Ísafold - 15.03.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.03.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 »hæfaleikar«. A íslenzku teljast þessi skapferliseinkenni undir hugtökin »ókosti«, »galla*, »annmarka« o. s. frv. En úr því að B. Kr. telur þetta »hæfileika«, hví vill hann þá eigi vera biiinn þeim ? B. Kr. mótmælir veiklun sinni: Sýnishorn af andlegum afurðum Björns er í hinni fádæma vitlausu »Eftirvara«-ræðu hans á Alþingi 1915 (Alþt. B. III, 2079.—2080. dálki) svolátandi: ». . . Enda þótt eg hafi fylgt sjálfstæðisstefnunni og jafnvel fylgt þeim, sem lengst hafa gengið í þvi, að fá rétt vorn viðurkendan, þá hefir mér verið það ljóst, að þroski þjóð- arinnar og þingsins er ekki orðinn nægur til þess, að geta tekið upp nægilega staðfasta og aflmikla bar- áttu fyrir frelsi þjóðarinnar. Því veldur bæði fátækt og þolleysi fjöld- ans og »materialismi« (efnishyggja) hins sterkara. Efnishyggjan hefir nú náð föstum tökum á Evrópu og kveikt þar hið geisilega ófriðarbál, og því miður hefir efnishyggjan einnig komið hingað til lands og jafnvel hér inn i þingið og tekið sér þar bólfestu. Þegar þannig er kom- ið, er ekki til neins fyrir þjóðina að hefjast handa til sjálfstæðis fyr en sú alda er yfirstaðin (svo 1). Mate- rialisminn kemur að baki þeirr?, er það reyna og einhverja hjálp vilja veita og bregður þeim hælkrók* (skáld- legur er Bjcrn) .... Siðan talar Björn um »að sigra skotgrafir* o. s. frv. Og enn segir Björn (Alþt. B. III, 2093.—2094. dálki): »Eg var fyrir nokkru síðan stadd- ur á fundi og hitti þar gamlan kunn- ingja minn. Hann skaut því fram, að það gæti verið hættulegt fyrir okkur, að vera með svona tillögu (0: »eftirvarann«), eins og þá, er nú á að koma undir atkvæði, og sagði, að sumir mundu iðrast þess siðar. Eg tók það svo, að einhver ætlaði að hefnast á mér eða öðrum í hópn um fyrir það. Og hægast var að hefnast á mér í þeim hóp, eins og á stóð. Af þessu getur skapast ótti hjá mörgum manni, því að menn vita, að andi mannsins er ekki enn orðiun svo göfugur, að hann geti metið réttilega skoðanamun, þótt bygður sé á sannfæringu. En jeg hySRi óttinn sé i raun og veru ekkert annað en ambátt siðleysis- efnishyggju og yfir höfuð andlegrar lítilmensku. Og jeg hygg ennfrem- ur, að sá, sem gengur að þingstarf- inu, sem á að vera heilagt, með heyrt mann heimska sig á að neita því. Hún er í fleiri íslenzkum orð- um, t. d. s t a 11 u r og standa. Þá verður því ekki heldur neitað, að afleiðsluendingin -r er fslenzk. Vér höfum því myndað s t a r af íslenzkri rót með islenzkri afleiðslu endingu, og svo er það volapUk I En hvernig fer málið sjálft að? Tökum t. d. rótina b ú. Af þeirri rót hafa mörg orð verið mynduð: sögnin að búa og nafnorð með ýmsum endingum, svo sem búnað- ur, búskapur, búi; ennfremur búð og búr, er hvorttveggja táknar hús eða hýbýli. En auk þess hefir rótin bú sjálf verið höfð endingarlaus í merkingunni bær, svo sem margar samsetningar sýna, t. d. Belgabú, Berabú, Farðabú, Kísabú, Kleppabú, Rekabú o. fl. Setjum nú svo, að orðið búð hefði verið til í málinu, en ekki orðið búr, og svo hefðum vér nefndarmenn myndað það. Mundi það ekki hafa verið kallað volaptik? Og þó er það Islenzka, en ekki fremur nú, en þegar það fyrst var myndað. Það er íslenzkt af þvl, að það er myndað af sömu efnum og nieð sömu aðferð og mörg önnur orð, sem talin eru ís- lenzk. Hvað eru lög málsins annað hreinum hui' 0g hjarta 0% með pað eitt fyrir augum, að nota krafta sina eingöngu fyrir þjóðtélagið, hann þurfi ekkert að óttast. Enqinn mann- legur kraftur megnar að vinna slik- um manni mein. Þess vegna skul- um vér ódeigir hafna