Ísafold - 09.02.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.02.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Erindi um Þegnskylduvinnu flytur Hermann Jónasson fimtudaginn þann io. þessa mánaðar kl. 8Y2 síðdegis í Bárubúð. Itmgangsetjrir 25 aurar. Aðgöngumiðar fást í Bókverzlunum ísafoldar og Sigf. Eymundssonar. Ennfremur í verzluninni »Von< og við innganginn. í fjarveru minni gegnir fjr. Guðmuttdur Óíafsson Ufirdómslögmaður öllum málafærzlustörfum fyrir mina hönd. Hann verður að hitta að jafnaði í skrifstofu minni kl. io—12 f. h. og 12V2—2 og 4—6 e. h. Reykjavik 8. febrúar 1916. SvQÍnn Sijörnsson. Látin er hór í bænum S i g r í ð u x Jónsdóttir, kona Odds Ögmunds- sonar sem lengi bjó í Oddgeirshólum í Flóa, en móðir Jóh. Ögm. Oddssonar kaupmanns hér i bænum, vel metin myndarkona. Söngfélagið 17. júní hefir frestað ráðgerðum Bamsöng sínum um þessa helgi þangað til um miðja næstu viku. Erindi nm þegnskylduvinnnna flyt ur Hermann Jónasson annað kvöld í Bárubúð. Næsta haust á fram að fara þjóðaratkvæði um þá hugmynd. Veit- ir því eigi af, að almenningur kynni sór hana sem bezt — og sýni áhuga sinn með því að hlyða orðum fyrsta frumkvöðuls hennar, Skipafregn. Farþegar með íslandi að vestan voru þessir: Carl Proppó verzlunar- stjóri, Ólafur V. Davíðsson verzlunar- ötjóri, Hafnarfirði, Vigfús Guðbrands- son, Páll Stefánsson stórkaupmaður, Ólafur Böðvarss., verzlunarstj. Hafnarf. Lúðvíg Andersen klæðskeri (fóru þess- ir allir með skipinu vestur) — Jón Snorri Arnason kaupm., ísafirði, frú Estífa Björnsdóttir, Þingeyri, Kristján Kristjánsson og Andrós Kristjánsson skipstjórar á Þingeyri, Hannes Stephen- sen kaupm., Bíldudal, Kristján Albert Kristjánsson, Suðureyri, Beuedikt Jónas- son verkfræðingur og frú og margir fleiri. Island fór til útlanda í morgun. Meðal farþega voru: L. Kaaber konsúil, Sveinn Björnsson lögm., Þórhallur Dauíelsson kaupm. frá Hornafirði, Ólafur TeitBSon skipstjóri, Debell for- stjóri, Copland stórkaupm. og frú hans, Thomsen konsúll, Henningsen verzlunarm., Meinholt veggfóðrari, jung- frú Þyri Benediktsdóttir, Bjarni Ólafs- son bókbindari, Sig. Briem póstmeistari o. fl. ísland áttá að fara hóðan í gær ki. 5. En þá var veður svo vont, að örfáir menn aðeins komust á skipsfjöl, en flestir urðu frá að hverfa. Skipið lá fyrir utan Battaríesgarðinn og furðaði menn á, að eigi skyldi bregða sér inn fyrir hafnargarðinn, meðan farþegar voru að koma sór út, Ýmsir farþegar komust ekki út á Bklpið fyr en f morgun. Gullfoss kom til Vestmanneyja í dag kl. 12. Póstmeistarinn tók sór fari á ís- landi til Danmerkur. Hann hefir verið heilsuveill í vetur og ferðin ger til hellsubóta. Ýmsar greinar verða að bíða næstu blaða vegna þrengsla. ísafold hefir borist svo mikið af gagnsemda hug- vekjum, að höfundar þeirra verða að afsaka, þótt eigi komist allar í sama blaðið. t Stefán í Möðrudal á Fjöllum er látinn. Hann dó 3. þ. mán. eftir stutta legu i lungna- bólgu. Hann var með merkustu mönnum í bændastétt þessa lands. Dr. Guðm. Finnbogason mun síðar rita um Stefán heit. hér i blaðinu. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í London. London 2. febr. Botnvörpungur heíir i dag tilkynt flotastjórninni, að hann hafi séð þýzka loftskipið »Zeppelin L 19«, þar sem það hafi verið að sökkva í Norðursjó. Erl. simfregnir (frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl.) Kaupm.höfn 31. jan. Tvö Zeppelinsloíttör flugu yfir Paris og vörpuðu niður sprengikúlum. 