Ísafold - 22.12.1915, Síða 3

Ísafold - 22.12.1915, Síða 3
ISAFOLD 20o afslátt gefum við af nokkrum nýuppteknum SILKISVUNTUEFNUM og allskonar svuntuefnum ilr ull og silki og 10 af Karlmanna- & Unglinga YFIRFATNAÐI til jóla. Austurstræti 1. cftsg. Síunnlaugsson S (So. árin 1707—1709. Það varð brátt hljóðbært i her- biiðum Svia að förinni væri heitið til Moskva, og var auðvitaö margt um það rætt. í miðjum marzmán- uði árið 1708 bjóst konungur til burtfarar frá Smorgony, og þá var hernum eigi lengur stefnt til norð- austurs, heldur fyrst til suðausturs og svo i austur. í Rndoszkowice, sem er eigi nema tvær dagleiðir frá Smorgony, varð konungur þó að nema staðar og dvaldist honum þar i nærri þrjá mánuði. Beið hann þá þess að fá nægilegan vistaforða handa hernum og eins eftir hinu, að nægilegur gróður kæmi, til þess að ekki þyrfti að flytja fóður handa hestunum. í Radoszkowice var full- komnuð sú ráðagerð, sem fæðst hafði í Smorgony. Það var ákveðið, pð Kari konungur skyldi fara með aðal- herinn til Smolensk og þaðan tii Moskva. Lewenhaupt, sem hafði 11 þúsundir manna undir merkjum sínum í Líflandi, og ærnar birgðir af vistum, átti að sækja fram á eftir honutn. Stanislds konungur og Krassau áttu að ráðast inn í Ukraine. Enn fremur bjóst konungur við þvi að Kósakkar í Suður-Rússlandi og jafnvel Tyrkir mundu veita sér iið. Það hefði og ef til vill verið ákveð- ið, að Lybecker, sem var með her manns á Finnlandi, skyldi ráðast á Ingemannaland, en aldrei fékk hann neina skipun um það frá konung- inum. Með þessu móti áttu 80 þúsundir sænskra og pólskra her- manna að ráðast á Rússa á mörgum stöðum í senn, auk þeirra, sem bú- ast mátti við að snerust andvigir stjórninni í landinu sjálfu. Það átti að neyða keisarann til þess að ytir- gefa höfuðborg sína. og þá bjuggust menn við að skamt mundi þess að bíða, að ríki hans kollvarpaðist. Þetta eru aðalástæður í fyrirætlun- um Karls XII. eins og þær voru gerðar í Smorgony og Radoszkowice vorið 1708. Og menn verða að viðurkenna, að þessi ráðagerð er óvenjulega stór- fengleg og fyrirætlanirnar djarfar og samboðnarskapi Karls konungs. Hann hefir einnig heiðurinn af þvi að hafa látið sér koma það manna fyrst til hugar að vinna fullnaðarsigur á Rússakeisara með þvi að fara herför til höfuðborgar hans, og einn her- fræðingur vorrar aldar hefir sagt að þessar fyrirætlanir væru hinar stór- fenglegustu og frumlegustu sem nokkrum herstjóra hefði nokkru sinni komið til hugar að framkvæma. Þegar Karl konungur hafði ákveð- ið það að herförinni skyldi þannig hagað hafði hann treyst alt um of á upphlaupsmenn i Rússlandi og vináttu Tyrkja. Uppreistin i sunn- anverðu Rússlandi var alls eigi jafn víðtæk og hann hafði gert sér í hugarlund og var að mestu leyti bæld niður þá er hann kom til landamæra Rússlands. Tyrkjasoldán vildi ekki segja Rússakeisara strið á hendur og þess vegna varð heldur ekkert af því að Tyrkir veittu Karli iið. Þá hafði og Karl korungur alls eigi tekið tillit til annars, sem hafði engu minni þýðingu, en það voru staðhættir á hinni miklu slaf- nesku sléttu og hitt að Rússum hafði farið mikið fram í þvi að berj- ast. Þó fiefði hann getað fengið glögga vitneskju um alt þetta hefði hann viljað. Þó er eigi svo að skilja, að margir menn réðu ekki frá því að farið yrði með allan her- inn inn i mitt Rússland, án þess að honum væru jafnframt trygðar