Ísafold - 18.12.1915, Síða 2

Ísafold - 18.12.1915, Síða 2
2 I S A FO L D / l Komið í Vðruhúsið og lítið á Jaiaofnin áður cn þdr Jcsíið fiaup annarssíaóar. Stórt úrval af drengjafataefnum. Alt nýjar og góðar vörur. Pappírspokar, Umbúðapappír, Blek & allskonar Ritföng, Léreft, Kantabönd og margt fleira alt af fyrirliggjandi hjá J. Aall-Hansen Reykjavík. Fljót afgreiðsla fyrir innan- og ntanbæjarkanpmenn. Nú eru flestir búnir að hugsa fyrir jólakökunum, en hvar sem þið hafið keypt i þær, þá ættuð þið í dag að hugsa um að ná ykkur i Spil og kerti. Niðursoðið kjöt, fisk og ávexti. Snkknlaði í ýmsum myndum og að ógleymdum Jólavindlnnum frá Jes Zimsen. S _____ Mjólkurverðs-hækkunin. Dagblöðin og bændurnir. ísafold 8. þ. m. er svo kurteis að bjóða þeim er nýlega hafa hækkað mjólkurverðið í Reykjavík, að svara fyrir sig. Vil eg nú, sem mjólkur- sali, nota tækifærið og — með góðu leyfi — taka svari bænda á rýmra sviði. Dagblöðin (Morgunblaðið og Visir) hafa hvað eftir annað flutt greinar í garð bænda, þann veg skriiaðar, að ekki hefir verið geðfelt að svara slíku, né liklegt að geta fengið rúm til þess. Blöð þessi hafa verið svo lit- blind, og svo haldin af geðþekni starblindustu kaupenda sinna, að þau hafa litið annað séð en »ósvífni« og »níðingsskap«, »auragirnd« og »stórgróða« o. fl. þessháttar hjá bændunum alment og án undantekn- ingar. Þau hafa alið mjög á óvild- arhug milli sveita og kaupstaða. Þó flestir menn játi, að slíkt sé ilt verk, veit þó enginn hve miklu fllu þess konar óvildarhugur fær orkað. Bændur hafa enn leitt þetta hjá sér að mestu leyti. »Svo má þó brýna deigt járn að bíti um síðar«. Og hætt er við að hart mæti hörðu áður langt líður, ef ekki verður gætt hófs og liðkuð samvinna á báðar hliðar. Hækkunin. Viðvíkjandi síðustu verðhækkun mjóikurinnar (úr 20 og 22 a. í 22 og24a.—2S a. verð mun eins dæmi), vil eg drepa að eins á eitt dæmi, og sýna, að eg er ekki að fara með staðlaust fleipur um öfgar blaðanna. Morgunblaðið 5. des. bls. 7, segir meðal annars: — — »aldrei hefir komið betra ár yfir þetta land« — — — »aldrei hefir grasvöxtur verið meiri« o. s. frv. Þetta, og »ein- göngu auragirnd bænda«, eru hjá blaðinu ástæðurnar fyrir hækkun mjólkurverðsins. Mér varð að orði: Ærii Vestfiið- ingar og Norðlendingar skrifi uudir alt þetta um árgæzkuna þar, sem firðir voru fullir af hafís íram í júli- mánuð. Og byrjuðu tún að spretta þar á sumum stöðum á líkum tíma og þau hafa verið orðin slæg í góð- um meðal árum. Hér á Suðurlandi vestanverðu og í grend við Rvík, var líka svo lítill hiti í júní og fram yfir miðjan júlimán. að nætur-hitinn (oftast hér 3— 50 R.) svaraði til hita í vetrarhláku, en dags-hitinn (oftast 5—90 R.) var eins og um nætur á sama tíma, þegar vel vorar. 12. og 13. júlí var svo mikið veður á norð- an og frost í hærri sveitum á Suð- urlandi, að töðugrös hvítnuðu að ofan, þau er áveðurs voru, en veik- bygðari jurtir dóu og kartöflugras féll á mörgum bæjum. Kuldanum fylgdu sífeldir þurkar og vatnsleysi. Sökum þess spratt jörðin seint og grasið varð litið, og kýr voru mjög nytlágar fram eftir öllu sumri. — Sláttur byrjaði í Reykjavík x/a mán- uði siðar en venjulega. í 7 ár sem eg hefi verið í Engey hefi eg ekki nema eitt ár fengið svo litla töðu sem í sumar, og varð hún */i0 minni en að meðaltali. Atti eg þó von á talsvert meiri töðtt nú en fyrstu árin, í jöfnu árferði — af nýj- um sléttum og meiri áburði. Kaup fólks var i sumar nokkuð hærra en áður, og mikið hærra hjá sumum bændum. Fæðt og aðrar heimilis- nanðsynjar hafa verið í 3 missiri mikið dýrari en áður, hjá bændum líkt og öðrum, sem allir ættu að vita. — Þegar alt er lagt saman kemur í ljós hjá mér, að 4 kýrýóður