25 menn biðu bana. Þjóðverjar sækja íram hjá Somme og hafa handtekið 1200 hermenn. Frakkar tóku aítur skotgraf- irnar, sem þeir rristu. Orustan heldur áfram. K.höfn 2. febrúar. Goremyken forsætisráðherra í Rússlandi hefir sagt af sér. Sturmer hefir tekið við for- sætisráðherraembættinu. Ófriðaræsingar hafa orðið mjög miklar i Bandaríkjunum. Wilson forseti hefir látið í ljós að dregið geti til ótriðar. Kaupmannahöfn 5. febr. Tyrkneski kronprinsinn hefir framiö sjálfsmorð. Zeppelíns-loftskip „L 19“ hefir farist í Norðursjonum Austurrikismenn sækja fram í Albaníu. Þegnskylduvinna. Frh. í skólunum er reynt eftir megni að glæða fagrar hugssjónir hjá nem- endum; innræta þeim ást og virð- ing alls þess, sem fagurt er og full- komið. En á skólunum er sem mörgum mun kunnugt engin verk- kensla utan á bændaskólunum, sem þó er enn í smáum stíl. En reynd- in hefir orðið sú, að skólunum hefir reynst full erfitt og oft ómögulegt að innræta nemendum sínum þær sönnu dygðir, sem hverjum og ein- um eru nauðsynlegar til að geta verið fyrirmynd annara. En margir munu nú spyrja: Hvar á þá að kenna mönnum að ganga veg dygð- anna, ef ekki á skólunum? Og til hvers eru þá skólarnir? Eg vil svara því á þá leið, að slíkt er hin mesta fásinna, að búast við að skólarnir megni slikt. Til þess koma ung- lingarnir of gamlir í skólana. For- eldrum verður að lærast skilningnr á því. Uppeldi barnsins, bæði and- legt og líkamlegt byrjar þegar í vöggunni. Þvi er ekki svo varið, að óhætt sé að kasta allri uppeldis- ábyrgðinni á mentastofnanir lands- ins; foreldrar verða sjálfir að leggja undirstöðuna undir uppeldi barnsins, ef vel á að fara. Eg veit með vissu, að foreldrar eiga enga heitari bæn til guðs síns, um neitt, en að börn- in þeirra megi verða sem hamingju- samastar og nýtastar manneskjur í þjóðfélaginu. En hér dugir ekki bænin ein, hér þarf meira með. »Vel beðið er hálfur sigur«, sagði Gústav Svíakonungur, og allir munu sammála um að slikt er satt. »Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir*, það er gamall og góður málsháttur. Með það fyrir augunum eiga allir foreldrar að vinna kappsamlega að heilbrigðu og kristilegu uppeldi barna sinna. En þá má þeim eigi gleymast uppeldið i starfsáttina; þeir verða að hafa lifandi tilfinningu fyr- ir þvf, >að Hfið er starfsemi og starf- semi er lff«, eins og skáldið kemst að orði; gæta þurfa foreldrar að þvl, að hamingja barnanna þeirra bygg. ist á þvi hve vel þeim er kent að vinna í æsku, og hve vel er vakin ást þeirra og virðing fyrir vinnu, og þeim sem með dygð og trúmensku rækja verk sinnar köllunar. Það eru margir foreldrar, sem finna til þess sjálfir að vinnan er oft erfið, og hún leggur mönnum skyldur á herðar, takmarkar frelsi fólks o. s. frv. Oft vill foreldrum þá til sú skynvilla við hugleiðingar um vinnuna, að kenna sársauka fyr- ir börn sín, sem oft gengur svo langt úr hófi, að þau sjálf, foreldr- arnir, taka þá röngu stefnu að vinna fyrir börn sin það sem þau áttu sjálf að inna af hendi, — ganga undir börnum sínum, — sem svo er oft kallað. Þetta álíta, þvi miður, margir foreldrar, sem þó vilja börn- um sinum alt hið bezta vera hið ákjósanlegasta fyrir þau. En aftur