Ísafold - 26.07.1916, Side 3

Ísafold - 26.07.1916, Side 3
ISAFOLD af sér, og snýr sér því til sýslu- nefndarinnar. Vitað, að henni mundi ganga betur að útvega mannitm, ef það héti svo, að hann yrði undir stjórn sýslunefndar, en ekki skóg- stjóra. K. H. heldur, að hrísflutningurinn niður Hvitá verði honum til lofs og dýrðar, og að hann geti fleytt sér óhikað enn áfram með skógmálin vegna hans. — Sýnir það eitt með öðru, hve barnalegar hugmyndir hann hefir um sjálfan sig og starf sitt. Bændur þarna eystra, sem einhver kynni hafa af þessum vinnubrögðum K. H., skilja ekkert í, að nokkur maður með heilbrigðri skynsemi skuli geta fengið af sér að ausa fé úr Jandssjóði til þessa fyrirtækis. — Ber flestum saman um, að landssjóði væri það stór hagur, að bændur fengju að hirða hrísið, þar sem það er höggið, þótt þeir fengju það gef- ins, heldur en að kosta því að fleyta því niður árnar. Allir eru víst á einu máli með það, að skógræktarmálinu hefir stór- lega hnignað í höndum K. H., og að þaift verk var unnið, þegar hann var sviftur sandgræðslunni áður en hann fór alveg með hana í hundana. Og þó að neyðarúrræði sé að leggja skógstjóraembættið niður um stund arsakir og að sá, sem nú þjónar þvi, yrði gerður að þurfaling landssjóðs, mundi það margborga sig í fram- tiðinni. Að skömminni til er það skárra, að greiða mönnum íyrir að vinna ekki tjón, heldur en að borga mönnum fyrir að fremja það. Því til sönnunar, að um stórmikla afturför er að ræða í skógræktinni siðan K. H. tók að sér skógræktar- málið, skal benda hér á örfá atriði, gripin af handahófi: 1. Fjárveiting til skógræktarinnar hefir minkað minsta kosti um 6000 kr. 2. Starfsmönnum við skógræktina hefir fækkað — hafa verið fældir frá starfinu sakir óhyggilegrar framkomu skógstjórans. 3. Ahugi almennings á skógrækt- - inni hefir dáið út í stað þess að lifna. Tillögur skógstjórans við- víkjandi skógræktinni eru alls ekki teknar til greina, þótt ein- hvers virði séu. 4. Skógarhöggið er engu betra nú víðast hvar en það var áður en nokkur skógmálastjórn kom til sögunnar, og ekkert eftirlit er með því í helztu skógarhéruð- unum. 5. Girðingum hefir verið hrófað upp hér og hvar i skógum. Stund- um rifnar upp aftur eftir stuttan tíma og settar niður á öðrum stað. Ekkert haldið við og liggja margar hverjar undir stórskemd- um. 6. Sáðreiturinn hjá Rauðavatni lagð- ur niður og tilraunastaðir aðrir hér sunnanlands i mestu óhirðu. 7. Hætt að gefa skýrslur — jafn vel á dönskul — um skógrækt- ina hér á landi. Almenningur ófróður um það að öllu leyti, hvað unnið er árlega í skógrækt eða hvernig skógræktarfénu er varið, nema hvað fréttist á skot- spónum, eins og t. d. að nú sé skógræktarfénu eytt að þarflausu í látlausan hrísflutning o. fl. Ýmislegt fleira mætti benda á, sem sýnir afturför og óhyggilegar ráð- stafanir skógstjórans. Og ef saga skógræktarmálsins væri rakin og framkvæmdum skógstjórans Iýst- í hverju héraði, yrði það lengra mál en svo, að kæmist fyrir í stuttri blaðagrein. En margt kæmi þá skringilegt upp úr kafinu. G. Davíðsson. Islenzku kolin. Eftir því sem Guðm. E. Guð- mundsson skýiir frá, má vænta þess, að íslenzku kolin í Stálfjalli vestra muni verða landinu til verulegra nota. ^ Fyrsti kolafarmurinn frá Stálfjalli er væntanlegur hingað með flóa- bátnum Ingólfi upp úr næstu mán- aðamótum. Söluverð þeirra er ekki fastráðið enn. Fyrir vestan kostar smálestin 28 kr., en svo bætist flutn- ingskostnaður við hingað suður. Mega kol þessi vera í meira lagi rýr, ef eigi borgar sig betur að kaupa þau en hin erlendu kol, sem nú eru hér á boðstólum fyrir afarverð. Deilum svarað og visað til vegar. Eftir síra Jónmund Halldórsson. (Framh.) Eitt af því marga, sem krepti að, var eins og greinarhöfundur veit, vöruleyfar og skuldir við félagið, er til samans námu mörg þúsund krón- um, en þessar