Ísafold - 03.01.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.01.1917, Blaðsíða 2
2 I S A F OL D eitthvað hafa ritað í þeim gieinum, hafa því eingöngu orðið að rita það á dönsku eða öðrum erlendum tungu- málum, og birta það á víð og dreif i erlendum tímaritum. En það er stórskaði fyrir tslenzka tungu og is- lenzkar bókmentir, auk þess sem það er til mikils baga fyrir náttúrufræðinga vora að það sem íyrirrennarar þeirra rita um islenzka náttúrufræði, skuli vera þannig dreift í hin og þessi erlend tímarit án þess að það helzta geti orðið birt í einni heild hér heima. Nú eru bráðum (1926) liðin 200 ár frá fæðingu Eggerts Oiafssonar. Þjóðin hefir einróma talið hann meðal sinna ágætustu manna, mun því óhátt mega treysta því, að það sé samhuga ósk allra íslendinga, að hans verði sómasamlega minst á 200 ára afmæli hans. En þó að Eggert Ótafsson hafi starfað allmikið í ýmsum greinum og ort djðifung og dygðir í þjóðina, hefir hann þó í engu afkastað eins miklu og i íslenzkri náttúrufræði. Var hún hans 1 júfasta viðfangsefni og aðalstarf hans eeda varð hann þar sannur brautryðjandi. Fyrir þessar sakir hefir »Hið íslenzka náttúrufræðisfélag« séð sér skylt, að gangast fyrir þvi, að Eggerts yrði séritaklega minst sem náttúrufræðings á 2ooaðas:a afmælisdegi hans. A aðalfundí félagsins 5. febrúar var því haldið fram: Að það væri vel við eigandi að Alþingi og stjórn landsins mintust Eggerts með því að taka við náttúre- 1. gripasafninu á 200 ára afmæli hans. 2. Að þjóðin sjilf gæti sem bezt heiðrað minningu Eggert', með þvi að skjóta saman fé i sjóð til minn- ingar um hann, er hefði það maikmið að efla íslerzka náttúrufræði með því að gefa út vísindalegar rit- gerðir um náttúrufræðisleg efni, íslenzk og styðja að rannsóknum á landinu i þeim greinum. Var talið æskilegt að sjóðurinn gæti verið orðinn svo öflugur á 200 ára afmæli Eggerts að þá mætti hefja starf- semi i þessa átt fyrir vextina af honum með því að gefa út myndarlegt minningarrit um hið mikla starf Eggerts sem náttúrufræðings. En með þvi að þetta þarf allmikinn undirbúning, þótti fundinum ekki rétt að fresta þessu máli lengur, og var það því samþykt að Náttúrufræðisfélagið tæki þegar i stað að sér forgöngu þessa máls, og var kosin nefnd manna til þess að undiibúa það og stauda fyrir fjársöfnun til slíks sjóðs á næstu árum. Vér undirritaðir, sem kosnir vorum i nefnd þesca, treystum því að minning þessa ágætismanns ;é mönnum svo kær, að þeir bregðist vel við þessu máli,. og leyfum vér oss að þeina þeirri áskorun til lands- manna, að styðja þetta mál með því að taka þátt i fjársöfnuninni og gefa sjálfir. Féhirðir sjóðsins er grasafræðingur Helgi Jónsson, og eru menn vinsamlegast bcðnir að snúa sér til hans með öll samskot til sjóðsins. Guðmundur Magnússon, prófessor. Ogmundur Sigurðsson, skólastjóri. Eqqert Briem, frá Viðey, formaður. Þorvaldur Thoroddsen, dr. phil. prófessor. Bjdrni Sœmundsson, adjunkt. Helgi Jónsson, dr. phil., féhirðir sjóðsins. Stefán Stefánsson, skólastjóri. Guðm. G. Bárðarson, bóndi i Bæ. Jónas Jónsson, frá Hriflu, skrifari. Spíritisminn og trúarbrögðin. Eftir Sir Arthur Conan Doyle. Mig langar til að þakka mr. Marriott Watson fyrir bréf hans í i>Light« 18. nóverohér síóastlið- inh. Þroskunarleið