Ísafold - 26.05.1917, Side 1

Ísafold - 26.05.1917, Side 1
Kemur út tvlsvar i viku. VerSárg. 5 kr., erlendis 7^/j kr. eSa 2 dollar;borg- Ist fyrlr mlðjan júlí erlendls fyrlrfram. Lausasala 5 a. elnt ísafo'darprentsmiðja Talsimi nr. 455 Ritstjári: Dlafur Bjurnsscm. Uppsögn (skrifl, bundln vlS áramót, er óglld nema kom- In sé til útgefanda fyrlr 1. oktbr. og só kaupandl skuld- laus vlS blaSlS. XLIV. árg. Reykjavik laugardaginn 26. maí 1917. 35. tðlnblað m »Reyn8laD er sannleikur* sagði »Repp* eg $>ótti aö yitrari maður. Reynala alheims heflr dæmt Fordbila að vera bezta allra bila og «Jheim8 dóm verbur ekki hnekt. Af Ford- hilum eru fleiri á ferb í heiminum en af öll- tun öörum bíltegundum samanlagt. Hvað sannar þab? Það sannar það. Fordbillinn «r beztur allra bíla enda hefir hann unnið fflór Öndveigis8œti mebal allra Bila, hjá öllum þjóðum, og hlotið heiðursnafnið Y eraldarvagn. Fást að eins hjá nndirrituðum sem einnig selur hinar heimsfrœgu DUNLOP DEKK og SL0NÖUR fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1, Vandræðastjórnin. Vér höfum í undanförnum blöð fundið að aðgerðum stjórnar innar. Vér höfum gert það með hógværð, en leitast við að rök- styðja aðflnslur vorar. Vér höf- um að eins nefnt dœmi um það, hve afarilla núverandi stjórn fer með völdin. Margt satt um það ■efni liggur enn kyrt. Líklega vegna þess hve hógværlega er ritað kallar eitt stjórnarblaðið þetta »nart« í stjórnina. En hér kemur fram sama al- vöruleysið, sem einkennir þessa stjórn, sem blaðið telur sig vera að verja. Mjög alvarlegar að- finslur um athafnir og athafna- leysi í málum, sem varðp, fjör þjóðarinnar, er talið =>nart«. Lík- ast því sem um spaug eitt væri að ræða. Vér hyggjum, að stjórn þessi verði þess vör áður en yfir lýkur, að hér er ekki um spaug að ræða, heldur fulla alvöpu — og því miður fær þjóðin líklega líka á því að kenna. Stjórninni er helzt fært tvent til varnar í blaði þessu. Að Norð urlandaþjóðir svelti og að Kol og Salt vanti vörur. Vér fullyrðum, að þrátt fyrir mun verri aðstöðu en vora er ástandið elcki eins ilt á Norður- löndum og horfur ékki eins iskyggi- legar sem hér á landi nú. Norð- menn og Svíar áttu um tíma í deilum við Breta út af efnum líks eðlis, sem ráðið var farsællega til lykta hér fyrir ári síðan með brezka samningnum; hafa báðar þjóðirnar nú gert samning við Breta. En meðan á missættinu stóð, urðu þar vandræði á nokkr- um sviðum. Enginn sveltir eða hefir svelt, hvorki í Danmörku né í Noregi og víst heldur ekki I Svíþjóð. Og framleiðsla land- anna hefir haldið áfram að mestu óhindrað í flestum greinum. Full- yrðingar blaðsins um þetta eru þvi rangar. Vér erum ekki enn farnir að svelta, en aðalatvinnu- vegur vor, 3á. fjáraflamesti, ligg- ur nú svo að segja í auðn. H.f. Kol og Salt vörulaust — og það á sökina á því að botn- vörpungarnir liggja aðgerðalausir — segir blaöið. Vér spurðum: Ilvað hefir nú- verandi landsstjórn gert til að afla landinu kola og salts síðan hún tók við völdum? Svarið er þá þetta: H.f. Kol og Salt átti að gera það; því heflr ekki tekist það. Hvernig á því að búast við að landsstjórnin gerði það. Vér skilj- um þetta svo sem játningu um, að stjórnin hafi ekkert gert í þessu efni — af þvi hún hélt að aðrir hefðu gert'það. Hvílíkt ógurlegt aðgerðarleysi! Til hvers er stjórninni fengið í hendur vald og fé til þess að afla landinu nauðsynja? Er það til þess að halda að sér höndum og leggja framleiðsluna í auðn? Er það til þess að hjúfra sig í ráð- herrasölunum og láta sig dreyma að aðrir geri skylduverk hennar, svo hún þurfi ekki einu sinni að gera tilraun til bjargráða sjávar- útvegnum? Hvar þyldu menn slíkt nema hér á landi? Og hvað hefir stjórnin gert til að létta undir með einstaklingn- um til að afla kola og salts? — Ekkert oss vitanlega. Hjáfrúin á guiliB. Andsvar fil hr. Björns Kristjánssonar ásamt athugasemdum um bankamál vor. I Inngangur. Snemma í vetur (í okt.