Ísafold - 09.02.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.02.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis T1/^ kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis íyrirfram. Lausasala 5 a. eint. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðiS. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjárí: Dlafur Björnssan. Talsími nr. 455. XLIII. drg. Reykjavík, miðvikudaginn 9. febrúar 1916. 10. tölublað AJþý»ufél.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—B Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11 -8 Bœjarfógetaskrifstefan opin v. d. 10—2 og 1-7 Bœjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—B og 5 ísiandabankí opina 10—4. S.F.TJ.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 EiiM. Alm. ftuidir fld. og sd. 8»|s siod. Landakotskirkja. Gnosþj. 9 og 6 á heU.rm Landakotsspitali f. ajilkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—1S3. Lanasfeékasafn 12—B og B—8. Útlán 1-8 LandsbúnaOarfélagsskrifstofan opin fra 12—2 Landsféhiroir 10—2 og 5—6. L&nðsskialasafnio hvern virkan dag kl. 12—2 Iiandsstminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. HáttiSrTigripasafnio opið l'lt—2'/» a sunnod. JPósthúsio opio virka d. 9—7, snnnud. 9—1. Samábyrgð Islands 12—2 og 4—6 Stjórnarráosskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavlkur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. VffilstaoahsBlio. Heimsðknartimi 12—1 I>j6»menjasafnio opiö sd., þd. fmd. 12—2. Ýms erl. tíðindi. Klofningur í Asquithsstjórninni. Eins og símað hefir verið sam- þykti neðri málstofan brezka í fyrra mánuði lög um hervarnarskyldu fyr- ir ókvanta menn. Fyrsta umræða vnrð 7. jan. Með lögunum greiddu 403 þingmenn at- kvæði, en 105 á móti. Mótstaðan gegn þeim var aðallega frá verka- mannahlið og dró atkvæðagreiðslan þann dilk a efiir sér, að þrír for- ingjar verkamanna, sem sætu áttu i Asquithsstjórnina, þeir Arthur Hend- erson, William Broce og George Reberts sögðu af sér embættinu vegna óánægju með þessi lög, sem brjóta i bág við stefrm allra stjórn- mál;-flokka brezkra undanfarið. Einn þeirra rótteknu bingmanna brjzkra, sem andvígastur hefir verið hervarnnrskyldu, Ward að nafni, sagði svo i ræðu, að enginn máttur væti til í heiminum, er fengið gæti sig til að greiða ekki lögum þessu mat- kvæði, hversu mjög, sem honum væri borinn á brýn hringlandaskap- ur. »Úr því að til eru menn í land- jnu, sem ætla að reyna að koma sér undan að gera skyldu sína, þvi þá ekki að þvinga þá með lögum til að gera hana.< Heivarnarskyldulögin auka mann afla Breta stórkastlega og þykir sennilegt, að þegar þau séu gengin i gildi eigi að skríða til skarar af ibrezkri hálfu. Friðar-sveit Fords, hins ameríska íbifreið.i-auðmanns, háfði um jólin og nýárið dvöl í höfuðborgum Norður- landa og lét mikið á sér bera. Sjálf- ur v.yð Ford að hverfa heim til Ameriku nær undir eins vegna þess, að hann þoldi eigi Norðurlanda lofts'- lagið, en fylgisveit hans heldur á- fram friðarkrossferðinni. Hvar sem Fo-dsveitin hefir komið, hefir hún ausið fé á báða bóga. Frá Kaup- mannrhöfn var ferðinni heitið til Haag (þ. 7. jan.) Og í þá för kostn- ir margir kunnir friðarvinir af Norð- urlöndum. Það hefir Henry Ford látið um mælt, að eigi muni hann kinnoka sér við að verja öllum auði sínum i þarfir friðarstarfsemi, ef á þurfi að ha'da. En auður hans skiftir