Ísafold - 01.07.1916, Blaðsíða 2
2
IS A F O L D
siðraði þjóð. Tilraunir höíðu verið
gerðar, að útiloka hann úr þinginu.
En þarna gaf hann höggstað á sér, og
talið að hann megi dúsa inni meðan á
þinginu ^stendur, þó nokkrir fylgis-
menn hans reyni að fá hann laus-
ann. En út um heim þykir þetta
bera vott um, fremur öðru, að ekki
sé alt með feldu innan þýzka ríkis-
ins, fyrst þeim berorðu sé í dýflissu
kastað.
Þýzkaland og Amerika.
Viðskifti Þýzkalands og Ameríku
í maímán. hafa vakið alheims athygli.
í byrjun mánaðarins stóð það upp á
Þjóðverjann að svara orðsending
Ámeríkumanna um bardagaaðferð
kafnökkvanna þýzku. Almennur ótti
var um hríð, að orðasenna sú, sem
staðið hafði milli þeirra, myndi leiða
til þess, að Bandaríkin skipuðust í
fjandaflokk Þjóðverja.
Þ. 5. maí sendu Þjóðverjar Banda-
mcnnum orðsending þess efnis, að
héðan í frá skyldu þeir ekki sökkva
hlutlausum skipum, án þess að þeir
gerðu skipshöfninni viðvart, svo hún
gæti séð sér farborða á einhvern hátt.
Stjórn Bandamanna átti að fá að sjá
skipunarbréf kafnökkva foringjanna.
I þessari sömu orðsending beindu
Þjóðverjar tali að hinu stranga að-
flutningahafti, sem sambandsþjóðirnar
héldu um Þýzkaland, svo 70 milj-
ónum manna lægi við sulti, og hvort
ekki væri vegur til þess, að Banda-
ríkjastjórn skærist hér í Ieikinn,
Þessari málaleitans Þjóðverjans var
tekið með fögnuði af öllum þeim er
friðinn þrá, sem fyrsta vísi í þá átt.
En þeir, sem var minna um friðinn
gefið, Iitu svo á, að Iítt dygði það
Þjóðverjum að kvarta þótt þrengdist
í búi, því áðferð sámbandsþjóðanna
væri öldungis hin sama og Þjóð-
verjans um árið, er þeir sátu um
París.
En Bandamenn svöruðu orðsend-
ingunni á þá leið, að þeim nægði
loforð Þjóðverja, og málið félli nið-
ur — meðan Þjóðverjar héldu lof-
orð sin.
Wilson og friOurinn.
Þann 20. maí hélt Wilson forseti
ræðu í riki sínu. Taldi hann sér
skylt að bjóðast til þess, að vera
sáttasemjari í Evrópu. Taldi nú
kominn hentugan tíma til þess, að
reyna að stilla til friðar. Skylda
hvíldi sér á herðum að stuðla að
fríði, meðal annars vegna þess, að
það væri þjóð sinni fyrir beztu, að
fríður kæmist á.
Mikla atbygli vöktu orð hins vold-
uga forseta. Hafði hann þegar vel
gert að afstýra því, að Bandaríkin
lentu. í ófriði við Þýzkaland. Því
meiri vonir var hægt að gera sér,
að friðarstarf hans gæti orðið heilla-
vænlegt.
En er þetta friðartal barst til Eng-
lendinga og Frakka, kom annað hljóð
í strokkinn. Þeir vildu ekki —
vilja ekki enn — heyra frið nefnd-
an á nafn. Þeir þykjast nú hafa
það tangarhald á Þjóðverjanum, að
nú sé um að gera, að hann rísi ekki
upp aftur. Ef þeir hætti nú við
hálfkarað, þá muni þeir fá óþökk
eftirkomandi kynslóða fyrir illa unnið
starf.
