Ísafold - 21.04.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.04.1917, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 LeiÖrétting. í skrá þeirri um fólög og stofnanir, sem fylgir síðnstu útgáfu af Bsejarskrá Iteykjavíknr, er skjalasafns landsins getið á bls. 65. Við. þá klausu er þetta að athuga. Skjalasafnið er þar i fyrata lagi nefnt ólöglega »Lands- skjalasafn«. Lögheiti þess er þjóð- skjalasafn, samkværnt fyrirskipun laga 3. nóv. 1915, nr. 39. í öðru lagi er sagt að skjalasafnið hafi verið flutt i Safuahúsið árið 1911. Lað var ekki svo, heldur var það flutt þangað haust- ið 1908, jafnskjótt og farið var að tak* Safnahúsið til afnota. í þriðja lagi er sagt, að skjalasafnið só opið til af- nota fyrir almeuning kl. 12—2 virka daga. Þetta er eiunig rangt. Sam- kvæmt reglugerð frá 13. janúar 1916 er það opið alla virka daga kl. 12—3 og 6—8 síðdegis. Eg hefi beðið ísafold og Morgunblaðið að leiðrétta þetta í minniskrám sínum. En það hefir ekki hrifið til hlítar. Eg verð því að gera það sjálfur, og biðja blöðin að taka þetta svo upp í minn islista sína: Þjóðskjalasafnið, opið bvern virkan dag kl. 12 — 3 o g 6 — 8 s í ð d. Beykjavi'k, 14. apríl 1917. Jón Þorkelssoti. Garöræktin í sumar. Það getum vér haft eftir Einari Helgasyni að hún muni verða stund- uð með töluvert meira kappi en áð- ur. Markar hann það mest á eftir- spurn eftir fræi. Segir hann Hka að nú séu til svo miklar birgðir zí rófnafiæi að þess vegua sé óhætt að sá fjórfalt meira að minsta kosti en vant hefir verið. Það gengur ver mcð að ná i kartöfluútsæðið. Reyndar er fjöldi manna búinn að reita saman með meira móti, en mikið vantar enn. Jes Zbnsen kaupmaðnr á von á seglskipi með 1500 tunnur af kartöfl- um nú um mánaðamótin. ReykjaYfkor-aÐqálL Barnaskólinn. Kenslu var hætt í akólanum í gær vegna kolaskorts. — Vorpróf verða engin. Brezkt hjálparbeitiskip kom hingað í gærmorgun og fór aftur um kvöldið. Farþegar voru A. Courmont og G. ■Coplaud. Gnllfoss fer norður í kvöld. Kcm ur við á ísafirði og, ef veður leyfir, á Skagaströnd, annars á Hólmavík og Ákureyri. — Fjöldi farþega fer með skipinu. Kennaraskólinn. Hætt var kensla í honum á sumardaginn fyrsta, eins og venja er til. Bæjarstjórnin. A fundi hennar f fyrradag var samþykt að fresta kjöt- kaupum handa bænum fyrst um sinn og að hafna tllboðunum er henni höfðu borist um kjötkaup. Samþykt var og að hækka kaup slökkviliðsmanna (dýrtíðar- uppbót) um helmlng frá því sem var, og jafnframt að leita uppl/8jnga um hæfilega slysaábyigð; hvorttveggja sam- kvæmt beiðni þeirra. íþróttafélag Reykjavíkur gaf út Sumarblaðið ásumardaginn fyrBta og efndi til víðavangshlaups kl. 4 sfðd. Þrátt fyrir leiðinlegt veður varð úr blaupinu, og varð Jón Jónsson fyrstur, rann skeiðið á 15 mfn. — Frá víða- vangshlaupinu er nánara skyrt í Sum- arblaðinu. Veðráttan er fremur stirð ennþá, altaf kuldi og umhleypingar. Athugasemdir viö greinina »Tvenn öfugmæli* i Timanum. í siðasta blaði Tínnans (nr. 5) er grein með yfirskriftinni »Tvenn öf- ugmæli*. Af því að eg er kunnusur öðrum þeim manni, sem gerðuc er þar að umtilsefni, Oigeiri Friðgehssyni, og starfi hans á Vopnafirði, get eg ekki á mér setið að leggja orð í ummæli þau, sem i greininni eru. »Mörgum mun þykja kynlegor sá dómur, að selstöðuverzianirnar útlendu, eins og sú sem hér ræðir um, hafi haft sérstaklega vel ment- aðan mann í sinni þjónustu«. Þannig segir Tíminn. Þetta þykír Tímanum einkennilegt en er þó rétt. Einmitt þetta verzl- unarhús, Örum & Wulff, hefir'fram yfir mörg önnur samkyns, útvegað þjónum sinum betri mentunar en venja var til. Nálega allir verzlun- arstjórar þess haf.t vetið á skrifstofu þess erlendis og þar kynst fjölbreytt- ara og annurskonar