Ísafold - 21.06.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.06.1916, Blaðsíða 2
2 IS A F O L D 1 Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innriíatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Yandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Á | TJrni Eiríksson u □ kj Tfusíurstræfi 6j □ ^fjejnaéar* %3*rj6na~ og Saumavörur □ hvergigódýrari né betri. þvofía~ og dVreinlœfisvorur beztar og ódýrastar. [? JEeiRföng og cKœRifœrisgjafír hentugt og fjölbreytt. nú tók að hlýna í veðri. Að lok- um var jaki sá, er þeir félagar höfð- ust við á, ekki stærri en svo sem ioo metrar á hvern veg. Þá var komið fram í aprilminuð. Hinn io. apríl ákvað Shackleton að þeir skyldu freista þess, að komast til Filseyju í bátum þeim, sem þeir höfðu með sér. Lögðu þeir nú á stað og náðu til eyjunnar eftir fimm daga hrakn- inga og þrekraunir. En þar tók lítið betra við, og var sýnt, að brátt mundi þá skorta matvæli. Sá Shack- leton, að svo búið mátti eigi standa. Lagði hann því enn á stað hinn 24. apríl í litlum báti við sjötta mann Og ætlaði til South-Georgia. Var það hin mesta glæfraför, því að þar i milli og Filseyju er 750 mílna sjó- leið, Þeir félagar hreptu storma og veður hörð, en náðu þó heilu og höldnu til South-Georgia hinn 10. maí s.l. Komu þeir að austanverðri eynni og urðu að fara fótgangandi yfir hana þvera og þangað er Norð- menn hafa hvalveiðastöðvar sinar. Sú ferð gekk þó slysalaust og náðu þeir mannabygðum 20. mai. Var nú þegar i stað sendur hvalveiðabát- ur að freista þess, að komast til Filseyju og bjarga þeim, sem þar voru eftir skildir. En hann varð að snúa aftur og leitaði til Falklands- eyja til þess að reyna að fá þar stærra skip til fararinnar. A Filseyju eru 54 menn og höfðu þeir matvæli til 5 vikna, þegar Shackleton skildi við þá. Var þó eigi loku fyrir það skotið, að þeir mundu geta veitt eitthvað og drýgt i búi hjá sér. En nú eru þegar liðnir tveir mánuðir siðan að Shack- leton fór frá þeim og eigi að vita, að þeir bíði þar rólegir, því að enga vissu hafa þeir fyrir því, að þeir Shackleton muni hafa komist lífs a:' úr glæfraför sinni. Hjá Ross-flóaeru 10 eða 11 menn. Hafa þeir nóg matvæli og búast menn við því, að ná þeim lifandi, þótt eigi verði það fyr en eftir áramótin. íslenzkar nútíðar-skáldskapnr. Höfuðskáld fjárlaganna. Eftir Arna Jakobsson. ---- NiSurl. Hvert steýnir? Þessi spurning hefir mér kom- ið oft i hug þegar eg hefi lesið þann fjölda skáldrita sem út kemur nú áriega, í bundnu og óbundnu máli, og ekki hefir þessi spurning ásótt mig síður, þegar eg hefi lesið það sem skrifað er um þau, og hafa svörin orðið misjöfn, og ber þar margt tíl. Gagnrýni bókmenta vorra er að verða misjöfn og jafnvel varasömj Eg segi varasöm, af því að gagnrýni ritverkanna á að vera sá hreinsunar- eldur, sem bókmentaleg menning þjóðarinnar fægir steinana í, sem musteri er bygt af, sem standa á til komandi alda. En að þetta sé svo hér, að því er snertir bókmentir vorar, er engan veginn eins og það ætti að vera, því það er svo nú, að hin lélegri skáld- verk eru lofuð, jafnvel ekkert síður en hin