Eftir að úti var deilan milli Þjóð-
verja og Bandaríkjamanna, lét sendi-
herra Bandaríkjanna í Serlín, Ger-
ard, það í Ijósi, að eigi væri þess
að vænta, að erjur risu aftur milli
þjóðanna. Hann leit svo á, að fyrst
Þjóðverjar hefðu nú siglt fyrir það
sker, að fá Bandarikin á móti sér,
og Wilson hefði tekið málum þeirra
svo vel, þá væri ekki annars að
vænta, en friður væri í aðsigi. Þessi
ummæli sendiherrans vöktu mikið
umtal í Þýzkalandi. Að svo mikið
veður var gert úr orðum þessum,
sýnir betur en annað, hvar hugur
Þjóðverjans er í friðarmálunum. —
Sú frétt hefir borist frá Ameriku, að
boð hafi komið beina leið frá Vil-
hjálmi keisara til Wilsons um, að
Þjóðverjar væru fúsari á friðinn undir
niðri, en þeir létu i veðri vaka.
Þ. 28. maí hélt Wilson ræðu í
»friðarsambandi« nokkru þar vestur
í Ameríku. Sagði bann meðal ann
ars, »að ástæðurnar fyrir styrjöldinni
væru ekki sprotnar frá atvinnurekstri
né efnahag, en af þjóðarig. í fram-
tíðinni yrðu stórþjóðirnar að geta
samið um áhugamál sín. Smáþjóð-
irnar yrðu að mega ráða sér sjálfar,
ef þær vildu, og vera jafn réttháar
og friðhelgar og þær stærri. Friðrof
mættu engin verða vegna öfundar
né hernaðardrambs. — Á þessum
grundvelli vildi hann og þjóð hans
að friður yrði saminn. Alment sam-
komulag yrði og að komast á um,
að úthöfin væru almenn eign og þar
gætu allir verið í friði. Og eigi
mætti stríð hefja fyr en ástæðurnar
fyrir því væru kunngerðar alheimi«.
í enskutn blöðum var ummælum
þessum tekið svo, að þessi hugsun
hafi vakað fyrir Euglendingum áður
en stríðið byrjaði. Nú ætli Þjóð-
verjar að nota Bandarikin til þess að
koma friði á, af þvi að þeir, Þjóð-
verjar, séu búnir að reka sig á, að
þeir geti ekki ráðið þvi, hvenær
striðið hætti, þótt þeir réðu byrjun-
inni. — Fyrst og fremst sé það ólík-
legt, að hlutlaust riki geti ráðið nokkru
um friðinn — og nú sé enginn veg-
ur til þess, að hugsa til friðar, því
þá væri allri fyrirhöfninni, köstnað-
inum og mannslífunum til einskis
eytt. (Framh.).
Sparkið og B. Rr.
Loksins hefir herra Björn Kristj-
ánsson bankastjóri í gær fengið mál-
ið, og gert tilraun til að þvo af
sér, í Landinu sínu, það, sem á
hann hefir verið borið um hlutdeild
og jafnvel frumkvæði að »sparkinu«
á hendur Birni heitnum Jónssyni
árið 1911.
En svo er þessi »vörn« B. Kr.
loðin, að hann játar í rauninni i
einu orðinu þvi, sem hann neitar i
hinu.
Úr því að þetta »spark«-mál einu
sinni er komið á döfina — en til-
efni þess voru öll faguryrðin i
Landinu um B. Kr. sem »aðalstoð«
B. J., — þá virðist langréttast að
Tá aðstöðu B. Kr. vottjesta.
Ýmsir þingmenn — þeirra meðal
sumir, sem nú eru samherjar B. Kr.
— hafa tjáð ritstjóra ísafoldar, að
B. Kr. hafi fyrstur átt upptökin að
sparkinu.
Isafold ber þvi á B. Kr., að hann
sé ósannindamaður, ef hann neitar
þessu, og óskar þess, að hann stefni
blaðinu fyrir þau ummæli. Við
vitnaleiðslu ætti þá sannleikurinn að
koma í ljós.
