Ísafold - 10.03.1917, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar
■ i viku. Verðárg.
; 5 kr., erlendis T1/^
1; kr. eða 2 dollar;borg-
' ist fyrir miðjan júli
i erlendis fyrirfram.
j Lausasala 5 a. eint
XLIV. árg.
ísafoldarprentsmiðja.
Talsími nr. 455.
Reykjavík, laugardaginn 10. marz 1917.
Rítstjórl: Úlajur Björnsson.
Uppsögn (skrifl.
bundln vlð áramót,
er óglld nema kom-
ln sé til útgefanda
fyrir 1. oktbr. og
sé kaupandl sknld-
laus við blaðið.
18 tölnblað
»S6ynslan er saimleikur. sagði >Eepp* eg
þótti aB vitrari maðnr. Reyusla allieims heíir
dæmt Forrthíla að vera bezta allra bíla og
alheims oóm verður okki hnekt. Aí Ford-
bílum eru fleiri A feið i heiminum en af öll-
um öðrum biltegnndum samanlagt. Ilvaó
sannar þaö? Það sannar það. Fordbíllinn
sr beztur allra bila enda hefir hann unnið
sér öndveigissæti meðal allra Bila, hjá öllum
þjóðum, og hlotið heiðursnafuið
V eraidarvagn.
FAst að eins hjá nndirrituðum sem einnig
aelur hinar beimsfrægu DUNLOP DEKK og
rSLONGDR fyrir allar tegundir blla.
P. Stefánsson,
Lækjartorgi 1,
Alþýðufól.bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9
Borgarstjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1—3
Braiarfóp,etaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—5
Brai&rgjaldkeriiin Laafásv. 5 kl. 10—12 og 1 6
tfilandsbanki opinn 10—4.
K.F.U.M. Lostrar-og skrifstofa 8 érd,—10 afðð.
AJm. fundir fid. og sd. 8^/a siðd.
Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgum
Landakotsspttali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankiun 10—3. Bankastj. 10 12.
Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8
Landsbúnaðaríélagsskrifstofan opin frá 12—8
Landsfóhirðir 10—2 og 5—8.
íiandsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12—2
Kjandsaiminn opinn daglangt (8—9) virka daga
helga daga 10—12 og 4—7.
Listasafnið (lokað fyrst um sinnj
Sáttúrugripasafnið opið l*/s—29a á sunnúd.
Póst-húsið opið virka d. 9—7, snnnud. 9—1.
Sumúbyrgð Inlands kl. 1—6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talslmi Reykjavlkur Pósth.S opinn 8—12.
ymistaðahælið. Heimsóknartimi 12—1
5>jóðmonjiu-,ainið opið sd., þrd. og fid. 12—2.
Fráfærur.
Eftir Hermann Jónasson.
Nú eru alvarlegir tímar. Geipiverð
flestum vörutegundum og marg3r
jieirra fara stöðugt hækkandi. Eng-
inn getur rent grun að því, hvar
staðar nemi. Eins og nú stendur,
má telja siglingateppu bæði að og
frá landinu. Það segir lítið, þótt von
sé til að B sp komi frá| Ameríku
7.—8. hverja vikn. Að sönnu verð-
nr að treysta því að á þessu fáist
bráðlega bætur, en það getur brugð-
ist til beggja vona.
Ennfremur ber þess að gæta, að
þótt nægir flutningar fengjust ti
landsins, þá fást þó eigi suniar nauð-
synjavörur, því að útflutningur á
þeim, er bannaður frá öðrum lönd-
um. Og búast má við að þeim teg-
undum fjölgi smátt og smátt, er ó-
fáanlegar verða, standi stríðið lengi
hér eftir. Það er því hið mikilvæg-
asta alvörutnál, að stuðla til þess, al:
fremsta megni, að landið geti sem
mest bjargast við sín eigin gæði eða
framleiðslu. Getur líka að því rekið,
að menn neyðist að mestu, ef ekki
öllu, til þess að bjargast upp á sínar
eigýfr spítur. Það var því viturleg
ráðstöfun af stjórnarráðinu að stuðla
til þess að allar sveita- og bæjar-
stjórnir landsins beittust fyrir því,
að hvetja menn sem alvarlegast ti
þess eftir mætti að rækta garða-ávexti
íiæsta sumar.
»En betur má ef duga skal.«
Nýskeð átti eg tal við verzlunar-
tnann Oskar Clausen í Stykkishólmi.
