Ísafold - 21.07.1917, Blaðsíða 2
2
ISAFOLD
ingu til þesa að hafa á hendi
vélstjórn á mótorskipum. Skól-
arnir skulu að öllu leyti kostað-
ir af landsfé. Landsstjórnin hafi
á hendi yfirstjórn þeirra og setji
reglugerð um alla nánari tilhög-
un,
Prumv. um tolllaga breytingu
flytja í neðri deild Einar Árna-
son, Stefán Stefánsson og Sig-
urður Sigurðsson.
Vilja þeir hækka toll af eftir-
töldum vörum sem hér segir:
1. Af allskonar öli, límonaði
og öðrum samskonar drykkj-
um, sem ætlaðir eru óbland-
aðir til drykkjar, upp 20 au.
af hverjum lítra úr 10 au.
2. Af sódavatni upp í 5 au. af
lítra úr 2 au.
3. Af tóbaki allskonar, reyk-
tóbaki, munntóbaki, neftóbaki
og óunnu tóbaki, upp í 3 kr.
af hverju kíló úr 2 kr.
4. Af vindlum og vindlingum
úr kr. 5.20 af kílóinu upp í
6 kr.
5. Af öllum brjóstsykur- og kon-
fekt-tegundum upp í kr. 1.50
úr 80 au.
Lögin öðlast gildi þegar í stað.
Ástæður:
»Það er fyrirsjáanlegt, að
tekjur landssjóðs muni naum-
ast hrökkva fyrir óhjákvæmi-
legum útgjöldum, ef ástand það,
er nú ríkir í heiminum breyt-
ist eigi bráðlega til batnaðar.
Því er nauðsynlegt að leita
sem flestra ráða og fara allar
þær leiðir, er færar þykja, til
að afia landssjóði tekna. Hér
er farið fram á að auka tekj-
urnar með því, að hækka toll
á nokkrum lítt þörfum vöru-
tegundum.t
Frumv. um breytingu á bæjar-
stjórnarlögum Akureyrar flytur þing-
maður kaupstaðarins, Magnús Kristj-
ánsson.
Aðalbreytingin er sú að bæjar-
stjóri, kosinn af bæjarstjórn til 3
ára í senn, taki við torstöðu bæjar-
stjórnarinnar í stað bæjarfógeta, sem
jafnframt er sýslumaður í Eyjafjarð-
arsýslu, og þykir hafa svo miklum
störfum að gegna, að ofætlun sé
einum manni að leysa þau svo af
hendi, að ekkert dragist úr hófi
fram.
Þingsályktunartillögu flytur Sig-
urður Sigurðsson í N.d. svohjóð-
andi:
»Alþingi ályktar að fela lands-
stjórninni að selja svo fljótt sem
því verður við komið, ráðherra-
bústaðinn, húseignina nr. 32 í
Tjarnargötu.
Bjóðist landsstjórninni það verð
i eignina, er hún telur viðunan-
legt, skal hún gera Reykjavíkur-
bæ kost á að kaupa húseignina
fyrir það verð«.
Frv. um málsTcostnað einka-
mála flytur Einar Amórsson í
neðri deild og með honum Magnús
Guðmundsson og Gísli Sveinsson.
Frv. um gjöld til holræsa og
gangstétta á Akureyri
Þorst. M. Jónsson flytur frv. ■ í
N. d. um, að Bakki hjáBakka-
gerði í Borgarfirði eystra verði
löggiltur verzlunarstaður.
Frá fjárhagsnefnd N. d, sem
haft hefir til athugunar frv. Jör.
Br. um einkasölu landsstjórn-
arinnar á kolum, er nú komin
þingsályktunartiUaga svolátandi:
Heildv. Gai’öars Gíslasonar
S í m a r:
281
481
Reykjavik
selur kaupmennum og kaupfélegam:
Rúgmjöl,
Vals. hafra,
Heilan maís,
Hænsnabygg,
Kartöflumjöl,
Smörlíki,
Mjólk.
Þakjátn,
Gaddavír,
Saumur,
Ljábrýni,
Ongiar,
Kerti,
Sápa.
