Ísafold - 02.09.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.09.1916, Blaðsíða 2
2 IS A F OL D Lánið blítt þór lifði bjá, lífsinj gæða nauztu, þar til bergi Esju á*) ástarfleyið brauztu. Fórstu oft, þó fengir bvast, för viðburðaríka. Þegar beilsa og þróttur brast, þreyttust vinir líka. Við þór aumum enginn leit, er þú þurftir »stafinn«. í örbyrgð heima' í eigin sveit ertu >nár« og grafinn. Eftir ljóðaleikinn þinn lifðirðu einn með kaunin. Þarna sástu, Símon minn, sjötíu ára launin. Rólega hvíla þú mátt þá, þreyttur af vegferðinni. Sami blærinn birtist á Breiðfjörðs sögu og þinni. Þú hefir litið Ijósan dag á landi sannra vina. Þá skal fella þennan brag. Þökk fyrir skemtunina t Nær hið sæla sumar ber sól á andans reiti, vona' eg einhver meiri mór moldir þínar skreyti. Gísli Ólafsson (frá Eiríksstöðum). *) Alþekt sögn Símonar sjálfs. Hinn 18. febr. þ. á. andaðistá Helga- vatni í Þverárhlíð bændaöldungurinn Signrður Þorbjörnsson. Hann var fæddur á Helgavacni 4. jan. 1835. Foreldrar hans voru: Þor- björn Sigurðsson óðaisbóndi á Helga- vatni og kona hans Margrét Halldórs- dóttir, alkunn efna- og merkishjón. Var því Sigurður kominn af góðum borgfirzkum ættum seinni tíðar manna. Hann ólst upp á Helgavatni þar til hann var 25 ára, eða þangað til árið 1860. Það ár kvæntist hann jungfrú Þórdísi Einarsdóttur frá Asbjarnarstöð- um, frænku sinni. Voru þau systkina- börn. Þau reistu bú vorið 1860 á Kaðalstöðum / Stafholtstungum. En eftir tveggja ára dvöl þar, eða vorið 1862, fluttu þau að Hóli l Norðurár- dal og bjuggu þar 5 ár. Vorið 1867 fluttu þau svo að Höll í Þverárhlíð og bjuggu þar þangað til voriö 1881, að þau fluttu að Dyrastöðum í Norðurár- dal. Bjuggu þar 6 ár. í aprflmánuði 1887 lézt Þorbjörn Sigurðsson á Helga- vatni og fekk þá Sigurður sonur hans Helgavatn til ábúðar og eignar að nokkru leyti og bjó þar þangað til vorið 1898, að hann slepti hálfri jörð- inni við son sinn Guðmund, en eftir 4 ár, eða vorið 1902, hætti hann alger- lega búskap og var í húsmensku hjá syni sínum á Helgavatni til dánardags. Síðustu ár æfi sinnar var hanu blind- ur. Þau hjónin voru í hjónabandi 56 ár. Eignuðust þau saman 9 börn. Fjögur dóu ung, en tvö uppkomin. Þrjú eru eftir á lífi af börnum þeirra Þau ólu upp Bysturson húsfreyju. Sigurður sál. var með beztu búmönn- um. Það má vera, að faðir hans hafi rótt honum hjálparhönd, þegar nann reisti bú, búið hann sæmilega úr garði. Búskapur þeirra hjóna gekk vel; bú þeirra stóð með blóma. Var það eink- um á Höll. A Dyrastöð,um dundi yfir þau mestu harðindaárin, sem komu á síðastliðinni öld. Efni þeirra hlutu því heldur að þverra. Aftur bættust þeim efni við arftöku 1887 eftir föður hans. Nokkrum árum seinna fóllu upp á þung og löng veikindi og dauði tveggja barna Sigurðar. Sonur hans var við bú og átti mcrg börn. Hljóp Sigurð ur þar drengilega og rausnarlega undir bagga með syni sínum. Þrátt fyrir þennan kostnað leiðandi af sjúkdómi og dauða tveggja barna hans og þrátt íyrir ellihrumleika sjálfs hans, mega þó teljast allmikil efni eftir hann. Er það þegjandi vottur, hvílíkur atorku- maður Sigurður var í búskapnum og hve