Ísafold


Ísafold - 21.07.1917, Qupperneq 4

Ísafold - 21.07.1917, Qupperneq 4
4 I S A F O L D chaelis hiirn oúverandi iorstjóri matvælawkrif- stofa Prússlands, muni veröa ríkiskanzlari. K.höfn 15. júlí. I»að er nú opinberlega tilkynt frá Berlín, að Beth- mann-Hollweg ríkiskanzl- ari sé íarinn írá og dr. Michaelis tekinn við völd- um aí honnm. Sendiherra Pjóðverja í Kaupmannahöfn, Brock- dorfí-Rantzau, verður ut- anríkisráðhe ra í hinni nýju stjórn. Þýzku blöðin eruyflrleitt ánægð með stjómarbreyt- inguna. Pinska þingið heflr lýst yfir sjálfstæði Finnlands. Hermál og utanríkismál heflr landið sameiginleg við Rússa. Rússar hafa farið yflr Iiomnitza og halda áfrain sókninni. I»eir hafa enn tekið 1000 fauga. Kaupm.höfn 17. júlí. hýzkunaælandi menn í Bæheimi kreij ist þess að Bæheimur verði gerður að sjálistæðu ríki i sambandi við Austurríki og Ung- verjaíand. Brezk blöð álíta að út- nefrsing Dr. Michaelis i ríkiskanzlara-embættið, sé sigur fyrir aíturhalds- menn í í»ýzkulantli. Ákafur bruni í Þránd- heimi. Tjónið metið 50 miljónir króna. Sfðan 1. júlí hafa Rússar handtekið 36.600 her- menn. Khöfn 18. júlí. Frakkar hafa tekið tvær skotgrafalínur Þjóðverja á 2500 metra svæði hjá Malancourt. Hríðskotaliðsdeild- in rússneska frá Petro- grad hefir gert uppreist. „Christianiafjordft, skip norsku Ameríkulínunnar, er strandað í náud við Cape Race. Carson er orðinn með- limur hermálaráðuneytis- ins, Gedder er orðinn flota- málaráðherra, Montague er Indlandsráðherra • og Churchiil hergagnaráð- herra. Khöfa 18. júli. Áköf sókn af banda- manna hálfu á öllum vest- ur vígstöðvunum og veitir þeirn alstaðar hetur. Khöfn iS. júlí. Fnndurinu, sem hófst í Petrograd 15. júlí, heldur enn áfram. Cadet-flokkurinn í Rúss- landi er larinn úr stjórn- inni. Búist við því að stjórnin mutú flytja til Moskva. FRAM- skilvindur Sötnuleiðis Dalia-síroHa af tveim stærðum. Fram-skilvinda skilur 130 litra á kl.stund, er mjög vönduð að efni Kennarastaða. Kennarastaðan við farskólann í Ketildalafræðsluhéraði i Arnarfirði, er laus. Keuslan byrjar i desember og stendur yfir í 4 mánuði. Kaupið er kr. 6.00 á viku, auk húsnæðis, fæðis, ljóss, hita og þjónustu. Nánari upplýsingar fást hjá undiriituðum. Umsóknir sendist til undirritaðs fyrir 30. september næstkomandi. Magnús Júlíus Jóns?ou, Feigsdal, Arnarfirði. Westminster cigarettur eru þektar um allan heim. JVestminster cigarettur fást af mörgum tegundum, hjá kaupmönn- um um alt land. Biðjið um Westminster því það eru cigarettur sem allir lofa og mest eru reyktar hér á landi. og smíði, einföld, því auðvelt að hreinsa, og skilur vel, Dalia-strokkurinn er viðurkend- ur fyrir hve fljótt og vel hann vinnur. Bændur! Flýtið ykkur að ná í Fram-skilvindu og Dalia-strokk, áður en birgðirnar þrjóta. Reykjavik 16. júni 1917. ttjú 0. Skagfj»rð. Konrád R. Konráðsson f « íc'^ik"T4 't » *. 1iTTi i Oscar Svensírup; Stein- og myndhöggvari 18 Amagerbrogade 186 A Köbenhavn S. Legsteinar úr fægðum granit, marmara og sandsteini. Granif- og marmara-skildir Uppdrættir, áætlanir burðargj.frítt Schannong8 lonument Átelier 0. Farimagsgade 42. Kebenhavn 0. Verðskrá send ókeypis. læknir Þingholtsstræti 21.-------Simi 57s Heima kl. 10—12 og 6—7. Umboð fyrir Schannong hefir Gunhild Thorsteinsson, Suð- urgötu 5, Reykjavík. leikriti Schillers Piccolomini (HI, 7): Der Eicwald brauset, die Wolken Ziehn, das Mítgdlein wandert am Ufers gríin, hjá Jónasi: Ðunar í trjálundi, dimm þjóta ský, döpur situr smámeyja hvaminum í 0. s. frv. Á sama stendur, hvaða skáld er athugað, þó meira virðist bera á þessum skrautorðum hjá hugsæis- skáldunum (eins og t. d. Stgr. Th.). Þýðingar þessar verða því aldrei mjög nákvæmar, en verra er, þegar nýjum hugsunum er bætt inn í þýðingar 0g sumum fráleit- um vegna ljóðstafanna, og er hægt að finna þess mörg dæmi. Ljóðstafir eru algengir í skáld- skap annara þjóða (t. d. Shake- speare, Schiller), en hvergi not- aðir í heilu kvæði eða leikriti (örfá