eru sumir, sem ekki hafa þrek til að ýta börnnm sinum út á starfs- brautina, þótt þeir sjái að vinnan er þeim fyrir beztu. Þessu verður öllu að breyta; innræta þar æskulýðnum að hvergi sé að finna hina sönnu gleði og hugarrósemi annarstaðar en í vinnunni. Vinnan er undirstaða undir allri velferð í lifinu, hvort manninum er ljúft og eiginlegt að vinna eða ekki, skapar velferð hans í heiminum. Undir eins hjá vöggubarninu hreyfir starfslöngunin sér, svo er hún rík hjá börnunum; þessi starfslöngun eykst eða þverrar eftir því hvernig uppeldi barnið fær. Það eru mörg sorgleg dæmi frá kaupstöðunum, sem sýna að iðjuleysið hefir orðið undirrót ýmsra óknytta hjá börnun- um. Fyrir agaleysið og starfsvöntun villast unglingarnir oft í lifinu frá sinni réttu stefnu, og finna svo ef til vill aldrei sjálfa sig. Afleiðingin verður þá alloft sú að mennirnir lenda á rangri hillu í lífinu, eru nauðbeygðir til að vinna þá vinnu, sem þeir eru óhneigðir fyrir; sú vinna fer þeim oft illa úr hendi; þeir verða leiðir á lifinu, leggja svo árar í bát og verða slæpingar. Það er víst ekki ofmælt að telja vinnutima iðjumannsins, frá því hann er fulltiða, alt að helming æf- innar. Ef nú maður finnur litla eða enga gleði i vinnunni, já, þá verð- ur lifið honum gleðisnautt og hann naumast mikilmenni i lífinu. En all- flestir finna ánægju í vinnunni, sem nógu snemma á æfinni hafa vanist henni, og öll mikilmenni heimsins hafa verið starfsöm og vinnan fært þeim óblandna gleði. Með þegn- skylduvinnu hugmyndinni er al- menningi rétt hjálparhönd. Foreldr- um er rétt höndin og þeim boðið að taka börnin þeirra til verklegs náms, til að kenna þeim á full- komnaii hátt en foreldrar geta sjálf- ir, stundvísi, hlýðni, stjórnsemi, háttprýði, reglusemi, hreinlæti og eftir megni handtök og hreyfingar við vinnu. Með fám orðum verið að bjóða foreldrum kenslu fyrir börn sin í allri þeirri dygð, sem einn mann má prýða. En þjóðin þarf lika að sýna að hún vilji þýðast þegnskylduvinnuna, hún þarf að berjast fyrir framgangi tillögunnar við næstu kosningar. Taka svo höndum saman við verkstjóra vinn- unnar með uppeldi æskulýðsins. Gera þarf hún alt sem í hennar valdi stendur til að þroska börn sín heima; svo þau komi sem fullkomn- ust á námskeiðið og hafi þar af leiðandi sem mest gagn af þvi. Þegar peqnskylduvinnan verðut lög- leidd, hvenær sem það verður, verð ur fyrst og fremst að gæta henni til hagsmuna: að vinnutíminn sé stuttur, að sem allra beztir og hæf- astir menn stjórni vinnunni, að menn megi leysa hana af hendi hvar á landinu, sem menn helzt óska eftir. Ekki ætti daglegur vinnutimi þegn- skylduvinnunnar, að vera lengri en átta tímar á dag. Hinum tima sólar- hringsins ætti að verja svo, að átta tímum ætti að verja til bóklegs- náms og íþrótta, og siðustu átta tímum til svefns. Af iþróttum ætti að að leggja stund á gang, sund og glimur. Gang þyrfti að leggja all- mikla stund á, því þar er mörgum ungum manni ábótavant. Leitt er að sjá unga og upprennandi menn, sem sýnast standa á þeim takmörkum, að lifa júnímánuð lífsins og alt lífið ætti að brosa við, slettast til hoknir og álútir undir sjálfum sér Iikt og þeirra eigin líkamsþungi ætli að sliga þá niður eins og horgemling. Þetta þarf að lagfæra. Þótt sumum kunni að finnast að minstu skifti um göngulagið, maðurinn geti verið eins mikill