Fiskilíuur,
Manilla,
Netagarn,
Taumagarn,
Síldarnet,
Hessian (fiskumbúðir)
Vélaolia.
REGNKAPUR, karla og kvenna,
TILBUINN FATNaÐUR, ýmiskonar,
SKOFATNAf)UR margar tegundir. Yefjargarn.
»Neðri deild. Alþingis ályktar
að skora á landsstjórnina að
undirbúa 0g leggja fyrir næsta
reglulegt Alþingi frumvarp til
laga um einkasölu landssjóðs á
kolum«.
Mun nefndinni ekki þykja mál
þetta nógu vel undirbúið enn.
Bannlögin.
Frumvarp um breytingu.
í . neðri deild flytja þeir Jör-
undur Brynjólfsson, Sigurður Sig-
urðsson, Stefán Stefánsson og
Pétur Þórðarson frv. um breyt-
ingu á lögunum um aðflutnings-
bann á áfengi. Skulu hér nú
taldar þær breytingar, sem frum-
varpið fer fram á:
1. Áfengur drykkur eftir lög-
um þessum telst hver sá
vökvi, sem í er meira en
2V4 % af vínanda að rúm-
máli, (en ílögunum stendur:
»En það er áfengur drykk-
ur eftir lögum þessum, sem í
er meira en 21/* % af vín-
anda«).
2. Heimilað er í frv. að flytja
til landsins vínanda til elds-
neytis, svo og ilmvötn, enda
séu þau með öllu óliæf til
drykkjar.
3. Lyfsölum er gert að skyldu
að gefa landlækni sundur-
liðaða skýrslu tvisvar ári
um sölu áfengis, og sé til
tekið, hve mikið hver ein-
stakur læknir hefir fengið eða
ávisað, og nöfn þeirra, er
ávisunina fengu. — Enn-
fremur skulu þeir læknar, er
áfengi láta af hendi, gefa
landlækni slíka skýrslu.
4. Stjórnarráðið setur reglugerð
því til tryggingar, að það
áfengi, sem ætlað er til iðn-
þarfa eða eldsneytis, sé ekki
notað til drykkjar.
5. í stað ákvæðanna í lögun-
um:
»Rannsaka skal lögreglu-
stjóri jafnan á fyrstu höfn,
hvort áfengi er í skipi, hvort
heldur skipið er íslenzkt eða
erlent«
komi:
Þegar skip kemur til hafn-
ar frá útlöndum, skal lög-
reglustjóri jafnan rannsaka
eða láta umboðsmann sinn
rannsaka, hvort áfengi er í
skipinu, hvort sem það er
íslenzkt eða útlent. Skal í
því skyni rannsaka hirzlur
skipverja og farangur far-
þega, svo og, eftir því sem
við verður komið, hvern þann
stað í skipinu, þar sem ætla
má að áfengi geti verið fólgið.
6. Þessi ákvæði í lögunum:
»Stjórnarráðið getur veitt
fólksflutningaskipum, sem
hafa rúm fyrir 25 farþega
eða fleiri og eru í sigling-
um milli landa, undanþágu
frá þessu ákvæði (o: þvi
ákvæði að ekkert íslenzt skip
megi flytja nokkurt áfengi
til landsins, nema um það
áfengi sé að ræða, sem fara
á til umsjónarmanns áíengis-
kaupa), og gilda þá um þau
skip ákvæði þessarar grein-
ar um érlend skip,«
falli burt.
7. í lögunum segir:
»Skylt er hverjum manni,
sem hittst hefir ölvaður að
gera dómara grein fyrir því,
hvernig hann hefir fengið
áfengi það, er hann hefir
ölvaður af orðið. Geri hann
það ekki, skal hann sæta
sektum 20—500 kr.
í frv. hljóðar síðari máls-
liðurinn svo:
»Geri hann það ekki, eða
sé skýrsla hans tortryggi-
leg skal hann sæta sektum
frá 50—500 kr.
