Ísafold - 14.04.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.04.1917, Blaðsíða 3
ISAFOLD AlþýÖufræðsla Stúdentafélagsins. Arni Pálsson bókavörður fiyíur fyrirlestur um: Napéleoji á St Helena, sunrmdag 15. spril 1917 kl. 5 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Inngangur 1 5 aurar. Vi 8Ö)Sfer a meti Samarbejde med kapitalstærkt 1. Kl. islandsK Firma for Import af islandske og Eksport af danske Varer. A/S Dansk Fiske-Konservering, Fredertkshavn. ReyliaYftnr-airoáll. Andrés Fjeldstod bændaöldungur- inn liggur sjúkur í Landakotsspítala um þessar mundir. Var fluttur hingaö á vélbáti laugardagskvöld fyrir páska. Er bann þungt haldinn. Nhrðanrok hið versta hefir geysað síð'an laugardagskvöld fyrir páska með grimdarfr08ti. Jarðaför landshöfðitigjans fer fram í dag og hefst með búskveðju kh 12. Eiubættisafniæli 25 ára átti Klemenz Jónssou fyrv. landritari í gær. Var skipaður sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri þ. 13. apríl 1892. Gegndi hann því embætti nær 12 ár, eu síðan landritaraembættinu fram á þetta ár. Hefir hann jafnan verið, eins og kunnugt er, einhver röggsamasti embættismaður landsins og er ilt til þess að vita, að hans skuli þurfa að niissa við úr þjónustu lands- ins — á bezta aldri og með fullum starfskröftum. Látinn er i Kaupmannahöfn snemma í febrúar Hannes Johnsen höfuðsmaður í Danaher, sonur Ólafs John8en yfirkennara, sem lézt í síðast- liðnum desember. Var hann fimtugur að aldri. Dánarfregn. Karl Antonsson stýri- maður, sonur Antons heitins Bjarna- son kaupmanns í Vestmanneyjum er nýlátinn (þ. 14. marz) í Sivansea á Bretlandi. Skipafregn. G u 11 f o 8 s kom hingað í gær- morgun. Hafði enga faiþega, né póst meðferbis frá útlöndum. En frá Vest- manneyjum komu þeir Sig. Sigurðs- son lyfsali og Gíali J. Johnsen konsúll. í s 1 a n d kom hingað í fyrrakvöld með mesta fjölda af farþegum. Meðal þeirra voru: kaupmennirnir Egill Jacobsen með frú, Geir Thorsteinsson, Jensen-Bjerg, L. Múller, Henningsen, Jón Björnsson (Kristjánsson), Páll H. Gíslason, H. S. Hanson, Árni Einars- son, Behrenz, Lúðvík Andersen klæð- skeri, Magnús Magnússon útgerðarmað- ur, Vestskov, Gisli Þorbjamarson, Jón Björnsson frá Bæ, Friðrik Magnússon, Daníel Halldórssoif, Karl Lárusson, Ándres Andrósson klæðskeri, Hansen bakaii, Hjörtur Þorsteinsson verkfræð- ingur, læknarnir Stefán Jónsson og Bjarni Sfiæbjörnsson, Bogi Brynjólfsson lögmaður og Ingimar bróðir hans, Guðm. Jóhannsson skipstj., Markús ívarssou vól8ti., Hallgrímur Kristinason erind- reki, Jóhann Þorsteinsson kaupm. (Isf.) Asgeir Pétursson kaupm. (Ak.), Guðm. Vilhjáimsson verzlunarm. Ungfrúrnar Dagný Arnadóttir, Sigr. Sighvatsdóttir, Unnur Ólafsdóttir, Hulda Stefánsdóttir (Ak.), Anna Jóhannesdóttir (Sf.) frú Anna Torfason og frú Guðfinna An- tonsdóttir frá Akureyri. Frá Vestmannaeyjum: Bjarni Sig- hvatsson. Messað í dómkirkjunni á morgun kl. 12, sfra Jóhann Þorkelsson (ferm- ing). Engin síðdegis messa. 3 íslaud erlendis. í viðtali við danska blaðið Na- tionaltíðindi hefir dr. ValtýrGuð- mundsson beint þeim tilmælum til Dana að verja svo sem 20 miljónum af fé því er þeir hafa fengið fyrir Vesturheimseyjar, til þess að leggja járnbrautir á lslandi. Síysfarir. Laugardagskvöld fyrir páska varð Sesseija Jónsdóttir, kona Jóns hrepp- stjóra á Valbjarnarvöllum á Mýrum, úti. Hafði skroppið til næsta bæjar í blíðviðri um daginn, en hríðin skoll- ið á henni á heimleið og farst hún örend við túngarðinn. Var hún rosk- in orðin, myndarleg merkiskona. Látinn er Lárus bóksali Tómasson á Seyðis- firði eftir langvinna vanheilsu. Prófastur i Snæfellsnessýslu er nýlega skip- aður síra Guðmundur Einarsson, prestur i Ólafsvík. Biskupsvígslan. Vígslubiskupinn, síra Valdemar Briem mun væntanlegur hingað í bíl í kvöld eða i íyrramálið. Biskupsvigsluna framkvæmir hann svo sem áður er getið sunnudag 22. apríl. Mannslál. Símfregn norðan af Sigluflrði hermir að látinn sé þar í þorpiou Hafiiði Guðmundsson, bróðir Björns Guðmundssonar heitins, Þorsteins yfirfiskimatsmanns og þeirra systkina. Erl simfregnir frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl K.höfn 7. apríl. Bandaríkin búast viö því aö ófriöurinu standi 3 ár enn. Floti Bandaríkjanna er reiöubúinn aö halda til Evrópu. Bandamenn seg.jast ekki þurfa aðstoðar Ameríku- maiina í bráö. Wilson heíir lýst því yfir, að ófriðar sé haíinn við Þýzkaland til þess aö vernda almenn mannuö- arlög. Bretar hyggja aö ríkin í Suður-Ameríku muni fara að dæmi Bandaríkjanna og segja Pjóöverjiim stríö á hendur. Kaupm.höfn 7. april. 