Ísafold - 21.07.1917, Blaðsíða 1
Kemur át tvisvar
/ viku. Verðárg.
5 kr., erlendis
kr. eSa2dollar;borg-
J íat fyrir miðjan júlí
. erleidis fyrirfram.
1 Lausasala 5 a. eint
M-
ísufoldarprentsmiðja.
Rifstjor!: Úlajur Björnsson.
Talsími nr. 455.
Uppsögn (skrifl. ,'
bundin viS áramót, 1
er ógild nema kom- !
ln sé tll útgefanda |
fyrir 1. oktbr. og ?
sé kaupandi skuld- c
laus við blaSiö. S
XI.IV. árg.
Reykjavik, laugardaginn 21. júlí 1917.
46. tölublað
*
mÁ
m
m
V:
k r. 4500
Síórkostleg framlír.
Hinar miklu Willys-Overknd verksmiðjur hafa altaf
staðið fremstar í því, að koma bifreiðum á það fullkomna
stig sem þær nú eru á.
Þó Willys-Overland verkr.miðjutr.ar hafi staðið að
eins í níu ár, eru þær aðrar stærstu verksmiðjur í heimi
sem búa til bifreiðar.
Hin síðasta og stærsta framför sem Willys-Over-
iand verksmiðjurnar bjóða nú heiminum er fjölskrúðug-
asta úrv.il af bifreiðum sem smíðaðar eru af nokkurri
verksmiíju í heiminum.
Þetta er sú mesta framför í þessari iðnaðargrein
sem þekst hefir. Er þess valdandi, að nú fást betri og
sparneytnari bifreiðar fyrir lægra verð en áður.
Þetta snertir sérstaklega litlu 4 cylindra Overland
bifreiðar sem eru gráar að lit og þær stærri sem eru
fagur gulbrúnar.
Reynið eina af þessum bifreiðum, og þá mnnuð
þér sannfærast um að þetta er einmitt sú bifreið sem
þér óskið að eiga.
Willys-Overland bifreiðarnar
e r u;
Stór 4 cylindra Litlu 4 cylindra Willys Knight
Overland Overland 4 og 8 cylindra
5 og 7 nianna 3 og 4 macna 5 og 7 manna
Umboðsmaður vor er;
Jönatan Þorsteinsson, Reykjavik.
The Willys-Overlancl Company, Toledo, Ohio, U. S. A.
Manufacturers of Willys-Knight and Overland Motor Cara
and Light Lorríes
'•£ \
H
.
m
r<
*
•Keynslan er sannleikur. sagði .Kepp* eg
Jióttiað vitrari maönr. Reynsla alheims heflr
flœmt Fordbila að vera bezta allra bila, og
alheims dðm veröur ekki hnekt. Af Ford-
4>ilnm eru fleiri & ferö i heiminum en »f öll-
nm öðrum bíitegnndum samanlagt. Hvað
gannar þaö? Þaö sannar þaö. Fordbíllinn
er beztur allra bila enda befir hann unniö
kér öndveigissæti meðal allra Bila, hjá öllum
þjóöum, og hlotið beiðursnafnið
V eraldarvagn.
FAst at> eins hjá undirrituðum Bem einnig
selur hinar beimsfrflegu DHNLOP DEKK og
SL0NGUR fyrir allar tegundir bila.
P. Stefánsson,
Lækjartergi 1,
Hjátrúin á gullið.
Andsvar til hr. Björns Kristjánssonar
ásamt athugasemdum um
bankamál vor.
IV.
Svanasöngur gullsins sem verBmælis
I þriðja kafia þessarar ritgerð-
ar benti eg á hvernig vísindin
líta á gullkenningar hr. B. Kr.,
og bar þar fram álit norska þjóð-
megunarfræðingsins Oscars Jœger
prófessors.
