Ísafold - 03.03.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.03.1917, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD I 0 I I I I Arni Eiriksson Heildsala. 1 TalS. 268 Og 884, PÓSth. 277. I Smásala Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. •oo Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar Tækifærisgjafir — Jólagjafir — Leikföng. misti hann eftir 31 árs farsælt hjóna- band. Þau hjón áttu eigi börn sjálf, en ólu upp nokkur fósturbörn, skylc og óskyld. Frú Solveig heit. var hin mesta myndarkona, fríð og gerfileg, trygða- vinur vina sinna, góðgerðasöm og mátti ekki aumt sjá. Er þar sæmd- arkonu á bak að sjá. Bókarfregn. Axel Thorsteínsen: Ljóð og sögur. 1916. Það er betra fyrir þá, sem kunna að minnast á bók þessa, að fara gætilega. Höfundurinn hefir sem sé sent væntanlegum ritdómurum kveðju guðs og sína í kvæðinu »SkáIdið unga og ritdómarinn* — kveðju, sem, að minsta kosti óbein- iínis, verður að telja vonarkvak um væga dóma. Skáldið réttir ritdómaranum »hand- ritið* og segir, að í söngvum sín- um, þótt fátækir séu (ætti að vera: íltæklegir) sá *seiðtnagn úr fiðlu, »varmir bálstraumar«, og »heilög harmsýn«. Maður skyldi nú ætla, að ritdómaranum þætti þetta sæmi- legt, svona til að byrja með — en í stað þess að hrópa: Hósíanna, sonur er oss fæddur! er hann þetta litla hundheiðinn á ljóð, að hann tleggur pau bara til hliðar L Og skáldið nær sér aldrei uppfrá þessu, aldrei, aldrei nokkru sinni framar I Já, mikið þolir maður að heyra, áður en eyrun detta af manni. En þetta er engin nýung á vorum dög- um; jarmurinn og volið í islenzku skáldunum, ef eittvað er andað á þau, er alveg óþolandi. Lengst fló þó ör Jóns Trausta, alt upp í þau þokuský að kalla gagnrýni E. Bene- diktsonar zbrauðníð* I Það bull treysti herra Kvaran sér ekki til að yfirstíga og lét sÍDn harmagrát detta niður. Þetta ástand, þessa ómynd, að rithöfundar þoli ekki almennar að- finslur, þegar ekki er ráðist á þeirra persónu, purýa blöð vor að kveða niður. Þess vegna hefir hér verið tiltölu- lega langt mál skrifað um áður nefnd an kvæðishégóma, sem sýnilega er ort í áhyggjum út af væntanlegu »brauðniði«, þegar »Ljóð og sögurc kæmu fyrir almenningssjónir. Byrja má á að geta þess, að kvæði þau, sem hér er um að ræða, eru ekki svo léleg, að höfundurinn hafi með þeim dauðadæmt sig um alla eilífð; hann er engan veginn eins og þeir, sem »fyrirsjáanlega aldrei gátu eignast neittc í Landsbankan- um, sællar minningar. Sumtí bók- inni bendir einmitt, þótt í litlu sé, á það, að höf. gæti gert töluvert betur, ef hanD vandar sig. Eins er hitt, að það er í sjálfu sér saklaust, þótt svona vísur komi fyrir almennings sjónir. En eitt verður höf. aldrei fyrir- gefið, hvorki Jæssa heims né ann- ars, og það er hroðvirknín. Frágangurinn á máli og rími verður að teljast óframbærilegur fyrir þjóð, sem er fædd með brageyra. Þetta ber vott um kæruleysi og kulda til listarinnar. Höf. þarf að læra þai, að allir sem elska Ijóð í alvöru, vanda sig í framgöngu, um orðbragð og alla hluti, þegar þeir ganga íram fyrir gyðjuna og fórna henni blóði sínu, eftir því sem hjartað leggur til. En þetta blávatn, framborið i grautar- sleif og slett á stallann —- það er meira en móðgun, liggur mér við að segja. Það er leitt að þurfa að segja um ljóðskáld, að það vanti brageyra; en hér verður ekki hjá því komist. Ekki nóg með það, að höf. virðist ekki hafa grun um hreim, hljöðblce eða iherzlu og lýsir