hans virðíst hafa verið mjög lík minni. Eg á líka miklu betri aðstöðu fyrir það, að þeir Sir William Crookes, Sir Oliver Lodge og Sir William Barrett hafa lýst yfir því, að þeir séu mér samdóma, 0g þeir hafa rannsakað málið miklu nákvæm- ara en eg get fullyrt um sjálfan mig. Eg vildi mega setja fram Dá- kvæmara skoðanir mínar um sambandið milli sálarvísindanna og trúarbragðanna. Eg geri það ekki í því skyni að þræta við neinn, heldur til þess að gera ljósari grein þess, hvernig eg lít á málið. Það liggur í augum uppi, að þó að einhver verði vel að sér í sálarrannsóknamálinu, þá verður hann ekki fremur góð- ur maður fyrir það en fyrir aðra vísinda-iðkan. Fyrir því er það ómótmælanlegt, að sálarvísindi og trú eru sitt hvað. Af þeirri ástæðu var það, að eg hélt í fyrri grein minni því fram, að vér ætt- um að fara að færa oss í nyt árangurinn af sálarvísindunum. Það er alt annað mál og stendur í mjög nánu sambandi við trúar- lærdómana og að því er mér 'virðist við helgisiðina. Ef vér treystum skeytunum að handan í alvöru, og fyrir því er ráð gert í rökfærslu vorri, þá fá trúarlærdómar vorir aðhald frá tveimur heimum í stað eins. Áreiðanlega hlýtar það að vera mikill stuðningur þeim atriðum, sem standa þá óbreytt, en leið- réttir önnur, þegar nýju ljósi er varpað á þau frá öðru sjónarmiði en áður. Eg er ekki að tala um hinn eiginlega, insta anda kristin- dómsins, sem er æðsti siðferðis- þroskinn, sem vér þekkjum eða getum gert oss nokkura hugmynd um og kemur inn hjá mönnunum ljúfri hógværð, miskunnsemi, óeig- ingirni og öllu, sem er yndislegt. Engin ný opinberun getur dregið úr þessu, Það er ekki að eins, að hinir nýju ljósglampar, sem kcma handan að, staðfesti þetta, heldur styrkja þeir það stórkost- lega, að þvi er mér virðist, með því að gera suma aðra trúarlær- dóma einfaldari og leiðrétta þá, trúarlærdóma, sem hætt hefir verið við, að vörpuðu skugga á þetta og hrærðu því saman við kenningar, sem misbjóða skyn- seminni og réttlætistilfinning vorri. Það hefir verið kenniug nálega allra kristinna kirkjudeilda, að sálin liggi í dái eftir dauðann, þar til er dómsdagur reoni upp einhvern tíma langt fram á ókomnum öldum. Þá verði hún dæmd eftir breytni sinni í jarð- lífinu, og þegar hún lítur þá aft- ur i tímann, hlýtur jarðlífið að vera fyrir hennar sjónum eins og fáeinar sekúndur, sem óteljandi aldir hafa þurkað út. Þá lendir hún annaðhvort í eilífriog hræðilegustu glötun, eða hún verður sæl um alla eilífð (tafarlaust, eftir því sem sumir líta á, en eftir nokkurn reynslutíma að ætlun annara). Eg hygg, að þannig sé rétt skýrt frá ven julegum trúarlærdómi krist innar kirkju, en þessu mótmæla staðreyndir spíritismans í öllum atriðum. Eftir vorri reynslu verð- ur ekki annað séð en að vér náum sambandi við framliðna menn mjög stuttu eftir að þeir hafa frá oss farið; þeir virðast vera nákvæmlega eins og þeir voru, áður en þeir fóru yfir um, og þeir fullyrða, að mennirnir dæmi sig sjálfir með þeim hætti, að þeir lendi hjá sínum líkum, og að engir glatist svo, að þeir vinni sig ekki áfram og upp á við, hve mjög sem syndin kann að hafa tafið för þeirra. Hver skyn- samur og hleypidómalaus maður, sem íhugað hefir kenninguna um eilífa refsingu, hefir sagt við