En hann er svo sem ekki einn
um að líta svo á málið. Hagfræð-
ingar nútímans hallast meir og
meir að því, að það þurfi að
losna við gullið sem verðmœli. —
Þegar nokkurum árum áður en
styrjöldin hófstjkomu ýmsir helztu
hagfræðingar heimsins, svo sem
t. d. Englendingurinn Irving-Fis-
cherjog Svíinn Knut Wicksell fram
með bollaleggingar um það hvern-
ig ætti að fara að afnema gullið
sem almennaan verðmæli og finna
öruggari ráð til þess að halda
peningaverðinu stöðugu. Erfið-
leikana við þetta telur prófessor
Jæger eingöngu vera frá prakt-
iskri hlið. Fræðilega er hnútur-
inn leystur, því að það sem alt
veltur á er aðeins að hnitmiða
peningamagn það, sem í umferð er,
þannig við þarfirriar, að meðal-
verðið (prisniveau) verði jafnan
óhreytt. Praktisku erfiðleikarnir
eru í því fólgnir að geta hvenær
sem er ákveðið meðalverðið með
nægilegri nákvæmni og að finna
leið til að tryggja sér að seðla-
útgáfan verði ætíð miðuð við
það meðalverð, sem samkomulag
hefir fengist um að ákveða. Og
ef fyrirkomulagið ætti að koma
að fullum notum þyrfti að gera
alþjóðasamkomulag, sem senni-
lega verður langt í land með
eftir stríðið. »En«, segir prófessor
Jæger, »eg er eigi að síður ekki
i neinum vafa um það, að sá
tími kemur, er menn hafa í fram-
kvæmdinni losað peningagildið
við gullgildið og að þá verður
litið á núverandi peningafyrir-
komulag, sem algerlega er háð
hinu óstöðuga gullverði, eins og
mjög ófullkomið millibilsástand,
á leiðinni að peningafyrirkomu-
lagi, sem algerlega er reist á
skynsamlegum grundvallarregl-
um«.
Alsstaðar liggur þetta sama í
loftinu. Eitt af máluin þeim, sem
Samherjar hafa rætt á Parísar-
ráðstefnum sínum, eru »ráðstaf-
anir til að minka notkun málma
í afþjóðafjárviðskiftum 0g koma
á fót alþjóða skuldajöfnunar-
stofnunum*.
Þessi hin miklu straumhvörf í
skoðunum manna á mikilvægi
gullsins hafa algerlega farið fram
hjá þeim manni, sem eg á hér
orðastað við — svo furðulegt sem
það er um mann, sem nýlega hefir
slept um sinn bankastjórastöðu
við peningastofnun landsins og
tekið að sér fjármdlaráðherr&atört.
Alveg hefir það eins farið fram
hjá honum, sem eg gat um fyrst
í þessarri ritgerð, að Svíar urðu
fyrstir til að losa seðlabanka sinn
við þá skyldu að láta seðla fyrir
gull. Og sama hafa síðar gert
bæði Danir og Norðmenn.
Svo þveröfugt haga þeir sér
víð kenningar þær, sem hr. B.
Kr. um sama leyti er að halda á
lofti vor á meðal, að þegar hann
heimtar dregið sem mest af gulli
inn í landið — heimta Norður-
landabúar aðrir að gerðar sé ráð-
stafanir til þess að bægja gullinu
burtu.
Eins og eðlilegt er benda þeir,
sem að þessum ráðstöfunum standa
á það, hversu miklu meira það
skifti að hafa sjálfar nauðsynja-
vörur landsbúa, í landinu en fulla
kjallara af dauðum vaxtalausum
gullhrúgum.
Játað skal, að enn er gull al-
þjóða-greiðslueyrir og fyrir lönd,
sem liggja nálægt hvort öðru,
getur það stundum komið að
haldi að hafa gull til að senda
til jöfnunar skuldarhalla. En aðal-
atriðið er og verður þó jafnan að
gæta þess, að framleiðsla og við-
skifti lands sé í því lagi, að það
eigi jafnan inneign erlendis upp
á að hlaupa, svo sem mun verið
hafa um oss meiri hluta árs sið-
ari árin.
Fyrir því er það áreiðanlega
rétt á litið, að vér mundum geta
sparað meginið af gull-trygging
þeirri, sem nú er heimtuð fyrir
seðlaútgáfu hér í landi — og
gæti landssjóður heimtað því meiri
skatt af seðlaútgáfunni, sem seðla-
bankanum sparast vextir á því
að mega minka við sig vaxta-
lausu »dauðu gull-hrúgurnar«.
Höfundur sá, er eg hefi aðallega
skírskotað til hér að framan,
stingur upp á því að hækka hina
ógulltrygðu seðlaútgáfu Noregs-
banka úr þeim 45 miljónum, sem
nú eru leyfðar upp í 85—95 milj.
og nota þær 40—50 miljónir af
gulli, sem þá »losnaði« úr banka-
kjallaranum til þess að birgja
landið upp af nauðsynjum —
nota tímann meðan gullið enn er
gjaldgenguralþjóða-viðskiftaeyrir.