hagsýnn og sparsamur. Var heimili þeirra með þeim efnamestu og gestrisið. Sigurður var vel greindur maður, ræðinn og skemtinn, eius og hann átti kyn til. Hann mátti heita vel að sér eftir ástæðum, reit góða rithönd og fleytti sér nokkuð í reikningi. Hann hafði á hendi hreppstjórn í Þverárhlíð- arhreppi i 9 ár. Sáttasemjari var hann þar einnig. Lífsþreytan var orðin allmikil, enda var Sigurður fremur þunglyndur mað- ur í verunni. Hann vildi halda fast við gamla og guðrækilega siði. Hann sat bújarðir Bi'nar vel og bætti þær að miklum mun, bæði að húsum og jarða- bótum. Börn Sigurðar og konu hans á lífi eru: Guðmundur bóndi á Helgavatni, Einar bóndi á Höll og Margrót Guð- rún húsfreyja á Stafholtsveggjum. 10. júní 1916. G. Veðurskýrslur, Laugardaginn 26 ágúst. Vm. logn, hiti 6.5. Rv. logn, hiti 10.4, íf. logn, hiti 6 5. Ak. logn, þoka, hiti 7.0. Gr. n. kul, hiti 3.5. Sf. v. gola, hiti 8.6. Þh. F. nna. kul, hiti 3.5. Sunnudaginn 27. ágúst. Vm. n. v. stormur, hiti 8.5 Rv. n. n. v. stinnings kaldi, hiti 8.5 íf. a. snarpur vindur, hiti 10.0 Ak. n. stinnings kalldi, hiti 6.0 Gr. n. kul, hiti 3.5. Sf. s. v. kul, hiti 8.0 Þh. F. v. andvari, hiti 8.3 Krone Laeer öl H0BENHAVN Járnsterk drengjastígvél Nr. 36/39 — 9,87 aura. -)- Burðargjald og póstkrafa. Búið til úr dönsku fituleðri eðæ »Blank€-leðii. A. Falko 2 Dragör. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitia Isafoldar i afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð i bænutn, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja tniólk til bæjarins daglega- AfgreiðsU- opin á bverjum vírkum degi kl. 8 á morgnana til ki. 8 i kvöldin. Skófatnaóur með verksmiðjnverði gegn póstkröfu. Sérhver ætti að reyna Falke skófatnaðf Hver er sjálfum sér næstur! Þér fáið kjarakaup. Prima efni og 1. flokks vinna. Sérhver tegund skófatnaðar fyrir- liggjandi. Skrifíð eítir reynzlupörum af dömu- herra- og barna-skófatnaði. 1 A. Falke, Dragör. Askrifendur ísafoldar eru beðnir að láta afgreiðslu blaðsins; vita ef villur skyldu hafa slæðst inn í utanáskriftirnar á sendingum blaðs- ins. Talan framan við heimilisfangið- merkir að viðkomatidi hafi greitt and- virði blaðsins fyrir það ár, er talan segir. Líkkistnr Stafsefningarorð-bóh Björiim Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um isl stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu. cJiezí að auglýsa i dsafoló. frá einföldustu til fullkomnustu gerðar Likklæði, Likvagn og alt sem að* greftrnn lýtur, fæst ávalt hjá Eyv. arnasyni Verksmiðjan Laufásvegi 2, Nýir siðir 117 konum fyrir, svo að henni var þar alveg ofaukið. Og hve fegin sem hún vildi, gat hún þó ekki kent því um hér, að karlmennirn- ir hefðn hrifsað undir sig þann markaðinn. Neyðin varð æ nærgöngulli og sálirnar voru í þann veginn að öðlast eilífu hvíldina fyrir matarskort, og nú urðu þær allar að kannast við að matarlaus er sama og sálar- laus. Eftir langa mæðu og margar feríir úr einu húsi í annað, tókst Blanche loks- ins að ná í læknisstöðu við verksmiðju eina norðarlega á Frakklandi. * * * í góðu veðri snemma dags að vorinu kom Blauche Chapuis, læknir, til litlu borg- arinnar Guise