sjálfan sig: >Það getur eigi verið, að guð sé svona grimmur. Jafn- vel eg, vesall, dauðlegur raaður, mundi eigí refsa manni, aem hefði gert á hluta minn, af svo mikilli hefnigírni*. Þessi nýja opinberun sýnir, að þessi ábúrður á guðdóminn var ranglátur og að ráð hans eru jafnmiskunnarrík, eins og vegir hans eru dásam- legir. Jafnvel þótt um ekkert annað væri að tefla en þetta, hlyti spiri tisminn að leiðrétta, ekki kristin- dóminn, heldur rangar, úreltar hugmyndir um það, hvað sé kristindómur. En hér er um mikið meira að tefla. Vér getum ekki tekið gildar skoðanir þeirra, sem yfir um eru komnir, á sum- um atriðum, en virt þær að vett- ugi í öðrum. Ef þeir eru sam- mála um eitthvert kenningarat- riði, þá hlýtur það að vera að minsta ko3ti mikil meðmæli með því í vorum augum. Mín reynsla er sú, að allir haldi þeir því fram, að þar séu öll trúarbrögð jöfn, að búningur kenninganna eða helgivenjurnar skifti alls engu máli, og að velfarnan og framfarir andans sé algerlega komið undir því, hve mikil fágun og hreinleikur hugarfarsins og góðleikur hefir fengist við jarð- lífsreynsluna. Þessi boðskapur er víðtækari en svo, að hann eigi við kristindóminn einan; hann nær til allra trúarbragða eða trúarbragðaleysis, svo framar- lega sem einstaklingurinn nær þeim árangri. Margar eftirlætis- ritningargreinir, er menn hafa notað til að lemja á náunga sín- I um, eru þar með strikaðar út, en áreiðanlega er heildarhugmyndin orðin æðri og í eðli sínu kristi- legn en nokkur þröngsýnisskoðun rétttrúnaðarins. Mennirnir hafa sjálfir búið sér til erfiðleika sína, og allar trúarbragða-styrjaldir, ofsóknir, fjandskapur og hörm ungar hafa alls ekki staðið í neinu sambandi við sanna trú eða andlegar framfarir Harð- neskjulegur og þröngsýnn kreddu- maður, sem hefir ætlað sér að reka náunga sína með valdi út á þá leið, sem hann heldur, að sé braut dygðarinnar, hefir í raun og veru vefið blátt áfram að búa sínum eigin anda vist á lágum sviðum andaheimsins. — Þaðan kemst hann einhvern tíma eftir þrautir, þegar hann er orðinn ljúfari og víðsýnni sál. Um margt annað er hér að tefla, en mér virðist, að þessi tvö atriði — hvað taki við eftir dauð ann 0g hvers virði sérstakir trúar- lærdómar séu — nægi til þess að réttlæta þá staðhæfing, að þótt spiritisminn sé alls ekki andstæð- ur meginhugmyndum kristindóms- ins, heldur þvert á móti styðji þær öfluglega, þá sé það ómót- mælanlegt, að hann leiðrétti kristnar kenningar í einstökum mjög mikilsverðum atriðum, þótt eigi séu það aðalatriðin. (Þýtt hefir Einar Hjörleifsson Kvaran) Leiðréttmg^ Hr'. skrifstofustjóri Indriði Ein- arsson hefir í 88. tbl. ísafoldar þ. á. vakið máls á því, í ritgerð sinni: »Um álit eftirlauna og launanefndarinnar, sem skipuð var með konungsúrskurði 9. des. 1914«, að vélstjórar þurfi ekki nema 1 vetur til undirbúnings undir starf sitt 0g fengju svo á þriðja ári að launum — kr. 260 á mánuði. Þetta er ekki rétt athugað hjá hiuum háttvTirta skrifstofustjóra, og 8kal eg því leyfa mér að gefa eftirfarandi skýringu. Samkvæmt núgildandi lögum þurfa þeir, sem ætla að verða vélstjórar, fyrst 3ja ára vélsmiða- nám, því næst tveggja vetra nám á vélstjóraskólanum, alls 14 mán., því næst verða þeir að vera 1 ár kyndarar, og tvö ár undirvél- stjórar, enn fremur, samkvæmt kaupaamningi milli »Velstjórafé- lags íslands* og »Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda í Keykja- vík«, öðlast vélstjórar ekki fyr en á þriðja ári hina nefndu kaup- upphæð. Það er því rúm 9 ár — segi og skrifa 9 ár — en elcki 2llz ár, eins og hr. skrifstofustjóranum þóknast að telja, sem vélstjórar þurfa til að öðlast nefnda kaup- upphæð. Keykjavík, 14. des. 1916. 