Sagði hann, að ýmsir þar vestra
lefðu áhuga fyrir því, að menn
tækju að meira eða minna leyti
aftur upp fráfærur, eftir því, sem á-
stæður ieyfðu, að minsta kosti með-
an stríðið stæði ybr.
Síðan alment var hætt við fráfær-
ur, hefir á sumrin mikið verið jifað
á grautum og brauði til sveita. Nú
er víða mikill, hörgull á þeim mat-
vörutegundum, er til þessa þurfa,
og má búast við að sumar t>eirra
verði ófáanlegar. Verðið virðist nú
og iilkleyft, og þó líkur fyrir þvi,
að það kurtni að hækka. Svo þegar
þar við bætist heimflutningur úr
kaupstað, þá myndi mörgum koma
vel að hafa nægt af skyri heima á
búi sínu. Og ekki þirf að óttast að
eigi fáist góður markaður fyrir skyr
í kaupstöðum og sjóþorpum.
Þá skiftir ekki minna að auka
smjörframleiðsluna í landinu. Að
sönnu er nú búið að banna útflutn-
ing á smjöri og tólg. En hvað
hrekkur það? Árið 1913, er skýrsl-
ur eru síðast fullgerðar fyrir, vorn
flutt inn 326*, 500 kíló af smjörlíki
og plöntufeiti, en útflutt 166,700
kiló af smjöri og 13,900 kíló. af
tólg. Innflutt feiti því 145,900 kíló
meiri en útflutta feitin. Arið 1914
var flutt inn af feiti nær 40,000
kíló meira en næsta ár á undan.
En ekki sézt enn, hve mikið hefir
verið útflutt af feiti það ár. En þeg-
ar litið er til þess, hvernig afkoma
var, alt of víða, á skepnum vorið
1914, og arðleysi þeirra þá um sum-
arið og veturinn fyrir, þá virðist
auðsaett að útflutuingur af feiti hafi
verið mikið minni en 1913.
Þegar þess er nú enn fremur
gætt að í þeim landshlutum, sem
mest hefir verið flutt frá af smjöri
til útlanda, voru töður viðast afskap-
lega hraktar á síðast liðnu sumri,
og kýr þvi sára nytlitlar. Má þvf
búast við að margar þeirra gangi
hálfgeldar út á næsta vori.
Þegar alt þetta er athugað, virðist
auðsætt að á næsta ári, frá vori að
telja, þurfi að flytja inn nær 200,000
kíló af feiti, þótt útflutningur á
henni sé bannaður, það er að segja
ef fráfærur aukast ekkert fram yfir
það, er nú hefir alllengi átt sér stað.
Þá ber einnig að lita til þess, að
nú hækkar óðum. verð á allri er-
lendri feiti, enda má hún teljast nær
því ófáanleg. Ekkert er heldur skilj-
anlegra. Ýms lönd hafa þegar bann-
að útflutning á feiti, og smjörlíkis-
verksmiðjur hafa lagst niður sökum
vöntunar á henni.
Hér er því auðsæ vá fyrir dyrum
nema fráfærur séu auknar að mikl-
um mun, eða nær 100,000 fleiri
ám sé fært frá næsta sumar held-
ur en átt hefir sér stað fyrir-
farandi sumur/ Það gagnar litið að
benda til þess, að vér höfum næga
fitu í lýsinu. Að minsta kosti öf-
unda eg húsmæðurnar ekki af því
að skamta það.
Eg játa fúslega að vfða er afar
erfitt, ef ekki ókleift, að koma frá-
færum við sökum fólkseklunnar í
sveitunum. En nú er alt á því hverf-
anda hveii, að akki er hægt að gera
neinar áætlanir. Manni verður ó-
sjálfrátt að spyrja: Hve miklar birgð-,
ir verða, þegar fram á samarið kem-
ur, af kolum, steiriolíu, salti, tunn-
um, veiðatfærum o. fl., og hversu
létt verður að afla þess, og koma.
framieiðslunri frá sér? Verði tilfinn-
anlegur misbrestar á fleira eða færra
af þessu, mun eigi vanta fólk til
sveitavinnunnar. En um þetta reyni
eg ekki neinu að spá.
Mörgum mun þykja væntaniegt
kjötverð, á hausti komandi, fýsilegt
til þess að láta ær ganga með dilk.
En skyldi botninn á brezka samn-
ingnum vera sem tryggastur? Setj-
um svo að stríðinu linti á næsta
sumri. Myndu Bretar þá álíta sig
bundna við samninginn?