samgöngur i einhverja átt. Á með- al þeirra var Piper, sem jafnan réð til þess að fara varlega. Gyllen- brook hélt enn fast við hina fyrri ráðagerð, að hernum yrði stefnt til Pleskow, og Lewenhaupt, sem kom á futrd Karls konungs í Radoszko- wice og þekti manna bezt alla stað- háttu og annað, réð einnig ein- dregið frá því að þessi herför yrði farin. En á hinn bóginn reyndu hinir yngri liðsforingjar, Sparre, Lagerkrona og Meijeifelt, á alla lund að styrkja konunginn í áformi hans. Það er eigi fullkomlega ljóst hvað Rehnsköld muni hafa lagt til málanna. í öndverðum júnímánuði 1708 hóf Karl konungur för sína frá Radoszkowice og skildi þar við Stanislás konung, sem hélt til Pól- lands til þess að taka höndum sam- an við Krassau. En Karl konungur hélt her sínum austur Lithaugaland. Hann komst orustulaust yfir árnar Berezyna og Druc, sem báðar renna í Dnjepr og eru allstórar. En hjá Wabier-á, sem er lítil og fellur í Druc, veittu Rússar fyrsta skifti al- varlegt viðnám skamt frá þeirri borg er Holowczyn heitir. Þar vann Karl frægan sigur hinn 4. júlí. Með 3 sinni venjulegu herkænsku hafði hann séð það að mýri var á milli heranna. Rússar og þeir stóðu þannig oflangt hvor frá öðrum. Þá var úti dynjandi regn, sem gerði landið næstum ófært yfirferðar. Hinum megin við ána höfðu Rússar búist ramlega við og var þétt skóg- arkjarr milli vígstöðva þeirra og ár- innar. En þrátt fyrir þessa örðug- leika alla og þrátt fyrir það þótt meginher Svía væri enn eigi kom- inn til árinnar, afréð Karl konungur að ráðast þegar í stað á Rússa og í broddiliðssíns óð hann yfir ánaogréðst á vinstri herarm óvinanna af svo mik- illi grimd að hann beið fullkominn ósigur áður en hægri herarmurinn gæti komið honum til hjá'par. Rehn- sköld, sem var með nokkuín hluta hersins skamt á eftir konungi, átti og sinn þátt i því að þessi glæsi- legi sigur var unnino. Þegar hann kom yfir ána höfðu óvinirnir dregið þar saman mikið riddaralið og ætl- uðu að koma Karli konungi í opna skjöldu. Rehnsköld gerði þegar svo grimmilega árás á þetta lið, að það varð að leggja á flótta að lokum. Svíar höfðu unnið fullkominn sig- ur, sem var þeim mun glæsilegri, þar sem þeir höfðu haft miklu minna lið, en ákaflega ilt aðstöðu. Karl konungur sagði sjálfur svo frá, að þetta hefði verið sinn frægasti sigur, og hernaðarfróður rithöfundur hefir sagt það, að ráðsnilli sænska riddaraliðsins, undir stjórn Rehn- skjölds, ætti engan sinn líka. En þessi sigur hafði ekki mikla hernað- arlega þýðingu. Hann opnaði Sví- um veg til Dnjepr, en það var alt og sumt. Auk þess hafði hann hann verið dýru verði keyptur. Manntjón Svía var óvenjulega mik- ið, og þótt manntjón Rússa væri miklu meira, þá var það þeim þó ekki jafn tilfinnanlegt. Það hafði einnig komið hér í ljós i fyrsta skifti, að Rússar þorðu að leggja til orustu við Karl konung. Að vísu höfðu þeir beðið ósigur, en þeir böfðu barist hraustlega. Nú áttu Sví- ar öðrum óvinum að mæta en rusl- aralýð þeim, sem lét hrekja sig í ána hjá Narva. Svíar höfðu engan þrótt í sér til þess að reka flóttann, og Rússar drógu her sinn undan í góðri reglu og yfir Dnjepr. Eftir þetta hélt Karl konungur viðstöðulaust til þorpsins Mohilew, sem er hjá Dnjepr. Þar beið hann í heilan mánuð eftir Lewenhaupt, sém var á leiðinni frá Líflandi, og til þess að safna birgðum handa hernum, þótt eigi væri hlaupið að