og góður fyrir það, ber gangurinn og yfirleitt allar líkams- hreyfingar vott um smekkvisi manns- ins, fjör og þrótt; hefir í stuttu máli menningar áhrif á hann frá mörgum hliðum; ber að mörgu leyti vott um hver hann er. Glímur ætti að leggja stund á til að viðhalda hinni fornu íþrótt vorri. Sund þyrfti að kenna, svo framt sem unt er að koma því við. Það ættu öll börn að læra, og ekkert barn ætti að ferma, án þess það hafi lært sund. Vér íslendingar, fá- tæka og fámenna þjóðin, verðum fyrir ærið nógum mannskaða árlega, þótt þeir ekki drukni, sem sund- kunnátta gæti bjargað; og sorglegt er þegar menn drukna í flæðarmál- inu af þvi þeir kunna ekki einföld- ustu sundtök. Daglegur vinnutimi ætti að vera stuttur, svo menn yrðu sem ánægð- astir við vinnuna og fjörmestir. Á þann hátt afkasta þeir meira verki og hægta að kenna þeim þær að- ferðir, sem flýtti fyrir því. Gjarnan ættu menn að velja sjálfir hvar á landinu þeir vllja vinna. Vera má að marga fýsti til fjarlægra staða, sér til fróðleiks og skemtunar. Út- boð ætti að gera með nægum fyrir- vara og hver skyldur að koma þeg- ar hann er kallaður, ef veikindi eða þvilikt hamlar ekki. Það væri tií að kenna mönnum, að láta smámuni sinna eigin hagsmuna sitja á hakan- anum, þegar þeir eiga að gegna sin- um helgustu skyldum. í bóklegum fræðigreinum ætti að kenna jarðyrkju, skógrækt (báðar þessar verklega og bóklega), hag- fræði og þjóðfélagsfræði. Báðar þess- ar fræðigreinir eru mörgum fremur mentandi fyrir lifið. Að verkstjórarnir séu góðir og' nýtir menn, varðar mestu um vel- ferð og notagildi þegnskylduvinnunn- ar. Þeir þurfa fyrst og fremst að kunna vinnuna eftir beztu föngum; geta kent þær bóklegu fræðigreinar, sem helzt ættu að kennast með fyrir- lestrum, og síðast en ekki sízt vera hæfir til að laða að sér nemendur vinnunar. Þeir þurfa í stuttu málr að vera fyr.rmynd í öllu sinu dag- fari að háttprýði, stundvísi, réttlæti og verklægni, svo nemendur vinn- unnar kappkosti af sannri elsku og virðingu fyrir þeim, að líkjast þeim og breyta eftir þeim. Ef ættjörð vor verður svo lán- söm, að börnin hennar skilja þýð- ingu þegnskylduvinnunnar, greiða henni atkvæði og hrinda henni í framkvæmd, hefst hér nýtt og fag- urt fyrirtæki, sem fylstu líkur eru til að verði landi og þjóð til ómet- anlegrar hamingju. Þá fækkar smám- saman þeim kal- og bruna-sárum sem land vort ber og öllum óspiltum æskumönnum ætti að vera sönn ánægja i að fá tækifæri til hjálpar við lækningu slíkra sára. Þá fjölga og batna vegir, viðskifti manna ganga greiðara, en i bættum sam- göngum og greiddum viðskiftamögu- leikum felst meiri þjóðarvelmegun, en í fljótu bragði verði reiknaðar með tölum. Vera má að þegnskyldu- vinnan eigi þá framtíð fyrir höndum að hrinda fram hugsjónum skáldsins, sem segir: Sú kemur tið, að sárin foldar gróa, sveitimar fyllast, akrar hylja móa; brauð veitir sonum móðurm oldin frjóa, menningin vex i lundum nýrra skóga. Pétur Jakobsson. Varmá i Mosfellssveit. The North British Ropework Co. Kirkcaldy, Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilfnnr og færi alt úr bezta efai og sérlega vandað Fæst hjá kanpmönnum. Biðjið“því ætíð um Kirkcaldy fiskilínnr og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við og þá fáið þér það sem bezt er.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.