mciri; og stundum ekkert ritað um þan verk, sem kunnir höf. láta frá sér fara, sem minna eru að skáldgildi en ekki neitt. Fljóta þau svo óbeinlínis með því sem lofað er, og leggjast þar með óþvegin í must- erisbyggingu bókmentanna. Líka af öðrum ástæðum er þessi nýtíðaraðferð varasöm. Þegar nafn- kunnir mentamenn rita ritdóma; verður alþýðunni að skapa sér, að nokkru leyti, skoðanir um ritverkin eftir útlistun þeirra. En ef það er og verður, sem hér að ofan er bent til, þá er bókmentasmekk þjóðarinnar búin banaráð. Til þess að benda á nokkuð sem styðji þetta, sem eg hefi sagt, vil eg leyfa mér að nefna nokkra nafnkunna ritdómara íslenzkra bókmenta, fyrst ritstjóra menningartímaritanna, þá dr. Valtýr Guðmundsson háskóla- kennara, dr. Guðm. Finnbogason og prófessor Agúst H. Bjarnason; þá menn sem öðrum fremur eru leið- togar alþýðu, að því er snertir bók- mentalegan skilning og smekkvisi. Dr. Valtýr hefir skrifað fjölda rit- dóma, og marga góða. Þó skildi enginn trúa, umsvifalaust hvað hon- um gengur til dóma, um verk ein- stakra höfunda, eftir að hafa lesið hinn alkunna ritdóm hans nm »Hrannir< E. B. í Eimr. 1914. Eg vil þvi taka til athugunar rit- dóm hans um »Önnu á Stóruborg« í 2. h. Eimr. f. á. Dr. V. G. er farinn að hafa fyrir formála að dómum, um sögur J. Tr.: »Nú er svo komið að maður hlakkar til að fá hverja nýja sögu frá J. Tr.« — Svo hælir hann bók- inni mikið og áberandi, telur höf. leyfilegt að yrkja á þann hátt sem hann gerir, af því að höf. sé að semja listaverk, um leið og hann segi sögu úr liðnum tima. En hvar eru skáldleg listatök í þessari bók? Dr. V. G. telur samband Önnu við Hjalta, næstum að öllu leyti van- smíði og mistök höfundarins. Þar með segir dr. Valtýr að annað aðal- efni bókarinnar sé vansmíði, og það sá hluti efnisins, sem hlaut eftir eðli sínu að hafa í sér fólgin skáldleg listatök og djúpsæi, ef það á annað borð var til í bókinni, — það segir dr. Valtýr mistök höfundarins. — Samt endar hann dóm sinn með því að óska eftir fleiri bókum af þessu tagi frá J. Tr. Þegar nafnkunnir ritdómarar bók- menta vorra virðast óska eftir bók- um frá höf. sem sneyddar eru skáld- legu djúpsæi og listatökum, en sam- settum af lýsingarvaðli, miður ábyggi- legum, um atriði i sögu þjóðar vorr- ar, — þá stefna islenzkar bókmentir leiðina norður og niður. Dr. Guðmundur Finnbogason skrif- ar oft skáldritdóma, en vægast sagt — ferst það misjafnlega. Honum hættir við því að geta aðeins um það sem vel er gert, en bendir siður á það sem miður fer. Er þetta þeim mun lakara, af því að þetta mun ekki stafa af ófundvisi hans á það sem illa er gert. Stundum ekki iaust við að finnist sá andblær frá skrif- um hans, að þau séu rituð með hlið- sjón af þvi, að geta geðjast höf., en þá ekki alveg gætt hinnar bókmenta- legu gagnrýni. Hælt hefir hann verkum J. Tr., þó ekki hafi hann enn ritað um þessar þrjár bækur er eg nefndi; en i fyrra leyfði hann rúm fyrir óskift lof, um Góða stofna I. Verður þó mestrar aðgæzlu að vænta af honum í þessu efni, þareð hann er ritstjóri, við tímarit hins islenzka bókmenta- félags. Prófessor A. H. Bj. byrjar að rita skáldritdóma í »Iðunn« hina nýjtl. Hann ritar um Góða stofna II.