Ísafold - 14.04.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.04.1917, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD r-= Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Eeykjavik, seija: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. i Pöntunum utan af landi svarað um hæl. __________________________ Þ. 28. febr. kemur dúman saman enn. Mikill meirihluti hennar vill þá leita aamvinnu við stjórnina, að nokkrir nýtir menn v'eröi gerðir aS ráSherrum stjórninni til aSstoSar. Tekur keisarinn vel í þetta. En 11. marz er gefið út keisarabróf þess efnis, að dúman skuli slíta fundi og eigi koma saman fyr en »ástœður leyfa«. JJrnarfjörður. Háir þínir hamrar rísa hranna fram við svið, — þinni tign og þreki lýsa þeir og helgum frið. Sólin gyllir græna hjalla glitra blómin þín, blika tindar brattra fjalla, — brosir sveitin min! Fossar þínir streyma striðir steypast fram á sjá, kveða’ um hreysti’ og horfnar tíðir — hlusta unnir blá. Oskasoninn Fróns þú fæddir frið við brjóstin þín, frelsisþrá og fjör hans glæddir fóstursveitin mín, Fæddu raarga megi slíka munarblíða sveit, frelsisvini framaríka fóstra’ í hverjum reit, hugsjón fagra, helga, bjarta, hreinni’ en vetrarmjöll, sem að lyftir hug og hjarta hærra’ en gnæfa fjöll. Barst þú mig á brjóstum þínum blómga sveitin fríð, hlúðir vel að vonum mínum varst sem móðir blíð. Þínir ómar óma þýðir inst í huga mér, óska eg að sofna’ um síðir sæll í skauti þér. Guðm. G. Ilagalín. Þorsteinn Jónsson hreppstjóri. Þorsteinn Jónsson hreppstjóri í Norður-Vík í Mýrdal var kunnur hér um alt Suðurland og að nokkru víðar. Hann var lika einn af úr- valsmönnunum í héraði sínu, Vestur- Skaftafellssýslu, og varð harmdauði öllum, er hann þektu. Ándlát hans bar að höndum þ. 20. nóvember- mán. 1916, öllum ^á óvart, þótt sjúkur hefði hann verið um viku- tíma, en eigi hugðu menn þá, að það mundi draga hann til dauða. Það fór á annan veg, eins og oft vill verða. Þorsteinn sál. var fæddur að Norður-Hvammi í Mýrdal 8. dag aprílmán. 1854 og hafði hann því vel tvo um sextugt, er hann lézt. Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson og kona hans María Guðnadóttir, er þá bjuggu í Hvammi. Þriggja ára gamall fluttist Þorsteinn með foreldrum sínurn að Engigarði í sömu sveit, en 6 ára gamall suður að Garðhúsum í Leiru í Gullbringu- sýslu. En árið 1863 dó faðir hans, og fluttist hann þá, 9 ára gamall, að Norður-Vík til hjónanna Gunn- laugs Arnoddssonar og Elsu Dóro- theu Þórðardóttur. í Norður-Vik átti Þorsteinn heima þaðan í frá eða yfir hálfa öld. Kvænt- ist hann þar einkadóttur húsbónda síns, Ragnhildi Gunnlaugsdóttur, þ. 13. okt. 1880, og tók við búinu, er tengdafaðir hans andaðist 1883. Þau Þorsteinn og Ragnhildur (sem lifir mann sinn) eignuðust 4 syni. Dóu tveir í æsku, en tveir lifa, nú uppkomnir, Gunnlaugur læknir á Þingeyri við Dýrafjörð og Jón kaup- maður í Vík. Við talsvert harðrétti átti Þorsteinn að búa í æsku, eða áður en hann kom að Norður-Vík, eins og fleiii á þeim tíma. Og upp ólst hann við óslitin vinnubrögð. Fyrir og um tvítugsaldur stundaði hann sjó- róðra í Garði suður nokkurar ver- tíðir. Þar kendi hann sér sjálfur að skrifa og reikna, á milli gæíta. Þorsteinn bjó hinu mesta fyrir- myndarbúi í Norður-Vík. Lét hann sér einkar ant um jarðabætur og var frömuður þeirra þar austur. Bætti hann mjög jörð sína, sérstaklega með girðingum og túnasléttun. Stækkaði hann túnið allmikið og sléttaði alt, en áður var það þýft mjög, enda mun það nú gefa af'sér alt að helm- ingi