dagskránni, sem fram hefir verið borin, en sam- þykkja tillöguna. Og þó að ein- hverjir, ef til vill, verði látnir gjalda þess efnalega, þá getur enginn skað- að andann«. Svo mörg eru þessi orð. Þau lýsa ástandi ræðumanns betur en orð. Björn klykkir »leiðréttingu« sína út með því, að hrósa sér fyrir fleiri dygðir en einurð og hreinskilni. — Hann segist lika vera góður banka- maður. Þetta sannar hann þó eigi með þvi, þótt umsetning bankans hafi tvöfaldast 6 árin, sem Björn hafi verið þar. Það hefði verið sýn óstjórn á bankanum, ef slik hefði eigi raunin á orðið, því að veizlun- arvelta landsins hefir tvöfaldast á þessu tímabili og auk þess hefir veltu- fé bankans verið aukið um 2 milj. kr. rétt áður en Björn hélt innreið sína í bankann. En hvað hefir B. Kr. annars gert fyrir bankann og landið? Lánað Landmandsbankanum i Khöfn fé. Skapað nýjan flokk veðdeildar, sem fáir eða enginn getur notað. Hvernig -hefir honum tekist að selja íslenzk verðbréf? Það er bezt að hann svari því sjálfur. Hvernig hefir hann, í seinni tíð, hegðað sér í samvinnu við starfsmenn bankans og stéttarbræður sína þar suma ? Það er bezt að peir svari því. Sjálfsagt hefir hann leyst af hendi störf sín ejtir getu sinni. En hann hefir líka jafnan haft annað að hugsa og starfa, og auk þess verið heilsu- bilaður upp á síðkastið. Druknun í Vestmannaeyjum í gær voru 4 menn á bát að flytja sauðfé út í Alsey. Þegar báturinn var að leggjast að, fylti hann af sjó, og einn mannanna féll i sjóinn og druknaði. Hét sá Guðmundur Þór- arinsson bóndi, og var 65 ára gam- all. Hann var mesti dugnaðarmað- ur, vel látinn af öllum. en þær reglur, sem málið hefir hlítt? En islenzkan hlítir fleiri reglum um orðmyndun en »aðalreglum« hr. Á. P. Hún tekur stundum rætur og hefir þær að nafnorðum án þess að bæta neinum endingum við eða skeyta neitt fyrir framan. Eg gat áður um orðið bú i merkingunni bær. En í málinu er fjöldi nafnorða, sem eru hreinar og beinar rætur. Ög hafi forfeður vorir haft rétt til að fara þannig að, þá höfum vér það og. Vér eigum tungu vora með sama rétti og þeir. Stefán Stefáns- son skólameistari tók hér á árunum upp orðið gró yfir »spora« á plönt- um. »Gró« hefir ekki, svo eg viti, áður verið haft að nafnorði. Það er rót í orðunum að gróa, gróandi, gróður o. s. frv., en mun ekki hafa komið sjálfstætt fyrir áður en Stefán tók það upp. Eg veit engan hafa vitt þetta orð, enda er það stutt °g laggott. Mér virðist miklu rétt- ara að hafa þessa aðferð, þar sem henni verður við komið, heldur en taglhnýtingsaðferðina, sem mörgum »attani-ossum« er tömust, þá, að hrúga heilum orðum saman, svo að eitt orð verður eins og stór þorsk- hausalest. •Þessa aðfeið, að taka upp rót orðs Tapast hefir grár hundur nokk uð stór, miðlungi loðinn, vel feitur, með slapandi eyru. Nafn hundsins er Vír. Viti nokkur um hund þennan er hann vinsaml. beðinn að skila hon- um á Lindargötu 19 eða að Lamba- stöðum á Seltjarnarnesi, gegn fundar- launum. cTaying giirsf. En dansk Herre (50 Aar) önsker at tilbringe Sommeren paa en rolig, fredelig islandsk Gaard, der i k k e ligger ved Alfarvej. Eget Værelse önskes, ellers stilles ingen Fordringer. Kosten kan hovedsagelig bestaa af Bröd, Mælk og Æg. Svar med Pris og aadre Oplysninger udbedes i Billet mrk. »6777« til L. Chr. Niels- ens Annonce-Bureau, Köbmagergade 63, Köbenhavn K. ReykjaYíknr-aimáll. Maður beið baua við hafnarvinnuna < Öskjuhlíð á laugardaginn var — af tundursprengingu. — Hann hót Sig- urður Jónsson, ókvæntur maður, til heimilis Barónsstíg 22. Aðkomnmenn. Sig. Magnússon lækn. ir frá Patreksfirði, Jón Proppó kaupm. frá Ólafsvík. Aflabrögð. Þilskipin