veizlunarlagi en hér tíðkaðist. Auk þess sem þeir um leið notuðu tímann til að menta sig á annan hátt. En svo er um þann veizlunarstjóra, sem hér ræðir um, að hann er mjðg duglegur og hefir eflaust notað tómstundir til þess að búa sig rækilega undii lífsstarf sitt. Og um það get eg borið, að síðan hann var við undirbúnings- námið erlendis, hefir hann auðgað sig að bóklegum verzlunarfróðleik, auk þess sem honum á hinum langa starfstíma sínum sem verzlunarstjóri hefir aukist verklegur verziunarfróð- leikur, sem hefir búið hann vel undir það starf, sem hann rækir nú. Síðan segir Tíminn »að minsta kosti hafa þeir hæfileikar og ment- un (verzlunarstjóra selstöðuverzlan- anna) litla ávexti borið«. Eg fæ eigi skilið hvernig Tíminn fer, að öllu óþektu, að dæma mennina svona. Eg get bent á mörg vel unnin verk þeirra manna, sem veitt hafa forstöðu- selstöðuveizlununum. Og þegar öllu er á botninn hvolft verður vandi að dæma um, hvort það eru verzlunarstjórar selstöðu- verzlananna eða aðrir verziunarmenn sem mest hafa gert fyrir sveitir þær, sem þeir starfa í. Næst segir Tíminn: »Þær (sel- stöðuverzlanirnar) hafa verið sama sem, ef ekki alveg, þýðingarlausar hvað vöruvöndun snertir*. Þetta eru tilhæíulausar staðhæíingar. Sel- stöðuverzlanirnar hafa vandað vöru sína jafut og aðrir og einmitt sú verzlun, sem hér er rætt uin, hefir verið vöruvönd fram yfir aðra, og það eru auðvitað verzlunarstjórarnir, sem því hafa ráðið. »Þó væri það sök sér ef mað- urinn hefði bætt verzlunina í hér- aðinu. En af því fara engar sög- ur, heldur hitt, að þar hafi bæði í tíð Olg. Fr. og sí*an verið gamli einokunarsvipurinn á verzluninni.« Þetta eru þeir sleggjudómar, sem gerðu það að verkum að eg fór að blanda mé^ í inálið. Mér er vel kunnugt um það, að starf Olgeirs á Vopnafirði gekk i það að gera bænd- ur sem sjálfstæðasta gegn verzlun- inni, og þykist eg vita að það sé að skapi 1 ímans, og býzt við að hon- um finnist ekki minst varið í það. Einnig veit eg að Olgeir fór eins langt og hann komst til að umbæta verzlunina. Og ef að menn litu aftur í tímann þá er enginn vafi á því að Vopnafirði hefir farið fram á þeim árum sem Olgeir var þar, og verð- Innilegasta þakklæti vottum vér öllum þeim hinum mörgu, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur hluttekningu við fr fall og jarðarför okkar elskaða sonar og bróður. Skálavik við Stokkseyri. Þuriður Gunnarsdóttir, Sólveig Pálsdöttir, Sigurður Pálsson. ur ekki gengið fram hjá verzlunar- stjóruuum I svona litlu kauptúni og | sveit, eius og Vopnafj. er, þegar til- nefndir eru menn, sem unnið hafa að framfðrum sveitarinnar. Eitt af siðustu verkum Olgeirs á Vopnafirði, var fjársöfnunin til Eim- skipafélags ídands, hann gekk að því með sínum vanalega dugnaði og rausn og sýndi hann þar i verki og umræðum, hve bjutsýnn hann er um framtið og möguleika þjóðar vorrar. Ræða sem O’igeir hélt I kveðju- samsæti, sem honum var haldið á Vopnaíirði, kemur í hug mér, hún sýnir svo berlega hvað maðurinn vi!l, óg bregður gagnstæðu ljósi yfir Olgeir við það sem Timinn gerir. Páll Linarsson. Bókarlreg*n. Kr. Nyrod: Frakkland. Þytt hefir Guðm, Guð- mundsson skáld. Reykja- vlk 1917. Útgáfuna hefir annast Brynj. Björnsson tannlæknir. Þetta er fyrirtaksbók, enda eru góðir að henni nautarnlr. Hún er samin af þeim manni er mun þekkja franska tungu, bókmentir og sögu betur öllum öðrum á Norður- löndum og bó víðar só leitað. En prófessor Nyrop er ekki eingöngu ágæt- ur vísindamaður og víðfrægur, heldur er hann og ritsnillingur. Alt sem hann ritar um, verður ljóst og ljúft, því að hann er skarpur, andrikur og orðheppinn. Og bókin er um þjóðareinkenni Frakka, eins og þau þafa birzt frá öndverðu i bókmentum