þvi, vegna þess að Rússar brendu bygðina jafnótt og þeir létu undan siga. Þá þegar tók að bera á þvi, að sænski herinn var ekki jafn von- góður og áður, og hefir Siltmann, hinn prússneski liðsforingi, sem þá var nýkominn til Karls XII., skýrt svo írá. Herinn skorti margt, og þó sérstaklega brauð. Af því hafði herinn ekki annað en það, sem her- mennirnir bökuðu sjálfir úr mjöli sem þeir fundu og bændurnir höfðu grafið niður hingað og þangað, þeg- ar þeir flýðu bæi síua, eða þá brauð, seni menn gerðu sér úr korni, er þeir skáru á ökrunum og möluðu í hand- kvörnum, sem herinn flutti með sér. Kjöt höfðu menn nóg af kvik- fénaði þeim, sem herinn rak með sér, en drykkjarvatnið var slæmt og sýktist fjöldt manns af því, en marg- ir dóu. Þetta sumar var óvenjulega rigningasamt; það rigndi látlaust i tvo mánuði og vegirnir voru svo blautir, að vagnar og fallbyssur sukku oft á kaf. Rússneskt lið, sem fór laust, var á stöðugu sveimi umhverfis herinn og lét hann aldrei hafa stund arfrið. Þá vantaði og fóður handa hestunum, þvf Rússar brendu alt, hvar sem þeir fóru yfir, bæði engi og akra. Allir þessir erfiðleikar og eins hitt, að menn vissu ekkert um það, hverjar voru frekari fyrirætlan- ir konungs, hafði þau áhrif i herinn, að honum þvarr móður og menn fóru að verða leiðir á þessum sífelda ófriði. Sænski herinn var nú ekki nema 10 mílur frá hinum þáverandi vest- urlandamærum Rússlands. í önd- verðum ágústmánuði lagði hann af stað frá Mohilew, en hann var heil- an mánuð á leiðinni til landamær- anna. Konungur ætlaði sér alt af að neyða Rússa til þess að Ieggja til orustu og í því skyni lét hann herinn fara langar dagleiðir, til hægri og vinstri, til þess að reyna að ná Rússum. Fyrst hélt hann suðaustur til Czerykow, sem er við ána Soz. Þangað hafði Rússakeisiri sent nokk- urn hluta hers síns, undir forystu þess manns er Ronne hét, vegna þess að hann vissi e'gi hvort Karl tnundi heldur halda til Smolensk eða Ukraine. En er það spurðist, að þessi her ætlaði að verja Svíum að komast yfir ána, og í annan stað kom fregn um það, að keisarinn væri að safna miklu liði hjá Mocislaw, og ætlaði sér að komast að baki Svíum, sneri Karl her sinum skyndilega norður á bóginn og fór dagfari og náttfari til þess að leggja til orustu við keisarann sjálfan. En eins og að undanförnu viku Rússar alls staðar undan, þegar Svíar nálguðust. Þó var oft svo skamt á milli heranna, að Karl kom þar að kveldi, er Rúss- ar höfðu haft náttstað næst á und- an. Meðan á þessum eltingaleik stóð, urðu oft margar smáskærur. 29. ágúst bar það jafnvel við, að rússneska liðið, sem laust fór og gerði Svíum jafnan þann óskunda er það mátti, réðst á nokkurn hluta sænska hersius hjá borginni Mala- lycze. Því liði stýrði Roos höfuðs- maður, og hafði það orðið viðskila við aðalherinn. Rússar neyttu þess meðan ekki var full-ljóst af degi og Svíar voru önnum kafnir við það að taka upp nátt-tjöld sín, að læð- ast að þeim. Höfðu Rússar þar miklu meira lið. Svium kom áhlaup- ið að óvöruin og lá við sjálft að þeir riðluðust. Þó vörðu þeir sig hraustlega og kom þeim brátt hjálp- arlið. Var það konungur sjálfur með eitivalalið sitt, sem fyrstur kom á vettvang, eh siðan drifu að fleiri hersveitir Svía. Rússar vom reknir á flótta, en Svíar biðu mikið mann- tjón, og sáu það enn fremur, að nú treystu Rússar sér betur en áð- nr. Þetta var i fyrsta