Ísafold - 09.09.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.09.1916, Blaðsíða 1
: Keraur út tvisvar í viku. Verðára. 5 kr., erlendis T1/^ kr. e^a 2 dollar;borií- Ist fyrir miðjan juli ' erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. i± ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Úlsfur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. ReykjavíV, laugardaginn 9. september 1916." Uppsögn (skrifl. bundln við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrlr 1. oktbr. og só kaupandi skuld- ! laus við blaSlð. 68. tölublað AlþýOufél.bókasafn Templaraa. 8 kl. 7—9 Borgaratjóraskrifstofan opin virka dapa 11 —3 BiajarfÓRetaakrifstofan opin v. d. 10—‘2 og i-~l Baajar^cjaldkerinn Laufásv. 5 kl. ltt—8 og l—7 Islandabanki opinn 10—4. 4LF.U.M. Le8trar- og akrifðtofa fe árd.—10 slfid. Alm. fundir fid. og sd. &J/s siM. Landakotskirkja. Gu^sþj. 9 og 6 á helf, im JOandukotsspitali f. sjúkraviti. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlén 1—8 Landsbúnaöarfólagsskrifst.ofRn opin frá 12 — 2 Landsíóhiröir 10—2 og 6—6. LandfjRkialasafnib hvern virkan dag kl. 12— 2 Land?>RÍm:nn opinn dugiangt (8—9) virka c'aga helga daga 10—12 og 4—7. Listasafnib opið hvein dag kl. 12—2 Káttúrugripasafnib opib l1/*—2x/s á aunnud. Pósthúpib opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Ppmábyrgb Islands 12—2 og 4—8 Stjórnurrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Beykjavíkur Pósth. 3 opinn 8—12. Yifilstabahælió. Heimsóknartími 12—1 I»ióbmenjaBafnib opib hvern dag 12—2 tii uitjti cgBaBBBBSPmeoaa Klæðaverzlun i H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. * * « Stofnsett 1888. Sími 32. þar ern fötin sanmað flest þar ern fataefnin bezt ■ Trrry. Vandaðastar og ódýrastar Líkkistur seljum við undirritaðir. Kistur fyíirliggjandi af ýmsri gerð. Steingr. Guðmundss. Amtm.stig 4. Tryggvi Arnason Njálsg.~9. Stjórn Landsbankans og sannsöglin. 2. Landsbankastjómin hefir þvi nœst brotið sannsöglisskyldu sína í fullyrðingum sinum um f>að, Jivað í erlendum bönkum tíðkaðist. Þar er svo máli farið, að Björn bankastjóri Kristjánsson fann upp á því í einu geðofsakasti sínu, að banna féhirði bankans aðgang að öllum skjölum og bókum bank- ans, nema þeim, er beinlínis (í strangasta skilningi) snerti starf hans. Hér skal eigi rætt um þessa og aðrar jafn fráleitar og fáránlegar fyrirskipanir B. Kr. til féhirðis. Það verður ef til vill síðar gert. Ekki skal heldur farið hér út í hina dæmalausu framkorqu bankastjórnarinnar í því máli öllu. Hér skal að eins lýst skýrslu bankastjórnar um atriði, sem hún átti annaðhvort að þegja um eða segja satt og rétt frá. Þegar féhirðir fekk þessa fárán- legu skipun frá B. Kr. um að * hann skyldi halda sér frá bókum bankans og skjölum, skaut hann máli sínu með bréfi dagsettu 12. apríi þ. á. þl stjórnarráðsins. Stjórnarráðið sendir svo 14. apríl erindi féhirðis til stjórnar Lands- bankans. Þetta svar þótti stjórnarráðinu ófullnægjandi, og lagði ýmsar spurningar fyrir bankastjórnina, er hún svarar með bréfi dags. 3. mai þ. á. Þar segir svo, sjálf- sagt til réttlætingar hinni fárán- legu skipun B. Kr.: »Það tiðkast ekki í bönkum er- lendis, að gjaldkerar hafi aðgang að öðrum bókum, en sem koma við starfi þeirra (sbr. J. F. Davis: Bank Organi8ation«. I bók þessari, sem bankastjórn- in vitnar ósköp hróðug i, stend- ur ekki eitt orð um það, að haida skuli leyndu fyrir féhirðum í bönk- um neinu því, sem í starfsþþkun- um stendur. Starfi féhirðis er þar alment lýst, að þeir skuli gæta sjóðsins. Og svo er það auðvit- að í enskum bönkum. I bönk- um í germönskum löndum gildir sama. Eu i amerískum bönkum er aðalféhirðir beinlínis innanbanka-endurskoðandi, og eft- irlitsmaður, á svipaðan hátt og hr. Arni Jóhannsson segist vera í Landsbankanum. Er því auð- sætt, að engu, sem starfsfólk bankans annars má vita, er hald- ið leyndu fyrir