Ísafold - 22.12.1915, Síða 2

Ísafold - 22.12.1915, Síða 2
2 I S A FO L D Bezta Alið fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Go. Sími 40. félagsskap, verða að leggja það sig, sem þarf til að halda honum uppi. Þær sameiginlegar þarfir, sem fullnægt er með opinberum skatt gjöldum eru einni^ þarfir einstakling' anna. Og þótt einstaka maður sé eigi á þeirri skoðun um einhver einstök atriði, breytir það eigi heild arreglunni. Að kalla skattgjöldin böl og ikatt- yrðast út af þeim yfirleitt nær eigi nokkuri átt. Skattar eru lífsnauðsyn þjóðfélagsins og þar af leiðandi líka einstaklinganna. Þeir gætu ekki heldur staðisc án þeirra. Nei — það eru ekki skattgjöldin í sjálfu sér, sem ástæðu gefa til á- rása. Þau eru bráðnauðsyleg með hverri menningarþjóð. En um ein staka skatta og einstök skattakerfi má oft segja með fullum rökum eins og maðurinn sagði: »Skítt er það, bölvað er það*. (Framh.) Strfðið mesta er að finna hentugar jólagjafir, og stríð er að kom- ast inn í Jacobsens-búð, því allir vita að þar eru beztar jólagjafir. Silki í kjóla, blúsur, svuntur, slifsi. Silkivasaklútar karla og kvenna. Silkislæður í öllum litum. Silkiborðar, rósaðir og röndóttir. Silkisokkar, svartir og mislitir, íyrir karla og konur. Regnhlífar karla og kvenna. Treflar úr ull og silki. Skinnhanzkar Lífstykki Borðdúkar Divanteppi Ljósadúkar mislitir og hvítir, i miklu úrvali. WA § Millipils Legghlífar Rúmteppi. |^l Kragar kvenna og barna. Allskonar ullar og léreftsnærfatnaður M og margt fleira sem of langt yrði upp að telja. Egill Jacobsen, Q Vefna ðarvöruverzlun LandsbjörHtjórn. Þessa menn hefir ráðherra skipað í landskjörstjórn: Eggert Briem yfir- dómara, Axel V. Tulinius yfirdóms- lögmann og Þorstein Þorsteinsson hagstofustjóra. En til vara: Odd Gíslason yfir- dómslögmann og Sigurð Thorodd- sen aðjunkt. Bannlögin oglyfjabúðirnar Landlæknir hefir nýlega skipað svo fyrii, að lyfseðlar, sem hljóða upp á áfengisvökva skuli geymdir hjá lyfsölunum, en eigi afhentir lyfþega, eins og hingað til hefir tíðkast. Til Heilsuhælisins hefir ísafold verið beðin fyrir jóla- gjöf, eins og undanfarin ár, úá gam- alli heiðurskonu og 8 börnum, sem minnast vilja þessarar stofnunar á hverjum jólum. Misprentast hefir í síðasta blaði í grein V. G.: fiárverkum fyrir fjósaverkum. Nýtt tímarit er farið að koma út á Akureyri og heitir »Réttur«. Ritstjóri þess er Þórólfur Siqurðsson frá Baldursheimi. En ritnefndina skipa auk ritstjórans: Benedikt Bjarnason Húsavik, Bjarni Ásgeirsson Knararnesi, Jónas fóns- son Hriflu, Páll Jónsson á Hvann- eyri. Af fyrsta heftinu er oss sagt, að stefna þessi hnigi mjög að Henry George kenningunum í skattamálum. Jólablað Morgunblaðsins kemur út á föstadaginn. Er það 24 síður og mun því vera stærsta blaðið, sem út hefir komið hér á landi í blaðið rita: Guðm. Frið- jónsson, Guðm. Guðmundsson, Sig. Sigurðsson, Einar Hjörleifsson, Bjarni frá Vogi, Armann á Felli, Páll Ólafs- son, ól. Ól. prestur, Kr. Linnet, Gunnar Gunnarsson skáld, Christian Houmark, Bjarni Jónsson prestur, Torfh. Flohn, Hulda, Indr. Einars- son, Sveinbj. Egilsson. ----—... Zt’.SP 1- "'mm - Strandferðir á líðandi ári