Prestsbosniug
er nýlega um garð gengin i
Hólmaprestakalli í Reyðarfirði. Kosn-
ing hlaut síra Stefán Björnsson frí-
kirkjuprestur í Fáskrúðsfirði með 128
atkv. Síra Ólafur Stephensen hlaut
65.
Nokkur orð enn
um
flntnmgsgjöld EimskipaféJ.
Á aðalfundi Eimskipafélags ís-
lands kom til umræðu, eins og
menn muna, tilhögunin á fiutn-
ingsgjöldunum með skipum félags-
ins, eða einhver hækkun á þeim,
eins og nú standa sakir. Var
þess getið þar, að það mundi ef
til vill aðeins vera nokkrir kaup-
menn 0g stórsalar, sem verulega
grœddu á hinum lágu flutnings-
gjöldum. Eru það einkum kaup-
menn í Reykjavík og-á aðalstöðv-
unum kringum land. En víða um
landið verða þó aðrir að sæta
miklu dýrari flutningi á vörum
sínum, og þýkir gott, ef þeir með
nokkru móti geta fengið þær.
Verða þeir að selja vörur sínar
dýrt, það er skiljanlegt, — en
hinir, sem við góðu kjörin búa 0g
hafa trygt sér flutning við lágu
gjaldi hjá Eimskipafél. og Sam-
einaða (og sitja fyrir öllum öðr-
um), þeir selja líJca vörurnar jafn
uppskrúfaðar. Hverir græða? Er
það almenningurinn? Nei, Tcaup-
maðurinn stingur þessum gróða í
sinn vasa, blessaður, í dýrtíðinni,
sem þó þykir talsverð ella. Og
líka er þessum hlunnindamönn.um
í lófa lagið, að halda ætíð vörum
sínum í einhverju lægra verði en
hinir geta — 0g græða þó stór-
kostlega —, en með því er sköp-
uð hin lúalegasta samkepni.
Nú eru skipin eins hlaðin héðan
til útlanda, eins og hingað. Hverir
verða þar aðnjótandi lágu flutn-
ingsgjaldanna? Alþýðan, segja
líklega sumir af þessum góðu
mönnum, sem þykjast vera vitrir.
En ef rétt er skýrt frá, þá er það
eJcki hún, heldur eru útftytjend-
urnir mestmegnis stórsalarnir (út-
lendir eða innlendir) eða stór-
gróðamennirnir til sjávarins (út-
gerðarmennirnir). Þeir græða á
því, í viðbót við liinn mikla gróða,
sem þeir að öðru leyti hafa upp
úr »ástandinu«, sem nú er.
Nokkur hækkun á flutnings-
gjöldunum, sem hefði átt að vera
búið að gera (eg tel ekki afslátt-
ar afnámið, sem gert hefir verið á
þessu ári, neina hækkun í þeim
skilningi, sem hér um ræðir), er
því trúlegast ekkert annað en
sjálfsagt réttlætisverk að vissu
leyti. Um leið og hún verður að
teljast nauðsynleg, 0g einkar hent-
ug, til gróða fyrir félagið, eins og
eg hefi áður gert grein fyrir í
ísafold (41. tolubl.). Allir verða
að játa, að afaráríðandi er að
Eimskipafélagið eflist og verði
vel fært í samkepni þeirri, sem
það á fyrir höndum. Og ekki
síður er það lífsnauðsyn, að það
geti sem fyrst aukið skipastól
sinn, til þess að fullnægja betur
en nú er hægt flutningsþörf lands-
manná. Er það beinn gróðaveg-
ur félaginu, að eignast fleiri skip,
en líka er á hitt að líta, ef fé-
lagið þykist nokkuð skuldbundið
þjóðfélaginu, að óafstýranleg vand-
ræði geta steðjað að landinu í
haust vegna skipafæðarinnar, t.
d. ef grasbrestur verður og menn
vilja birgja sig upp með útlent
fóður o. fl. 0. fl. En nú er svo
talið, að skip félaganna, er hing-
að sigla, séu að miklu »upppönt-
uð« og fyrirfram fermd fram að
veturnóttum ef ekki lengur.
