Ísafold - 09.09.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.09.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Kristjana Markúsdóttir Laugavegi n hefir fengið nýtizku vetrarhatta, hattaskraut og hattaefni. Jarðarför mfns ástkæra eiginmanns, Jóels sál. Jónssonar, Kárastig 6, fer fram mánudaginn II. þ. m. og hefst með háskveðju á heimili hins látna kl. 12 á hád. Sigriður Guðmundsdóttir. nefni nokkur af einkennum varan- legrar tóbakseitrunar: Slíhimnubólga í hálsi og koki, veiki í meltingar- færunum, hjartsláttur, brjóstþrengsli, eirðarleysi, handskjálfti, svími, tauga- slen, taugaverkir, veiklun skilningai- Vitanna, alveg sérstakar sjónhverfingar t. d. að sjá tvær myndir þar sem er ein, eða sömu sjónina eftir að hún er horfin, svaita bletti á sjónar- sviðinu eða algerð blinda. Það hefir verið sýnt með tilraun- um og fyllilega sannað, að nikotín getur valdið æðakölkun. Menn eld- ast fyrir tímann. Alt skeður ekki í einu. Líkami vor er undursamlega þolinmóður og hefir mörg varnar- tæki. Falskt og hættulegt varnargagu er það, að tilfinningin sljóvgast. Menn kenna ekki lfengur ilt sem ilt, og einn góðan veðurdag dynur óham- ingjan yfir. Það eru til menn, sem ekki bíða sérlega mikið tjón af hófsamlegri tóbaksnautn. Það eru til þeir. menn, sem hafa sérstaka hæfileika til að binda eitrið eða losa sig við það. Hvort hlutaðeigandi sjálfur heyrir til flokki þessara hepnismanna er ekki hægt að skera úr nema með lik- skurði. A börn og unglinga innan 20 ára hefir tóbak sérlega skaðleg áhrif. Þeir kyrkjast i vexti, bæði andlega og líkamlega. Allar hinar nefndu verkanir koma fljótar fram og auð- veldar og ná hærra stigi, þegar þær hitta viðkvæm óþroskuð líffæri og líkama eða sál, sem enn hefir ekki fengið fullkomið mótstöðuafl og stál- hertan vilja. Jón Dúason þýddi. Þegnskylduvinnan. í hinu þýzka tímariti »Mitteilunqen der Islandfreunde« er ítarleg og löng grein um þegnskylduvinnuna hér á landi eftir prófessor W. Heyden- reich. Niðurlag greinarinnar er á þessa leið: Þótt ekki sé tekið tillit til þess, er haldið hefir verið fram, með og móti þegnskylduvinnunni, þá geta menn þó ekki, er þeir hugsa um þetta málefni, varist því, að fá eink- ar hlýjan hug til frumkvöðuls þess. í 14 ár hefir þessi maður (Hermann Jónasson), sem nú er 58 ára að aldri, barist fyrir þessari hugsjón, með þeim áhuga og einbeitni, sem að eins getur sprottið af sannri trú og óbifanlegri sannfæringu á góðum málstað. Mótstöðumenn H. J. virð- ast ekki fyllilega skilja, að þegn- skylduvinnutillaga hans sé sprottin af einlægri viðleitni til viðreisnar ætt- jörðu hans. En hann hefir eldheita trú á hin blessunarríku áhrif, er framkvæmd hugsjónar hans mundi leiða af sér fyrir ættjörðina. Þrátt fyrir þau mótmæli, sem komið hafa fram gegn þvi, að ættjarðarást æsku- lýðsins örfist og aukist við að leysa af hendi eitthvert skyldustarf við ættjörðina, er hann jafn sannfærður um það, og býst við, að þessi