—IV. í 2. hefti ritsins I. ár. Vil eg at- huga þann dóm hans ofurlitið. Hann hælir sögunum »Veizlan á Grund* og »Söngva-Borga«, en tel- ur söguna »Hækkandi stjarna* »ótrú- ega og ónáttúrlega«, og endar dóm sinn um þá sögu með þessum otð- um: »Höf. hefir sýnilega skort nægi- lega sálarlega þekkingu á þessu, því er svo mikill þverbréstur í þessari sögu, og hún öll ótrúleg«. Þetta er dómur hans um sögu, sem tekur upp tvo fimtu hluta bók- ar sem Á. Bj., dæmir í heild með þessum orðum: »Enn hefir Jón 'Irausti sýnt það með þessum sögum sínum að hann hefir einna mest til brunns að bera af íslenzkum sagnaskáldum*. — bls. 195- Hvað er prófessorinn hér að gera? Þetta verður ekki skilið öðruvísi, en svo, að hér sé átt við öll islenzk sagnaskáld sem vér höfum átt, frá þvi Jón Thoroddsen byrjaði að skrifa sögur og alt til þessa dags. Hér er ekkert takmark sett. Þetta tel eg ónotalega og ómak- lega árás á sagnaskáld vor, sem hann gerir hér með því- að segja þetta dómsorð, um sagnabók, sem þó er þannig, að tveir fimtu hlutar hennar eru sneyddir skáldlegu gildi, »sýni skort á sálarlegum skilningi, og sé öll ónáttúrleg og ótrúleg«. Alþýðan verður að gæta að, hvað verið er að gera þegar ritdómarnir tala á þessa leið. Gerum ráð fyrir að prófessorinn hafi ekki eetlað að segja svona mikið með þessum niðurlagsorðum, þó enda að hann hafi gert það; og að hann eigi hér aðeins við þær tvær sögur sem hann er að hæla, þá eru þó svo miklir brestir í sögum þessum, að manni finst ekki laust við að settur sé blettur á áður útkomin listaverk skálda vorra, með því, að prófessor við háskóla vorn, skuli telja þessar sögur fremri en »Vonir« E. Hj. og »Vordraum« Gests Páls- sonar að skáldlegu gildi; og eg vil efa að nokkrir af frægum ritdómur- um erlendis, mundi láta nafn sitt standa undir þeim dómi, að þessar tvær sögur J. Tr. séu hreinar perl- ur, eins og sagt hefir verið um báð- ar þessar sögur sem eg nefndi, af nafnknnnasta listadómara Norður- landa sem verið hefir um fimtíu ár. Það er sorglegt til þess að vita, að hámentaðrfr prófessor við Háskóla íslands, sem íslenzka þjóðin ber mikið traust til, skuli byrja skáld- sagnaritdóma sína með svona miklu andhæli. Bendir það ótvírætt á, að samfeldur kjarnagróður, eigi erfið lífsskilyrði í jarðvegi íslenzkra bók- menta. Fjórða manninn skal eg nefna. Þáð er mag. Sigurður Guðmunds- son. Þegar hann ritar um bækur, bera skrif hans vott um glögt dóm- ara-auga, og það svo að hann ber af öðrum er rita í þessu efni. En hann ritar ekki um verk J. Tr. Er það skaði, að þeir menn sem rita skýrt um gildi hinna meiri ritverka, skuli sneiða hjá að rita um hin veiga- minni, því fremur sem skrif þess manns hafa sýnt, að flestu yrði að trúa því er hann segði frá. Einnig má nefna þá Sig. Nordal og Bjarna frá Vogi, sem sýnt hafa glöggan bókmentasmekk. Af hverju stafar þögn þessara manna um verk Jóns Trausta? Til eru bæði stórskáld og smá- skáld meðal allra þjóðu. Eins á meðal vor, Þetta vita aílir. Hin fyrnefndu auðkenna sig oft- ar með