a} töð- unni í suntar, haja kostað hér um bil eins mikið 0% j kýrjóður áður i 6 ár að meðaltali. Nýtingin góða i sumar bætir vit- anlega nokkuð úr þvi, hve grasið var lítið. Þetta, að bændur á megin- hluta landsins, fá þó einu sinni töðu sína óskemda í hlöðu (eftir 2 örgustu hrakningsár á Suðurlandi), þó hún væri miklu, miklu minni en i meðal ári yfir landið í heild, það fá blöðin seint fulllofað. Og það er eitt af því, sem blöðin og kaupstaðarbúarnir sumir virðast nú öfunda bændur af, ekki all-litið. Búast hefði mátt við því, að kýr mjólkuðu vel af grænu töðunni, en reynslan mun þó á ýms- um stöðum hafa brugðist vonum manna, sérstaklega þar, sem minna verður notaður fóðurbætir en áður. Sumar tegundir fóðurbætis eru helmingi dýrari nú en i fyrrahaust, og aðrar alveg ófáanlegar. Það er þvi ekki unt að blanda fóður kúa svo haganlega sem áður, og ekki margar fóðurtegundir sem nokkurt viðlit er að kýrnar borgi í vetur, með sama mjólkurverði og áður. Mjólkurkýrnar eru viðkvæmar og þarf litið til þess að nyt þeirra lækki. Stuðlar að þvi meðal annars, hve oft verður nú að skifta um mjalta- konur og fjósamenn. Og ekki vita það aðrir en þeir, sem reyna, hve erfitt getur verið að fá yngra fólkið til þess að hirða um skepnur, með alúð og nákvæmni. Ekki má slá slöku við alidýrin á hátíðum eða til- haldsdögum fremur en aðra daga. Verður það og stundum hlutverk húsbændanna að bæta við störf sín fjárverkum og öðru þessháttar til há- tiðabrigða, þegar verkafólkið þarf að leika sér. Erfiðleikarnir við heyskap langt í burtu, gapaverð jarðeigna, vanhöld, veikindi og dauði kúnna með mörgu fleiru, verður að vera óumtalað hér. í fyrrahaust virtist mér ekki síður ástæða til þess en nú, að mjólkin hækkaði í verði, þó var hún ekki hækkuð þá. Mun og afkoma mjólk- ursölubúanna árið sem leið eiga drjúgan þátt i verðhækkuninni i þetta sinn. ^ Tónninn i bæjunum. Það er einkennilega húsgangslegur hugsunarháttur, sem svo oft heyrist Beztu spilin eru án efa — það viðurkenna allir — hjá , J es Zimsen. Jólakökurnar verða áreiðanlega beztar, ef alt til þeirra er keypt hjá 3 Jes Zimsen. í kaupstöðunum og kemur fram í blöðonum, að það sé eins og sök eða svivirðing, ef bændur verða að hækka vörur sinar eða leyfa sér að selja þær hvar sem bezt gengur. Svo er að heyra, sem sumu fólki þyki sjálfsagt að bændur selji afurðir sínar í sama verði ár eftir ár, hve litil sem framleiðslan verður, og eins fyrir þvi, þó kostnaðurinn við framleiðsluna aukist sí og æ með hverju ári. Fólki þessu finst sjálf- sagt að bændurnir eigi að vera þræl- ar kaupstaðanna. Þeir, bændurnir eiga altaf að vinna jafnt og þétt alla — 365 — daga ársins, og láta siðan alt hið bezta úr búum sinum fyrir svo lítið verð, að þeir hafi engan afgang, ekkert kaup fyrir vinnu sína. Og það er ekkert óvanalegt, að bændur séu að eins matvinnungar — fyrir einfaldasta og ódýrasta fæði og fatnaði handa sér og börn- um, ef nokkur eru. Það er ekki hið versta, þó svo sé það i raun og sannleika, hjá fjölda bænda árum saman. Hitt er hættulegra. í eifiðu árunum vantar á að bændurnir sum- ir fái fyrir erfiði sitt, til brýnustu þarfa. Þá skulda þeir, eða skerða bústofninn. Frjálst framboS og eftirspurn og eðlileg samkepni á að ráða verði vörunnar hvort sem varan heitir mjólk, kjöt smjör eða annað. Það er öruggasta leiðin til mikillar og góðrar framleiðslu. Og mikil framleiðsla gefur vanalega lægra verð en lítil framleiðsla. En þvingun og óeðlileg bönd, geta heft eða jafnvel tept framleiðsluna. Og hvemig fer, ef bændur verða þvingaðir eða neydd- ir til að yfirgefa jarðirnar hverja af annari? Ekki vex framleiðslan við það, og ekki minka þarfir kaupstað- anna við það, að