meira en þegar hann tók við Um mörg ár rak hann nokkra verzlun í Vík, en var hættur því fyrir fáum árum. Má telja, að það sé honum — og Halldóri umboðs- manni Jónssyni — að þakka, að Vík er nú orðið álitlegt kauptún. Þeir voru forgangsmennirnir að kaup- sýslu þar. Opinberum trúnaðarstörfum gegndi Þorsteinn eigi allfáum um æfina. Var hreppstjóri frá 1894 og til dauða- dags. Sýslunefndarmaður frá 1893 til 1907 að báðum arum meðtöld- um. 1 hreppsnefnd var hann og um nokkurt skeið. Af viðurkenningum fyrir starfa sinn hlaut hann verðiaun úr styrktar- sjóði Kristjáns konungs IX. og nokkurum sinnum úr Ræktunarsjóði íslands. — Það mátti um Þorstein hreppstjóra segja með sanni, að hann var valin- kunnur sæmdarmaður. Hann var vandur að virðingu sinni, mátti ekki vamm sitt vita, réttsýnn, ráðhollur og vinfastur, enda hinn hjálpsamasti þeim, er í nauðir komust. Svo var hann umtalsfrómur, að vart finnur annan eins, og sáttfús. Kunnugum ber saman um, að aðaleinkenni hans umgengni voru: Góðgirni og ;riðsemi. Hann leitaði aldrei á nokkurn mann að fyrrabragði, þoldi sjálfur heldur órétt en að hann vildi öðrum ^era. En að eðlisfari var hann þó metnaðarmaður og ríkgeðja. Og svo var hann fastur fyxir, er hann vissi sig hafa rétt mál með að fara, að eigi varð um þokað í höndum hans. Eins og gefur að skilja, þá var hann, eins mikið valmenni og hann var, fyrirtaks húsfaðir. Dagfarið gott, glaðlynt og gamansamt; nær- gætinn og góðsamur við hjú sín, er fæst vildu frá honum fara, sem nú fer að verða fátítt á heimilum. Þorsteinn var greindur maður vel og minnugur, og fróðleiksfús með afbrigðum. Þótt litla eða enga ment- un fengi hann í æsku, til bókarinnar, þá tókst honum brátt að verða mjög vel að sér, eftir því sem um gat verið að gera. Sýndi hann í þvj sem öðru hina mestu atorku, og var víst, að meginreglan: Hjálpaðu þér sjálfur, var rik i huga hans, enda þótt hann væri búinn til þess að liðsinna aftur öðrum, er með þurftu og til hans leituðu. Hann unni allri sannri mentun, kom líka sonum sínuro vel til manns, eins og kunn- ugt er. Störf sín rækti hann æ með samvizkusemi, og hreppstjórnin t. d. fór honum svo vel úr hendi, að betur munu þau störf varla vera unnin hér á landi, hvað allan frá- gang og skilagrein snerti, enda munu sýslumenn Skaftfellingá minnast þess. Fyrir kom það og, að hann gegndi yfirvaldsstörfum, er sýslumaður var íjarverandi. Þorsteinn varfríðursynum og prúð- ur í framgöngu. Hraustur maður og frár,enda lá hannekki á liði sínu. Þótti gott að hafa hann til styrktar i hvívetna og honum að fylgja, því að oftast vissu menn þar réttastan málsstað, er hann var. Aldrei heyrðist hann leggja annað en gott og nýtilegt ti mála. Ffamfaramaður var hann í almenn- um niálum og áhugasamur um fram- kvæmdir x héraði sinu. Þorstein mátti kalla gæfumann; hann varð vel efnum búinn og kvænt- ur ágætis konu, er studdi hann til allra þrifa með ráðum og dáð. Vinum hans — og þeir voru í raun réttri eigi fáir — þykir nú skarð fyrir skildi, bæði heima að bæ og í héraði, sem vandfylt muni verða. En sú er hér bót i máli, að eftirdæmi gaf hann svo gott, öllum þeim, er gagn vilja gera, að benda má á öllum lýð. Og »eftir JiKr mannorð mætt, þótt maðurinn deyi«. Þorsteins í Norður-Vík mun lengi minst fyrir margt. En ánægjumest til að hugsa mundi honum hafa verið það, ef eftirkoroendurnir sýndu í verkinu, að þeir myndu að nokkru og hefðu getað lært af atorku hans og samvizkusemi, viufestu og hrein- lyndi. G. Bækur. Viflnan eftir Guðm. Finn bogason Dr. phil. Rvk. 