Þær eru nú um garð gengnar, og hafa gengið fremur vel að mínum og margra annara dómi. Af því eg hefi orðið þess var, að dómar mann'a hafa fallið misjafnt, er þeir hafa minst á strandferðaskipið »ísafold« og notkun þess, þó að eins þeir menn, sem minst þekkja til þess,— >á vildi eg fara hér íáeinum orðum um þessa árs strandferðir okkar, vegna þess að mer hafa boðist tæki ’æri til þess að kynna tnér þær, einkum þó fyrstu og síðust hring- ferðirnar. Fyrstu ferð sína kringum andið fór »ísafold< á 20 dögum í stað 25 daga, sem ætlaðir voru til ::erðarinnar. Þó varð skipið fyrir töf af hafís. Mátti af þcssu sjá, að skipstjórinn, hr Ingv.tr Þorsteins- son, er ráðadjarfur og ötull maður. Aðra hringferð skipsins bratizt skip- stjóri áfram í gegnum ís og ill veð- ur, og hélt þó áætlun. Um þær sömu mundir sneru flest önnur skip aftur, innilokuðust á höfnum sökum tafíss o. s. frv. »ísafold« hefirfar- ið 7 hringferðir á þessu snmri og raft —jo viðkomustaði í hverri J’erð. í síðustu ferðinni (haustferð- inni) var »ísafold« 7 dögum lengur en áætlað var, en orsök þess var sú, að bætt var við 4 viðkomustöð- um, og skipið hlaðið ýmis konar íaust-afurðum, sem svo varð að afíerma á öðrum stöðum. Auk þess urðu sííeldar tafir af vondum veðr- um, einkum á allri leiðinni frá Skaga- strönd til Húsavíkur, og á Horna- firði var rokviðri og sjógangur svo mikill, að skipið tafðist þar í 4 sólar- hringa. Dugnaður skipstjóra á sjóferðum er ekki eingöngu fólginn í þvi, að brjótast áfram hvernig sem viðrar, og gera þar með farþegum og ef til vill fleira fólki óþægindi, eins og oft vill verða. En að nota hvert tæki- færi og hverja stund með gætni og góðri framkomu og ná með því réttu takmarki (eins og skipstjórinn á »ísafold< hefir gert), það getur með réttu kallast dugnaður. Það hafa margir sputt, hvort skip- stjórinn á »Isafold« væri islenzkur. Því var sjálfsvárað með því að benda á þið, hvað strandferðirnar hafa gengið vel þetta ár undir hans stjórn. Þtð er ekki von að útlendingar séu eins vel faílnir til þess að hafa á hendi strandferðir hér við land. Að vísu er það eigi nóg, að skipstjórar séu islenzkir, þvi að þeir geta vitan- lega verið misjafnlega starfi sínu vaxnir eins og aðrir. Vér þurfum hér duglega og góða skipstjóra, menn, sem kunna eins vel að fara með skip sín og hr. Ingvar Þor- steinson skipstjóri á e/s »ísafold«. Enda munu allir notendur strand- ferðaskipsins þetta ár óska þess, að nefndur skipstjóri verði framvegis með strandferðaskip okkar. Eimskipið »ísafold< er nú farið héðan frá landi alfarið, og mega farþegar sakna hennar, því hún er sjóskip með afbrigðum. Skipverjar voru flestir islenzkir. 1. stýrimaður var hið góðkunna lipurmenni, hr. Stefán Pálsson, fyrrum skipstjóri. 