þeirra, tungu og afreksverkum. Hún sýnir oss þá eiginleika frönsku þjóðarinnar sem hafa gert hana að öndvegisþjóð, að þjóð sem jafnan hefir verið forgönguþjóð i listum anda og handa, í bókmentum, í vísindum, í baráttunni fyrir háleitum hugsjónum, að þjóð sem hefir verið frumkveði margs hins bezta í menn- ingu nútímans og allar siðaðar þjóðir hafa lært af. Bókin byrjar á Rolands bardaga, og býst eg við að mörgum íslendingi fari líkt og mór við lesturinn, að þeim hljómi í hug erlndið eftir Grim Thom- sem um Olífant, horn Rolands. »Og aftur heimtist Olífant, en um það sögu þeirri fer, að nær sem Frakkar eiga ant og auðnuvant, það blæs af sjálfu sór«. 8vo hefir það reynst hingað til og þó aldrei hetur en i stríði því hinu ægilega, er nú stendur yfir. Enn stend- ur ljómi af Frökkum. Enn vekja þeir ást og aðdáun góðra drengja. Og eflaust verður þessi bók til þess að sannfæra margan mann enn betur en áður um það, hve ágæt þjóð Frakkar eru, og vekja meðvitund unt þá þakk- lætisskuld, sem mannkynið á þeim að gjalda. Þýðingin virðist, sem vænta mátti, prýðisvel af hendi leyst, og frágangur ágætur. Bókin kostar að eins kr. 1,50, og er það ódýrt í dýrtíðinni. Ef eitt- livað verður afgangs útgáfukostnaðin- um, reunur það til »Alliauce francaise« í Reykjavík. A Brynjólfur Björnsson miklar þakkir skilið fyrir framtak sitt. Guð m. Finnbogason. Úfriðar -annállj Framhald. SultaróeirBir. Undanfcirna daga hafði borið á óeirð- um í Pótuisborg og öðrum stórborgum Rússlatids. Aðflutningateppa sú, sem talið er nú að stjórnin gamla hafi kom- Ið á af ásettu ráði, var þá farin að geia svo mjög vart við sig, að fátæk- ari fólk í borgunum svalt mjög. I fyrstu gekk alt eftir áætlun stjórn- arinnar. Lögregla og dátar skutu og lömdu lýðinn. Dúman tekur völd. Eu er átti að slíta dúmunni, kom annað upp á teninginn. Mestur hluti dúmunnar var nú ger-andvígur aðfcif- um stjórnarinnar. Varð það því úr að samþykt var þar með öllum þorra atkvæða að fara hvergi en sitja nú sem fastast og taka stjórnartaumana úr höndum ónýtrar og spiltrar stjórnar. Var nú kosin 12 manna nefnd í snatri, og lýstu þeir háu herrar því yfir, að þeir væru æðsta stjórn Rússa- veldis. Eftir þeirra boðum ættu allir sér að hegða. Formaður nefndarinnar var Rodziomko. Eitt hið fyrsta verk þeirra var þó að taka alla ráðherra fasta, er sæti áttu f hinni keisaralegu stjórn. Lff fengu þeir þó allir nema einn. Var það sá, er mesta sök átti á matarskorti í borginni. Múgurinn tók Iiann afsíðis og varpaði houum á bálköst og brendi bann til ösku. Fylgi Dúmunnar. Brátt kom það í ljós, að þessi bráða- birgða stjórnarnefnd, er dúman kaus, fekk fylgi alþjóðar. En mikið var það verk og erfitt, er bún hafði á hendi næstu dagana eftir 11. marz. Pétursborg og aðrar stórborgir rfk- isins loguðu í uppreistarbálf. Margir þeir, er verið höfðu fylgismenn fráfar- andi stjórnar, voru teknir höndum þar sem í þá náðist og voru hýddir, brendir, hengdir eða limlestir. Verksmiðjum og búðum var lokað. Brýr og önnur mannvirki sprengd f loft upp. — Og yfir höfði þjóðarinnar geysaði heims- ófriðurinn. Því var brýn nauðsyn á að koma sem fyrst á friði og spekt innan- lands, til þess stjórnendur gætu haft hemil á þjóðinni og komið fram nauð- synlegum umbótum. Og spekt komst á von bráðar. Er það líklegt, að rajög hafi uppreist þessi verið undirbúin af helztu forsprókkum hennar — og þess vegna hafi öllu reitt fljótar af. Getum er og leitt að því, að sendiherra Breta í Pótursborg, Bu- chanan hafi frá öndverðu veiið öflugur fylgismaður upprelstarmanna. Fundur Samherja i Pétureborg. í febrúar lióldu sendimenn Samherja fund með sór í Pótursborg. Bretar höfðu það þá á orði, að eigi myndu þeir hjálpa Rússum um fé til