hund- ruðum miljóna og hefir safnast hon- um eingöngu á Ford-bifreiðunum, sem náð haf útbreiðslu allr; bifreiða í h Túnin og mjólkin í Reykjavík. Kýrin dugir 25 manns, ungum og gömlum. I sveitinni eru miklu færri um ktina. Hér átt við það, hvað komast má af með miost, neyðarlítið. Kúnni er þá ætlað að mjólka um 2300 potta á ári, og peli ætlaður á mann um daginn. Setjum að 15 þúsnnd manns lifi á þessum Rykjavíkuiskaga. Dygði því fólki 600 kýr eftir þessum reikn- ingi. í reyndinni eru það 800 kýr, sem mjólk er 'seld frá í Reykjavík, en þessar 800 kýr verða þá líka að dropa Álftanesi, Garðahverfi, Mos- fellssveit og Kjalamesi. Er þá eigi fjarri því sem fyr var sagt, að 600 kýr verði að duga Reykjavík. Af þessum éoo kúm leggja bæjar- menn sjálfir til 200. Tvo hluti mjólkur sinnar verða bæjarmenn að kanpa að, sem stendur, Dýr þykir þeim sopinn, og fram- leiðendur þykjast heldar ekki ofsæl- ir. Kúafjöigun hér og ígrendhelzt ekki í hendur við mannfjölgunina. Vonin helzt hjá kaupendum, að verðið falli, er járnbrautin kemur austur yfir fjall. Flutningur á mjólk- urpotti færi þó ekki fram lir 2 aur- um, og framleiðslan þar hálfu ódýr- ari 'en hér. Mjólkurskortmr ætti fráleitt að geta oiðið í bænum eftir að brautin væri komin, og fyrst í stað œundi verð- ið falla. En ótrygt er á þvi að byggja, að bæjarmenn fengju mjólk sína keypta eftir framleiðsluverði austanfjalls. Ölvesingar og Fióamenn verða allra híuta vegna að gera félagsskap rrieð sérum mjólkursöluna til Reykja- víkur, og liggur þá einokunin of beint við, að eigi verði sætt sem má. Höfum vér Reykvikingar nú fengið reynsluna á því, að fram- leiðslan ein ræður eigi verði á lífs- nauðsynjum. Samkepni kæmi eigi til greina frá nærsveitunum hérna. Þær sæu og fljótt sinn haginn við að ganga í bandalagið. í annan stað erfrem- ur liklegt, að Mosfellssveitin og Kjalarnesið, með dágott sauðland, en lítið nautgæft hey, fari að auka hjá sér sauðfjáreignina og fækki við sig kúnum, með þessu kjötverði sem er og helzt. Þegar roskinn bóndi í Reykjavik ritar að þessu sinni þetta greinar- korn, er það til þess, að reyna að koma því inn hjá Reykvíkingum, að þeir verði að treysta sér einum, eigin framtakssemi og engu öðru, til að verjast á komandi árum óverði og einokun á jafnmikilli nauðsynja- vöru og mjólkin er. Vörnin er stóraukin ræktun bæjar- Jandsins. Um aldamótin athugaði Jarðrækt- arfélag Reykjavíkur ótekið, en allvel ræktanlegt, land, sem bærinn á i Reykjavíkur og Laugarness-jörðum. Það voru 4000 dagsláttur. Nokkuð af þessu landi er farið síðan, en þó eru enn betur en þúsund hektarar eftir. Vel ræktaður hektari fóðrar kúna, með uppbót frá matargjöf. Á þvi bærinn efni í allmörg kúafóður, auk þeirra sem nú eru fyrir á túnum bæjarmanna. Er eigi ofmælt að bæjarlandið getur vel lagt til 600— 800 kiia, fóður, án þess að ganga um of nærri nauðsynlegum högum — sem líka ætta að vera á ræktuðu landi. Mætti nefna 1000 kúa fóður, heima fengið, með aðkeyptu og drýgðu, er bærinn úr allri rojólkur- kreppu, þótt fólkið verði 50 þiisund. Reikna sem svo, að geti bærinnlagt fram frá sjálfum sér helming þeirr- ar mjólkur, sem hann þarf, verður honum ekki sýnt í tvo heimana. En mergurinn málsins er sá, að bærinn verður sjálfur að rækta landið. Þessar viðu mýrar vera fyrst að gerþurkast með skipulegu skurða- neti Þá tekur náttiiran við og býr moldina undir mannshöndina til að fá matinn úr henni. A 15—30 árum breytir sólarylur- inn mýrarjarðveginum gerþrurkaða i létta frjómold. A biðárunum þeim borgar beitin góða vexti af girðing- arkostnaði og enda þurkunarkostnaði. Beitin fer batnándi ár frá ári. Er óhæit að gera krónu fyrir gripinn um vikuna.