»Vér einir höfum valdið strangt.«
En eins og flestir munu vita,
nej'ta Bretar eigi saltkjöts. Þeir kaupa
að eins kjötið til að tryggja sér að
það lendi eigi til Þjóðverja.
Að sönnu er hægt að segja að
iinni stríðinu, fyrir næsta haust, þá
opnistkjötmarkaðurinn á Norðutlönd-
um, en litlar líkur eru til þess að
verðið muni verða, svo nokkru nemi,
hærra en fyrir strlðið. Þess ber að
gæta að meginið af kjöti voru hefir
farið til Norvegs. En nú hafa Norð-
menn pantað niðursoðið kjöt, frá
Argentína, í afar stórfeldum stíl.
Svo er á annað að lita. Mestu
vandkvæði eru á því að fá nógar
tunnur til landsins. Nú mun verð á
síldartunnum vera 15 krónur. Og
sennilegt er að það verði enn hærra
á kjöttunnunni. Þáð mun og heldur
enn engin trygging fyrir því að
þær fáist.
Frá öllum hliðum skoðað, fæ eg
ekki betur séð, en hvernig sem velt.
ur með striðið, þá sé það tryggara
og arðvænlegra að færa frá, á næsta
sumri, ef hagar og vinnukraftar leyfa
það á nokkutn hátt.
Enn ntá geta þess að venjulega
er munur á dilkum og hagalömbum
til muna minni en margur hyggur,
það er að segja, ef hæfilega seint er
fært frá. Leyfi eg mér i þessu efni
að benda mönnum til þess að kynna
sér ritgerð Torfa Bjarnasonar »Um
fráfærur* i 22. árg. Búnaðarritsins
2. hefti, og »Fóðrun búpenings« bls.
155—166, er einnig fjallar um sama
efni.
------------------------
Lagarfoss hefir fengist leystur und-
an kvöð þeirri, sem á skipinu hvíldi
frá tíð fyrri eigenda um aS fara eina
ferð til Bretlands áður en hingað kæmi.
En ekki sopið vatnið þótt í ausuna
só komið, meðan ekki fæst fararleyfi
hingað viðkomulaust í enskri höfn.
Sextugsafmæli hins góðkunna norð-
lenzka skálds Páls Jónssonar Árdal á
Akureyri var minst á ýmsan hátt af
samborgurum hans o. fl. Skólanefnd
Akureyrar færði honum 1000 kr. heiS-
ursgjöf og margar aSrar góSar gjafir
bárust honum.
»Lárviðarskáldið« flutti honum snjalla
drápu.
í vandræöum.
Aumin^ja »Landið« hefir komist
í stökustu vandræði út af því hve
bermált þ.ið var i fregnmiða sínum
um brezku samningana í síðustu viku,
þar sem það gerði tvent:
x. Að játa þvert ofan i fyrri stað-
hæfingar að eigi hefði verið á-
• stæða til óánægju með verðlag-
ið i fyrra.
2. í óþökk allra að hrópa út um
stræti og gatnamót þau ósann-
indi að stjórnin væri mjög vel
ánægð með verðlagið nú.
Nú á að fóðra þetta einhvernveg-
inn. Blaoið grípur til svo margs að
fumið verðnr því greinilegra.
í einni greininni reynir ritstjórinn
að koma allri ábyrgðinni á Sigurð
Jónsson ráðherra. Hann hafi verið
ánægður með ullarverðið í fyrra —
því hafi »Landið< nú álitið árangur-
inn ágætan. Hvernig sem því er
varið, hefir mönnum þótt heldur
ógeðslegar þessar freklegu tilraunir
blaðsins að koma ávirðingunum af
frumhlaupinu á Sigurð Jónssou ráð-
herra, sem öllum ber saman um að
sé heiðvirður maður, af þeim ráð-
herranna sem »Landinu« stendur
næst.
Þá á að fóðra frumhlaupið með
því að illa hafi verið samið í fyrra.
Varla er það vænlegt nú eftir að
kunnugt er orðið, að verðlagið er
öllu lakara nú en í fyrra, borið
saman við kostnað við framleiðsl-
una og vita menn þó að mjög vel
hafi verið að samningunum geng-
ið að þessu sinni.
Síðasta ráðið er að skora á stjórn-
ina að birta samninginn og öll skjöl
honum viðvíkjandi. Er þetta skripa-
leikur eða er það alvara?
Sá maður, sem ræður hvað í »Land-
inu« kemur um stjórnmál, er Björn
Kristjánsson fjármálaráðherra. — Ef
hyggilegt er að birta samninginn hlýt-
ur hann að geta komið þvi fram i
landstjórninni að hann sé birtur.
