Ísafold - 29.12.1915, Blaðsíða 2
2
IS A FO L D
H.f. Eimskipafélag fslands.
Að gefnu tilefni leyfum vér oss hérmeð að mælast til þess, að þeir
sem hafa með höndum hlutafjársöfnun til Eimskipafélagsins
haldi henni áfram
einnig eftir nýár.
Söfnuninni verður haldið áfram, þótt ákveðið hafi verið, vegna ákvæða
félagslaganna, að eftir nýár geti einnig aðrir en menn búsettir á ís-
landi skrifað sig fyrir hlutum.
Reykjavík, 20. desember 1915.
Stjórn H.i. Eimskipafélags Islamls.
Isancfshe procfukfer,
ethvert slags — modtages til forhandling. Hurtigt og greit opgjör.
Aarvig & Co., Bergen, Norge.
Telegramadr. Aarvigco. Bankforbindelse Bergens Privatbank.
(B. A. E.).
Cigareffur:
Sulljossf tSyolaiQg úíanna,
reykið þær, því við það sparið þið 25 — 30%.
Tilbúnar og seldar í heildsölu og smásölu hjá
A <2. JEtevi, *32ayRjaviR.
H.f. Eimskipafélag Islands.
Vegna þess að nokkurir menn haía sent félagsstjórninni
arðmiða sina tyrir árið 1915 at hlutabréfum í H.í. Eimskipa-
félagi Islands, skal eítirtekt vakin á því, að aðalfundur, sem
halda á i júnímánuði á, samkvæmt félagslögunum að ákveða
hvort greiða skuli arð og þá hve mikinn. — Enginn arður
getur því orðið útborgaður tyr en eftir aðalfund og verður
þá væntanlegur arður greiddur á skrifstofu félagsins í Reykjavík.
Reykjavík, 20. desember 1915.
Stjórn H.f. Eimskipafélags íslamls.
Hlutafél. ,Völundur‘
Trésmíðaverksmiðja — Timburverzlun
Reykjavík.
Hefir ávalt fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri (unnu og óunnu),
vanalegar, strikaðar innihurðir af flestum stærðum og allskonar lista til
hiisbygginga.
sína. Og þótt leynt færi var samn-
ingatilraunum milli þeirra haldið á-
fram meðan Karl var á ferðalaginu
yfir Pólland. Helzt var það þá i
ráði frá Mazepaf hálfu1 að fá Karl
konung til þess að koma með her
sinn til Ukraine, Þegar hann væri
þangað kominn ætlaði Mazepa sér
að láta íbiiana gera uppreist gegn
keisaranutu og hrista af sér ok
Moskovíta. En samtimis lofaði hann
Stanilás konungi þvi að hann skyldi
verða drotnari yfir landinu, ef hann
vildi viðurkenna hinar gömlu frelsis
og réttarreglur þess. í staðinn átti
svo Mazepa að fá yfirráð tveggja
pólskra héraða og heita fursti. Og
þetta var aðalkjarninn í samningun-
um, því að Mazepa gekk eigi annað
til en eigingirni. Hann sá i hvert
óefni komið var, en vildi fyrir hvern
mun halda virðingu sinni og völd-
um óskertum, og helzt auka hvort-
tveggja. Og til þess að ná því tak-
marki var hann fús til þess að beita
öllum meðulum, lygi, svikum eða
valdi, eftir þvi sem honum sýndist
bezt henta. En jafnframt gætti hann
þess að sér væru allir vegir færir.
áður en hann gengi í bandalag við
þá, sem hann hélt að mundu fá
yfirhöndina, og því hreyfði hann
hvorki hönd né fót gegn keisaranum
fyrst í stað. Þvert á móti lék hann
tveimur töflunum, til þess að dylja
fyrirætlanir sínar. Hann lét sem
hann væri hinn trúasti þegn keisar-
ans og gaf honum allar þær upp-
lýsingar er hann mátti um hernað-
arfyrirætlanir Svía. En þegar hann
átti í samningum við þá Karl XII.
og Stanislás, þá lézt hann eingöngu
hafa í huga heill föðurlands sins og
ekkert vilja annað en það, að Ukraine
kæmist aftur undir pólska konunga.
Og í þriðja lagi lét hann það ótví-
rætt uppi við Kósakkana að hann
gæti ekki farið með ófriði á hendur
Svíum, því þá mundu þeir leggja
landið undir sig, en í þess stað vildi
hann ganga í bandalag við þá'.gegn
keisaranum til þess að ná aftur hinu
dýrmæta sjálfstæði landsins.