hið síðasta sér í því, að höf. rímar þráfaldlega á eftirfarandi hátt, sem á bls. 22: mynd var þar máluð á með dýrðarbiæ — heldur setur hann stuðla og höýuð- stafi alveg út i bláinn. Það tekur því varla sð tilfæra dæmi, en sem sýnishorn, örfá af þeim ógrynnum, sem hér er um að ræða, mætti benda á: bls. 19.: »og þegar lífi þínu lýkur og lokast-----------------------« bls. 26.: »far vel, þú skáld, sem fluttir hjartans óð« bls. 31.: »eg lít í dökku augun inn, á litla fríða munninn þinn Á bls. 31. slær huldumær gígju á háu bergi svo að fann- hvít(!) skip, sem fara um höfin farast i votri gröf------------------- og mundi þetta mega kalla klaufa- lega hnuplað frá Heine. Á bls. 32. stýrir einn fleyi síau um »kaldan ven. Aumingja mað- urinn! »Allir eru ógiftir í ven'«M« segir máltækið. »Ver« er einnig karlkenning og stundum notað í ljóðamáli og er þá vitanlega katl- kyns, — en því er nú ver, að kald- ur ver í verinu verður líklega dægra- dvöl fyrir þennan málleysingja, ligg- ur mér við að segja. En nú er nóg komið, og vil eg ekki eyða lengrí tíma Jesandans eða mín við að telja þessi vandræði; þau eru á hverri síðu og oft vísu eftir vísu. Þó leyfi eg mér að lengja þetta »brauð- níð« með því að benda á, að í ljóða- ok segist skáldið vera »andanum oýurseldur«. Og er það eitt hið átakanlegasta, sem eg hefi sé% síðan Jón Trausti kom með íslaudsvisurn- ar og sá þar reykjarstrók, sem var eins og hár á hval! Að vísu bætir íöf. við, að hann »viti ekki hvað pessu veldur* — og þá við hinir ekki heldnr. Á blaðsíðu 39. er vel gerð gam- anvísa, og gæti hún, ef til vill bent ítilsháttar í þá átt, að þar, í gamn- inu, ætti höf. að leita fyrir sér, enda á hann þar ætt til — því aldrei sannfærist lesandinn af þessum lát- ausa njartasprengjandi harmagrát sem er aðalefni bókarinnar), meðan íann kemur fram i slíkum útbúningi, sem hér á sér stað. Mér dettur í hug atvik, sem eg sá fyrir mörgum árum uppi í sveit Börn voru að leika sjónleik og áttu tvö að gráta; en þegar þau voru rétt að byrja að öskra, gátu þau ekki stilt sig lengur, en ráku upp skellihlátur. Leikstjórinn, sem var 10 vetra strákur, kunni ráð við þessu — hann málaði nokkra smá- bletti niður eftir kinnunum á leik- endunum með brendum korktappa. Þessi kvæði, ef þeim skyldi lýsa í einum feitum drætti, eru eins og þau væru máluð á spítu — með brendum korktappa. Sig. Sig. ■»1» Rafmagnsmálið. Það langt er rafmagnsmáli Rvíkur- kaupstaðar komið, að hið norska verkfræðingafirma, sem fengið var til að rannsaka Elliðaárnar sem afl- stöð, hefir sent hingað áætlun sína, sem er á þá leið, að byggingarkostn- aður muni verða 2.400.000 kr. fyrir 3000 hestaflastöð. Rafmagnsnefnd bæjarstjórnar (borgarstjóri, Jón Þor- láksson, Sveinn Björnsson og Thor Jensen) hefir síðan fjallað um málið. Ræður hún frá, að ráðast í bygging þessarrar stöðvar, bæði vegna of mikils kostnaðar, borið saman við stærð stöðvarinnar, og annarra ann- mirka, er á þykja vera. I stað þess kemur rafmagnsnefnd- in fram með þessar 2 tillögur: I. Að bæjarstjórn feli nefndinni að útvega frumvaip og áætlun um alt að 1000 hestafla rafmagnsstöð, bygða á vatnsafli Elliðaánna. II. Að bæjarstjórn fari þess á leit við landsstjórnina, að með lög- um verði heimilað að taka vatnsaflið í Soginu eignarnámi handa Reykja- víkurkaupstað, eða til vara, að vatns- aflið i Soginu verði tekið eignarnámi handa landsstjórninni, en Reykjavik- urkaupstað trygður kaupréttur, án framfærslu, að