01. Sveinsson. Nýja stjórnin. Konungur hvað hafa simað }óni Magnússyni bæjarfógeta í gærkveldi tilmæli um að mynda hina nýju stjórn. Sennilega kemst hún á laggir á morgun eða föstudaginn. Sparisjóðsfé 1916. I. Tuttugu miljónir króna. Snemma á þessu ári skrifaðí eg greinar í þetta blað, um það meðal annars, hve mikið spari- sjóðsfé — innlög í sparisjóði — hefðu aukist árið 1915. Það ár höfðu verið lagðar inn í Lands- bankann, Islandsbankann og út- bú þeirra beggja als 4,188 þús. kr. Við árslokin 1915 stóðu þess- vegna inni í þessum stofnunum af alskonar innlögum, sem hér eru kölluð einu nafni sparisjóðs- fé................kr. 13,917,000 Frá 1. jan. 1916 til 30. nóv. 1916 voru lagðar inn'í Landsbankann og útbú hans af spari- sjóðsfjám 2.899,000 — og í Is- landsb.og hans úti- bú frá 1. jan. til 31. okt. . . .3,246,000 — -------------- 6,145,000 I. nóv. og 1 des. -------------- þá 8tóðu inni ... — 20,062,000 í báðum bönkunum og sem er afar- álitleg upphæð fyrir þjóð, sem ekki nær enn þá 90.000 manna. I þessum 20 miljónum eru hvorki talin sparisjóðsinnlögin í söfnun- arsjóðinn, því þau verða ekki tekin út, né þau innlög sem standa inni í öðrum sparisjóðum á landinu, því þau eru mér ó- kunn. * II. Hvaðan kemur mönnum aflíð ti^ sparnaOarins? Sá sem þekkir fyrrum og nú í þessu efni, veit að 1908—10 voru lagðar inn árlega 600 þús. kr, i alla sparisjóðina á landinu, og^ þótti þá feikna mikið. Árin 1911 —1914 þekti eg ekki fyrir alt landið. Eitt er víst, árið 191£> snýr blaðinu algerlega við, þá eru lagðar inn fram yfir það sem út er tekið úr þessum bönkum 4,2 mil. kr. og á mestum hluta ársins 1916 6,1 þús. kr. Eg held að það 8é hægt að benda á hvað- an íslenzka þjóðin hefir fengið' tífalda krafta við það sem hún hafði, að leggja upp 6 milj. á ári í stað 600,000 kr. Við að Rússar ínnleiddu áfengisbann hjá- sér, hafa innlögin i sparisjóðina 70 faldast segja Bretar (sbr. ísa- fold 20. des. þ. á.). Við íslend- ingar höfum margsinnis fengið hagstæða prisa á fiski, og afiaet vel, en árangurinn af góðu ár- unum gekk til annars en til aukningar á sparisjóðsfjám. Al- ment var sagt hér við sjóinn að' kaupstaðarskuldir færu vaxandí í góðu árunum, en væru greidd- ar í vondu árunum. Hversvegna?’ Meun drukku töluvert, vinnan gaf ininna af sér, vegna frátafa,. sem af því leiddu, og mikið af ágóðanum fór til vínfanga. — Nú- segir borgarstjórinn okkar að 20 heimili, sem áður voru á sveit, séu orðin sjálfstæð vegna aðflutn- ingsbannsins, sem staðið hefir í 1 ár og 10 mán. Eg geri ráð fyr- ir að eg verði sakaður um öfgar,. og margur álíti að ástæðan sé önnur, t. d. að bankarnir sjálfir kenni mönnum að spara. Prís- arnir séu svo háir, sem allir vita, á útfiuttu vörunni, og ýmislegt þessháttar, sem alt getur verið'

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.