eru nú að koma inn með uppgrip fiskjar. Ester kom nýlega með 11.000 afla eftir tæpra þriggja vikna útivist, Sign'ður með 14.000 0. s. frv. Orgelhljómleikar. Páll Isólfsson or- gel-leikari ætlar að efna til nyrra lilóm- leika í dónkirkjunni á sunnudag. Greinar frá banknstjórn Landsbankans (Skýring) og frá bankaritara Árna Jóhannssyni o. fl., o. fl. verða að blða næsta blaðs vegna þrengsla. Norskur konsúll í Vestmanneyjum er Gunnarkaup- maður Ólafsson nýlega orðinn. óbreytta og gera úr henni nafnorð, höfðum vér er vér tókum upp f e r, sem er rótin í fjörður, til að hafa sem viðlið i þeim ættarnöfnum sem af »fjörður« eru dregin. Oss er svarað því, að germönsk rót sé eigi islenzk, og það er satt, að þessi rót kemur ekki fyrir óbreytt i íslenzk- um orðum sem vér höfum varð- veitt, en það er tilviljun ein. Ef vér t. d. hefðum haft myndirnar f j a 11 og f j ö 11, en ekki f e 11, þá mundu þeir sem nú segja að f e r sé ekki íslenzka segja hið sama um f e 11. Forfeður vorir tóku upp f e 11 og spurðu engan um leyfi. Vér tökum upp f e r með sama rétti. Þá er endingin -o n. Hún er talin óíslenzk vegna þess að langt er síð- an málið týndi henni niður. Spurn- ingin er þá sú, hve langt má fara aftur í tlmann. Er óréttmætt að taka upp aftur endingu sem fallið hefir niður um skeið? Um það má deila. En mér finst aðalatriðið vera það, hvort hún stingur í stúf við önnur hljóð málsins, svo að engin orð hljómi neitt svipað. Ef svo væri, mundi eg telja varhugavert að taka hana upp, þó hún hefði áður tíðk- ast. En tökum nú t. d. hvert á eftir öðru nöfnin Bjórnsson (frb. bjösson), Hákon og Tungon. Hvert hljómar Ýms erl. tíðindi. Carmen Sylva, ekkjudrotning í Rúmeníu, er nýlega látin, komin til hárrar elli. Hún fekst allmikið við skáldskap og þótti sýnt um ýmsar listir. Kosningar í Danmörku. Ríkis- þingið hefir samþykt að fresta fram- kvæmd grundvallarlaganna nýju um eitt ár — vegna ófriðarins. Er var- hugavert talið að hleypa landinu út i ko3ningahríð — eins og sakir standa — þegar vel g e t u r hugsast, að Dan- mörk lendi í styrjöldinni, hvenær sem vera skal. Misprentast hefir í síðasta blaði, í dánarfregn frú ^Anna Pétursdóttir Johnssen, í stað frú Guðrún. Deilan um ættarnöfn. ísafold flytur í dag grein eftir dr. Guðmund Finnbogason um ættar- nöfn — út úr erindi þvi, er Árni Pálsson bókavörður flutti um dng- inn fyrir Alþýðuftæðslu Stúdentafé- lagsins um það efni, út af manua- nafnabókinni, og nú er komin út á prenti. Bráðlega býst Isafold við að geta flutt annan dóm um þá bók, þar sem litið er allmjög öðru vísi á. í næsta blaði kemur og fyrir al- menningssjónir erindi, sem síra Magtiús Helgason kennaraskólastj. flutti nýlega (þ. 26. febr.) á kvöld- fundi kennaraskólans. Snýst hann mjög móti ættarnöfnum. íslenzkulegast eða óislenzkulegast? Eg fyrir mitt leyti treysti mér ekki til að gera upp á milli þeirra, og eg hygg að almenningur mundi þurfa að hugsa sig vel um til að skera úr því, hvort s-ið, k-ið eða g-ið i þess- um orðum fylgir fyrri eða siðari samstöfunni í framburði. Maður átti hrífu. Hann hafði feng- ið hana að erfðum. í hrífuna vant- aði nokkra tinda og vintiumenn vildu fá að setja þá í. Þeir komu með gamla tinda úr sama efni og þeir sem fyrir voru eða smiðuðu nýja úr sama efni og með sama sniði, En maðurinn tók hrifuna, fórnaði henni til himins og mælti: »Með þessari hrífu hefir verið rak- að í mioni ætt frá ómunatíð. Þau göt sem nú vantar tinda í hafa ver- ið tindalaus svo langt sem menn muna. Þessi göt eru heilög göt, ættargöt, sem aldrei má fylla. Bölv- aður sé sá sem dirfist að tinda þessa hrífu, þó hún skilji eftir dreif. Þessi hrífa hefir ekki verið smiðuð til að taka öll strá, Skilji hún einhver eftir, þá er óhagganlegu eðli hennar um að kenna.