Hví þarf hann að láta blað sitt skora
svo alvarlega á stjórnina að birta
samninginn?
Er hér gamla óhreinlyndið að koma
fram við meðstjórnendur hans?
Er það skoðun B. Kr. að rétt sé
að birta samninginn eða lætur hann
blað sitt kasta þessu fram til að slá
ryki í augu almennings eingöngu?
Landsstjórnin hefir vitanlega það
meiri ábyrgðartilfinningu en þessi
blaðsnepill, að hún birtir samninginn
því að eins að hún telji það hættu-
iaust á þessum alvörutimum.
Telur B. Kr. það hættulaust? Hann
þekklr samninginn.
í fyrra gat hann og »Landið« ögr-
að stjórninni. Nú hefi hann ráðin.
»ísafold« vill hvorki hvetja þess
né letja að samningurinn sé birtur.
Hyggur þó að það hafi verið og sé
enn rétt að birta hann ekki. Úr þv
skera þeir sem ábyrgðina hafa nú á
stjórninni.
En þessi vandræða-skrípaleikur
»Landsins« getur varla gert annað
en að flækja blaðið æ meira i lop
anum, sem það sjálft hefir spunnið.
Hlýlega minst.
Blað kemur út á ísafirði, sem
»Njörður« heitir. Það er smátt að
vöxtum og verður því að hafa grein-
arnar stuttar um flest efni. Ritstjór-
inn er sira Guðmundur Guðmunds-
son. í 44. tölublaðinu, er út kom
á jóladaginn, er Þórhalls biskups
einkar hlýlega minst. Mun þeim, er
þektu biskupinn sáluga bezt, finnast
sú lýsing frábærlega góð í jafnstuttn
máli. ísafold leyfir sér því að taka
hana hér upp, til þess að fleiri sjái
en þeir, er »Njörð« lesa.
„Þórhallurbiskup Bjarna-
son er látinn rúmlega sextugur
að aldri. Heilsan var þrotin, og hug-
urinn saddur hérvista.
Hjá honum fór saman karlmanns-
fegurð og fjölbreyttar gáfur. Hann
hefði getað verið stórbóndi, bæði á
forna og nýja vísu, héraðshöfðingi
og héraðssómi, framfaramað’ir, fastur
á góðum háttum og gömlum.
Hann sneri sér að klerklegam
fræðum og varð yfirhirðir landsins
guðsbarna, allra saman.
Það er ætíð vandaverk, og nú um
stundir illa þakkað af flestum.
Guðsbörn lands þessa voru i hans
augum ekki fá, mannfólkið, búpen-
ingurinn og öll okkar dýr önnur,
einnig grös og jurtir, alt, sem hér
dregur lífsanda.
Þenna margbreytta hóp þótti hon-
um meir en lítið vænt um; menn-
ina vildi hann fræða, fénaðinn vernda
og grösin græða.
Hann þekti bæði vanmátt gleði
og styrk sorgar, beiskju iðrunar og
svölun náðar.
Svo má virðast sem lífsþróttnr
hans hafi látið undan fyrir örlög
fram, en sfzt mun hann þykjasl
koma ofsnemma að fótum þess, sem
í veikum er máttugur.
Þar eru honum nú haldin jól.<
---- M -------'
Leikhúsið.
Svo virðist, sem Nýdrsnóttín ætli
að reynast aðsóknarleiksýning hjá
oss á líka lund og Álfhóll (Elverhöj)
með Dönum, að hún ætli að verða
eitt af þeim leikritum, sem hverju
leikhúsi er ómetanlegt, 0: þegar alt
annað þrýtur og fylla þarf fjárhirzlu
Leikfélagsins — þá er hún bjarg-
vætturinn — þá er hún eins og
Áslaug- álfkona í sjálfu leikritinu.
Eg skal trúa því, að Nýársnóttin
sé hjartfólgið barn höfundinum,
dramatiskur frumburður hans, sein
hann jafnframt hefir átt kost á að
yngja svo upp,komnaá »piparmeyja«-
aldur, að mikið er augnayndi að
framgönguprýði.
Og svo á hann því láni að fagna,
hvert skifti, sem af nýju efi boðið til
sjónar leikritsins, að geta sagt: Nýtt
skip er komið ab landi, með fögrum
teeyjum og vænum. Og er þá
ekki sízt álfamærin norðlenzka, setn
nú prýðir Nýársnætursxipið.