þúsundir voru fastar — hvernig sem þvf nú er varið. Þarna ætlaði keppinauturinn að hlaupa undir bagga — ej félaqsmenn hejðu viljað. Vöruleyfar vildi hann kaupa eðlilegu verði og liðsinna félags- mönnum að borga skuldirnar, að svo miklu leyti, sem þeir kysu þá leið og það samkomulag; — og liggur í augum uppi, að slíkt hefði verið stórmikill vinningur frá því sem komið var. Þegar svo þar við bætist, til aukinnar upplýsingar, að keppinauturinn bauðst til að útvega félagsmönnum vörur með sömu kjör- um og aðrir umboðsmenn, ef þeir vildu halda áfram að panta vörur og hafði ank þess trygg skipasambönd á Helganesvík — fæ eg eigi betur séð, en að alt þetta til samans rétt- læti framkomu mína. Þá er bókhaldarastarfið. A það líta þremenningarnir tveimum augum — sumpart ósamboðið mér sem presti, og sumpart ósamrýmanlegt starfs- skyldu minni hjá kaupfélaginu. Það er aukaatiiði þó eg bendi á það, að eg hefi enn eigi getað komið auga á hvað mikið sé óprestslegra að vera bókhaldari en kaupfélagsstjóri, og má Guðmundur skera úr því. En hitt er þremenningunum kunnugt, að það er ekki óvanalegt, að prestar hafi með höndum ýms launuð störf auk prestsstarfsins. A það skal enginn dómur lagður, hvort vel fari á sliku yfirlei t, en sporin má rekja frá óbreyttum búskaparstörfum inn í þingsalinn, og fæ eg eigi betur séð, en að prestar 'standi þar likt að vigi og bókhaldarastarf megi telja þar í flokki. En aðalatriðið mun þetta vera hjá Guðmundi, að eg gat ekki verið bókhaldari á sama tima og eg var kaupfélagsstjóri. Þó það sé al- veg ósannað mál, að bókhaldari geti ekki verið pöntunarstjóri jafnframt, og dæmi megi finna þess, að kaup- maður hafi verið pöntunarstjóri við- skiftavina sinna og farið vel á, skal eg ekkert nm það _deila. En því harðbýli Guðmundar verð eg að mót- mæla í bróðerni, að mér hafi börið nokkur skyída til að slá hendi á móti öllu launuðu aukastarfi fyrir þá sök ema, að félagið hafði ekki efm á að standa við sína h!ið samningsins og lanna mig sem íormann sinn í fimm ár. Lít eg svo á að eg með þessu hafi losað félagið við óþægilega og erfiða skuldbindingu og sé eigi ámælisverður. Hinu má og eigi gleyma, að mér var nauðsyn á aukn- um tekjum til þess að geta greitt það, sem í minn hlut kom af tekju- halla félagsins, og þykir mörgum undarlegt að Guðmundur skyldi láta sér slikt í augum vaxa. Þegar nú við þetta bætist, að einengis húsa- leigan ein var fastmælum bundin, og þó þannig að hún á engan hátt gat takmarkað auknar eða nýjar fram- kvæmdir félagsmanna fram yfir það, sem áður var — en hitt alt beinar, ruddar leiðir út úr ógöngunum — er lítt skiljanlegt að félagsmenn ekki skyldu vilja nota neitt af þeim, að eins fyrir þá sök að eg hafði gjört þetta að þeim fornspurðum og átt mest á hættunni sjálfur; enda voru strax í byrjuu skoðanir svo skiftar um þessi atriði, að Guðmundur hefði ekki átt að fara með málið í blöðin. Og eg veit að mér er óhætt að bæta því við, að margir þeirra sem til þekkja — auk félagsmanna sjálfra —■ telji nú misráðið að hafa ekki hag- nýtt sér þessar leiðir, eða eitthvað af þeim. Þremenningarnir virðast leggja mikla áherzlu á það, að tekjuhalli félagsins hafi eingöngu verið mér að kenna, og Guðmundur lætur þess getið að eg hafi þvegið hendur minar. Eg hefi tekið það fram á fundum og í samtali við félagsmenn, að tekju- hallinn stafaði af ýmsum innri og ytri ástæðum, sem eg get tkki séð að hafi nokkra þýðingu fyrir mig, félagsmenn og viðskiftaviui fyrir- tækisins að gjöra að blaðamáli. Hitt geng eg inn á nú, eins og jafnan áður, að reikningsskil frá minni hendi og stjórn félagsins var langt frá því að vera ákjósanleg, enda vildi eg strax I byrjun fyrir það bæta. En að mér hafi þá strax verið ljóst eins og jafnan síðan, að fjármunir félags- ins ekki höfðu runnið inn til mín, á það bendir fúsleiki minn að ganga