honum. Bankar með sæmilegu skipu- lagi vilja einmitt helzt, að allir starfsmenn þeirra fylgist sem allra bezt með í öllum starfsgangi bankans. Þeir hafa engu að leyna fyrir féhirði eða öðrum starfsmönnum sinum af þvi, er í starfsbækur bankans kemur. Það er að eins stjórn Landsbankans, eða réttara sagt Björn Kristjáns- son, sem hefir eða heldur sig þurfa að leyna féhirði bankans þvi, sem fram fer í bankanum. í bréfi sínu 15. maí þ. á., er bankastjórnin farin að sjá, að hún hafi sagt of mikið, er hún full- yrti, að það tíðkaðist ekki í er- lendum bönkum, að féhirðar hefðu aðgang að öðrum bókum eða skjölum en þeim, er við koma starfi þeirra. iáegir hún nú, að þeir hafi að eins getið þess í fyrra bréfinu, að ætlast væri til þess, að féhirðar í eriendum bönkum *hefðu að eins um peningagroiðsl- ur að annast«. En jafnframt er bankastjórnin sárgröm yfir þvi, að stjórnarráðið skyldi spyrja hana frekar um þetta, »þvi að frásögn vor um þetta efni hefði átt að geta fullnœgt*. Og þetta segja þeir bankastjórar rétt eftir að stjórnarráðið hefir með bréf- um þeirra sjálfra óvéfengjanlega gengið úr skugga um, að þeir hafa gefið ranga skýrslu í sýsl- unarmálefni, eins og sýnt var fram á i síðasta blaði. Þar næst sendir bankastjórnin þó eftirrit úr tveimur bókum, annari enskri og hinni þýzkri. En sá er gallinn á, að þessi eftir- rit veita enga fræðslu um það efni, sem bankastjórnin ætlast tiL Þar segir aðallega, að gjaldkerar eigi að vera kurteisir, en þó eigi of undirgefnir við viðskiftamenn bankans, og að þeir eigi að láta sér umhugað um að ekkert sé útborgað, nema heimild sé til þess. Um hitt, að halda skuli leyndu fyrir þeim því, sem í bönkum gerist yfir höfuð frekar en öðr- uin starfsmönnum bankans, segir ekki einu orði. Aður hafði bankastjórniu full- yrt, að það tíðkaðist ekki, að gjaldkerar í erlendum bönkum eða skjölum en þeim, er beint snerta starf þeirra, með öðrum orð- um: að gjaldkerar væru venju sam- kvæmt útilokaðir -frá að sjá aðrar bækur en hinar áðurnefndu. En í bréfinu 15. maí segja þeir, að ekki sjáist af bókunum, sem þeir voru að traua fram, að gjaldker- um sé ætlað að sinna öðru en félagsstarfinu. Með öðrum orðum: Banka- stjórnin verður að játa, að bœk- urnar hennar hafi ekkert sagt til stuðnings hinni röngu fullyrðingu hennar. Og engin önnur rök færir bankastjórnin fyrir skrafi sinu um venju í erlendum bönkum. Hún nefnir engan erlendan banka, sem ekki var von, þvi að Lands- banki íslands er eflaust eini bank- inn á jörðinni, þar sem jafn fá- ránleg skipun hefir verið gefin. Og Björn Kristjánsson er ef- laust eini bankastjórinn á jörð- unni, sem slíka skipun hefir gefið, að því viðbættu, að eftir á fekk hann sýslunarbræður sína til þess að samþykkja hana og endurtaka. Nú er spurningin, hvort banka- stjórnin hefir haft hugmynd um, hvernig staða gjaldkera í erlend- um er eða ekki. Hafi hún vitað hið rétta, að það er alls eigi venja í erlendum bönkum að setja sérstakar skorð- ur við þvi, hvaða skjöl gjaldker- ar mega sjá eða eigi — og þessar skorður er vitanlega eigi vel unt að setja, þar sem láns- skjöl verða að fara um þeirra hendur — þá er fullyrðing henn- ar vísvitandi röng. Ætlandi er, að þeir tveir banka- stjórarnir hefðu einhverja hug- mynd um venju í einhverjum er- lendum bönkum — og batnar eigi þeirra málstaður fyrir það. En hitt getur þó eins vel ver- ið, að þeir hafi ekki haft hug- mynd um það. En þá hafa þeir líka í sýslunarnafni um atriði, sem þeir vissu ekkert um, vottað að þannig væri venja í erlendum bönkum, án þess að vita nokk- urn skapaðan hlut um það. En hvort sem er, þá er jafn- mikið á skýrslu þeirra byggjandi. Þeir hafa jafnt brotið þá lög- boðnu skyldu, sem á þeim hvílir, til að segja satt og rétt frá í sýslunarskýrslum sínum. (Frh.). Cato. Sökum þrengsla verða tnargar greiuar að bíða nœsta blaðs. Kosningaspjall. Bréf til Húnvetninga. Úr þvi að útséð