niður sprengi-
kúlum, en gerði ekkert tjón.
London 30. nóv.
Útdráttur
úr opinberum skýrslum Frakka 25.-29. nðv.
Stórskotahríð hefir staðið á öllu
orustusvæðinu. Þjóðverjar gerðu
sprengingu í Argonne 26. nóv., en
vér náðum gígnum. 27. nóv. veittu
Þjóðverjar þrisvar sinnum, hvað eftir
annao, á oss gasstraum fyrir vestan
Maas; þeir hófu á oss stórskotahríð
og gerðu ioks grimmilegt áhlaup.
Vér létum kúlum rigna yfir þá, og
rákum þá aftur til skotgrafa sinna.
28. nóv. gerðu Þjóðverjar spreng-
ingu hjá Labyrinth fyrir framan skot-
grafir vorar, gerðu áhlaup, en vér
rákum þá aftur og tókum gíginn
daginn eftir. Skildu þeir eftir marga
dauða menn.
Loftför hafa verið mjög á ferli.
Franskir flugmenn réðust á loftfara-
deild óvinanna í Belgíu 26. nóv.
Skaut einn niður þýzkt loftfar, sem
féll í sjóinn hjá Westend. Tund-
urbátur og gufubátar komu loftfar-
anum til hjálpar, en flugmaðurinn
sökti einum gufubát litlu síðar og
komst heim aftur heill á húfi. Tiu
franskir flugmenn vörpuðu sprengi-
kúlum á loftskipaskálann í Habsheim;
eldur kviknaði í skálanum, eitt loft-
far brann, annað var skotið niður
og hið þriðja stórskemdist. Tvær
þýzkar flugvélar réðust á franskan
flugmann hjá Nancy. Flugmaðurinn
skaut annan Þjóðverjann niður, en
hinn flýði. 28. nóv. var 90 sprengi-
kúlum varpað á járnbrautarstöðina í
Noyon og þar voru t ö loftför skot-
in niður. 29. nóv. vörpuðu Þjóð-
verjar sprengikúlum á Verdun, en
gerðu ekkerl tjón. Vér guldum líku
likt með því að varpa sprengikúlum
á járnbrautarstöðina í Brieulles.
Vér vörpuðum sprengikúlum á
herbúðir Búlgara hjá Strumnitza.
Snjóar eru nú miklir í Serbíu og því
erfitt að segja nákvæmlega. um
ástandið.
Bretar hafa tekið við fjölda Búlg-
ara, sem hafa strokið til herbúða
þeirra.
Lundúnum 30. nóv.
Skýrsla French.
Aðfaranótt 26. nóv. réðist herdeild
vor inn í skotgryfjur óvinanna, í
nánd við skóg nokkure. Sumstaðar
voru þær alveg fullar af dauðum
Þjóðverjum, sem vorir menn höfðu
drepið með handsprengjum. Siðan
hvarf herdeildin aftur til skotgrafa
vorra. — Vér gerðum sprengingu
fyrir framan Givenchy aðfaranótt 26.
nóv. Mannfall varð mikið meðal
sprengjuliða óvinanna. Vér höfum
skotið ákaft á skotgrafir óvinanna á
ýmsum stöðum siðustu dagana. Ó-
vinirnir hafa svarað skothriðinni,
einkum fyrir austan Avelny, fyrir
norðaustan Loos, fyrir austan Nfeuve
Capelle og Armentierer og Ypres.
28. nóv. urðu 15 loftorustur. Eitt
óvinaloftfar var skotið niður. Einn
flugmanna vorra átti i viðureign við
5 óvinaloftför. Vér höfum varpað
sprengikúlum á loftskipaskýli og
hergagnabúr Þjóðverja í Lacapellette.
14 flugmenn réðust á skýlið en 19
á hergagnabúrið. Afskaplegt tjón
varð á báðum stöðum. Allar flug-
vélar vorar komust heim óskemdar.
Loftför óvinanna hafa verið mjög
á ferli í nánd við ströndina og varp-
að þar niður sprengikúlum. 28. nóv.
skaut franskur flugmaður niður þýzkan
flugbát og sama daginn sökti brezkt
loftfar þýzkum kafbáti fyrir framan
Middelkerke. Báturinn brotnaði í tvo
hluta við sprenginguna.