því, að rita engan ógnar fjölda bóka, en gera þær þannig úr garði, að þær bera vott um fylstu vandvirkni þess, sem listinni ann af hug og hjarta. • Þjóð vor hefir eignast slík skáld tiltölulega mörg. Einnig kunnugt að meðal alþýðu eru til stórskáld, sem litið ber á og fátt sést eftir, sem vegna lífsskilyrð- anna og umhverfisins, hafa orðið að þegja skáldköllun sína i hel. En aftur einkenna hin síðarnefndu sig með því að rita mikið og án allar vandvirkni. Hafa haft sig áfram til bóktritunar — stundum á kostnað almennings — þó þau séu engin stórskáld í raun og vera. Og í þessum flokki tel eg hiklaust að Jón Trausti eigi heima. Styð eg þessi ummæli mín með því sem eg hefi þegar sagt um verk hans, og með því, að eftir því sem hann tekur fyrir vandasamara efni — t. d. sögur af liðnum tíma, flyt- ur hugsjónaverk eða semur leikrit — ferst honum því lakar meðferð þeirra. En það eru einkenni þeirra, sem taka að sér að vinna þau verk, sem þeir eru ekki færir um að leysa af hendi. Dómur minn er í styztu máli þessi: Að J. Tr. sigli aldrei meðal hinna stærri skálda sem þjóð vor hefir borið gæfu til að eignast. Því er fylsta ástæða kotnin til að spyrja, hvert islenzkar bókmentir stefna þegar alþingismenn vorir hafa gert þenna höfund að höfuðskáldi með launaviðurkenningu. Þetta gerði þingið 1913- Þessar bækur sem eg hefi nú ritað um, eru því ávextirnir af launum og viður- kenningu þeirri er það þing veitti J. Tr. Fjárveitingarvaldið verður að styðja íslenzkan skáldskap, meir en enn er gert, en það má ekki gerast jafn öf- ugt og nú hefir átt sér stað í lög- gjöf vorri. Það verður að hlúa að efnismiklum skáldum, þegar þau koma fram með þjóð vorri, því ella flýja þau, — neyðast til þess, en verði þetta svo framvegis eins og að undanförnu, með íslenzka út- flutninginn annars vegar, en J. Tr. hins vegar, þá er enginn efi á, að leið bókmenta vorra liggur ofan. brekkuna. 28. jan, 1916. B. Kr. aðalhvatamaður „sparkslns^. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, við fleira en eitt tækifærir að B. Kr., er mestur þóttist »vinur« Björns heit. Jónssonar, sem hann (B. Kr.) og átti mest að þakka, — hann sveik B. J., er mest á reið. Það er sem sé af kunnugum full- yrt, að B. Kr. hafi verið aðalhvata- maður »sparksins«, róið þar undir og á bak við. Þessu hefir B. Kr. ekki treyst sér til að neita Ekki er furða, að þessi maður leyfir sér að »nota« nafn B. J.. í málgagni sínu, til þess að reynai að afla sér og sínum fylgisl Jón Traustl. Hr. ritstjóri! í siðasta blaði yðar stendur, að skáldið Guðm. Magnússon vilji fara »í mál« við ísafold út af ritdómi þeim, sem »Sveitakarl« skrifaði fyrir skemstu um niðsöguna um alþingis- menn i Eimreiðinni. Fyrir nú utan það sálarástand, sem þetta ber vott um hjá skáldinu — að telja rétt- mætan ritdóm »at«nnuróg»(l) og halda, að slikt mál vinnist fyrir dómstólunum —, þá finst mér megi geta þess, að sjáljir alpingismennirnir hefðu fremur verið í sinum fulla rétti, að lögsækja höfundinn (Jón Trausta eða Guðm. Magn.) fyrir at~ vinnuróg eða níð. Derselbe.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.