8. Um löglega innfluttar áfengis-
birgðir einstakra manna er
þetta ákvæði í frumvarpinu:
Frá 1. jan. 1919 skal af-
numinn sá réttur, sem ein-
stakir menn höfðu til að eiga
áfengi, samkvæmt 11. gr.
laga um aðfiutningsbann á
áfengi frá 30. júlí 1909. Það
áfengi, sem þá kann að vera
eftir óeytt, skulu eigendur
hafa flutt úr landi undirum-
sjón hins opinbera fyrir. J.
apríl 1919. Þó skal eigend-
um heimilt, ef þeir kjósa það
heldur, að krefjast þess, að
landssjóður kaupi áfengið
fyrir það verð, sem dóm-
kvaddir • óvilhallir menn
meta sanngjarnt. Slik krafa
skal vera komin í hendur
sýslumanns eða bæjarfógeta,
þar sem eigandi vínsins er
búsettur, fyrir 1. jan. 1919.
9. Nýtt ákvæði komi, svo lát-
andi:
Flver sem sézt ölvaður á
almannafæri, sæti sektum
frá 20-200 kr.
10. Auk sekta fyrir að flytja ó-
löglega áfengi inn í landið
er ákveðið í frumv., að beitt
skuli ennfremur »fangelsis-
refsingu, ekki vægari en eins
mánaðar einföldu fangelsi,
ef áfengi hefir verið ætlað
til veitinga eða sölu.«
11. Sektir, er skipstjóri vinnur
til, ef hann skýrir lögreglu-
stjóra rangt frá um áfengi
það, er hann heflr meðferðis,
hækki úr 200—1000 kr. upp í
500—5000 kr.
12. Sektir fyrir brot gegn þeim
ákvæðum laganna, er óheim-
ila að yeita, gefa, selja eða
á annan hátt láta af hendi
áfengi til annara manna,
hækki úr 50—500 kr. upp í
200—2000 kr.,
og ef brot er ítrekað, þá úr
100—1000 kr. upp í
500—5000 kr.
Síðan bætir frv. við:
Brjóti nokkur oftar gegn
ákvæðum þessarar greinar,
eða geri sér það að atvinnu
að veita eða selja áfenga
drykki, þá varðar það
fangelsi, ekki vægara en
þriggja mánaða einföldu
fangelsi, auk sekta, eins og
að framan greinir.
13. Þá er enn nýtt ákvæði:
Hver sem aflar sér áfeng-
is undir því yfirskyni, að
hann þurfi á því að halda í
lögleyfðum tilgangi, en not-
ar það til drykkjar, skal
sæta sektum frá 100—500 kr.,
nema þyngri refsing liggi við
að lögum.
14. Auk áfengis, sem íslenzk
skip flytja ólöglega til lands-
ins, ákveður frv. að upptækt
skuli áfengi, sem skotið er
undan innsiglun á útlendum
skipum.
15. I stað núgildandi refsiákvæða
um lækna komi:
Nú verður læknir sannur
að sökum að hafa látið af
hendi lyfseðil um áfengi í
í þeim tilgangi, að það verði
notað öðru vísi en sem læknis-
lyf, og skal hann þá sæta
sektum frá 200—2000 kr.
Ef mjög kveður að brotinu,
eða sé það ítrekað, eða ef
nokkur læknir tekur hærra
gjald fyrir slíkan lyfseðil en
heimilað er í gjaldskrá, fyrir
héraðslækna, þá varðar það
embætti8missi, auk sekta eins
og að framan greinir.
16. Loks er tekið í frv. efnið úr
bannlaga frv. Gísla Sveins-
sonar, sem sé að sektir eftir
lögunum renni að hálfu í
sveitar- eða bæjarsjóð, þar
sem brotið er framið.
Astœður fyrir frumvarpinu eru
á þessa leið:
»Eins og kunnugt er, eru bann-
lögin nokkuð brotin.
Veldur því:
1. Ófullkomin gæzla með skip-
um, er þau koma á hafnir
frá útlöndum.
2. Gagnslaust eftirlit með alls*
konar farangri, er frá út-
löndum flyst.
3. Slælegt eftirlit með því, að
þeir, er heimild hafa nú
til að fá vínanda til iðnar
sinnar eða þess háttar, noti
hann ekki til drykkjar 0. fl.