Hefði nú ekki verið betra og
álitlegra, að Eimskipafélagið hefði
haft flutningsgjöldin dálitið hærri
alt siðastliðið ár, og eins hið yflr-
standandi, 0g á þann hátt verið
þúið að eignast (eða gæti eign-
ast) eitt skip í viðbót við það,
sem annars er áætlað ? Hefði
það ekki verið heppilegra lands-
lyðnum yfirleitt, enda þótt afleið-
ingin af þeirri hækkun hefði orð-
ið sú, að nokkrir gróðamenn hefðu
grætt ofurlítið minna en þeir hafa
gert, eins og verið hefir? Ekki
hefði slík hækkun og þurft að
jafnast nema til hálfs við þá,
sem önnur skipafélög umhverfis
oss hafa látið fram fara, og varla
það.*) —
Nú lá málið þannig fyrir aðal-
fundi, hvort ekki bæri nú, með
réttu tilliti til allra ástæðna, að
taka til þessa ráðs, er félagið
hefði áður skirst við að neyta.
Að sjálfsögðu bar að koma fram
með þetta á aðalfundi, 0g má
stjórn félagsins vera þakklát fyrir
að þvi var þar hreyft. Því að
þótt svo væri að heyra á ein-
stöku manni, að þeir héldu, að
þetta kæmi stjórninni einni við,
þá er það algerlega rangt. Að
jafnaði heyrir ákvörðun flutnings-
gjalda eðlilega til stjórnarstörfun-
um, en varla þó hinum »daglega
rek8tri« (í höndum skrifstofu og
framkvæmdarstjóra), eins og einn
fundarmanna vildi halda fram.
En ekki er nema sjálfsagt, að
hluthafar á aðalfundi láti skoðun
sina í ljós um svo mikilsverð
hagsmunaatriði eins ”'og ráðstaf-
anir miðaðar við það sérstaka
ástand, sem nú ríkir. Enda skortir
slíkt ekki á aðalfundum skipa-
félaga annarsstaðar. Er sjálfri
félag8stjórninni það einnig fyrir
beztu.
Áreiðanlega skildu flestir fund-
armenn stefnu stjórnarinnar svo,
að hún vildi fara því fram að
fika sig upp á skaftið og hækka
sinám saman, en láta þó félagið
grœða á flutningsgjöldunum meira
en rétt að skríða yflr útgjöldin **)
Og græða til hvers? Vitanlega
til þess að »aukast og margfald-
ast«. Þess vegna hafði hin rök-
studda dagskrá mest fylgið (þótt
hin tillagan, sem fyrir lá, færi í
raun réttri þessu sama fram).
Líka vildu menn á engan hátt
hallast frá stjórninni, sem var
rétt, því að hún er í flestum
greinum góðs makleg. En engar
ákúrur til stjórnarinnar fólust í
tillögu undirritaðs, eins og sjá
má af henni (prentuð í 44. tbl.
ísaf.). Tilgangurinn með henni
var enginn annar en sá, að
tryggja sem verða mætti á þess-
um tímum framtíð félagsins, til
hagsmuna fyrir landslýð allan.
Vonandi er félagsstjórninni það
vel ljóst, að vafalaust margir
hluthafanna vildu ekki samþykkja
beina tillögu í málinu, beldur
sýna henni það í sjálfu sér við-
eigandi traust að vísa málinu til
hennar með dagskránni, án þess
að þeir væru að öllu sömu skoð-
unar og virðist koma fram í
*) Formaður félagsins skýrði
frá því á fundinum, að sum félög
hefðu alt að því 5-faldað flutn-
ingsgjöldin. Við slíkt hefir eng-
um komið til hugar að miðahér.