1917. Fáir styrkir, sem Alþingi hefir veitt, munu hafa vakið meira umtal en fjár- veitingin til Dr. Guðm. Finnbogasonar, sem ætluð- var til þess að b*ta vinnu- brögð landsmanna, kenna þeim að vinna betur en verið hefði. Fjarstæða þótti mörgum þetta, en þó kastaði tólfunum er kenslan skyldi að meiru eða minna leyti fara fram á Háskólan- um. Var ekki bændum láandi þó þeim væri það óljóst, hversu þeim mætti slíkt að gagni koma. Jafnvel stuðn- ingsmenn G. F. á þingi hurfu að lok um frá því að keuna fjárveitinguna við vinnuvísindin og nefudu hana »til sálarfræðislegra rannsókna«. Þeir höfðu víst ekki heldur fulla trú á þessum endurbótum á vinnubrögðunum þegar til kom. En hvað sem öðrum leið, þá trúði G. F. á sitt málefni og hefir hann unnið að því síðan sleytulaust. Hann hefir safnað að sór ótal skræðum urn vinnu- vísindin, farið til Ameríku til þess að sjá með eigin augum hvað vinnuvís- indaforkólfarnir vestra hefðust að, hefir haldið æfingar og fyrirlestra á Háskólan- um umþessi fræði og staðið yf Ir verkafólki hér vikum saman með úrið í hendinni til þess að athuga vinnubrögð þess — og endurbæta ef þess væri kostur. Er sagt að fiskverkunarkonum I afi þótt doktorinn óþarfagestur og haft horn í síðu hans til að byrja með. En G. F. er lipurmenni og vinsæll hvar sem hann fer svo alt endaði með kærleikum er fram í sótti. Ekki er að efa það, að mörgum mun forvitni á að vita hvað G. F. hefir orðið ágengt í þessu starfi, hvaða snjallræði hann hefir fundið. Almenn- ingur mun gera þá kröfu til hans, að hann, blátt áfram geri einhverjar veru- legar endurbætur á vinnubrögðuin í landlnu, endurbætur sem borgi land- inu kostnað þess, helzt með góðum vöxtum. — Þessi krafa er ekki ósann- gjörn og má vel vera að G. F. full- nægi henni áöur lykur, en bók þesBÍ ræðir þó eigi beinlínis um vinnurann- sóknir hans, heldur er hún fyrirlestrar almenná efnis um vinnuna og ýms grundvallaratriði, sem að henni lúta. Fyrirlestra þessa hefir G. F. haldið í vetur á Háskólanum, en svo ljóst eru þeir samdir, að hver alþýðumaður get- ur lesið þá fyrirhafnarlítið og víðast er frásögnin svo skemtileg, að flestum mun þykja gaman að lesa bókina. Um gagnið af lestrinum er það að segja, aö allir munu nokkuð af honum læra, ef lesið er meö athygli, flestir hugsa Ijósar en áður um margt er að vinnu- brögðum lýtur og auk þess er á ýmis- legt bent sem gæti gefið fó í aðra hönd ef því væri gaumur gefinn. — Eg minnist hór á örfá atriði, sem sór- staklega hafa vakið athygli mfna. Andlega vinnu, bóklestur o. þvíl. munu margir telja »lótt vtrk og löðurmannlegt«. G. F. skýrir frá til- rauhum danskra vísindamauna, sem sýna, að ætíð er hún töluverð áreynsla og oft engu minni en svo kölluð erfið- isvinna. Kemur þetta vel heim við rannsóknir prót'. Chittendens. Honum reyndist, að þeir sem vinna andlega vinnu þyrftu nálega eins mikla fæðu og erfiðismenn. Einhver fróðlegasti kaflinn er um þ r e y t u. Er þar rakið hversu vöðv- ar þreytast, áhrif hvíldar, æfingar o. fl. Er sú niðurstaðan af ýmsum er- lendum tilraunum, að bezt og mest vinnist með tiltölulega s t u 11 u m vinnutíma og smáhvíldum, er þreytan fer að gera vart við sig. í erlendu verksmiðjuuum er eins og kunnugt er farið að færa vinnutímann niður í 8 stundir á dag. Höf. segir meðal annars frá bónda á Jökuldal, sem tók upp þann sið að stytta vinnu- tímann (hætta slætti kl. 8 í stað lOl/2) og láta pilta sína taka sór þar að auki smáhvíldir að deginum. Þetta gafst bóndanum ágætlega og G. F. telur að hann hafi