svo miklu af vatns- aflinu, sem kaupstaðurinn vill nota. ---------»1 «■------- Kosningar í Vestur Skaftafellsýslu. í blaðinu »lsafold« nr. 92 er rúmlega þriggja dálka grein með þessari yfirskrift eftir Gísla Sveins- son. Vegna þeirra sem lítið þekkja til hér í Skaftafellssýslu, og þar af ieið- andi kynnu að trúa einhverju af þeim fullyrðin^um sem nefnd grein hefir inni að halda, vfldi eg biðja bkðið fyrir eftirfarandi línur. Gísli byrjar á að lýsa þvi hvern- ig »Landið« haldi áfram að ærslast út af kosningunum hér í sýslu; hann talar þar um »fúlmensku á- rásir«, »viti firt ávörp«, sem blaðið hafi flutt til Vestur-Skaftfellinga um að kjósa hann ekki á þing, o. s. frv., sem hér hafa ekki sést, og halda þó margir blaðið. Um þetta ætla eg ekki að fjölyrða, þar sem blaðið sýnir bezt sjálft, að þetta eru öfgar einar. Það lítur svo út sem Gróusagan — er Gísli skrifar um í Asum, er hann var þar í haust — hafi gagn- tekið hann svo, að hann geti ekki losnað við efni hennar, enda þótt hann hljóti að hafa séð mjög bráð- lega að hann hljóp þar gönuskeið. Kjarni þessarar sögu var það—eítir því er Gisli skrifar — að vinur hans Lárus Helgason hafi á austurleið sinni frá Rvík haft »Landið« til út- býtingar, með einskonar aðvörun til Skaftfellinga, um það að kjósa sig ekki á þing vegna samvinnunnar við Sig. Eggerz. Um þetta skrifar Gísli alllangt mál 14. okt. og sendi — að því er næst verður komist—eitt eintak i hvern hrepp kjördæmisins, og hafði mælt svo fyrir, að festa skyldi ritgerð þessa upp á kjörstaðn- um kosningardaginn, sem sumstaðar var gert; en aðrir fylgismenn hans voru svo skynsamir að þeir stungu heDni undir stól. í þessari ritgerð stendur meðal annars eftirfarandi klausa: »Annan óhróður, sem Land- ið kann að flytja um mig (með eða án tilstyrks Lirusar Helgasonar) vænti eg og veit að sýslungar mínir virði að verðleikum.« Er eg las þetta flaug mér í hug málshátturinn: »Sæll er sá sem bræddur er, sé hann ekki of hræddur.« Eins og eg hefi ávalt haft fyrir reglu, er eg held heim frá Reykjavík, tók eg og í þetta sinn nokkur eintök af nýjustu blöðum með mér, þar á meðal 3 síðustu blöðin af »Landinu«, sem voru nr. 39, 40 og 41. Þetta mundu þá vera blöðin sem eftir sögn Gísla var útbýtt gefins um alla sýsluna, og þá einnig þau sömu er Gísli skrifar um i Ásum. Hvað mikið er af óhróðri um Gísla, eða aðvaranir til Skaftfellinga um að kjósa hann ekki á þing vegna stmvinnunnar við Sig. Eggerz, geta menn sannfæn sjálfa sig með því að lesa umgetin blöð. Þessir imynduðu óhróðursög- ur koma fram vel útilátnar í um- ræddri ísafoldargrein. Mér sýnist svo, að Gísii hafi nú í seinni tíð sjálfur ,gengið alt of langt i því að skrifa óhróður um aðra, þó honum segist sjálfum svo frá, að það séu alt stjórnmál. Sbr. árásirnar á Sig. Eggetz. Gisli er að reyna að sýna fram á að Skaftfellingar séu ekki »þversum« og segir því til sönnunar að próf, Magnús Bjarnarson hafi ekki árætt að bjóða sig fram sem »þversum« mann, heldur sem flokksleysingja. Hvort þetta er rétt frá skýrt skal eg ekki neitt um segja, en trúlegt þýkir mér það ekki. Um mig segir Gísli þetta: »Hinn frambjóðandinn Lárus Helgason á Kirkjubæjarklaustri, sem líka var »þversum«, að því er menn halda, kom sér hjá því, að gefa neina yfir- lýsingu um þetta fyrir kjósendum, þar sem hann sat hér í Reykjavík, meðan við hinir vorum að halda fundina eystra i haust.