2000 íslendingar herjast nu i liði Kanadamanna i Frakklandi. Þjóðverjar hafa lýst haín- banni á íshafsliafnir Bússa Óttast menn mjög að ráð- stöfun þessi muni alger- lega taka fyrir allar flsk- veiðar við Finnmerkur- strendur. Nýtt þýzkt víkingaskip hefir sökt mörgum skipum handamanna í Atlanzhafl. Brauðskamtur Þjóðverja hefir verið minkaður tölu- vert, en kjíitskamturinn aukinu. Emil Behring er látinn. K.höfn 8. apríl Bandamenn sækja fram hjá St. Quentin, Þjóðvetjar hafa geti áhlanp hjá Rheims, en ekk- ert unnið á. Rússar hafa beðið ósig- ur hjá Stochod og hand- tóku Þjóðverjar þar io pús hermenn. Danska skipinu ,Bergen- hus‘ hefir verið sökt. »Bergenhus« var eign Samein- aða félagsins og var 1017 smá- lestir að stærð. Kaupmh. 9. apríl Ákafar orustur standa nú hjá Arras og hjá St. Quentin. — Bandamcnn haldaátram að sækjatram. Þjóðverjar hafa hafið sókn á Rigavigstöðvunum. Bandaríkjamenn hafa nú tekið öll skip Þjóöverja, sem voru í amerískum höfnum. Stjórnin hefir boðið út 1 milj. manna í herinn. Ríkin í Suður-Ameríku eru að hugsa um að segja JÞjóðverjum stríð á hendur. Vilbjálmur Þýzkalands- keisari hefir opinberli ga tilkynt að komið muni verða á „demokratisku" stjórnarfyriikomulagi í þýzka ríkinu. Dönsku skipunum Helga og N. J. Fjord liefir verið sökt af þýzkum kafbátum. N. J. Fjord var eign Sameinaða- félagsins og var það 1425 smá- lestir að stærð. K.höfn 13. april Stórorusta stendur nú yfir hjá Arras. — Veitir Bretum betur og sækja þeir stöðugt fram. Bretar hata náð fjölda þorpa og hafa handtekið rúmiega 11000 hermenn. 100 fallbyssur h«fa þeir tekið af Þjóðverjum í þess- ari orustu. Austurríki, Tyrkland og Búlgaría hafa slitið stjórn- málasambandi við Banda- ríkin. í»að sem af er aprílmán. hefir skipum sem háru samtals 53,000 smálestir verið sökt. Hinar heimsfrægu amerísku með 4—6 cylindra fyrsta flokks mótor, ratkveikju og öllum nýtízku útbúnaði, útvega eg á þessu vori með verksmiðjuverði, að viðbætt- um flutningskostnaði. Á þessum hifreiðum eru sérstakar eldsneytisdælur, sem eru mikl- um mun sparari en áður hafa þekst hér. Varahlutar, og alt tilheyrandi bifreiðum yfirleitt, svo sem tog- leðurshringar, eldsneyti (benzin), smurningsolía o. fl., verða fyrir- liggjandi hjá mér innan skamms. Heiðraðir kaupendur eru vinsamlega beðnir að leita sér allra upplýsinga hjá mér sem fyrst, vegna sivaxandi sölu á þessum bif- reiðum og hækkandi verðs. Aðgengilegir borgunarskilmálar. G. Biríkss, heildsali — Reykjavík. NS. Varist að taka mark á auglýsingum frá öðrum um S A X O N-bifreiðar, þar eð eg hefi einkasölu á þeim fyrir Islarid, og hefi staðið í sambandi við Saxon verksmiðjuna frá því í nóvembermán. 1914, anos i Köbenöavn ved C. Schjöíh, Willemoesgade 11 annast allskonar viðskifti fyrir Islendinga, bæði í Danmcrku og öðrum löndum jafut fyrir kaupmenn sem aðra. Upplýsingar og eftirgrenslanir ókeypis, ef sent er frímerki undir svarbréf. Annast innkaup ókeypis og sendir vörur gegn póstkröfu. Annast sölu fyrir mjög lítil ómakslaun. Endurnýjar happdrættismiða og geymir þá, gegn tryggingu. Með því að ieita til skrifstofunnar, þá er menn þurfa að selja eitthvað, eða kaupa, hafa menn þann hagnað að fá vörur með sanngjörnu verði og sanngjarnt verð fyrir vörur sínar. í. S. í. Knattspyrnumót Jslands verður háð í Reykjavík miðvikudagiim 20. júní 1917. Verðlaunagripur mótsins er »Knattspyrnubikar lslands< geíinn af Knattspyrnufélaginu Fram. Félög er ætla sér að keppa á mótinu gefi sig fram við formann Knattspyrnufélagsins Fram, hr. Arreboe Clausen, Reykjavík, eigi síðar en viku fyrir mótið. Reykjavík 13. apríl 1917. Stjórn Knattspyrnufélagsins Fram. Wer sich einen guten Nebenverdienst Yerschaffen will durch leichte Vertretung, welche dauernd ohne Kosten und Risiko mit taglichem Nutzen von 5—10 Kronen zu ubernehmen ist, der melde sich sofort, Briefe werden befördert durch C. F. Bartels, Amsterdam, Holland, P. C. Hoofstraat 122.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.