farið viturlega að ráði síuu. Eg tel v/st að G. F. fari hór með rétt mál — ef vinnumenniruir liggja þá ekki á liöi sínu meðan unnið er, en heyrt hefi eg sagt frá öðrum bænd- um, sem reyndu að stytta vinnutím- ann en gafst það illa, því verkamenn- irnir fóru 1 hægðum síuum eftir sem áður og vinnau gekk niiður. Tóku þeir svo langa vinnutfmann upp aftur. Allir hljóta að vera samdóma um það, að vinnutími megi ekki fara fram úr öllu hófi ef vinnubrögðin eiga ekki að fara út um þúfur, en lengd hans verður ætíð mikið komin undir æfingu mannanna, fæði þeirra o. fl. En hve langur má þá vinnutíminn vera hjá <»s, til þess að sem mest só unuið og vinnumönnum þó í engu ofhoðið? Eng- ar útlendar tilraunir geta svarað þessu. Vér verðum aö athuga það sjált'ir á voru fólki, með þeirri æfingu sem ,það hefir, á sláttumönnum, botnvörpunga- mönnum o. s. frv. Býst eg við að G, F. skýri síðar frá athugunum um þessi efni. Eg þykist t. d. viss um, eins og G. F. drepur á, að hinar hóflausu vökur á botnvörpungunum sóu bæði til stórtjóns fyrir vinuubrögðin og beinlínis hættulegar fyrir heilsu manna, Væri það þarft verk að fá áreiðanleg- ar athuganir um þetta mál. Jafnframt því sem G. F. brýnir fyrir mönnum aó gera ekki vinnutímann óhæfilega langan, og sjá verkamönnum fyrir hæfilegum hvíldurrt, bendir hann á ýms ráð til þess að menn liggi ekki á liði sínu meðan unnið er. Er þar þá fyrst að telja það ráðið, sem mjög er notað við verksmiðjuiðnað: að láta launin fara eftir þvíverki sem af hendierleyst. — Því miður er erfitt að hagnýta sór þetta ráð við slátt og ýmsa sveitavinnu. Við sjómensku er það uotað hór að mun. Eigi að síður væri vert fyrlr bændur að athuga hvort ekki mættí láta fleiri vinna en gert er fyrir ákvæð- iskaup. — Þá er bent á annað ráð: kappið. Hann leggur mikið upp úr samkepni vinnumanna og eflaust með fullum rótti. Mór er sagt að er-- letidir vinnufræðingar leggi ekki slíka áherzlu á kappið eins og G. F. gerir, og má það furða heita. Hér er það mjög notað af bændurn t. d. við mæli- slátt á túnum, spilduslátt (þykir löð- urmannlegt að hafa mjórri spildu en aðrir!), hestatölu við heyband o. s. frv. íslenzkir bændur hafa áreiðan- lega kunnað að gera sór rnat úr kapp- inu, — en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Eg hefi farið fljótlega yfir sögu, slept mörgu, sem full ástæða væri til að minnast á, t. d. kaflanum um v i n n u g 1 e ð i og þau góðu ráð, sem þar eru gefin til þess að gera alla vinnu skemtilega. Er það ekki tilætl- un mín að gera útdrátt úr bókinni. Hún fræðir að vísu ekki um þau at- riði sem mörgum væri mest forvitni á að vita um, en í hvaða landi sem bók þessi væri gefin út, myndi hún þykja' vel rituð og að mörgu leyti fróðleg. En eigi að síður liefir G. F. ekki leyst sig af hólmi með henni. Til þess að- vel só þarf hann að geta bent á áþreifanlegar endurbætur á vinnubrögðum, sem hann hafi komið til leiðar og enginn geti deilt um að komið liafi að fullum notum og sparað mönnum fó og fyrirhöfn. Eg tel ekki örvænt um að honum takist þetta áður lýkur, og þá fyrst hefir hann gert öllum hrakspám til skammar, Höf. óskar þess getið, að bls. 20, í 15. línu að ofan er prentvilla: tíu sekúndur, á að vera tvær sekúndur. G. H. ———————— - Sökum rúmleysfis verða ýmsar greinar að þoka s dag fyrir ófriðarannálnum, svo sem t. d. svar til Sig. Sig. fra dr. Guðm. Finnbogasyni, niðurlag af bannmála- geinum ÓI. Þ., niðurlag af launa- málagrein Árna læknis Arnason o, fL

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.