Ísafold - 15.09.1917, Side 2

Ísafold - 15.09.1917, Side 2
2 IS A FOLD Heima. Einkennilegt, hve við höfum veitt kalkinu lítinn gaum heima, þótt öllum lýðum hafi verið það ljóst um langan aldur, hversu þýðingarmikið það reynist við alla ræktun. Mér dettur enn í hug bæjar- lækurinn I Hofi í Vesturdal í Skagafirði, er seiðir þétt gras og þro8kamikið upp úr ótugtareyri niður við Hofsána, þar sem hann nær vel til. Upp í gilinu er kalk að sögn. Hann liður mér ekki úr minni lækurinn, þangað til eg get at- hugað hann betur. Og öskuhaugarnir heima. Gam- alt búmannsráð er það að hleypa læknum í öskuhauginn og veita honum siðan yfir mýri. Séð hefi eg það á fleiri stöðum, að kafgras kemur í mýrinni 1. ár og 2. ár, en tekur oft fyrir grasvöxt síðar. Hvað vantar þá í mýrina? Okkur vantar úrlausn. Því gefur nú ekki einhver góður maður 20.000 kr. eins og Pontoppidan, til þeas að hægt verði að fá að vita, hvernig fara á með mýrarnar heima? Ef menn tryðu á, að mýrarnar væru þess virði, þá kæmu peningarnir. Á hverju stendur? Beltartilraunir. Margir reitirnir eru notaðir til beitar. Varð eg steinhissa, er RaBmussen stöðvarstjórinn fór að útlista það fyrir mér, að þeir væru þar fyrir nokkru farnir að grafast fyrir, hvort betra væri að slá reitina bara og friða þá >eíðan, ellegar beita á þá annað árið og slá þá hitt eða þá beita eftir slá.tt. Rek eg mig þar á sömu get- gáturnar — og staðhæfingarnar, «er eg átti einna örðugast með á ferðalögum raínum heima á ár- unum. Þeir þykjast þegar hafa stað- reynt það hér, að gróðurinn verði þéttari, meiri og betri, ef skepn- um er beitt á landið, annaðhvort annað árið eða eftir slátt. »Og hvernig stendur nú á þessu? spyr eg. Þeir voru helzt á því, að akepnurnar gerðu gagn með því að troða og þjappa niður gras- rótinni. Hafa þeir því gert sér valta úr sementssteypu, 1 metra á lengd og 1000 kg. á þyngd. Fara þeir um suma reitina, sem filegnir eru, með valta þessum, nokkrum sinnum vor og haust. En helzt var stöðvarstjórinn á þvi, að valtinn gerði ekki sama gagn og beitin. Og trúi nú hver sem vill. — Ræktunarfélag Norðurlands hefir nýlega byrjað á beitartil- raunum. Er eg þeim ekki vel kunnugur. Taka þarf til greina, að átt er hér við mýrajörð og má því að eins hugsa til að heim- færa þetta við deiglend tún heim. Kemur það og heim við, hve bændur hafa gagnstæðar skoðanir á þessu. — Sumir vilja aldrei ekepnur á túnin sín. Man eg ekki betur, en þann flokk fylli Sigmundur Andrésson á Vind- heimum í Skagafirði — með harð- bala tún — eitthvert hið bezt hirta, er eg þekki. — Hólamenn kannast við sléttumar neðan við Vagnabrekkuna í Hólatúni. Hjalt- dælingar trúa því fastlega, að þær spretti aldrei vel, nema tryppi fái að ganga á þeim á haustin. Þær eru framræst mýri. Hérna I stöðinni er auðvitað borið á alla reitina, og dregið það af þeim, sem beitt er á, er þeir fá frá skepnunum, er á þeim ganga. Vafalaust heldur Ræktunarfé- lagið athugunum og tilraunum áfram, unz gengið er úr skugga um, hvar haustbeitin á við og hvernig henni skuli haga. Annað er, hver vill og getur skorið úr því til hlítar, hvernig á því stendur, að hún gerir sumstaðar gagn. Bændur! Þarna hafa íslenzkir bændur með athugunum sínum liklega verið á réttri leið, þvert ofan i löghelga búfræði. Svo mun vera víðar, er að er gáð. Búfræðin þarf að eiga aðra rót 8ína hjá bændunum sjálfum. — Þeir þurfa bara frekar en hingað til að hafa tækifæri til þess, að kenna hver öðrum. En i öllu þvi, er landshagir leyfa að við lærum af öðrum, Btöndum við líka vel að vigi í kyrstöðunni. Vestur-Jótarnir tóku engan verulegan þátt í framförum