að því í byrjun að Guðmundur Davíðsson endurskoðaði reikningana. Kom pað 0% i Ijós við pá endurskoð- un að öllu pví verðmati, vörurn og peningum, sem e% hajði tekið á móti í félaqsparfir var til skila haldið. Og svo rxkileqa þvoði Guðmund- ur vinur minn sjálfur á mér hend- urnar þá, að hann lýsti pvi yfir á Jundi, að jélaqið skuldaði mér Jullar jyoo króuur, eftir því sem hann eftir beztu samvizku og þekkingu gæti séð, og þá átaldi hann mig ekkert fyrir að synja sér um nokkr- ar upplýsingar hvað félagið snerti. Út frá þessari ábyggiiegu yfirlýs- ingu Guðmundar komst á sátt og samkomulag milli mín og hans og félagsmanna. Eg bauð að sleppa þessari 1700 kr. kröfu til félagsins að þvi áskildu, að ef eitthvað skyldi enn vera af félagsins hjá mér, er við hefðum eigi athugað, að þá yrði það greitt af téðri upphæð, og kröf- um félagsins væri lokið til mín hvað reikningsskil snerti. En auk þess bauð eg til frekara sámkomulags að greiða helming af tekjuhalla félags- ins, sem að yfirsýn endurskoðanda var álitinn 900 kr., á sama hátt og sama tíma og aðrir félagsmenn; höfðu þá félagsmenn — nær 40 — 4500 kr., en eg einn sömu upphæð. Þess skal getið, Guðmundi og félagsmönnum til maklegs hróss, að nú virtist þetta alt ætla að enda blessunarlega. Guðmundur barðist drengilega fyrir þvi í sínum hreppi, að eg gæti orðið aðnjótandi sömu kj.;ra með mína skuld eins og félags- menn. Var hugmyndin að taka lán og láta greiðsluna koma niður á lengri tíma. Eti þetta gekk eigi eins vel i mínurn hreppi, þar gat eg eigi fengið að vera með í væntanlegri lántöku. Voru nú góð ráð dýr. Til þess að bjarga við málinu kom okk- ur Guðmundi saman um það, en ekki var það á vitorði félagsmanna, að eg tæki að mér að borga ákveðn- ar kröfur á hendur félaginu. Um þetta var gjörður samningur, og samkvæmt honum átti eg að vera laus við allar a ð r a r kröfur á fé- lagið etr þær, sem teknar voru fram í hotrum. Voru upphæðir þessar samtals um 4500 kr. Með því að leggja hart að mér og mynda ný lán borgaði eg um 1000 kr. af kröf- um þessum. En á sama tima borg- aði Guðmundur fyrir hönd félagsins ekkert af aðalkröfunn’, þeirri, sem hann með samningnum hafði losað mig við, og auk þess tilkynti hann mér, að mér yrði stefnt, einnig fyiir þá kröfu, eins og líka kom á dag- inn. Varð þetta okkur að nokkurri sundurþykkju, því við lögðum eigi sama skilning í samninginn. Eg leit svo á, að eg hefði fullnægt minni hlið samningsitis með þvi að taka að mér að greiða þær upphæðir, sem þar voru taldar, og semja um það við skuldheimtumennina, jafnvel þótt þeir veittu mér frest með greiðsl- una, í samræmi við uppbaflegan til- gang okkar Guðmundar. En hann leit svo á, að mér bæri fyrst að borga þessar upphæðir að fullu, og þá fyrst gæti verið um það að ræða, að eg væri laus við aðalkröfu félags- ins. Þarna var eg í vandræðum, því þrátt fyrir það þó eg vildi treysta Guðmundi til hins bezta, vissi eg, að bann gat ekkert ráðið við aðal- kröfuna, af þvi að svo seint og erfiðlega gekk með að hafa inn hand- bært fje til þess, þó til væru vöru- leyfar og skuldir, og lántakan óviss. Hér var því úr vöndu að ráða. Eg vildi enn reyna að standa við mína hlið samningsins. Nú var Haganes og húseign mín í Haganes- vík mikið endurbætt, og með hækk- aðri leigu talin mikils meira virði en á henni hvíldi. Fann eg þá hreppsnefndirnar í báðum hreppum að máli og tjáði þeim nauðsyn mína. Voru góðar undiifektir með að hlaupa undir bagga með ábyrgð á láni, gegn öðrum veðrétti í eigninni, en við frekari ihugun hurfu hreppsnefndirn- ar frá því ráði. Til þess nú að Iáta einskis ófreistað, tók eg mér ferð á hendur upp i Skagafjörð og fann þar að máli ýmsa mæta menn, og urðu þau erindislok mín, að eg gat gjört mér von um að eitthvað rætt- ist fram úr málunum á sýslufundi, því þar bjuggumst vér við að finn- ast; hélt eg