útlend kvæði frá seinni öld- um eru þannig til, t. d. eftir öhl- ensehlæger. Þeir eru hafðir til skrauts og frekari áherzlu, til hljóðlíkingar eða þessháttar og fer oft prýðilega á þeim, þó að þeir sóu fleiri en 2 í Ijóðlínu eins og t. d. í þýðingu Olaf Hansens á kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Stóð eg út í tunglsljósi — (sem raunar er frumorkt af Heine): ligesom naar Svaner fra Isens kvidgraa Spang svinger sig mod /Syden med Vinge- sus og Sang. Eða t. d. í kvæði eftir Richard Dehmal (Morgenstunde): Der Morgenstern, in grossen Bogen, ist langsam, Zangst heraufgezogen und Zasst mich Záchelnd fúhlen, was uns trennt. Yfirleitt má segja, að miklu meira beri á ljóðstöfum í erlend- um skáldskap nú en fyr á timum og hefir Englendingurinn Swin- burne skarað þar fram úr og má- ske orðið þesa valdandi að mörg önnur skáld nota nú ljóðstafl án þess þó að fara eftir ákveðnum reglum. íslenzk ljóðljst stendur fyllilega jafnhliða Ijóðlist annara þjóða á þeim sviðum, er hún nær yfir, því að vitanlega eru ýms við- fangsefni í ljóðlist annara þjóða, sem eru nær óþekt í íslenzkri ljóðlist, t. d. heildarlýBÍngar á sveitalífi í ljóðum (»idyllisk« kvæði) 0. fl. Þrátt fyrir áður- nefnda ókosti ljóðstafanna, er setn- ing þeirra í Ijóðum dýrmætur arf- ur forfeðranna og verður alla tíð eitt af menningareinkennum þjóð- arinnar. En ekki er sagt um leið að íslenzk ljóðstafasetning eigi um aldur og æfi að lúta sömu reglum. Margt mælir með því að losa nokkuð um fjötrana í þýðingum á erlendum ljóðum, enda skiftast oft á frjálsir stuðlar og ljóðstafir (höfuðstafur og stuðlar) t. d. í Shakespeare-þýðingum Matthíasar Jochumssonar. Gestur hefir fengist við nýjar ljóðstafasetningar í sumum kvæð- um sínum. Hann hefir t. d. þýtt smákvæði Heines: Du bist wie eine Blume — og er seinna er- indið þannig: Mig fýsir að hefja hendur að höfði þér á bæn, biðjandi guð að þú áaldist svo árein 0g Ijúf og \æn. I seinni línunum tveim heflr hann að eins sett 2 ljóðstafi og er þetta erindi því nákvæmara þýtt en aðrar íslenzkar þýðingar á sama kvæði. Gestur hefir annars fundið nýtt lögmál í ljóðstafasetningu, er ber- sýnilega fer mjög vel á: hann tengir saman síðasta áherzluat- kvæði Ijóðlinu við fyrsta áherslu- atkvæði næstu ljóðlínu og heldur auk þess stuðlum (sem meiri prýði er að en ef hann slepti þeim): líða ZregaZár um fölar álíðar, áljóðar biða grundir kulda tíðar, hinsta Zóa Zyftir væng á sandi, synda andir burt frá klakagrandi. Náhljóð fcveður við í ftverju spori, spörum harm — alt rís á næsta vori. (Haustharmur). Auk þess eru þessi nýju ljóðstafa- orð skothendur og eykur það á hljómfegurðina. Gætir þessa Gests-lögmáls, er sov mætti nefna, auk þess í kvæði hans Brúðför (þýtt) og nokkrum öðrum. Gestur tengir einnig saman ljóðstafi, þótt aðrir stuðlar séu á milli eins og t. d. í Álfakonginum: cZjúpa stjarna, hvar má augað eygja Zljósið þitt Zýsa rökkurgeim, — og er bersýnileg prýði að þess- háttar tilbrigðum i ljóðstafasetn- ingu, en gæta verður þess að hrúga ekki alskonar ljóðstafatil- brigðum saman í einu og sama kvæði, því þá er hætt við, að allir ljóðstafafjötrar hrökkvi í sundur og íslenzk ljóð kasti sparí- búningnum, ljóðstafaskrautinu. Það eru ekki upphafsstafirnir eingöngu, er skáldin tengja sam- an, heldur líka sérhljóð og sam- hjóð inni í orði og enda orðs Allir dást að hljómfegurð Þor- steins Erlingssonar í sumum vís- um hana eða t. d. hjá Jónasi Hallgrímssyni (í Magnúsarkviðu hans): Sofinn vlr þá fífill fagur í haga, mús undir mosa, már á báru — óg mætti eflaust gera þær rann- sóknir á hljómfegurð einstakra sérhljóða og samhljóða í íslenzk- um skáldskap, er að gagnimætti verða. Fornu hættirnir, hryn- hendur, hringhendur o. s. frvj eru einmitt til orðnir vegna þessarar hljómfegurðar. í ýms- um kvæðum Gests ber einnig á þessu 0g er sennilegt, að honum hafi verið ljóst, hvílík prýði má vera að ljóðstöfum inni í orðum.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.