Ísafold - 18.11.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.11.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Manngemngafyrirbrigðin. Enskur lögfræðingur og doktor í náttúruvisindum segir frá reynaiu sinni. Eg hefi í sumar og haust með fyrirlestri mínum »Undrunarefni< reynt að vekja athygli manna á því, hve merkileg og furðuleg manngervingafyrirbrigðin eru. — Þeir, sem aldrei hafa heyrt um slík fyrirbrigði getið, trúa naumast, að slíkt geti verið satt. Og enn aðr- ir reyna að gera frásögurnar um stórfeldustu atburði þeirrar teg- undar hlægilegar. En hvorki þrái mótspyrnings- ins né háð fáfræðingsins megnar neitt móti staðreyndum tilverunn- ar. Undan þeim verður eigi flúið. Hinn 12. október síðastliðinn flutti Ellis T. Powell, lögfræðingur og doktor í náttúruvísindum, er- indi um manngervingafyrirbrigðin í einum af samkomusölum Lund- únaborgar. Enska blaðið »Light« rómar mjög fyrirlesturinn og set eg hér þýðing af þvi helzta, er blaðið greinir frá honum. Doktor Powell lýsti í byrjun yfir því, að lífsstarf sitt væri beint fólgið í því, að fást við praktisk efni; hann væri lögfræðingur, þaul- vanur að meta gildi sannana; hann væri vísindamaður, er hefði lokið hæsta prófi, sem unt væri að taka við háskólann í Lundún- um, og þættist því geta gert kröfu til þess, að sér yrði áheyrn veitt, er ræða væri um málefni, sem hann hefði rannsakað árum sam- an með tilraunum. Hann leiddi athygli að því, að málefni það, er hann ætlaði nú í fyrirlestri sínum að skýra fyrir tilheyrend- um sínum, þ. e. a. s. manngerv- ingarnar, væri bygt á ósvikn- um sönnunum, og svo heilagt teldi hann sér þetta mál, að ekki vildi hann vinna það fyrir alt gull Ara- bíu, að víkja eitt einasta stryk frá staðreyndum, er væru svo vel sannaðir sem frekast mætti verða. Hann kvað manngervingarnar stundum eigitaldar eins mikilvæga tegund dularfullra fyrirbrigða eins og sum önnur sálarlegu fyrirbrigð- in, en slíkt væri misskilningur. Þær Um skipulag bæja eftir Guðm. Hannesson. Fylgir árbók Háskóla Islands fyrir áriö 1916. Svo heitir nýútkomin bók, og á höfundur raiklar þakkir skilið, að hafa komið svo þýðingarmikilli fræðigrein inn í bókmentir vorar. Þessi fræðigretn er lítið þekt hér á landi, þótt hún ha>fi átt langan aldur meðal erlendra þjóða, og sérílagi á síðari árum verið mikið um hana ritað. Eru til þess margar orsakir. Við ligga'um afskekt, bæir vorir fáir og smáir, og hafa tiltölulega vaxið á mjög skömmum tíma. En ná eru bæir vorir að taka miklum breytingum, að því leyti, að timburhúsin eru að hverfa, og steinhúsin að koma í staðinn. Með þessari breytingu er skipulag bæja namðsynlegri en nokkru sinni áður, því með skein- hiúsunum er skipulag þeirraákveð- ið að miklu leyti; og erfiðara er 1 Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóföt — Ferðaíöt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan aí landi svarað um hæi. m rni Eiríksson TJusfurstræti 6 □ ^ffojnaéar- c&rjóna- og Saumavörur \ Q hvergi ódýrari né betri. a þvoíia- og c&CrQÍnlc&íisvQrur beztar og ódýrastar. JSeiRföng og c^œRifœrisgjqfir hentugt og fjölbreytt. U\ væru einmitt trygg undirstaða, tii þess að reisa á frekari þekking, því að efagjarnir vísindaiðkendur kynnu að eigna mörg fyrirbrigðin hugsanaflutningi, en er áþreifan- legir líkamir birtust, þar sem ekk- ert varð greint nokkurum mínút- um áður, þá væri ekki unt að vísa fyrirbrigðunum á bug með þeim hætti. Dr. Powell vitnaði í rannsóknir Sir Wm. Crookes um þetta efni fyrir 40 árum, en það voru fyrstu vísindalegu rannsókn- irnar, er gerðar hafa verið á seinni tímum; sýndi hann fram á, flversu þessi ágæti vísindamaður hefði með margsltonar og margítrek- uðum tilraunum sannfærst fylli- lega um það, að manngervingarn- ar, er gerðust hjá miðli hans, ung- frú Cook, hefðu verið ósviknar og raunverulegar. Dr. Powell kvaðst hafa verið viðstaddúr á meira en 100 mann- gervingafundum, þar sem allra skilyrða fyrir gildum sönnunum hefði verið