**) Og hækka verður hún í lík-
ingu við erlend félög, ef hún fær
sér nýtt skip (með stríðsverði), að
því er það skip snertir. En þá
er líka ósamræmið komið á flutn-
ingsgjöld innan sjálfs félagsins.
skýrslu stjórnarftmar til fundar-
ins, um það að annað mætti ekki
vera takmarkið nú, er öll önnur
skipafélög græða of fjár og leggja
í varasjóðu, en að félagið svo
sem rétt bæri sig. En það skal
játað, að stjórnin á örðugt upp-
dráttar í þessu um sinn,. ef svo
er, að félagið hefir bundið sig að
meira eða minna leyti alt árið
við skiftavini sína, með föstum
samningum um lág flutningsgjöld,
sem þó munu verða skiftar skoð-
anir um hvort nokkur riauður
hafi rekið til, þar sem svo býðst
rnikið af flutningi, að félögin hafa
ekki nærri við.
Formaður Eimskipafélagsins
gat þess á aðalfundinum, að hann
vissi um 3 félög (gufuskipafélög)
á Norðurlöndum eða öllu heldur
í Danmörku, sem ekki (eða lítið?ý
hefðu hækkað flutningsgjöld, þrátt
fyrir þá freistingu, sem til þess
bæri, sem sé: »Bornholmske«t,
»Öresund« og — »Sameinaða« (að
því er ísland snerti). Þótt nú
svo væri, sem honum segist frá,
sem eg hefi enga ástæðu til að
efa, þá sé eg ekki betur en að
það staðfesti að eins regluna;
þessi 3 eru sem hréin undan-
tekning af öllum aragrúanum, sem
hækkað hafa og raka saman
miljónunum. En annars er ekki
rétt að telja þau nema 2, því að
þessi litli angi af »Sameinaða«,.
er hingað teygir sig, hverfur í
félagsheildinni, sem öll stórgræðir
og kvíslast víða um heim með
háum flutningsgjöldum. En hvern-
ig stendur á um þessi félög? Um
það gat form. ekki." Af hverjw
hafa þau ekkihækkað? Vér vit-
um, að skip »Sameinaða«, sem
liingað sigla með fastri áætlun,
hafa ekki gert það, af því að
það hefir ekki þótt fært, vegna
þess að félagið er samningum
bundið við landið (til 1. jan. 1920),.
Getur þvi ekki verið eitthvað
líkt farið um hin félögin, er hann
nefndi?
Annars er vert að geta þess,.
úr því »Sameinaða« bar á góma,.
að sumir virðast nú svo skelkað-
ir við það sem engu sinni fyr.
Til þess er þó sýnilega enn minni
ástæða nú en áður, þarsemEim-
skipafélag íslands hefir farið eins-
myndarlega á stað, og raun er á
orðin. En þeir eru til, sem halda,.
að ekki tjái annað fyrir Eim-
skipafélagið og stjórn þess, en að
miða allar framkvæmdar-hug-
myndir og ráðstafanir við það
eitt, hvernig menn gizka á, að
hitt félagið muni haga sér. Slíkt
nær þó skiljanlega ekki nokkurri;
átt, 0g vona eg að félagsstjórnin
sér mér samdóma um þetta, enda
á hún að hafa glegst auga fýrir
þessu, vegna kunnugleika á öll-
um atriðum 0. s. frv. — Sumir
hafa talið, að hættan stafaði ein-
göngu frá því að »Sameinaða«
mundi reyna að hækka flutnings-
gjöldin líka (brjóta samninginn ?),.
að sama skapi og Eimskipafélag-
ið. Aðrir hafa aftur látið sér í
hug koma, að hættan lægi í hinu,
að »Sameinaða«mundieMihækka,
heldur keppa með því setja fleiri
skip í siglingu hér til lands —
sjálfu sér auðvitað til stórtjóns!
Efa eg ekki, að menn geti
spreytt sig á að finna ennþá
fleiri hættu-möguleika. En til
einskis tel eg vera að eltast við
þá hér.
Eg hefi leyft mér, bæði ígrein
hér í ísafold og á aðalfundi Eim-
skipafólagsins, að setja fram þá