í þessum margþætta bragðaleik
var það nauðsynlegt að kunna að
velja hlutskifti sitt á réttum tíma;
annars gat Mazepa hæglega flækst
sjálfur í svikanetinu. En er það fór
að kvisast, að hann mundi hafa
fleira en eitt járn i eldinum, lét
hann sjálfur segja keisaranum frá
því, hver orðrómur á lægi og hætti
um stund að semja við þá konung-
ana, Stanislás og Karl. Þessi aftur-
kippur varð á öndverðu árinu 1708,
að því er rússneskar sagnir herma,
og það er því ómögulegt að Karl
XII. hafi tekið nokkurt tillit til
Mazepa, er hann gerði áætlanir sin-
ar um herferðina það sumar. Þvert
á móti virðist svo sem hann hafi
aldrei búist við miklu úr þeirri átt.
Og það var ekki fyr en í nauðirn-
ar rak, þegar það var augljóst að
Svíar mundu ekki geta komist rak-
Jeitt til Moskva, að konungur tók
að hugsa um það í alvöru, að halda
til Ukraine. Áður hafði hann álitið
Mazepa eins og alla hina uppreistar-
seggina í Rússlandi — eins og smá-
peð, sem áttu að gera honum auð-
veldara að vinna hið mikla hernað-
artafl. En er för hans stöðvaðist við
landamæri Rússlands, hjá Tatorsk,
breyttist taflstaðan algerlega. Mazepa
var nú og ákafari í því en nokkru
sinni fyr, að fá hann til þess að
koma til Ukraine. Hann lofaði
konungi því meira að segja, að
selja honum í hendur helztu vigi
landsins, ef hann kæmi innan á-
kveðins tima. Jafnframt lézt hann
þó vera einlægur vinur keisarans;
hann Iét biðja til guðs í kirkjum
landsins um það, að hann varðveitti
landið fyrir sænsku köttunum, ósk-
aði Pétri keisara til hamingju með
sigurinn hjá Lesna o. s. frv. En
nú vandaðist málið fyrir honum.
Keisarinn treysti þvi enn að hann
væri sér hollur, og gerði honum þvi
boð um það að finna sig, til þess
að ráðgast við hann um það, hvern-
ig hægt mundi að ráða niðurlögum
Svía. Mazepa varð þó ekki ráða-
laus. Hann lézt verða fárveikur, lét
sendiboða keisarans koma á fund
sinn þar sem hann lá i rúminu og
beiddist þess að sér yrði veitt sakra-
mentið, áður en hann gæfi upp
öndina.
Þetta bragð dugði í bráðina, en
nokkru siðar frétti Mazepa það, að
Mensjikov ætlaði sjálfur að heim-
sækja hann, og þá beið hann ekki
boðanna lengur. Hann yfirgaf þá
aðseturstað sinn, Baturín, og hélt
til móts við Svia með 10 þúsundir
manna. Margir af þessum mönn-
um struku undan merkjum hans á
leiðinni. Hjá Desna hitti Mazepa
framvarðarlið Svía. Talaði hann þá
langt erindi til hermanna sinna, og
sagði þeim frá því, að hann ætlaði
að ganga í lið með Svíum. Varð
það til þess að enn fleiri yfigáfu
hann, og er hann að lokum kom
til herbúða Karls konungs, hafði
hann eigi nema lítinn flokk manna
með sér, i stað þess að koma sem
bandamaður í fylkingarbroddi 40,000
Kósakka, eins og hann hafði áður
látið í veðri vaka.
Það var 29. október 1708 að
Mazepa náði fundi Karls konungs.
Tók Karl konungur honum með
mestu virktum og bauð honum
til borðs með sér. En er Mazepa
skildi við konung um kveldið fékk
hann honum í hendur landstjóra-
skilriki sín í Ukraíne, til merkis um
hollustu sína.
Liflu eftir að Mazepa hafði yfir-
gefið Baturin kom Mensjikov þang-
að. Brá honum eigi lítið í brún er
hann kom þar að ramlega luktum
borgarhliðum og sá varðmenn á
múrunum. Hann komst þó fljótt
að þvi hvað í efni var og skýrði
keisaranum þegar í stað frá þvi.
Hóf hann nú umsát um Baturin og
leið ekki á löngu áður en borgin
gafst upp. Brendu Rússar þar alt
og brældu, svo eigi stóð steinn yfir
steini. Varð Karli konungi að því
hið mesta óhagræði, því hann hafði
treyst því að íá þar hin miklu mat-
væli, skotfæri og fallbyssur, sem
Mazepa hafði dregið þar saman.