gætt. Viðstatt hefði og verið valið lið lögfræðinga, lækna og vísindaskörunga. Marg- sinnis hefði hann séð látna vini sína, er haft hefðu á sér mjög greinileg sérkenni, er ógern- ingur væri með öllu að líkja eftii’, eins og líka margir tílraunafund- armenn hefðu endurþekt ýmsa aðra látna menn og vini sína, og orðið ákaflega hrifnir. Ræðumaður útskýrði stuttlega, hvernig framliðnir menn safni lífs- afli frá miðlinum og öðrum fund- armönnum, og vefi sér af því hjúp til að birtast í. Stundum sé þeim ekki unt að sýna nema andlitið eitt eða handlegg, þegar skilyrð- in séu slæm og samhugur lítill; en stundum verði árangurinn svo góður, að framliðni maðurinn geti eigi að eins látið sjá sig, heldur gengið til og talað, og jafnvel látið þreifa á sér. Þeim, sem nýfarnir væru af þessum heimi, væri oft auðveldara að taka á sig manngervi en t. d. þeim, er liðnir væru fram fyrir 20 árum eða meira, með því að þeir ættu erfiðara með að muna, hvernig andlitssvipur þeirra var, meðan þeir dvöldust á jörðunni. í hinum vísindalegu útskýring- um sínum vitnaði dr. Powell iðu- lega til atburða, er fyrir hann sjálfan höfðu komið, og áheyrend- urnir gerðu mikinn róm að því, hve meistarleg tök hann háfði á efni síuu og hve snildarlega hann sagði frá . . . . I síðari hluta fyrirlestursins bar dr. Powell reynslu sína og annara saman við þá reynslu, er höfund- ar guðspjallanna hafa bersýnilega orðið fyrir, og hann hélt því fram, að staðreyndir ummvndunarinnar og upprisunnar og það, að Jesús hefði birzt oftlega eftir dauðann, væri í fylsta samræmi við hin vísindalegu skilyrði nú á dögum, er nauðsynleg væru til að fram- leiða samskonar fyrirbrigði. Kirk- jan hefði máttuga lyftistöngíhönd- um sér, ef hún vissi að eins af þvi, þar sem væru staðreyndir sálarrannsóknanna, er fylla myndi kirkjustólana og sannfæra tilheyr- endurna um það, að hún hefði raunveruleika í höndum. Þar sem nú væri kostur þess, að fá örugga þekkingar-vissu um-þá, sem væru rétt hinumegin við fortjaidið, þá væri heiminum veittur aðgangur að hinni dýrlegustu huggun á þessum hörmungatímum. Tilheyrendurnir, er safnast höfðu þarna saman, ef til vill fyrir for- vitni sakir, gátu ekki annað en hrifist af niðurlagsorðum ræðunn- ar, enda hlutu þeir fyrir hana að láta sér skiljast, hve afskaplega mikilvæg fyrirbrigðin, sem gerast á tilraunafundunum, eru fyrir framtíð kristindómsins, þótt þau hafi einatt verið að háði höfð. Svona líta þeir á málið, sem þekkja fyrirbrigðin til botns og hafa lengi haft kynni af þeim. Þeir sjá allir skyldleikann milli þeirra og fyrirbrigðanna, sem skýrt er frá í n. tm. Og þeir þykjast sannfærðir um, að hér fái kirkjan nýja lyftistöng eða öfluga stoð, þar sem hún sé illa komin. En þeir, sem ekkert hafa rann- sakað og illa er við allar nýjung- ar og tilbreytni, halda að hér sé óvættur á ferðinni. Að minsta kosti muni þeir spilla trú sinni, er kynna sér þessa furðulegu liiuti. Og öðrum finst hart, að fá ekki að vera i friði me.ð sínar gömlu hugmyndir. Mennirnir eru margir tornæmir á nýjungarnar. Nú er það orðið hættulegt trúnni, að fá að sjá sína upprisna með eitthvað líkum hætti og lærisveinarnir sáu Jesúm, og skelfilegt til þess að hugsa, að menn ljái fram hæfileika sína til slíks athæfis(!) Kyrstöðu-tilhneigingin er nokk- uð rík í sumum. Har. Nielsson. ------------------- Island erlendis. íslendingar og Grænland. íslenzk- ur stúdent í Khöfn hr. Jón Dúa- son hefir gert þá nýstárlegu til- lögu í dönskum blöðum að stofna af nýju norrœna bygð í hinum frjósömu héruðum hringum »Juli- anehaab< á Grænlandi, og fá Is- lendinga nolckura til að flytja sig þangað og nema þar land og kenna Grænlendingum að rækta landið. Blaðið »Nationaltidende« skýrir frá tillögum Jóns Dúasonar þ. 2. þ. mán. á þessa leið: »Þessi nýlenda (við Julianehaab) hefir verið óbygð svo öldum skiftir. Af fyrri tiraa bygð, er norrænir menn höfðust þar við, eru nú að eins eftir nokkrar fróðlegar rústir. En sjálf eru héruðin jafn frjósöm og fyrrurn á landnámstíð og auðs- uppsprettur hinar sömu. Græn- lendingar hafa aldrei tekið sér bólfestu þarna og koma þar ekki á eftir að koma á hagkvæmara bæjarfyrirkomulagi en áður. Kem- ur þessi bók því á mjög heppi- legum tíma. Bókinni er aðallega skift í tvo kafla, er greinast í aðra smærri kafla. Fyrsti kaflinn er um bœi vora og sjávarþorp. Er þar lýst vexti íslenzku bæj- anna, hag þeirra og menningar- áhrifum. Segir höfundur að fullur þriðjungur þjóðarinnar búi í bæj- um og sjávarþorpum, og af því má sjá, að bæir vorir hafa ekki lítið gildi fyrir þjóðfélagið, og vel- ferð þjóðarinnar. Höfundur segir að fólksfjölgun sé tiltölulega meiri í bæjunum en í sveitunum, og á síðustu áratugum hafi í sumum bæjum íbúatalan sexfaldast; ís- lenzku bæirnir vaxa því mjög ört, og er slík fjölgun til lengdar ekki happasæl fyrir sveitirnar. Sömu- leiðis er kaflinn um atvinnuveg og efnahag bæjanna mjög fróð- l@gur; métoningargildi þeirra fyrir þjóðfélagið er mjög mikilsvert, þeir eru lyftistöng fyrir hvers- konar fyrirtækjum og framkvæmd- um og lífsskilyrði fyiir flestu er að listinni lýtur. Síðan ræðir höfundur allítarlega heilbrigðismál bæjanna, mann- fjölgun, manndauða og heilsufar. Og segir að tiltölulega fæðist fleira fólk í bæjunura en í sveitunum, en manndauði sé minni. Og ræð- ir þar um sóttir, húsakynni og vatnsból o. fl. Einnig er skýrt frá hvernig skipulag bæja vorra og sjávar- þorpa hafi myndast, og vísar höf- undur þar sérstaklega til ýmsra reglugerða og laga, sem út hafa verið gefin um það. Fylgja upp- drætbir af nokkrum af þorpum vorum, sem sýma glögt, hve skipu- laginu er ábótavant. Ræðir hér sórstakl. um Reykja- vík, og hversu mörgu þar sé ábóta- vant. Höfundur segir, að flest það sem prýði bæinn sé frá gömlum tíma, t. d. Austurvöllur og svæðið latietan Lækjargötu (Skólabrekk- an), en það sem skapast hafi á síðustu 25 árum, hafifle3t hrapal- lega mistekist. Einnig að flestar umferðargötur liggi óhaganlega, upp brekkur, byggingarreitir (hér er átt við svæðið milli gatna) á mörgum stöðum ofmjóir, lítið séð um leikvelli fyrir börn, eða opin svæðií nýjumbæjarhlutum. Sömu- leiðis ekkert hugsað um að hafa staði fyrir opinberar byggingar (ráðhús, leikhús og samkomuhús, barnaskóla, kirkju o. fl.). 0g segir, að slíkt fyrirhyggjuleysi hljóti að leiða til hinna mestu vandræða, nema bráðlega verði tekið i taum- ana. — Annar kaflinn er um skipulag bœja. - Þetta er síðari kafli bókarinnar og ér þar mjög vel skýrt frá flest- um undirstöðuatriðum á góðu skipulagi bæja. Fyrst verður að athuga hvers- konar atvinnu og samgöngur bær- inn aðallega hefir. Eftir því verð- ur fyret og fremst að haga skipu- lagi hans. 0g þar sem hér er ekki um neinar járnbrautir að ræða, og aðalatvinnuvegur bæja vorra er fiskiveiðar, verðurhöfn- in sá staður, sem fyrst verðurað athuga, er skipulagið er gert. Ræðir höfundur það mál vel og greinilega. í sambandi við höfn- ina verður um leið að ákveða stafr fyrir fiskreití og lýsisbræðslu, og segir höfundur, að um 5000 □ st. landi þurfi . undir fiskreit fyrir hvern botnvörpung og reiknast þá höfundi til, að álíka stórt land þurfi undir hús sjómanna á skip- inu, og af því iná sjá, hve mikið tillit verður að taka til fiskþurk- unarsvæðisins. Einna þýðingarmestaatriðið fyr- ir bæina, er hið háa verð, sem Oft vill verða á lóðunum, því af þeirri ástæðu stafa mörg vand- ræði, bæði fyrir hið opinbera og einstaklinginn. Af hinu háa lóð- arverði stafar vitanlega há húsa- leiga, svo einstaklingurinn verður oft að leigja mjög litlar íbúðir, oft ekki meira en eitt herbergi, og vex þéttbýlið því mjög við hátt lóðarverð, en því fylgja mikl- ir ókostir, og höfundur ræðir þetta mjög ítarlega og vildi eg hér taka eitt dæmi úr bókinni af mörgum. Árið 1855 dóu í Berlín af hverju 1000 íbúa: í 1 herbergis íbúðum. . . . 163,5 - 2 herbergja, íbúðum . . . 22,5 3 — — ... 7,5 - 4 eða fl. herb. íbúðum. . 5,4

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.