hér i landi fram eftir 19. öldinni. Þeir voru á alla lund og að allra dómi, hvað framfarir snerti, aftur- úrkreystingar Dana. Er leið að aldamótum og fyrirmyndarbú- skapur Dana var kominn á lagg- irnar í öðrum landshlutum Dan- merkur, kom framfara-aldan að þeim. Nú gátu þeir tekið upp og notað ávextina af braski hinna. Frá forfeðrunum, er börðust fyr- ir lífinu á gróðursnauðum heið- unum, erfðu þeir elju og atorku. — Og nú standa þeir fremstir í búnaðarumbótum. Hvenær kemur að okkur? Hvenær stöndum við í farar- broddi? Hvenær senda norðlægar þjóð- ir ungmenni sín til Islands, til þess að læra búnað? Eg segi — hvenær — því við verðum að trúa því, vita það, að sú kemur tíðin. 20.—7. '17. Andsvar til hr. Garðars Gíslasonar. Eg gekk þess ekki dulmn, að at. hugasemdir þær sem eg gerði við verzlunarmálaritgerðir hr. Garðars Gíslasonar, gæti leitt til frekari orða- skifta okkar á milli, eins og á daginn er komið. — Er honum nú gott til sóknar við mig, þegar eg er kominn norður í land og á ennfremur undir högg að sækja með að fá birtar máls- varnir athugasemdalaust. Ekki þarf eg að kvarta undan því, að hr. G. G. ráðist ámig persónulega, því smámuni tel eg það eina, að hann setur nafn mitt í samband við hroka, fáfræði og hugsunarvillur. Þegar önnur meiri kjarnyrði vanta f þetta svar hans til mín, en á hinn bóginn geng- ið fram hjá mörgum aðalatriðum, sem grein mín tók til meðferðar, þá skilst mönnum væntanlega að ritgerð hans hafi verlð æði létt á metunum. Það er heldur ekki ætlun mfn að fara f orðahnippingar vlð stórkaupmanninn, þó hann rangfærði orð mfn nokkuð, eða sneri út úr þeim, og að öðru leytl gáfu ummæli hans f minn garð ekkert óhjákvæmilegt tilefni til andsvara. En eg vil s/na honum, að hann á þeim málstað að mæta, sem ekki þarf að hopa af hólmi fyrir lausatökum hans á mönnum og máiefnum. Eftir hinum sfðari ritgerðum hr. G. G. að dæma, er alt útlit fyrir, að hann hafi sóð, að í þessari viðureign þurfti fleira fram að bera, en getsakir til andstæðinganna um atvlnnuróg o. s. frv. Hefir hann því gert virðingar- verða tilraun til að skýra afstöðu sfna og hug til kaupféiaganna, og kemur það þá fram, sem mörgum lék grun- ur á, þrátt fyrir yfirl/singar hans, að hann telur þau hafa fátt til síns á- gætis. — Ræður það að líkindum hvort meira sé að marka dóm hans f þessu efni, eða álit og vinsældir verziunarað- ferðar kaupfélaganna hjá þeim, sem hennar hafa átt kost. Eg endurtek það: sem hennar hafa átt kost; því það virðist vera eitt af aðalhögg- stöðum höf. á starfsemi fsl. kaupfélaga, að þau sé svo lítið útbreidd, að á þ v í bó auðséð, hversu óhagstæð verzlunar- aðferð þeirra sé. Þetta getur virzt >sláandi« sönnun, sé það ekki tekið til greina, að kaupfólagshreyfingin má heita f bernsku hór enn, og í mörg- um hóruðum hefir mönnum alls ekki gefist kostur á að skifta við kaupfélög, af því þar hefir skort forgöngumenn tii að hrinda þeim af stað, eða hafa þau f lagi eða þá félagslund til að taka höndum saman f fyrstu. Allar á- lyktanir um vinsældir og gengi kaup- fólaganna verða því algerlega villandi, ef að eins er litið á hlut þeirra í verzlunarmagni landsins. Ábyggilegri helmildir fyrir útbreiðslu kaupfólag- anna hér, fást með þvf að athuga hversu miklu þau hafa náð af verzl- unarmagni þeirra hóraða, þar sem þau eru komln á nokkurnveginn fast- an fót, því þ a r liggur sönnunin fyrir vinsældum þeirra, en als ekki í því, að reikna með verzlunarmagni þeirra hóraða Ifka, sem engin kaupfélög hafa. — Fram hjá þessu hefir höf. gengið því honum mun ekki hafa verið varn- að þess að sjá, að þær uppl/singar myndi