« Mér finst hr. Á. P. og hans lik- ar hugsa líkt um íslenzkuna og þessi maður um hrifuna. Þeir virðast gleyma því, að tungan er verkfæri andans og að þær breytingar á henni eru leyfilegar sem gera hana hæfari en áður til að vinna það verk sem henni er ætlað. Hr. Á. P. ræðst á þær úrfellingar sem vér með skfrskotun til fordæma málsins höfum gert á sumum orð- um er vér höfum dregið ættarnöfn af. Hann segir: »En ekki ætti að þurfa að eyða mörgum orðum að að því, að þó að einstöku afleiðslu- endingar málsins þoli ekki nema eitt eða tvö atkvæði fyrir framan sig, þá nær sú regla aðeins til þessara endinga og ekki til annara« (bls. 26). Hverjar eru þá þessar afleiðsluend- ingar og hvers vegna hafa þær for- rétt, ef aldrei má stytta orð nema þeirra vegna? Vill ekki hr. A. P. skýra það ögn betur, þvi að þótt hann haldi ef til vill sjálfur að Erl. simfregnir (frá fréttaritara l'saf. og Morgunbl.). Rússar skjóta ákaft á Trebizond. Rússar eru komnir í nánd við Bagdad. Þjóðverjar hafa sagt Portúgals- mönnum strið á hendur. Aðstaðan hjá Verdun óbreytt. Kaupmannahöín í gær. Villa, yfirhershöfðingi í Mexiko, hefir ráðist á Bandarikjamenn. Stjórn Bandaríkjanna hefir sent herlið suður. Þjóðverjar hafa* tekið Fresnes, Forges og Ravenskóginn í nánd við Verdun. Síðustu vikuna hafa Þjóðverjar skotið 3 miljónum spreugikúlna á stöðvar Frakka hjá Verdun. Frakkar hafa 2000 fallbyssur þar til varnar. Þýzkur kaibátur sökti frönsku herflutningaskipi i Miðjaiðarhafinu. 1200 manns druknuðu. Mörg skip hafa verið skotin tund- urskeytum síðustu dagana. Khöfn i gærkveldi. Hlé er nú á áhlaupinu hjá Verdun. ítalir hafa hafið ákafa sókn hjá Isonzo. Brezka hjálparbeitiskipið »Favette« rakst á tundurdufl við austurströnd Bretlands og sökk. allir séu skyldir að trúa þvi sem hann segir sannanalaust, þá er mér ekki kunnugt um þau stórvirki er heimili honum slika kröfu, og eg vildi þvi fá að heyra þær styttingar- reglur málsins sem hann segir að vér höfum brotið. Þangað til eg hefi heyrt þær mun eg telja styttingar vorar jafnréttmætar og þær sem vér höfum tilnefnt úr málinu. Eg skal ekki eltast við þau atrið- in, þar sem hr. Á. P. hefir að eins prentað upp athugasemdir og tillög- ur vorar með háðsmerkjum. Þær halda gildi sínu, þó þær séu prent- aðar upp. Hann lýkur máli sinu með rangsnúningi á þvi, sem vér höfum sagt um þáð, að Þ sé óhent- ugt í ættarnöfnum, og hann minnir á það, að eg hafi einhvern tima kallað þá menn uppskafninga, er skæfu islenzka stafi úr nafni sínu og rituðu það með útlendum hætti. En í þvi er ekkert ósamræmi við tillögur vorar, heldur þvert á móti. Vér vildum ráða mönnum frá þvi, að hafa þann staf i ættarnafni sinu, sem n e y ð i r þá til að vera »upp- skafninga« meðal annara þjóða. Þ þekkja engir erlendis, nema lærðir málfræðingar, og gera því úr þvi p í ræðu og riti. Það er hvorki til i útlendum prentsmiðjum alment, né heldur á útlendum ritvélum. Svo íslendingsmarkið á því hjálpar eng- um. Það fær ekki að koma í dags- Ijósið, og þó það komi þar, þá vita sárfáir aðrir en íslendingar hverrar þjóðar það er. Hr. Á. P. gerir sér von um, að nefndarálit vort verði rothögg á ætt- arnafna-hreyfinguna hér á landi. Framtíðin mun sýna, hvort von hans rætist. Hitt er auðsýnt, að hann hefir ætlað sér að reiða nefndarálitið til höggs gegn öllum ættarnöfnum. En mér sýnist vopnið hafa snúist í hendi hans og rekið honum sjálfum þann löðrung, sem það er, að standa ómerkur orða sinna. 12. marz 1916. Guðtn. Finnbogason.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.