Verði þessar breytingar á
bannlögunum samþyktar, er
mikil ástæða til að ætla, að
bannlögin verði betur hald-
in.«
Fyrirspurn ber Sigurður Sigurðs-
son fram i Nd. svo hljóðandi:
Hvað hefir landsstjórnin gert út
af þingsályktun Alþingis frá 27.
ágúst 1915, um endurskoðun á
vegalögunum?
Bjarni frá Vogi, Matth. Ólafs-
son, Jón Jónsson og Magnús Pét-
ursson flytja frv. til laga um að skipa
dr. phil. Guðm. Finnbogasoa kennara
í hagnýtri sálarfræði við Háskóla ís-
lands.
Bjargráðaneínd neðri deildar flytur
svolátandi þingsályktunartill.:
»Alþingi ályktar að skora á stjórn-
ina, að vinda sem bráðastan bug að
ianlendu kolanámi á þeim stöðum,
sem menn finna hentugasta, svo að
fylt verði eldiviðarþörf maona, þótt
engi erlend kol náist.
Jafnframt ályktar Alþingi, að heim-
ila stjórninni fé úr landssjóði til
nauðsynlegra framkvæmda í þessu
máli, svo sem til verkfærakaupa,
til torfbæja yfir verkamenn, til kaupa
eða leigu á námunum o. fl. þ. h.«.
Jón á Hvanná flytur í neðri deild
frumv. um að hækka laun hrepps-
nefndaroddvita og sýslunefndarmanna
um þriðjung.
Sigurður Sigurðsson og Björn
Kristjánsson flytja tillögu um að
bæta við þjóðvegi frá þjóðveginum
hjá Rauðavatni, um tVífilsstaði, á
Hafnarfjarðarveginn.
Álit er komið frá fjárhagsnefnd
um frv. Einars á Geldingalæk um
einkasölu landsstjórnarinnar á se-
menti.
Nefndin leggur til, að frv. verði
felt, — telur ekki rétt að lögleidd
verði einkasala á fleiri vörtegund-
um en steinolíu á þessu þingL
Astæðan sé meðal annars sú, að
landseinkasala hljóti að hafa mikinn
byrjunarkostnað í för með sér, en
horfur séu á, að fjárhagsástæður
landssjóðs verði ekki góðar á næstæ
fjárhagstímabili.
Mjólkurmálið.
Allitarlegt álit er komið frá alls-
herjarnefnd neðri deildar um frv„,
Jörundar Brynjólfssonar um heimild
fyrir bæjarstjórn Reykjavikur til einka-
sölu á mjólk.
Nefndin ræður til, að deildin
afgreiði frv. með svolátandi
rökstuddri dagskrá:
Af því að deildin telur frv. það,.
sem hér liggur fyrir, eigi geta kom-
ið að því haldi, sem til er ætlastr
en hins vegar er fram komið frum-
varp, er miðar að því að bæta úr
göllum á mjólkursölu í Reykjavík að
því leyti, sem þess er kostur, tek-
ur deildin fyrir næsta mál á dag-
skrá.
Frumv. mikið og ítarlegt flytur
Einar Arnór,sson i Nd. og með hon-
um þeir Magnús Guðmundsson og
Gisli Sveinsson, um stefnubirtingar.
Tillaga til þingsályktunar um
einkasölu landssjóðs á kolum, var
afgreidd með svohijóðandi rökstuddri.
dagskrá:
»í því trausti, að landsstjórnin
taki til rækilegrar íhugunar og
rannsóknar, hvort ráðlegt sé að
landið taki að sér einkasölu á kol-
um, og leggi fyrir næsta reglulegt
Alþingi tillögur sínar, tekui deild-
in fyrir næsta mál á dagskrá«.
Var dagskráin samþykt með 12:10*
atkv. að viðhöfðu nafnakalli.
Frumv. um stofnun utibús í Ar~
nessýslu fri Landsbanka Island flytja
þeir i Nd. Einar Arnórsson, Sigurður
Sigurðsson, Gísli Sveinsson og Einar
Jónsson.
Frumvarpið er í einni grein og
hljóðar svo:
Landsbanka íslands skal heim-
ilt, svo fljótt sem unt er, með
samþykki landsstjórnarinnar, að
setja upp útibú í Arnessýslu.