- Og þegar hreinn vall- lendisjarðvegur er fenginn, er hver hektarinn dýrmæt eign hér í Reykia- vík, hvaða not sem bæjarstjórn vildi þá af landinu hafa. Eg býst við að niðurstaðan yrði sú, þegar bætta landið færi að hlaupa á hundr- uðum hektara, að þá kæmi stóra bæjarstjórnarfjósið. Þessum smáþýfða valllendis-jarð- veg 3'rðu ekki boðin önnur ræktun- artæki en rafkmiin. Tæki því á svo stóru. Opnu skurðunum yrði áður búið að breyta í lokræsi. Stæðu hverjir tíu hektararnir ekki lengi fyrir þeim jarðvöðlum. Fossarnir hérna yrðu þá og vonandi farnir að leggja til áburðinn. Reyndar er hann nú þegar til, ef hirtur væri frá sjón- um, og óprófað er enn með ísaldar- leirlagið hérna í holtunum. Ekki þyrfti grasfræið í svona jörð. Vel- gróið valllendið grær aftur, þegar bylt er og borið f, og verður grös- ugt og vélslægt tiin. Slík ræktun með þurkunaræðum um stórt svæði í senn, hagfeldum girðingum og stórvirkum vélum að brjóta og bylta, er náttúran hefir áður fengið kost á að vinna aðal- verkið, -— slik ræktun er ekki á annars færum en bæjarfélagsins. Bær- inn getur beðið og haft góða vexti af sínu fé meðan beðið er, og um leið hlynt að gripaeigendum bæjar- ins með því að útvega þeim bæri- lega og vel helda haga. Og eftir biðtímann á bærinn tí- falt eða tvitugfalt verðmeira Iand, en þá er hann lét skurða í fyrstu. Og það er blessuð sólin, sem útvegað hefir bænum þann verðauica, og tekur ekkert fyrir. Hún er bara nokkuð lengur að því hér í köldu og votviðrasömu landi. En það er viðnr en á Hollandi, að þarf að hjálpa guði dálítið til að skapa landið. Reykvíkingar hafa í sólar stað dembt áburðinum í súra og seiga jörðina, og auðvitað fengið gras í bili, en óbærilega dýrt. — Þarna er framtíðar-mjólkin okkar. Þarna er framleiðslan og vörnin. Sjórinn helzt oss opinn að baki. Enginn hreppahringur getur þaðan lukt um oss, og frá sjónum sækjum vér aflið til að geta eignast og farið með þá sneið af landinu, sem dugir fyrir mjólkurpelann barnanna okkar og barnabarna. Og landsins fjðlmennasta cg rík- asta sveitarfélag verður að finna til skuldbindingarinnar að fara vel og viturlega með litlu landsneiðina sína. Einhvern tíma verða mýrarnar okkar ísleiizku, niðri á láglendinu, of dýrar til að vera áfram hlaupa- hagi fyrir hioss. Fyrir löngu er svo komið hér í fjölbygðinni. Margar eru fleiri hliðar þessa máls. Þetta var nii bara um ræktunarað- ferðina. Roskinn bóndi i Reykjavik. Gandreiðin. Hugleiðingar um landsins gagn og nauBsynjar. Eftir Siqurð Guðmundsson á Selalœk.- I. í siðast liðnum mánuði fór eg í líkingu við gandreið yfir bygðir og bú landsmanna. Eg leit yfir ýmislegt, þar á meðal atvinnuvegina og líðan fólksins, þjóð- félagsskipunina og stjórnarfarið, met- ingin milli kaupstaða og sveita, og áhrif leiðtoganna, stefnumun manna og afleiðingar þess m. fl. Eg þóttist sjá margt athngavert, er væri þess vert að um það væri rætt f blöðunum. En eg er þó daufur með að gera það að blaða- máli. Ber einkum þrent til þess, að eg sé flest óljóst, svo mér gat víða missýnst, að mér sýodist blöðin, sem öll eru í kaupstöðum (hér