« Eigi þetta að skiljast svo, að eg hafi ekki þor- að að mæta á þingmálafundunum, til þess að gera grein fyrir stefnu minni í stjórnmálum, skal eg geta þess, — að mér er sama þó Gísli haldi mig svo kjarklítinn, — því flestir aðrir er mig þekkja, vita vel, að ástæðan til þess, að eg var í Reykjavík í haust, var sú að eg þurfti að inna þar af hendi hið sama starf, er eg hefi gegnt þar mörg undanfarin ár, en ekki sú að eg þyrði ekki að mæta á þingmálatundunum ásamt þeim sem um þiugmenskuna keptu. Eg hefi ávalf, hvar sem eg hefi verið staddur — ef svo hefir borið undir — látið ótvirætt í ljós, að eg væri einlægur sjálfstæðismaður »Þversum« við »Langsum«hring- snuninginn —. Um þetta var flest- um Skaftfellingum kunnugt, og það lét eg nægja, með því eg vissi — eins og fram kom við kosninguna, — að þeir treystu mér, og að Skaft- fellingar vita eins vel fy»rir þing- málafundinn eins og eftir hann, hverjum þeir vilja gefa atkvæði sittr ef þeir áður þekkja starfshæfileika og stefnu frambjóðendanna. Gísli er mjög borginmannlegur yfir traustinu sem hann hafi nú í Skaftafellssýslu, og það svo, að hann leyfir sér að fullyrða að niðurstaðan hefði orðið sú sama, þó annar okk- ar séra Magnúsar hefði hætt við' framboð sitt. — Honum er ekki of- gott að gleðja sig við þessa skoðum sína, því hver maður á landinu veit að hann er kosinn með miklum minnihluta atkvceða, af því að mót- atkvæðin skiftust á tvo, — og það vita að minsta kosti allir Skaftfell- ingar — og ef til vill Gísli bezt — að ef eg hefði verið einn í kjöri á móti honum, þá væri hann ekki þingmaður Skaftfellinga nú. Af því Gisli er hvað eftir annað að gefa það i skyn að eg hafi af ásettu ráði komið mér hjá að mæta- á þingmálafundunum með honum í haust, skal eg benda á það, að eg þykist ekki síður hafa ástæðu til að* beina því að honum, að hann haft af ásettu ráði sett það niður að vera hér í kjördæminu einmitt þann tíma sem hann vissi að eg yrði'- fjarveraridi. Einnig hefir mér verið sagt, að Gísli hafi á þingmálafund- unum ekki viljað telja sig tylgjandi neinum flokki, og er það þó kunn- ugt af ritgerðum hans, að hann er — eða var fram að þeim tíma — einlægur »langsum« maður. Er ekki óliklegt að honum hafi sýnst þessi aðferðin vænlegust til sigurs, þó> hann vilji ekki kannast við það siðaii. í umræddri grein segist Gísla svo- frá, að »þversum «-miðstjórnin hafi: ávalt verið að reyna að þröngva öðrum hvorum okkar séra Magnús-- ar til þess að hætta við framboð okkar bæði með góðu og illu. Þetta er eins og flest annað í áminstri ritgerð tilhæfulaust, að minsta kosti hvað mig snerrir. Eg get með full- um rétti og góðri samvizku lýst því yfir, að ekkert orð, munnlegt eða skriflegt, hefir mér enn borist frá nefndri miðstjórn í þá átt, og leyfi mér því að lýsa eg þessa stað- hæfingu hans rakalaus ósannindi að; þvi er mig snertir. Sízt hafa fylgismenn Gísla ástæðm til að vera honum þakklátir fyrir það, að hann í þessari ritgerð sinni ^gerir þá — ásamt öðrum Skaftfell- tngum — að þeim ræffum, að þeir hafi 1911 tekið Sig. Eggerz fram yfir sig fyrir það eitt, að hann sat hjá þeim og var sýslumaður þeirra. Óliklegt þykir mét einnig að þeir — og þá einkum Mýdælingar, sem beztan kost áttu á að kynnast Sig Eggerz fyrir þá sök að hann sat hjá þeim, og sýnt hafa það á margan hátt að hann vann sér traust og virðingu þeirra, — geti orðið Gísla samdóma um það, að Sig. Eggerz hafi í haust gengið með þá »ósvifnu hugsun að Skaftfellingar væru, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.