til- finning muni lyfta íslenzku þjóðinni á hærra stig. Þess vegna er það vel skiljanlegt, að H. J. gleðjist yfir því, að hafa æskulýðinn — LJngmenna- 7f Jfeíjardalsfyeiði. Revkjavílnr-annáll. Síra Haraldur Ni'elsson prófessor hef-ir verið vestur á ísafirði vikutíma og flutt þar eriudi og prédikanir við Fram dalinn eg þeysi með tvo í taumi. Takmarkið iiggur fjarlægt og autt, af hreyfing og lífi helkyrt og dautt, nema hrollkaldra lækja flissandi straumi. Milli himingnæfandi hamratinda rís heiðin með stigi og vörðubrot, og válega hvínandi vindaþot, sem varpa sér nöpur um blásna rinda. Frá bæjunum fremstu ber mig jórinn beiut í hið stórleita heiðarfang. Af kláranna stælta og geiglausa gang gnestur við steinana eldhertur skórinn. Við bergmál af jódyn úr hlíðunum hrökkva hjarðir með frelsisins yfirbragð og mjallhreinan, fótsíðan, fjallalinn lagð. Með fellibylshraða á bergssnös þær stökkva. í fangið sig neðstu hæðirnar hefja. Hinstu glæður frá lækkandi sól breiðast um urðir og bjargastól og blaktandi skini heiðina vefja. Nú fækkar og smækkar um grös og gróður, sem grafarríki hér taki við, og jökullinn einn eigi alt þetta svið og um eilífð vaxi hér dauðans sjóður. Hvilík nákyrð og þögn! Hvergi neitt, sem hreyfist, eins og náttúruhjartað sé hætt að slá, og á þessum hljóða auðnarsjá hver alda af lífi hjaðni og dreyfist. Öræfin niðri’ i sér andanum halda, svo ekkert trufli hinn djúpa frið, sem drotnar um hóla, dældir og rið, eins og drjúpandi þögn innan líkhústjalda. Þessi óvenju kyrð um anda minn smýgur. Sem eiturstraumur hún lamar minn hug; allur hugsjónamáttur missir sitt flug og magnþrota aftur í duftið hnigur. Þó er sem helgi sál mina hjúpi, er horfi’ eg á þennan hrikageim, sem á ekki af lífsröddum óm eða hreim né eldskin og fótspor af mannheimsdjúpi. Blakkarnir jafnvel með undrandi augum og óttasvip stara á tindanna hring, með iágum stunum sig lita í kring, og leiðina feta með óstyrkum taugum. En hrynji smásteinn úr hófspori grunnu hrökkva við fákshjörtun kvíðasvelfd, svo hefst eins og bylgja bringan hvelfd og blástur hvæsist um nasirnar þunnu. Nú hneig undir gnýpuna himinsins sunna. Húmsvipur dregst á fjallanna brún, og skuggaleg, þungbrýn rökkurrún reifar flákana klakabrunna. Géigvæna, líflausa Heljardalsheiði hug mínum ægir þitt grafhljóða kvöld með myrkursins svipdimmu, sóllausu völd, og sjálfa þig eins og nýorpið leiði. Hestana bind eg við hálf-hnigna vörðu, , sem hrunin er líkust fallinni sál, sem á ekki lengur lífskraftsius bál, en liggur i molum við kjörin hörðu. Við fót hennar sezt eg und fákanna brjósti, sem fjörvana drúpa höfði að jörð, og krafsa hinn dauða og kalda svörð, sem klipinn er fast af jökulsins gjósti. Mun hér ekki dapurt er drynja móðir dráps-sönginn byljir um stórhriðarnótt, og drifhvitur gaddurinn drepur hvern þrótt, sem dirfist á þessar Heljarslóðir. Sem fallandi brimhrönn bálhvít mjöllin byltist um hamra og giljadrög, og hleður af sjálfri sér