því vonglaður heim á leið, en á siðustu dagleiðinni frétti eg, að verið væri að safna undir- skriftum i Fljótum til þess að klaga mig fyrir biskupi og afsetja mig. Þegar heim kom reyndist þetta satt. Fór eg þá til undirskriftar- manna og óskaði að fá að sjá skjöl- in og ástæður fyrir klöguninni, en forgöngumenn fyrirtækisins færðust undan því. Þá benti eg þeim á, að ef þeir endilega vildu Iosna við mig, þyrftu þeir ekki að hafa þessa að- ferð, sem bæði væri í ósamræmi við fyrri framkomu þeirra og móðgandi og ranglát gagnvart þeim, sem vildu hafa mig áfram fyrir prest, og auk þess svo hættuleg, að þeir gætu vis- ast ekkett við afleiðingarnar ráðið. Hitt bauð eg þeim, að kallaður væri saman almennur fundur og gengið væri til atkvæða um málið, án tillits til þess að menn hefðu skrifað undir, og ef sú atkvæðagreiðsla reyndist þannig, að meiri hluti atkvæðisbærra manna vildi cigi hafa mig fyrir prest lengur, bauðst eg til að sleppa presta- kallinu, að því tilskildu, að kirkju- stjórnin tæki óskir þeirra til greina. Þessi boð min vildu forgöngumenn undirskriftanna eigi þýðast, og fóru svo kærurnar til biskups. En bæði forgöngumennirnir. og fjölmargir af kærendum lýstu yfir því, að með kærunum til biskups meintu þeir ekki annað-né meira en að eg viki burtu úr prestakaliinu. Og Guð- mundur kvaðst hafa skrifað það með kærunum til biskups, að e f eg næði kosningu í Mjóafiiði, þá legði h a n n til, að kærurnar yrði ekki teknar til greina. Nú varð sú breyting á högum mínum, að eg var kosinn prestur hér i Mjóafirði, og var þá létt miklu fargi af öllum, vinum mínum jafnt og þeim, sem eigi gátu notað mig fyrir prest lengur; var nú eigi annað eftir en að tryggja félaginu greiðslu á miuum samningshluta af tekju- hallanum. Var nú haldinn fundur i félaginu og gerði Guðmund- ur Davíðsson grein fyrir störf- um sínum síðan hann tók við for- stöðu félagsins. Á þeim fundi var enn samþykt, að eg skyldi laus af öllum kröfum félagsins og ádeilum, ef eg léti af hendi þá tryggingu, er félagsmenn og Guðmurdur Daviðs- son teldu nægilega fyrir þeirri upp- hæð, er eg hafði tekið að mér að greiða; töldu félagsmenn 2. veðrétt i eign minni Haganesi og Haganes- vík algerlega fullnægjandi, og með samningi sem Olafnr Jónsson mágur minn í Haganesi gerði nokkru síö- ar við Guðmund Davíðssoti fyrir hönd kaupfélagsins, með ttyggingu í 2. veðrétti í nefndri eign er öllu sambandi mínu við Kaupfélag Fljóta- m?nna og öllum kröfum félagsins á hendur mér lokið. Þessa skýrslu mína veit eg að mér er öhætt að bera undir vini mína jafnt og andstæðinga, hún er sannleikanum samkvæm og hvergi hallað réttu máli. Að málinu þannig vöxnu hefði mátt ætla, að Guðmundur og sveinar hans teldu sér enga málsbót að fara með það í blöðin; en Guðmundur er svo skritinn — smáskrítinn og gamansamur, og hann heldur að menn hafi gaman af þessu. Honum finst það spaugilegt og mikið í munni um leið, að hafa endurskoðað reikn- ingana og komtst að þeirri niður- stöðu, að félagið skuldaði mér stóra upphæð; honum þykir svo fjarska skeintilegt að ná frá mér öllnm eign- um mínum og flæma roig svo, ásamt konu og börnum burtu úr prestakallinu og reyna svo á ýmsan hátt að svifta mig prestsstarfi mínu;. og af því að hann er búinn að marg- lofa því og semja um það, i sínu nafni og félagsmanna, að eg skuli vera óáreittur frá þeirra hendi, af því að eg hafi gjört það, sem mér með nokkru móti var mögulegt til þess að bæta fyrir mín mistök í fé- iaginu, þá þykir honum svo undur- fallegt að láta það komast í blöðin, sem viðast og lengst, að hann hafi refjað þetta alt saman, og brugðist mér og félagsmönnum — og s j á 1 f- u m s é r. Og það er víða, sem fornvinur minn Guðmundur vinnur til ið tylla sér tæpt — iesendum til gamans. Bendi eg þá fyrst á gærusólumálið.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.