með talin kauptún), hlyntari þeim en sveit-. um, og aðstaða mín til blaðanna því, erfiðari, að mér virtist eg með því að láta uppi skoðun mína baka mér óvild fjölda landsmanna. Þó sýndist mér réttara að þegja ekki alveg, heldur fara vægt í sakir, svo eg verði fremur náðaður, en finn að eg hefi hvorki lag né sál til þess, að draga mikið úr sannfæring minni. II. A nefndu gandreiðarferðalagi hug- ans, þóttist eg sjá sveitabúin yfir- leitt á furðanlegum framfaravegi. Erfiðleika að visu mikla, en einnig dugnað, fyrirhyggju og sparsemi vonum framar. Hefir og "neyðin kent ^bændum þá búnaðarreglu að lifa ódýrt, sem mér sýndist þó engin maður kunna nú á timum. Rekstursfé búanna virtist mér nær undantekningarlaust of lítið. Bæhd- ur of fátækir til þess að geta btiið laglega. En annað þó lakara: Tap nálega á hverju búi, nema helzt á fjölskylduheimilum, meðan börnin voru í ótnegð. Hér eru undanskildir þeir bændur, sem græða á miklu viðskiftabraski og öðru því er gerir öðrum mönn- um skaða. Tel þá ekki með mönn- um. Umgetið tap búanna þarf þó nánari skýringu. Eg á ekki við það eitt; að verðmæti búanna minki, enda þótt svo sé oft, og það með beztu fólksástæðum. Eg á við hitt, að bændur geta ekki reiknað sér árs- kaup, og vexti af innistæðufé sínu á búinu að frá dreginni ómegð, eins og þeir gætu fengið, sem ársmenn hjá öðrum. Hjúum búsins ber árskaup, og ef þau lána búinu peninga, þá eiga þau vexti af þeim. Fái hjúin þetta, ekki þá tapa þau á eign sinni og atvinnu. Eins er um hdsbændu'rna, að frá- dreginni ómegð þeirra. Atvinnurekstur sveitabiía sýndist mér að því leyti frábrugðin öðrum, að búsbændurnir vinna fremur alt árið eins og hjtiin, og eru víða einyrkjar. Þeim b;r því hjúakaup yf- ir árið. Störf húsbænda í sveitum virtust auðvitað misjöfn eins og hjúa. Sunn- lenzkir bændur sýndist mér þó vinna að jafnaði fult svo mikið sem hjiiin, auk umsjónarinnar. . Mestur var þó munur á hús- mæðrum. I sveitum vinna duglegar húsmæður undra mikið, og bæri hátt kaup eftir vinnunni að dæma. En hins vegar er litt mögulegt að búa i sveit, með ónýtum og eyðslu- sömum konum. í kaupstöðum sýndist mér störf húsmæðra miklu minni. Enda sá eg ekki betur en sumar þeirrar væru ómagar á búum síncm. Mér sýndist meira að segja að sumar ónýtar og eyðslusamar >stáss- rófurt, sem hugsa helzt um sinn eigin skrokk, ala hann á dýrri fæðu, hafa upplag af dýrum fötum til skiftis, og eru stöðugt að breyta þeim eftir tizkunni, bera gullstáss, t. d. sprota niður undir tær o. s. frv., vera i minsta lagi tví eða þrígildir ómagar á búum sínum. Eg sá ekki heldur betur, en margar ógiftar stiilkur væru ómagar á búunum. Fjöldi húsbænda og lausamanna i kaupstöðum, sýndist mér Hka ómagar á 'sinu búi, meiri og minni tima á vetrum, og þeir þess vegna ekki geta átt rétt til, að reikna sér árs- kaup af atvinnurekstri sínum, nema telja sig sem ómaga að þessu leyti, til frádráttar á árskaupinu. Þeir kaupstaðarbúar, sem vinna alt árið, eiga hinsvegar engu minni rétt en sveitafólk til árskaups, þar með taldar hiismæður, ef þær vinna í líkingu við sveitakonur, og eyða ekki til muna meira. Þá sýndist mér ólíku saman að jafna með reksturskostnað sveitabiía og algengustu vinnu í kauþstöðum. Hvar sem menn legga frá til at- vinnureksturs síns, vilja menn hafa vexti af því á einhvern hátt, nema

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.