lög eftir lög á lægstu ásana og hæðstu fjöllin. — Við hug minum blasir einn hörmungar þáttur: Halur einn stefnir bygðinni mót. Snækófið þyrlast um þreyttan fót. Að þrotum er komin öll lífsfýsn og máttur. Grimmúðug stormraustin grenjar og hvæsir gangandi mannsins helfararóð, en jökulkalt fjúkið fyllir hans slóð meðan frostið járnklóm að hjartanu læsir. Þverrandi lifsneistinn skelfur á skari. Skaflarnir hækka og syrtir byl. Mannsflakið hrekur á glúfragil sem gnoð í hafróti stjórnlaus fari. Eitt fótspor — og gljúfursins gapandi kjaftur gleypir ’inn stormbarða, klökuga hal, en blindviðrið hamast um helkaldan val sem heimti það mannslíf að tortíma aftur. Um sál mér fer hrollur við hugsýn dimma sem hríslist mér sjálfum mjallrok um brá, og helvegi tæpum eg troði á, og töpuð sé leiðin á jöklinum grimma. Og svipur skatans, sem glúfrið gleypti gaddfreðinn, holdlaus, klakablár, mér glipa finst á mig með opnar brár og ísrún á kjálkum, sem frostið greypti. — — Nú marrar í kafi á myrkursænum mannlausa heiðin og sekkur brátt. En yfir skín hvolfið bjarmablátt með bragandi hnöttunum, rauðum og grænum. í fjalls-skörðum kyljau kveður og þylur kaldræn og hljómlaus öræfaljóð; en nóttin vakir voldug og hljóð og veraldarmúginn í fangi sér hylur. — Klárarnir óróir kippa í tauma kjass mitt þá stillir og friðar um sinn. En aflmikla heimferðarhuginn eg finn, því hest-sálin á sér framtíðardrauma. Sem elskendur leggjá vanga að vanga og vefja titrandi armi um arm, eg kinnunum strýk um hinn breiða barm og blíðlega greiði faxhárið langa. mikla aðsók. Á leiðinni vestur flutti h&nn og erindi í Stykkishólmskirkju um dauð- ann. Fyrir og eftir erindið sungu ýmsir farþegar frá Gullfossi ásamt söngfólki úr Stykkishólmi nokkur lög. Ágóðinn rann til Stykkishólmskirkju. Til Vestnrheims fara allmargir kaups/slumenn með Gúllfossi á morgun. Meðal þ6Írra eru: Sigurjón Pétursson, Jónatan Þorsteinsson, Árni Eiríksson, Árni Benediktsson, Hallgrímur Bene- diktsson, Arent Claessen, Jón Björng- son, Thor Jensen, Haraldur Árnason, Lúðvík Lárusson o. f 1., Messað á morgun í fríkirkjunni í Reykjavfk kl. 12 á hád. síra. Ólafur Ólafsson. Kl. 5 síra Har. Níelsson. í dómkirkjunni k). 12 á hád. síra Jóh. Þorkelsson. Engin síðdegismessa. Skipafregn. G u 11 f o s s kom úr ferð sinni norður á Akureyri í gær. Mesti sægur af farþegum með skipinu, sjálfsagt hátt á þriðja hundrað manns. Meðal þeirra voru: Klemens Jónsson landritari með frú sinni, Sveinn Björnsson alþm., Pét- ur Thorsteinsson kaupm., ritstjórarnir Ólafur Björnsson og Þorsteinn Gísla- son með frúm sínum, Jón Laxdal kaupm., Magnús Einarsson dyralæknir, Halldór Þórðarson bókbindari, Gunnar Egilsson skipamiðlari, Arni Benedikts- son kaupm., Pétur Gunnarsson kaupm. — allir þessir sömuleiðis með frúm sínum. Ennfremur: Har. Níelsson pró- fessor, Jón Gunnarsson samábyrgðar- stjóri, síra Guðm. Einarsson frá Ólafs- vík, Geir Zoega rektor með dóttur sinni, Geir Zoéga verkfræðingur