Keisarinn lét gefa út boðskap til
ibúanna í Ukraine og skýrði þeim
frá þvi að Mazepa hefði ætlað að
svikja landið i hendur Pólverja. Var
það vel til þess fallið að egna Kó-
sakkana til fjandskapar við Mazepa,
því þótt þeim væri illa við Rússa,
var þeim þó enn ver við Pólverja
og sáu nú glögt hvernig Mazepa
hafði ætlað að svíkja þá. Keisarinn
lét ennfremur brenna líkneski af
Mazepa á báli og skipaði nýjan
landstjóra í Ukraine.
Erl. simfregnir.
Opinber tilkynning frá brezku utan-
ríkisstjórninni í London.
London, 22. des.
Opinber frönsk tilkynning hermir
í gær, að Frakkar hafi gert áhlaup á
Hartmannsweilerkopf og tekist vel.
Höfðu þeir áður búið undir áhlaupið
með stórskotahríð. Færðu þeir þar
talsvert út stöðvar sínar í eystri hlið-
unum og handtóku 1200 Þjóðverja
úr sex tvífylkjum og þar á meðal
var 21 liðsforingi.
•-- ---mcxrc-m ..",
Erl. simfregnir
frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl.
Khöfn 22. des.
Bretar hafa flutt lið sitt burt af
Gallipoliskaga.
Búlgarar hafa staðnæmst hjá landa-
mærum Grikklands, en ekki haldið
inn í landið.
Kaupmannahöfn 25. des.
Jólanóttina var áköf
skothrið alstaðar á víg-
völlunum. Sprengingar
voru gerðar og hand-
sprengjum var varpað.
Friðarleiðangurs-menn
Fords verksmiðjueiganda
eru farnir frá Kristjaníu
til Stokkhólms. Sjálfur er
Ford veikur og ætlar hann
þegar að halda heim aftur
til Ameríku.
Kaupmannahöfn 26. des.
Deilan milli Austurríkis
og Bandaríkjanna harðnar
stöðugt.
Grimmileg orusta hefir
staðið hjá Hartmanns-
weilerkopf I 9 daga sam-
fleytt.
Nfir laipiir
ísafoldar 1916
fá ókeypis blaðið til nýárs frá
þeim degi, er þeir greiða andvirði
næsta árgangs (5 krónur), og
auk þess tvær af þrem neðantöld-
um sögum eftir frjáisu vali:
1. Fórn Abrahams (600 bls.)
eftir Gustaf jansson.
2. Heljargreipar (280 bls.)
eftir Conan Doyle.
3. Mýrakotsstelpuna og
Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf
í þýðingu Björns heit. Jónssonar.
Nýir kaupendur utan Reykjavíkur,
er óska sér sendan kaupbætirinn —
verða 'að greiða í burðargjald 30 au.
Ella eru menn vinsamlega beðnir
vitia kaupbætisins í afgreiðslunni.
A 11 i r viðurkenna, jafnt stjóru-
mála-andstæðingar sem aðrir, að
ísafold sé fjölbreyttasta og efnismesta
blað landsins, pað blaðið, sem eiqi ei
hceqt án að vera — það blað, sem
hver íslendingur verður að halda, er
fylgjast vill með í því, er gerist utan
lands og innan í stjórnmálum, at-
vinnumáíum, bókmentum og listum.
Talsími 48.
jfwjy Til hægðarauka geta menn
út um land sent andvirðið í frí-
merkjum.
ísafold er blaða bezt.
ísafold er fréttaflest.
ísafold er lesin mest.
Aggerbecks Irissápa
er óvinjainanlega gób íyrir húftina. Uppóhald
allra kvenna. Beita barnas&pa. Biftjiö kanp-
menn ybar om hana.
Kristján Ó. Skagfjörð
umboðsmaður brezkra verksmiðja
dvelur- til febrúarloka
32 Margaret Street,
Hull, England.
Hæst verð
greiðir kjötverzlun E. Milners,
, Laugavegi 20 B,
fyrir nautgripi, eldri og yngri,
einnig kálfa.
Borgað samstundis.
Komingl. hirð-verksmiðj a
Bræöurnir Cloétta
mæla tneð sínum viðurkendu Sjokólade-tegundum,
sem eingöngu eru búnar til úr
fínasta Kakaó, Sykri og Vanille.
Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund.
Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum.