Ísafold - 03.01.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.01.1917, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar ' ( viku. Verí5árg. 5 kr., erlendis T1/^ '• kr. eða 2 dollar;borg- Ist fyrir miðjau júlí erlendis fyrirfram. , Lausasala 5 a. eint. XLIV. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. Reykjavít, miðvikudagim 3. janiiar 1917 Talsími nr. 435. Uppsögn (skrlfl. bundin við áramót, er óglld nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og 8Ó kaupandi skuld laus vlð blaðið. 1. tölnblað Viljirðu eiga >Bil« þá hlýddu eðlistilvisan þinni. hún segir »þú skalt kaupa* FORD ITOURING CAR og neitaðu ekki fijálium þór um þann hag og ánægju sem það getur veitt þér. Timinn er peningar, og Ford Tonring Car eykur verðgildi tíma og peninga. Ford bilar ■erul édýrastir allra bíla, léttir að stjórua og auðveldastir i viðhaldi. Ford bilAr eru beztu fólks- og flutnings- tæki sem komið haía til landsins, og fást að eins hjá'Jundirrituðum, sem einnig selur hin heimsirægu DUNLOP DEKK og SL0NGUR fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1. AlþýðufóLbókasaín Templarae. 8 kl. 7—9 hosrgarstjóraskriÍBt. opin da*l. 10-12 og 1-8 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10-12 og 1—5 Bæiargjaidkerinn Laatásv. 6 kl. 10—12 og 1—5 íslandsbanki opinn 10—4. J5LF.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—lOuiðd. Alm. fundir tíd. og sd. ö*/s siðd. Landakotskirkja. Gnðsþj. 9 og « á helgam L&ndakotBspitali f. sjúkravitj. 11—1. Jj&ndsbankinn 10—8. fíankastj. 10—12 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Otlán 1—8 Landsbúnaðaríélagsskriístofan opin frá «2—2 Landsféhirðir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—S Landssiminn opinn dagiangt (8—9) virka dags helga daga 10—12 óg 4—7. Listasafnið opið sd., þrd. og fimtud. kl. 12—2 Jláttúrugripasafnið opið 1 */s—sá»/s á Fósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgð Islands kl. 1- 5. gtjórnarráðs8krif8tofurnar opnar 10—4 dagl Talstmi fíeyk.jHvIkur Pósth. 8 opinn 8—12. Vifilstaðahælið. Heimsóbnartlmi 12—1 ^>jóðmenjasafnið opið sd., þrd. og fid. 12—2 Ófrilar-annáll. 1—8 desember. Stjórnarrask Breta. Hér á dögunum sendi Lloyd •George hermálaráðheri’ann brezki þau boð, að hann krefðist þess, að breytt yrði til með hið núver- andi stjórnarfyrirkomulag, og jafn- vel að nokkrir af hinum æðstu yaldsmönnum Breta legðu niður völd. Að öðrum kosti vildi hann ekkert vera riðinn við stjórn rík- isins. Undanfarna mánuði hafa völd hans og hylli meðal brezku þjóð- arinnar farið dagvaxandi. Eftir hið sviplega fráfall Kitcheners lá- varðar i vor tók Lloyd George -við störfum hans og leysti verk sitt framúrskarandi vel af hendi. Deilur þær, er risu útaf stjórn- málum íra í vor, jafnaði hann -einnig af rnikilli snild. Nú eru- völd hans svo mikil, að hann býður sér að heimta endurbætur á æðstu stjórn ríkis- ins, jafnframt því sem hann læt- ur í ljósi óánægju sína á stjórnar- aðferðum helztu og stjórnmála- manna Breta, svo sem forsætis- ráðherrans sjálfs Asquith, er verið hefir í þeirri stöðu alt frá því 1908. Ef hann fengi ekki vilja sínum framgengt, ætlaði ,hann að leggja niður völd sín. Fáum hefir víst komið til hug- ar, að hann losnaði við ráðherra- iign. Alment er hann talinn Bretum mest ómissandi af öllum, er við völd sitja. Aðfinslur Lloyd George voru aðallega þær, að herstjórn Breta væri of sein í svifum. Yfirstjórn hermála hefir verið í höndum 12 manna nefndar, sem er kjörin úr flokk ráðherranna. En Lloyd George heimtaði, að í herráði þessu yrðu að eins einir 4 menn (meðal annars hann — eins og verið hefir). Jafnframt yrði herráðinu gefnar frjálsari hendur. Leit hann svo á, að bollaleggingar og nákvæmar ihuganir ráðsins tefði svo fyrir öflugri og skjótráðri herstjórn, að Bretar mættu ekki lengur við það una. Svo fór sem marga varði, að Asquith gamlí sagði af sér, og leitaðist konungur þegar við að fá óskum Lloyd George fulinægt. Eftir nokkrar bollaleggingar er það nú fullyrt, að Lloyd George verði sjálfur forsætisráðherra, en mikill hluti hÍDS fyrra ráðuneytis haldi völdum. Kurr hefir og heyrzt í Bretum gegn flotastjórninni. Þykir þeim linleg vörnin gegn þýzku kaf- bátunum. Matvara hækKar óð- fluga í verði á Englandi, vegna þess hve aðflutningar minka, vegna þess að nökkvarnir sökkva í sífellu aragrúa af flutningaskip- nm til Englands. Má búast við snarpari aðgerð- um, er Lloyd George hefir tekið hina æðstu stjórnartauma Frakkar hugsa vel til stjórner hans. Aftur á móti hefir heyrzt að þeim sé farinn að þykja her- konungur sinn Joffre vera orðinn linur í sóknum. Hörmungar Rúmena. Þann 4. des. var kirkjuklukk- um hringt um alt Þýzkaland að boði keisarans. Var svo fyrir- skipað til þess að fagua sigri Miðveldanna, er þeir unnu dag- inn áður á Rúmenum við Arges- fljótið. Undanfarna daga höfðu þeir Miðveldismenn vaðið áfram alt austur að fljótinu, en á eystri bakka þess höfðu Rúmenir búist til varnar. Vonuðu nú Samherj- ar hátt og í hljóði, að þarna gætu Rúmenir veitt herliði Mackensens öfiuga móttöku. En vitanlegt var, að kæmust þeir yfir fljótið, yrði þeim hægðarleikur að vinna Bukarest, höfuðborg Rúmeníu, sem er örskamt austanvið við Arges- fljótið. En Rúmenir urðu skjótt að láta undan siga — og þ. 6. des, tóku Miðveldismenn Bukarest. Var lítið gert að því að verja borginna — og er talið, að það hafi verið einna skynsamlegasta bragð Rúmena í þessum ófriði. Varnarvirki borgarinnar voru öll með gömlu sniði, og brendu Rú- menir sig á þvi skömmu eftir friðarslitin, er Miðveldaherinn vann á köstulum þeirra í Do- brudscha, að slík varnarvirki væru þeim til ils eir.s og stæðust skamma stund gegn stórskotum Miðveldanna. Hafa Þjóðverjar ekkert minst á herfang það, er þeir hafa náð í Bukarest og er því talið likleg- ast, að Rúmenir hafi búist við því fyrir nokkru, að þeir yrðu að yfirgefa borgina og tekið það fémætasta með sér norður á bóg- inn. En þó lítið hafi verið um her- fang í Bukarest, hafa Miðveldin fengið geysilegar birgðir korn- matar í Rúmeníu. Steinoliuupp- sprettur eru einnig innan vald- sviðs þeirra þar, er koma þeim i mjög góðar þarfir. Rúmenir búast nú til varnar við Buzeau-fljótið. I sambandi við hrakfarir Rú- mena má geta þess, að nýlega lýsti forsætisráðherra Rússa Tre- poff því yfir í dúmunni rússnesku, að Bretar og Frakkar væru búnir að ákveða þeim — Rússum — sigurlaunin. Þeir ættu að fá yfir- ráð yfir Miklagarði og fá þanhig opna sjóleið til Miðjarðarhafs. — Ekkí ólíklegt, að þessi ráðstöfun eigi að ýtá undir Rússa tii lið- veizlu við Rúmeni. Bardagar i Aþenuborg. Aldrei hafa verið eins alvar- legar skærur í höfuðstað Grikkja og þessa daga. Eins og áður er minst á, heimtuðu Samherjar af Grikkjum, áð þeir létu af hendi við þá allan vopnaforða og skot- færa, er þeir hefðu geymt. Fengu þeir umhugsunarfrest til 1. des. Nokkrum tímum áður en frest- urinn var útrunninn kom sá boð- skapur til sjóliðsforingjans Four- net, er ræður yfir flota Sam- herja, er hefir bækistöð sína fyrir utan Aþenuborg, að gríska stjórnin neitaði því að láta af hendi vopnin. Að því búnu var lið sett á land úr skipunum, er hélt áleiðis til borgarinnar. Var það snemma morguns þ. 1. des. Er lið Sam- herja átti skamt eftir þangað, komu vígbúnir Grikkir á móti þeim og laust þegar í bardaga. Lið það, sem fyrir var í borg- inni, varð þá að hörfa undan ofurefli Samherja, er réðst áfram til borgarinnar og áleiðis til kon- ungshallarinnar. Frá gluggum og undan húshornum fékk Sam- herjaliðið þó mörg skeyti hættu- leg. Er á daginn leið, var alt í uppnámi í borginni — ýmist bar- ist eða flúið. Að afliðandi hádegi sat kon- ungur á ráðstefnu með ráðherrum sinum í höll sinni, en skothriðin dunaði alt í kring. Boðaði hann Fournet til sin. Komust þá á sættir með þeim — í bili, og skip- aði Fournet mönnum sínum að snúa til skipanna aftur. En svo mikil heift var í liði Grikkja, að þeir skutu á Samherja eftir sem áður, unz nótt skall á, og þeir sáu ekki lengur til. Síðan hefir verið róstusamt i Aþenu. Einkum hefir verið gert talsvert að því að ganga í skrokk á fylgi8mönnum Venizelosar, sem enn eru þar í borginni. Athæfi Samherja er talið eitt- hvað hið vítaverðasta, er þeir hafi enn framið við hlutlauea þjóð — og lítt sæmilegt þeim er heita vilja »verndarmenn smá- þjóðanna*. Tvö blöð koma út at ísa- told í dag, nr. 1 og 2. Íslenzk náttúrufræði og r Eggert Olafsson. Á aðalfundi Náttúrufræðisfélagsins 5. febr. f. á. var hafist máls á þvi og rætt um það, á hvern hátt Eggerts Ólafssonar yrði minst sem sætr.ilegast á 200 ára afmæli hans, og var það einróma áiit fundarins, að að*bezt ætti við að minnast hans með því að gera eitthvað sérstakt því stafi til stuðnings, er hann helgaði krafta sína. En eins og kunnugt er, má með réttu telja þá Eggert vicilögmann Ólafsson og Bjarna landlækni Páls- son höfúnda íslenzkrar náttúrufræði. Rannsóknir þeirra hér á landi á árunum 1752—1757 voru þær fyrstu vísindalegu náttúrufræðis rannsóknir á landinu, sem hér voru gerðar, svo að nokkuð kveði að, og með ferða- bók þeirra, er út kom 1772, er lagður grundvöllurinn að islenzkri náttúrufræði. I ferðabók þeirra félaga, er i fyrsta sinni tekin til meðferðar náttúrufræði landsins í heild. Fjöldamarg- ar íslenzkar dýrategundir, æðri eem lægri, eru taldar þar í fyrsta sinn. og þar á meðal tegundir nýjar fyrir vísindin. Er mörgum tegundum lýst all-nákvæmlega, og einnig lifnaðarháttum þeirra og útbreiðslu. Á sama hátt eru taldar fjölmargar íslenzkar plöntutegundir og sagt frá útbreiðslu þeirra og nytsemi. í jarðfræðL landsins gerðu þeir og margar merkilegar athnganir; þeir lýsa jöklum, eldfjöllum, hverum, laugum, hraunum, surtarbrandi, mó, fornum dýraleifum, geta um berglagabreytingar ýmsra fjalla, lýsa mörgum steintegundum og öðrum jarðefnum og mörgu fleira. í bók þeirra er það í fyrsta sinni sannað, að surtarbrandurinn hér á landi sé leifar fornra skóga, er hér hafi vaxið endur fyrir löngu, og var það stórmerkilegt fyrir jarðsögu landsins. Það má óhætt segja, að þeir félagar hafi með þessum rannsóknum sínum unnið þrekvirki í íslenzkri náttúrufræði, og svo miklum og merkilegum fróðleik hefir Eggert safnað í ferðabókina f þeirri grein, að enn í dag má telja hana grundvallarrit, sem enginn geti án verið, sem fæst við náttúrufræði iandsins. Síðan ferðabókin kom út, hafa 'margir fengist við visindalegar rannsóknir á landinu og hafa þær rann- sóknir að allmikiu leyti verið reknar með útlendum fjárstyrk, og útlendingar, sem við þær hafa fengist. Þó höfum vér verið svo hepnir að eignasf nokkra menn, er miklu hafa afkastað f þessu efni, og haldið hafa lippi heiðri landsins i þessum greinum, en miklu fleiri hefðu þeir íslendingar orðið, er að þessu hefða unnið, ef eigi hefði svo tilfinnanlega skort fé til slikra starfa, því að bæði er það, að menn eru hér ekki svo efn- um búuir, að þeir af eigin ramleik geti gefið sig að slíku, og eins hitt, að hér eru engir sjóðir til, er styrki vísindalegar ranosóknir á landinu, en Alþingi hins vegar frernur ihaldssamt um styrkveitingar í þá átt. Að visu hefir þingið nú undanfarið veitt einstökum mönnnm styrk nokkurn til náttúrufræðisrannsókna, en mjög hefir það verið af skornum skamti, og minna en við hefði mátt búast samanborið við styrkveitingar til efl- ingar öðrum fræðigteinum, t. d. sagnfræði, fornfræði og málfræði. Fyrir 25 árum var hið fslenzka náttúrufræðisfélag stofnað og var aðaltilgangur þess, að koma upp sem fullkomnustu safni af íslenzkum náttúrugripum, og er náttúrugripasafnið nú orðið allmyndarlegt, og hefir marga merkilega hluti að geyma. Er safnið þegar orðið svo umfangsmikið, að það fer að verða félaginu ofvaxið að standa straum af því með þeim litla fjárstyrk, er það nú nýtur úr landssjóði. Eigi safninu að vera borgið, svo að það geti tekið æskilegum framförum verður landið þvi innan skams að taka það alveg að sér og tryggja sómasamlega framtið þess. Upphaflega var svo tilætlast að Náttúrufræðisféiagið gæfi út visindalegar ritgerðir um íslenzka náttúru- fræði, en sökum fjárskorts, hefir það lítið sem ekkert getað gert í þá átt. Er það mjög bagalegt. Flestir sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.