og Geir Zoéga verzlunarmaður, Hannes Þorsteinsson skjalavörður, Hallgrím- ur Kristjánsson frá Akureyri, Pét- ur Hjaltested úrsmiður, Sveinn Hallgrímsson bankagjaldkeri, Einar Helgason ráðunautur, Magnús Blöndahl útgerðarm., Paul Smith símaverkfr., H. S. Hanson kaupm., Kristján Skag- fjörð agent, Engilbert Hafberg verzlstj., frú Agústa Sigfúsdóttir, Jón Setberg trósmiður o. m. m. fl. ísland fór til Vestfjarða kl. 11 £ gær. Meðal farþega voru: C. Zimsen konsúll og frú, Jes Zimsen konsúll og frú, Christensen lyfsali og frú, frú Kirk, frú Flora Zimsen, Carl Proppé kaupm., Böðvar Kristjánsson adjunkt, Halldór Guðmundsson rafmagnsfræð- ingur, Páll Torfason og 2 verkfræð- ingar, Jón Sveinbjörnsson kammer- junker, Jón Grímsson frá ísafirði og frú, frú Stefanía Davíðsson o. fl. En þó skal hér dvelja unz dimmhærð gríma dagsbjarmann síðasta hrekur á braut, og hrimþakið, haustföll jarðarskaut hljóðlaust kveður hin sloknandi skíma. Sál mín skal alein og óttalaust kafa öræfamyrkurstns djúpa haf, meðan bygðin dregur upp draumatraf og dagþreyttir limir i hvílum sig grafa. félögin — sin megin, og gegn því verður sú mótbára léttvæg, að menn spyrji eigi börn eftir því, hvort þau vilji læra. Þegar litið er á þetta málefni frá sjónarmiði H. J., þá er það augljóst, að hann er sannfærður um, að þegn- skylduvinnan sé aðal og helzta með- alið til framfara hjá íslenzku þjóð- inni, og kemur sú sannfæring ber- lega fram i þessum orðum hans: »Ef islenzka þjóðin stenst eigi þá raun, að taka þessa skyldu sér á herðar, 'þá vantar hana skilyrði til að geta lifað sem sjálfstæð þjóð*. ---------■» I » -- En þei! Hvort neyrist ei hófasláttur og hreimur af mannsröddum eyrum ná? I myrkrið hvessa blakkarnir brá. Nú brýst um í vöðvum hinn tamdi máttur. En bergmálsaldan af orðunum strjálum yfir mig drýpur sem himinveig. Af hljómstraumum drekk eg mér heilagan teig. Um hug mér fer elding frá lifandi sálum. Jón Björnsson. Verzlunarskóli Islands verður settur mánudaginn 2. okt. n. k. kl. 4 síðd. i skólahúsinu við Vesturgötu. Fleiri umsóknir en þær, sem þegar eru meðtekn- ar, verða ekki teknar til greina. Jón Sivertsen. Hólar, aukaskip Sameinaðafélagsins fór frá Kaupmannahöfn 4. þ. m. áleiðis til Reykjavíkur. Héðan fer skipið norður um latid til Akureyrar og Seyðisfjarðar. D o u r o aukaskip, fer frá Kaup- mannahöfn 14. þ. m. hlaðið vörum til Austur- og Norður-lands. Landsspitalasjóði kvenna græddist 150 kr. á ferð Gullfoss norður á Akur- eyr! þann veg, að farþegar hóldu tvær skemtanir á skipsfjöl mpð söng, upp- lestri o. s. frv. til ágóða fyrir sjóðinn. Loftskeytastöðin. Bæjarstjórnin hefir samþykt að leigja land undir loftskeytastöðina fyrirhuguðu suður á Melum, fyrir 300 kr. leigu á ári. Landskosningarnar. A mánudag kl. 1 kemur yfirkjörstjórnin saman í lestrarsal Alþingishússins tíl þess að opna atkvæðakassana og rannsaka nið- urstöðu kosninganna.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.