Víir (anDGDÉr
ísafoldar 1916
fá ókeypis blaðið til nýárs frá
þeim degi, er þeir greiða andvirði
næsta árgangs (5 krónur), og
auk þess tvær af þrem neðantöld-
um sögum eftir frjáisu vali:
1. Fórn Abrahams (600 bls.)
eftir Gustaf Jansson.
2. Heljargreipar (280 bls.)
eftir Conan Doyle.
3. Mýrakotsstelpuna og
Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf
í þýðingu Björns heit. Jónssonar.
Nýir kaupendur utan Reykjavikur,
er óska sér sendan kaupbætirinn —
verða að greiða í burðargjald 30 au.
Ella eru menn vinsamlega beðnir
vitja kaupbætisins í afgreiðslunni.
A11 i r viðurkenna, jafnt stjórn-
mála-andstæðingar sem aðrir, að
ísafold sé fjölbreyttasta og efnismesta
blað landsins, pað blaðið, sem eiqi er
hœqt án að vera — það blað, sem
hver íslendingur verður að halda, er
fylgjast vill með i því, er gerist utan-
lands og innan í stjórnmálum, at-
vinnumáíum, bókmcntum og listum.
Talsími 48.
Bpy Til hægðarauka geta menn
út um land sent andvirðið í frí-
merkjum.
ísafold er blaða bezt.
ísafold er fréttaflest.
ísafold er lesin mest.
Nærsveitamenn
eru vinsamlega beðnir að vitja
Isaíoldar í afgreiðsluna, þegai
þeir eru á ferð i bænum, einkum
Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem
flytja mjólk til bæjarins daglega.
Afgreiðslan opin á hverjum virkum
degi kU 8 á morgnana til kl. 8 á
kvðldin.
Minningarritið um Björn Jónsson.
Eg leyfi mér hér með að beina þeim vinsamlegum tilmælum til
þeirra, er hafa kunna i höndum bréf frá föður mínum heitnum, að lána
mér þau um tíma til yfirlesturs — í því skyni að taka ef til vill eitthvað
upp úr þeim í síðara bindið af minningarritinu um hann, sem á að verðæ
fullbúið í vor.
Reykjavík 5. okt. 1915.
Ólafur Björnsson,
ritstjóri ísafoldar.
01/3001
Distempe
Sissons’
jEMERALpURPOSE
ÍAUHim
Þétta lakk (gljá-
kvoða) er með lága
verði en að haldi og
átliti er það frekast
sem lakk getnr orð-
ið. Það springur
ekki í sterkasta
sólarhita né í harð-
asta frosti, . og er
jafn gijáandi í rign-
ingn sem í þurru
veðri. Það er hald-
gott og fljótlegt tð
þvo og jafn hentugt
utanhnss sem innan.
Hall’s' Distemper & General PurposelVarnish að ein 1
búið til hjá: SISSONS BROTHERS & Co. LTD., Hull & London. Um-
boðsmann okkar, hr. Kr. 0. Skagfjörð, verður að hitta i Reykjavík
eða á Patreksfirði, sumarlangt; hann lætur i té fullar upplýsingar
-Ui'-
BER SEM GULL AF EIR AF
ÖLLUM VEGGJAFÖRFUM. —
Að fegurð - af því að hús-
gögn og myndir koma svo greini-
lega fram við hið hreinlega &
hlýlega útlit hans.
Að haldi - af þvi að hann
setur grjóti-harða húð á vegg-
ina og þá má lireinsa með því
að þvo léttilega úr volgu vatni.
Að hreinlæti - af þyi að
hann drepur allar hakteríur og
skaðleg skordýr. Borinn á með
hreiðum pensli, sérstaklega þar
til gerðum. — Sparar 40°/0 af
vinnukostn., miðað við oliufarfa.
Fæst hjá Verzl. Björn Kristjánsson og Slippfélaginu
í Reykjavík og Sigf. kaupm. Bergmann í Hafnarfirði.
Konung,l. hirð-verksmiðja
Bræðurnir Cloétta
mæla með sínum viðurkendu Sjokólade-tegundum,
sem eingöngu eru búnar til úr
fínasta Kakaó, Sykri og Vanille.
Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund.
Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum.
CARLSBER6 ÖLGERDARBOS
mæla með:
Carlsberg Mh;,“ skattefri
alkoholfátækt, ekstraktríkt, ljúflengt, endingargott.
Carlsberg skattefri Porter
ekstraktríkastur allra Portertegunda.
Carlsberg gosdrykkjum.
áreiðanlega beztu gosdrykkirnir.