er um það, að eg komist norður í sumar1) og geti hitt frændur mína og aðra góða menn þar nyrðra, þá gríp eg til þess ein- falda ráðs að skrifa nokkrar línur. Það hefir þann kost, að eg get kom- ið því við og ómakið lítið fyrir kjós- endur að lesa stutt bréf. , Hvað sjálfan mig snertir hefi eg litlar áhyggjur af kosningunum í þetta sinn. Eg hefi fyrir löngu sagt stuðningsmönnum mínum að gefa skyldi eg kost á mér til þingmensku, ef það væri nokkurn veginn sam- huga ósk þeirra. Þótti mér það skylt fyrir traust það, er Húnvetn- ingar sýndu mér við síðustu kosn- ingar. Öðrum hefi eg neitað, sem talað hafa um þingmensku við mig og ekki leitast við að verða tekinn á landlista, vegna þess að mér er ekki kappsmál að sitja á þingi. Eg hefi góða von um að koma mínum áhugamálum fram, hvort sem eg er utan þings eða innan, svo framar- lega sem eg get fært góð rök fyrir þeim. Svo mikið traust ber eg til þingsins. Og nú víkur öðru vísi við en áður hvað sjálfstæðismálið snertir. Nú er það nokkurn veginn hafið yfir flokkadeilur, og fáum kem- ur nú annaö til hugar, en að land vort sé sjálfstætt ríki með fullum rétti til þess að ráða öllum sínum málum. Það þarf ekki lengra að fara til þess að ganga úr skugga um þetta, en að nú eru allir á einu máli um það, að fáni vor skuli íslenzkur en ekki danskur, og ganga að þvi sem sjálfsögðu, að vér fáum fullkom- inn verzlunarfána áður en langir tímar líða. fafnvel í Heimastjórnar- flokknum eru nú sumir ákveðnustu og djarftækustu sjálfstæðismennirnir, t. d. Guðm. Björnson landlæknir og Stefán Stefánsson skólameistari. í fám orðum: Mínu gamla áhuga- máli, sjálfstæðismálinu, er nú að lík- r) Eg hefi setið mestan hluta sum- arsins við ritstörf í þarfir Háskólans, en er sá tími kom, sem eg gat helzt notað til norðurferðar, fékk eg augna- sjúkdóm, sem augnlæknir bannaði mér að ferðast með. indum borgið.1) í öðrum málum get eg gert líkt gagn hvort sem eg er á þingi eða ekki. Ef eg losna við þingmensku i þetta sinn, er eg laus við ýmsan vanda, get betur sint mín- um skyldustörfum og er frjáls maður að sumrinu. Eg met þetta mikils. Ef Húnvetningar vilja halda mér sem þingmanni sinum, þá er það ætíð gott að hafa traust góðra manna. Eg hefi það sjálfsálit, að ef til þess kæmi, muni eg reynast kjósendum minum engu lakari þingmaður en nokkur annar, sem mér er kunnugt um, að þeir eigi völ á. En þó kosningarnar séu litið vanda- mál fyrir mig, þá eru Húnvetningar ekki eins vel settir. Þeir þurfa að fá sér þingmenn sem eitthvert traust sé i, og þeir eru ekki á hverju strái. í þetta sinn er svo fátt sem flokkun- um ber á milli, að mikið verður ekki upp úr flokkaskiftingunni lagt. Hvar eru málin sem greina flokkana í svipinn? Verður því tæplega um annað að gera fyrir kjósendur en að kjósa pá mennina sem peir að öllu samtöldu hafa hezt traust á, og kunn- ugt er um að öðru leyti, að hafa svipaðar skoðanir í aðalmálum og kjósendur i Húnavatnssýslu, þá menn sem þeir álíta að heizt muni koma landinu og héraðinu að gagni. Eg skal ekki tæða það hér, hver þingmannsefni séu álitlegnst. Úr því verða Húnvetningar að skera sjálfir, en örfá önnur atriði vildi eg mmnast á, sem kunna að koma til greina við kosningarnar. Eg hefi heyrt, að sumnm standi stuggur af þvi, að kjósa embattis menn. Er þetta ekki að undra eftir allan þann embættismannaróg, sem gengið hefir staflaust hér á landi i mörg ár. Væri þessi stéttarigur ekki að ástæðulausu, ef svo væri ástatt hér eins og t. d. í Englandi, að garuall aðall, auðmenn o. þvíl. eigi að eins réðu algerlega landinu, held- ur ættu jarðirnar og megin allra auðæfa landsins, þektu hag alþýðu lítið og hefðu ekkert samneyti við hana. Hér á landi er alveg sérstak- lega ástatt að þessu leyti: ekkeit Þó er mikið starf óunnið: að fá Dani til þess að fallast á keip- réttar skoðanir vorar á þessu máli.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.