Værum vér Islendingar skyn-
samir — ættum vér að haga oss
eitthvað á líka leið.
Við seðlaútgáfu er þeirrar einn-
ar grundvallarreglu að gæta að
viðskiftaþörfin ein sé höfð að mœli-
Jcvarða fyrir seðlaútgáfunni.
Það þarf að tryggja og mun eg
eg víkja að því næst — um leið
og eg minnist nánar á banka-
málafyrirkomulag vort.
Frá alþingi.
Nýjungar.
Fyrirspum bera þeir Stefán
Stefánsson og Einar Árnason,
þingm. Eyfirðinga og er hún á
þessa leið:
»Hvað hefir stjórnin gert í
tilefni af þingsályktun síðasta
þings um lánsstofnun fyrir
landbúnaðinn?*
Þingsályktun sú, er hér ræð-
ir um, frá aukaþingínu i vetur,
hljóðar svo:
»Neðri deild Alþingis álykt-
ar að skora á landsstjórnina að
athuga, hvort eigi sé tiltæki-
legt að koma á fót hið allra
fyrsta lánsstofnun, er einvörð-
ungu veiti hentug lán til rækt-
unarfyrirtækja og jarðabóta,
og ef svo reynist, að leggja
þá fyrir næsta reglulegt þing
frumvarp til laga um slíka
lánsstofnun.*
í neðri deild er komið frv.
um stimpilgjald, og er það frv.
samhljóða frumvarpi um það efni
frá nefnd þeirri, er skipuð var
2. des. 1907 til að endurskoða
skattalög landsins. Frumvarpið
flytja nú þingmenn Eyfirðinga,
Stefán Stefánsson 0g Einar Árna-
son. v
Nefndarálit er komið frá alls-
herjarnefnd neðri deildar um
stjórnarfrv. um laun hreppstjóra,
og aukatekjur m. m.
Nefndin hefir orðið öll á einu
máii um það, að frumvarpið sé til
bóta, því að laun hreppstjóra hafi
til þessa verið óhæfilega lág, jafn-
vel þótt miðað væri við venju-
legt gildi peninga. Breytingar-
tillögur gerir þó nefndin nokkr-
ar við frumvarpið, aðallega við
ákvæði þess um ferðakostnað
hreppstjóra. Svo vill nefndin 0g
að hverjum úttektarmanni sé gold-
in 4 kr. þóknun fyrir hverja út-
tekt jarðar í stað 3 kr. í frv., og
ákveða öllum landskiftamönum
4 kr. á dag, auk ferðakostnaðar.
Loks vilja þeir bæta i frumvarp-
ið ákvæði um að hækka gjald
fyrir eftirrit úr embættisbókum
0. fl. úr 50 au. upp í 1 kr. fyrir
hverja örk með »aktaskrift«, en
úr 25 au. upp í 50 au. fyrir
hálfa örk eða minna.
Nefndarálit er komið frá fjár-
hagsnefnd neðri deildar um
stjórnarfrumvarp um einkasölu-
heimild landsstjórnarinnar á stein-
olíu.
Nefndin er hlynt frv., sem
fram er komið að ítrekuðum ósk-
um Alþingis og ræður til að það
sé samþykt með nokkrum breyt-
ingum.
Helztabr.t.till. nefndarinnar er
þvi sú, að lagt sé 5 kr. gjald á
hvert steinolíufat (150 kr.), sem
landsstjórnin selur hér á landi,
og renni það að 8/4 í landssjóð,
en að í veltufjár- og varasjóð
steinolíuverzlunarinnar, en í frum-
varpinu er álagið ákveðið 6 %
af. verði keyptrar steinolíu með
umbúðum og flutmngskostnaði, og
skiftist það til helminga milli
landssjóðs og varasjóðs.
Frumv. fiytur Matthías Ólafs-
son um, að stofnaðir verði vél-
stjóraskólar í kaupstöðum lands-
ins, Reykjavík, ísafirði, Akur-
eyri og Seyðisfirði.
Tilgangur skólanna er að veita
nemendum nauðsynlega þekk-