2. stýrimaður var Jón Eiríksson, ungur og efnilegur maður frá Pat- reksfirði. Vonandi á þjóð vor því láni að fagna í framtiðinni, að eiga sjálf öllum sínum skipakosti að ráða, enda megutn vér eiga völ góðra íslenzkra drengja á okkar islenzku standferðaskip og millilandaaskip. Reykjavik 12. desember 1915. Olafur Jónsson. ....... ---------------- Shakespeare-hátíö mikil stendur til í Bretlandi i vor. Þ. 23. april eru liðin 300 ár frá andláti hins mikla skáldsnillings og ætla Bretar að minnast hans þann dag með mikilli viðhöfn. Forstöðunefnd. hátíðahaldanna i Lundúnum hefir sýnt skáldnestor vorum, síra Matthiasi Jochutnssyui, þá miklu sæmd, að bjóða honum og frú hans að vera viðstödd hátíða- höldin sem gestir sínir, og auk þess þess boðið sira Matthíasi, sem elzta núlifandi þýðanda Shakespeaies-skáld- rita, að halda ræðu við aðalhátíðahöldin. Ekki mun síra Matthias enn hafa fullráðið, hvort hann verður við þess- um sæmdarboðum. Leikhúsið : Hadda Padda verður leikin fyrsta sinni 2. jóladag. Mikið kapp um aðgöngumiða, svo að útselt var hálfri klst. eftir að hægt var að panta þá. Skipafregn: F 1 o r a fór frá Þórshöfn í fyrrakvöld. S k á 1 h o 11 væntanlegt hingað á morgun. Bátnrinn, sem Geir fór að leita að, er kominn fram. Kom hann til Gerða snemma í gærdag, og voru allir menn- irnir heilir á húfi. Vólin hafði bilað, en báturinn hafði segl. Þó komst hann eigi fyr að landi en þetta sökum þess, að /mist var of hvast og óhagstætt eða þá of Ktill byr. Hátíðamessur: í Fríkirkjunni: Jólakvöld < Rvík kl. 6 s/ðd. (sr. Ól. Ól.), í Hafnarf. kl. 9 síðd. (sr. Ól. Ól.). 1. jóladag í Rvík kl. 12 á hád. (sr. Ól. Ól.), kl. 5 síðd. (próf. Har. Níels- son). í Hafnarf. kl. 6 síðd. (sr. Ól. Ól.). 2. í jólum í Rvik skírnarguðsþjón- usta kl. 12 á hád. (sr. Ól. Ól.), kl. 5 síðd. cand. theol. Jón Guðnason stígur í stólinn. Vindiakaup sin gera menn bezt hjá Jóni Hjartarsyni & Co. Sími 40. Eir- m~- i Matarverzlun Tómasar Jónssonar hefir alt af lang-fjölbreyltastar og mestar birgðir af alls konar Niðursuðu Þar á meðal margt sem hvergi fæst annarstaðar. Hér skal að eins fátt eitt talið: Grænar baunir 3 teg. i Yi, Va °fí V« kgr- dósum„ Snittebaunir i V2 og 1/4 kgr- dósum.. I 1 Gulrætur. Vaxbaunir heilar og skornar. Súpu og Slikasparges i Vi °g Va kgr- dósum. Carotter Campignons. Spinat í Va kgr- V* kgr. dósum o. fl. o. fl. Alt selt meö sama veröi og áðuiv Bankastr. 10. Sími 212. 17-.. ilEF*" \ Kristján Ó. Skagfjörð umboðsmaður brezkra verksmiðja> dvelur til febrúarloka 32 Margaret Street, Hull, England. Ýms erl. tíðindi. Meö þýzkum augum. Vér höfum í höndum nýlegt þýzkt blað: Ham- bur^er Fremdenblatt, vikuútgáfuna. Fyrsta greinin er um heimsstyrjöld- ina. Og undirfyrirsagnirnar einar eru full-hlítar til að sjá, hvernig á ástandið er litið þá — með þýzkum augum. Þær eru þessar: »Serbía á hyldýpisbarmi. — Búlgarar sigur- krýndir. — Miðveldin hafa yíirtökin. — Nýmyndun frakkneska ráðuneyt- isins — Alt á hverfanda hveli með Bretum. — Fall Asquithsst|órnarinn- ar? Frá Kitchener lávarði. Tveir eru þeir forustumenn Breta, sem þjóðin á mest undir nú og byggir traust sitt á, Það eru hermálaráðherrann Kitchener og hergagnaráðherrann Loyd-George. Kitcbener hefir verið í leiðangri utn Balkanskagann, eins og segir í símfregnum, og hefir þar haft á oddinum í viðtölum við griska stjórnmálahöfðingja, að í marzmán- uði næst muni hann hafa 4 miljón- ír nýrra hersveita brezkra undir vopn- um, og auk þess vopnbúnað allan handa 6 miljónum Rússa. Og telur sér þá sigurinn visanf

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.