skifti, sera þeir höfðu dirfst að ger áhlaup, þar sem Karl konungur var sjálfur fyrir, og mátti af því sjá, að þeir óttuðust hanti nú ekki svo mjög sem fyr. Annað fékk og Svium áhyggju, en það var það, að í þessari orustu gekk konungurinn hvað eftir annað fram fyrir menn sina, þrátt fyrir all- allar bænir og viturlega ráðleggingu. Hann var jafnan þar sem orustan var hörðust og skifti höggunum við rússnesku hermennina eins og óbrot- inn hermaður. Einu sinni var og hesturinn skotinn undan honum. Þessi ofurhugur Karls konungs hefði vel getað ráðið niðurlögum sænska hers- ins, því hann var öllum hershöfð- ingjum fremur höfuð liðs sins. Rússar hörfuðu undan inn fyrir landamæri sín. Það var auðséð á öllu að keisarinn kærði sig ekkert um það að leggja til höfuðorustu á þessum stöðum eins og Karl kon- ungur frekast vildi. Keisarinn ætl- aði sér að halda áfram uppteknum hætti, þreyta Svía á alla lund með smáskærum og tefja framsókn þeirræ með því að brenna bygðina. Karl konungur kom til landamæra Rúss- lands, skamt frá borginni Tatarsk, í öndverðum septerobermánuði árið 1708, ári síðar en hann lagði á stað i herförina. En er þangað kom stóð alt héraðið í ljósum loga. Út við sjónarrönd var sem eldhaf eitt að sjá upp af brennandi þorpinnu og bæjum, en loftið var svo reykbland- ið að naumast sást til sólar. Þessi hroðalegu landspell höfðu Rússar gert á öilu svæðinu til Sraolensk. Það var þá ljóst — þótt Svíar hefðu eigi búist við því fyr — að Pétur mikli skirðist ekki við þvi að gera hin sömu spell sínu landi og hann hafði gert í Póllandi og Lithauga- landi. Frh. t Salbjörg Jónsdóttir frá Gvendareyjum. Dáin 30. ágúst 1915. Þú, húsfrú bezt, ert horfin sýnum á himinbjartrí sumarstund frá björtum eyja bólstað þínum og bónda þíns frá góðri mund. Nú harmur kveðinn honum er frá hlið hans burt, er svift var þér. Þú varst hans ljós um liðnar stundir er lágu saman æfispor, og gleðin ykkar gekk ei undir sem glóey björt um islenzkt vor. Þú unnir listum, óði’ og söng og ykkur fanst ei tíðin löng. Svo liðu árin. — Lifsins saga var Ijúf og björt við þlna hlið um samverunnar sælu daga, er sumri mætti likja við. En nú að viði’ er sigin sól og sorti færist yfir ból. Það grúfir skuggi’ á Gvendareyjum, er góð er liðin hússins frú, með angrað hjaita eftir þreyjum vér ótal mörg og syrgjum nú, en dýpst ber sár í huga hann, sem hana misti úr sínum rann. Sem eiginkona ágæt varstu og ástrík móðir börnum þeim, er fóstra vanst, á braut þau barstu og beztan kærleiks veittir seim. Þau muna þig um æfiár og elska gegnum bros og tár. Þitt hlýja viðmót, hússins prýði, og hýra viðtal gleðja vann, er ávalt sýndir öllum lýði og unað veitti þínum rann, sem gerðir, flestum fanst um það að friðarmildum gleðistað. Þú varst sem sumarsólin blíða, er sendir yl og geisla um lönd með vonir alt til yztu tíða og eisku’ og trú á Prottins hönd,. er leiddi þig um lífsins stund ogVloks gaf væran hvíldarblund. Þú ert nú horfin, ylur þrotinn og endi bundinn lifs á skeið við rót er stofninn rósar brotinn er rann þín æfisólin heið. Þitt kvöld varð blítt með kyrð og frið er kvaddir hinst og skildir við. Vér flytjum þér nú kveðju kæra er kvenna flestra göfgust varst °g geymum þína minning mæra, þú'ment og dýrar gáfur barst og öllu fögru unnir hér nú”æðra ljós mun birtast þér. Lárus Halldórsson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.