—nóv.) reit eg nokkurar greinar hér í blaðið » Um seðlaútgdfu og fyrir- komulag seðláhanka«. Voru það athugasemdir við greinaflokk, sem þáverandi bankastjóri, núverandi fjánnálaráðherra Björn Kristjdns- son hafði ritað í blað sitt »Landið«. Það sem hr. B. Kr. reyndi að sanna í sínum greinum var fyrst og fremst þetta: að það væri með öllu óforsvar- anlegt hve illa seðlar íslandsbanka væru gulltrygðir, að vegna þessarar alt of litlu gulltryggingar værum við Islend- ingar komnir í ógöngur með pen- ingamál vor, að eina ráðið út úr þessum ógöngum væri það, að landið keypti íslandsbanka og sæi siðan fyrir nægilegum gullforða til tryggingar seðlunum. Utan um þessi aðalatriði spann hr. B. Kr. heilmikið af miður óábyggilegum staðhæfingum [um eðli seðla og myntar og sitthvað annað í bankamálum. I svargreinum mínum benti eg á að herra bankaatjórinn væri fjarri því að vera óhlutdrægur fræðari i þessum málum, að seðlavizka hans væri dæmd og létívæg fundin af erlendum sérfræðingum og færði nokkur dæmi því til sönnunar, að hr. B. Kr. annað hvort þekti ekki aðalkost bankaseðla, þ. e. lánsmiðilshæfileika þeirra eða þá dyldi þá þekking sína, að reynsla sú, sem fengin væri um seðlaútgáfu hér á landi riði þvert í bág við kenningar hr. B. Kr., að i greinum hr. B. Kr. kendi bæði staðhæfinga út í loftið og þekkingarskorts á því, sem hann væri að rita um, að sumt í greinum hans yrði eigi talið annað en ritað mót betri vitund,* svo sem er hann þættist ekki hafa vitað um út- flutningsbann það, sem verið hefði á gulli frá Danmörku. En fyrst og fremst lutu grein- ar mínar að því, að hnekkja villu- kenningum hr. B. Kr. um »al- mætti® gullsins og úreltum hind- urvitnum hans um mikilvægi myntar í peningafyrirkomulagi þjóðanna og þar af leiðandi öfug- mælum hans um, að vér værum komnir i ógöngur með peninga- mál vor — vegna skorts á gull- trygging íslandsbankaseðla. Einn kaflinn var eftir, athuga- semdir um breytingar á fyrir- komulagi bankamála vorra, þegar hr. B. Kr. gat eigi lengur á sér setið, heldur hóf nýjan leiðangur út af þessum málum í »Landinu« sínu og lét eg þá niðurlag minna greina bíða. Af ýmsum ástæðum hefi. eg ekki tekið þetta mál upp af nýju hér í blaðinu fyrr en nú, en helztu ástæðurnar eru þær, að nyrra röksemda málstað hr. B. Kr. til stuðnings var eigi rað leita í þess- um andsvörum hans, en aftur slikur ritmenskubragur á þeim, að mér fanst ógeðfelt verk bíða mín að eiga að fara að rekja sundur þau tákmarkalausu óheil- indi, að eg eigi noti sterkari orð, sem hr. B. Kr. lætur sér sæma að bera á borð í þessum grein- um. En það sem eg átti eftir ósagt um fyrirkomulag banka- mála vorra og til frekari stuðn- ing mínum málstað gegn gull- kenningum hr. B. Kr. taldi eg eins mega bíða þangað til nær drægi þingi því, sem vafalaust tekur að meiru eður minnu leyti peninga- og bankamálin til íhug- unar. Eg finn enn sem fyr til óhugs að eiga að fara að rekja garnir hinnar »svikalausu ráðvendni« úr hr. B. Kr., en af því þær varpa nokkuru ljósi yfir hátterni hans í þessu seðladeilumáli gagn- vart þeim, sem eigi vilja dansa eftir hans pípu, verður að draga þær fram í dagsbirtúna áður horfið er að aðalatriðum þessa máls. Framhald. Eimskipafélagið. Eimskipafélagsstjórnin bauð út 590 þúsund krónur í hlutum í fé- laginu i desember i vetur. Var fé- lagið þá nýbúið að missa »Goða- foss«, en [stjórnin hafði ákveðið að kaupa þegar skip í staðinn. Þessi ráðstöfun stjórnarinnar féll flestum vel i geð. Og landsmenn sýndu það i verkinu, að þeir vildu vera sá vinur, sem í raun reynist. Á fimm mánuðnm hafa landsmenn lagt i félagið tæp 400 þúsund krón- nr. Þetta er vel að verið. En vér getum gert betur ef vér viljum — og eigum að gera betur. »Lagarfoss« er nýkominn og þeg- ar lágður á stað til Ameríku til vörufanga. Þegar athugað er, hve afarerfitt er um skipakaup nú, þá verður eigi annað sagt en að hér hafi sérlega vel fram úr ráðist. Það er ekki að ástæðulausu að vér byggj- um vonir vorar á Eimskipafélaginu. Ómælt er enn það gagn sem vér höfum haft af félaginu og munum hafa á komandi tíma. Þegar formaður íélagsins við mót- töku »Lagarfoss< stakk upp á því að vér mintumst þess að forsjónin og drengskapur landsmanna hefðu íært oss »Lagarfoss« heilan að landi með þvi, að gömlum sið, að stíga á stokk og strengja heit, heit þess að hafa áður sól fer hæst á loft á þessu surnri lagt fram þau 200 þús- und, sem enn vantar til að tryggja

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.