hernað- ar, eins og að undanförnu, nema ef alger straumhvörf yrði / stjórn Rússa, Líklegt er, að þeim hafi nú þótt alt fara mjög að óskum, er keisarastjórnin fór frá, er þráfaldlega haföi sýnt vin- gjarnlegt hugarþel tll Þjóðverja. Keisarinn. Er bráðabirgðastjórnin*var komin á laggirnar í Pótursborg. snerust hugir manna mjög til keisarans. Nokkrum dögum áður en uppreistin byrjaði var hann farinn til vígstöðvanna. Var hann þvf hvergi nálægt er ósköpin dundu yfir í Pótursborg. Hingað tll hafa rússneskar þjóðir lotið hinum hágöfuga keisara með dá- samlegri lotningu. Var því fastlega búist við því í fyrstu, að bráðabirgða- stjórnin sæi sór þann kost vænstan, að hafa keisarann í sínum háa veldisstól, tll þess að efla samheldni um hágöf- ugu persónu hans. Kom það mjög flatt upp á flesta, er uppreistarmenn- irnir reyndust svo ákveðnir umbóta- msnn, að þeir kröfðust þess akýrt og skorinort, að keisariuu legði niður völd. Ráðabrugg alt um það cfni hefir mjög lítið vitnast enn út um heiminn. En svo mikið er víst, að keisarinn var á heirnleið til Pótursborgar, er sendi- menn stjórnarinnar mættu honum í smábæ nokkrum, Pskocv, milli Riga og Pótursborgar. Fram til þess tíma hafði hann lítið fengið að vita um uppreistina, en var kunnugt um, að óeirðir nokkrar höfðu verið í höfuðstaðnum undanfarna daga_ Áður en sendimenn stjórnariunar fengu tal af honum, sögðu fylgismenn hans honum hvernig í öllu lagi. Er mælt að fursti nokkur í fylgd hans, hafi þá stungið upp á því við keisara, hvort hann vildi ekki gefa Þjóðverjum ráðrúm til þess, nð brjótast inn yfir herlfnurnar. Myndi hann þá fyrir til- stilli þeirra geta haldið völdum. — Með tárvotum augum hefði keisari beð- ist undan sbkum ráðleggingum, og sagt þeir mættu á hiun bóginn gera við sig hvað þeir vildu. Keisarinn leggur niBur völd. Sendimenn hinnar nýju stjórnar fengu þá áheyrn keisara, og sögðu hon- um það ráðlegast, að leggja niður völd. Yar hann hiun fúaasti til þess. — Eitthvað kom til orða að sonur hans, ríkiserfinginn Alexiej, yrði eftirmaður hans. Hann er 13 ára. En Michael bróður keisara átti að verða ríkisstjórl unz Alexiej yrði myndugur. En Niku- lás keisari neitaði því þverlega, sagð- ist ekki vilja láta son sinn í það, heldur fá að hafa hann með sór. Ef hann fengi að vera á rússneskum sveitasetrum sfnum, þá værl hann ánægður. Móðir Nikulásar, Alexandra ekkju- drotning, var þar næratödd, og kvaddi son sinn með blfðu, og bað honum vel farnast. Sfðan fór hann í varðveizlu sendimanna til Pétursborgar, og var síðan settur inn í höll sína Czarskoje- Selo. Var þar drotning hans fyrir og börn. Eru þau þar enn í haldi. Valdstöku uppreistarmanna tók drot- ningin Feedorowna ekki þykkjulaust, eins og keisari. Hefir það síðar kom- ið á daginn, að hún hafi þó frekar átt ráðningu skilið, því fundist hefir í höll hennar sfmtæki til þráðlausra sendinga beina leið til Berlinar. Helzt einkennir það ríkisstjórn hins fyrirverandi keisara, að þeirri reglu fylgdl hann jafnan, að svfkja öll þau loforð er hann gaf þegnum sínum, er til umbóta horfðu. Erl. simfregnir. fri fritfaritara Isaf. og Morgunbl.). K.höfn 19. apríl. Blóðugasta orusta, sem sogur, fara at steudur nú yfir á vesturvígstöðvumim. Er einkum barist ákaft fajá Aisne. — Bandamönnum veitir betur, en I»jóðverjar hafa eiunig tekið nokkra fanga. í síðustu orustuuni hafa þeir tekid 2300 banda- menn höndum. Verkfall og uppþot tölu- vert varð um daginn í Ber- lin, en nu hefir það verið þaggað niður og er alt með kyrrum kjörum þar nú. Nikulási stórfursta hefir verið stefut fyrir herrótt í tilefni af hiuum miklu óförum Rússa hjá Masur- ísku vötunum haustið 1914 (orustan lijá Tauuenberg).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.