framleiðendurnir þyrptust þangað. — Hér verður að gæta allrar varúðar. Eins og kanpmenn selja vörur sínar hverjum sem hafa vill og hvar sem bezt gengur, svo er líka eðlilegt og sjálfsagt, að bændur og aðrir framleiðendur geri hið sama. En hitt er lika jafn eðlilegt og sjálfsagt, að kaupendur útvegi sér nauðsynjar sinar hvar sem þær fást beztar og ódýrastar eftir gæðum. StórgróBinn. Eins og orðin er eg tók upp úr Morgunblaðinu, um árgæzkuna í sambandi við mjólkursöluna, eru hrapallega rangfærð og villandi um ástæðurnar eins og þær eru í raun og veru, svo er og alt fjasið um »stórgróða« bænda hér á landi al- ment þetta árið, hættulega villandi og alvarlega athugavert. Er þá fyrst að athuga, hve al- mennur gróðinn er, og hvað hann getur getur verið mikili hjá hverjum einstökum bónda. — Ekkert verður gert við þann gróða, sem ekki er til nema sem ímyndun auðtrúa manna. Skýrslur vantar að visu til þess, að geta dæmt um þetta með áreiðanlegri vissu. En það hygg eg sönnu næst, að um gróður í raun og veru verði ekki talað nema hjá svo sem J/8—J/io hluta bænda á öllu landinu. Það er öllum kunnugt, að á þessu ári hefir ull, kjöt og hross selst i óvanalega háu verði. Hitt ætti líka öllum að vera Ijóst, að í rosunum miklu sumarið 1913, skemdust hey- in svo mikið hér sunnanlands, að sauðfé veiktist og þoldi ekki óvana- legu vorharðindin 1914. Urðu þá vanhöldin margskonar í fénaði bændar og minkuðu búin mikið, og árstekj- urnar urðu sárlitlar hjá almenningi. Urðu því margir að auka skuldir sínar. Nú get eg ekki kallað það gróða, þó menn hefðu fengið skaðann bættan, og stæðu í lok þessa árs jafnréttir — með sama bú og jafnar skuldir — eins og fyrir tveimur árum. Nokkrir duglegir bændur og fénaðarmenn ríflega í meðallagi, sem eg þekki vel og trúi til að segja sannleika, hafa sagt mér að þeir væru: sumir að eins, sumir tæplega, og sumir alls ekki búnir að jafna bú sitt aftur eftir áfellið 1914. Nokkrir bændur eiga enga sauðkincf. í eigu sinni, og ekki hafa þeir hross til sölu heldur. Og það er fjöldi. bænda, sem ekki á nema þetta. 10—20—50 kindur alls á haustin- Þessir bændur geta að skaðlausu fargað svo sem 4—20 kindum. Og þó þeir neyðist til að selja rétt alt kjötið frá munninum á sér og sin- um, til þess að eignast ódý'rara fæði og í brýnustu þarfirnar, hvað get- ur þá verið um gróða að tala hji þessum mönnum? Ef kind er seld á 25 kr., sem1 var 15 kr. virði, þá er »gróðinnr 10 kr., en ekki 25 kr. Og ef menn selja hest á 200 kr. en hafa kostað til hans 150 kr., þá er »gróðinnr ekki nema 50 kr. Þetta geta allir' vitað, en eg efast um, að þeir sem mest fjasa um gróðann, athugi það nægilega, eða hvað gróðinn getur verið í mesta lagi. Með slumpareikningi, þó ekki sé' nákvæmur má komast nær því rétta,. en með athugalausri fmyndun. Það munu verða vandfundin búi hér á landi, sem á einu ári geta að skaðlausu gefið meira af sér tiH söl en: kr. 1500 pd. ull á kr. r.25 aukreitis 187^ ijokindur-— 8.00 —— 1200 4 hross----7S.oo--------300» kr. 3375 Upp í skaða ársins 1914 geri eg.............. kr, 1374 Yrði þá »gróðinn« af stærstu búunum ... kr. 2000 Þar frá verður að draga hallann af dýrtíðinni. Ætli hepnustu út- gerðarmennirnir vildu ekki skifta á gróða sínum þetta árið, við stærstu bændur landsins? Það finst mer efni til mestrar ánægju og gleði, en ekki til öfund- ar yfir þeim sem bezt gengur. Hjá meðal bændum yrði sama dæmið líkt þessu: Ull 200 pd. . . kr. 250 Kindur 25 . . . — 200 Hross 1 . . . . — 75 kr. 525 Upp í skaðann 1914 kr. 225 Eftir kr. 300 Rak'vélar, Peningabuddur, Veski, Pening akassar og fleiri kærkomnir munir til jólagjafa fást hjá 2 Jes Zimsen \

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.