í Aisne-héraði, og þaðan var hún þegar flutt til sins ákveðna staðar, hinnar miklu járnsteypiverksmiðju Godins þingmanns. Fyrst var /arið með hana upp í herbergi hennar, og er hún hafði skift um föt og lagað sig eftir ferðalagið, lét hún visa sér á skrifstofuna, til þess að heilst yfírmanni sínum. í ofurlitlu húsi við 118 Nýir siöir. steypismiðjurnar var vinnustofa þes? manns, er telja má göfugasta mann Frakklands, þótt hann hafi ekki orðið frægastur. Þar stóð nú Blanche, ekki með öllu kvíðalaus, því tilvera hennar var komin undir góð- vilja þessa manns. En gamli maðurinn vat góðgjarnlegur að útliti, þýður og blátt áfram í viðmóti, og það gerði hana strax rórri í geði. — Chappuis læknir, mælti hann, — eg þekki yður, en þér þekkið liklega ekki mig né heldur þann stað, þar sem þér nú ætlið að staifa. Það mun því vera bezt að eg gangi með yður til að sýna yður þetta litla nýbyggi okkar, áður en þér ráðið yður til þess. Er ekki svo ? — Jú, ágætt, herra yfirmaður, svaraði Blanche. — Eg er ekki yfirmaður yðar eða hús- bóndi, svaraði gamli maðurinn, — því hér erum við öll yfirmenn, og þér eigið að verða einn þeirra, en við erum starfandi yfirmenn. Nýir siðir. 119 Hann tók hatt sinn og staf, og fór svo með gesti sínum út í garðinn. — Litið nú sem snöggvast yfir heildina, mælti hann, — til að sjá ytra útlitið. Hér, til hægn handar, eru steypismiðjurnar; þarna heint fram undan er íbúðarhöllin: þijú fer- hyrnd hús„ húsagarðurinn með glerþaki yfir; í þessum húsum eru híbýli fyrir tvö þús- und manns. — Fiamtíða'-spá þeirra Fouriersog Owens, mælti Blanche. — Framtíðarspá, er hefir ræztl Ein af þeim mörgu, sem gamla fólkjð neitar að geti ræzt. Að sínu leyti eins og er það neitar því, að alþjóða gerðardómar geti komið íyrir styrjöldum, enda þótt menn hafi séð, hvernig Alabamaþrætan varð jöfn- uð. Það eru farartálmarhinna óbetranlegu, rangur hugsanaferill illviljans. En við höld- um áfratn: hér et barnahúsið, þar sem öll börn innan þessa þjóðfélags okkar eru alin upp; skólastofurnar, leikhúsið, matreiðslu- húsið, kaffistofan, bókasafnið, baðhúsið, fjós- ið heyhlaðan, og aldingarðarnir. Eins og 120 Nýir siðir. þér sjáið er þetta heilt þjóðfélag. Og grund-- völlur þessa þjóðfélags er: vinnaiv Er þa® ekki rétt ? — Jú, svaraði Blanche, — en vinna átt stofníjár ? — Einmitt réttl Vinna án stofnfjár get- ur myndað atðfé, því þannig hafa allar peningasafnanir orðið til, en stofnfó án vinnu er gagnslaust Þetta fékk eg aðdærai af reynsiunni, en ærið seint. Faðir minn stofnaði þessar steypismiðjur og varð auð- ugur maður, og erfði eg það alt eftir hann. Eg hélt rekstrinum áfram, og varð mikill arður af. Skömmu eftir 1860 hafði eg hleypt mér í það, samkvæmt ströngum samningum, að framleiða járnvörur fyrir járnbrautir ríkisins. Verkamennirnir gerðu verkfall, allar eignir mínar og auður vorn í veði, þvi keppinautur minn dró verka- mennina frá mér. Þá sannfærðist eg um vanmátt fjárins, og viðurkendi, að vinnan var rekstursaflið, er gaf fénu máttinn. A þessum örðugu dögum, sem eg átti þá, fann eg sannleikann, þá, er eg sjálfur var

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.