ekki bæta málstað hans. Margir munu sjálfsagt hafa veitt því eftlrtekt að kaupfélögin hér á landi hafa þrifist bezt í landbúnaðarhóruð- unum, en af því dregur hr. G. G. þá eftirminnilegu ályktun, að »ef þeir sem iandbúnað reka telja sig eina rótt komna að hagnaðl verzl- unarstóttarinnar, þá ættu þeir einn- ig að krefjast ávaxtanna af atvinnu iðnrekenda og siglingamanna«. Hvflíkt sambland af misskilningi og fjarstæðum! Alftur höf. að kaupfélög sóu til fyrir landbúnaðarmenn eina, þótt aðrar stótt- ir þessar lands hafi lftið hagnýtt sér þau hingað til? — Og heldur hann að þau fari fram á annan verzlunarhagn- að en sinna viðskiftamanna? Hitt er í samræmi við »allsherjar- misskilninginn« hans, að líta sömu aug- um á ótakmarkaða verzlunarálagning, til hagsmuna einstökum mönnum eins og arð af iðnaðarframleiðslu eða flutn- ingum. Dettur manni ósjálfrátt í hug danski málshátturinn: »Köbmanden fordyrer Varerne, men han forbed- rer dem ikke«. — Með því er alls ekki sagt að verzlunarstarfið só óþarft, en það bendir að eins á, að það er ekki svo ómetanlegt starf sem verzlunarstóttin hefir haft með höndum að hún megi skapa sér laun fyrir það eftir geðþótta. > Hr. G. G. skýtur þeirri fyrirspurn til mín, hvort eg samkv. fyrri ummæ 1 um mfnum teldi það >siðferðislegt af- brot«, ef landsstjórnin hækkaði verð á kolaleifum Iandsins í vor, svo jafnt yrði og á hinum nýkomnu kolum. Því svara eg hiklaust svo, að væri tekjuaukinn af slíkri verðhækkun ekki notaður til að lækka jafnaðarverðið á öllum kolunum, þá væri það belnlínis vítaverð ráðstöfun. Skýrslum höf. um starfrækslu og orð ýmsra kaupfélaga geng eg fram hjá, af þvi þær munu hafa verlð tekn- ar til athugunar og leiðréttinga, en að þvi leyti, Bem þær eiga að vera sönnun þess, að kaupfólögin sé >aðal- skuldaverzlanir landsins«, þá er rótt að leiða fram það broslega við það, að kaupmaðurinn skuli með þessari umsögn eiga við verzlanir r e k n a r með lánsfé! Má það teljast laglega snúist úr klipunni, því samkvæmt mál- venju hafa flestir álitið, að hér væri átt við verzlanir sem öðrum fremur ætti fé útistandandi hjá við- skiftamönnum sínum. En jafnvel þótt hinn skilningurinn væri í það lagður, þá er það ósann&ð mál, þrátt fyrir málalengingar hr. G. G., hvort kaup- fólög uota meira lánsfó til verzlunar en kaupmenn. Hygg eg það þætti sæmilega fjáðir kaupmenn, sem ætti sjóðeignir sumra kaupfólaganna óskift- ar. En hvað værl svo sem um það að fást, þótt kaupfélögin væri rekln með lánsfé að nokkru leyti, eða nokkurn tíma ársins? Eru ekki stærstu útgerðar- fólög landsinsrekin með lánsfó í stórum stíl (víxillánum) —og ættu þau þess vegna að heita >aðal-skuldaatvinnuvegur lands- ins«? — Skyldi þetta ekki heldur eiga að vera grýla á ýmsa bændur og fleiri, sem ekki mega heyra nefnt 1 á n s f ó í sambandi við nokkurt fyrirtæki, svo þeir fyllist ekki tortrygni? Ekki virðist mikil breyting í hugs- unarhætti höf. í því, að verzlunin eigi sór stað vegna kaupmannanna, en þeir ekki vegna hennar, og gefur hann ýmsar sannanir fyrir að þetta só lifs- skoðun hans, þó hann í upphafi máls síns til mín, telji þetta ranglega á sig borið. Ekki er þó herra G. G. eins hreinskilinn eða heill fyrir brjósti, eins og lagBbróðlr hans, fjármálaleiðtoginn í landinu (P.), sem telur það u n d i r- stöðuatriði í verzlunarsökum að >verzlunarhagnaðurinn dreif- ist sem allra minst.« (Hann er líklega á móti mörgum milliliðum?!). En af því annars er andlegur skildleiki milli þessara tveggja fulltrúa kaupmanna- stéttarinnar, er ástæða til að ætla, að hr. G. G. só sömu skoðunar í þessu, efni, og telji heppilegra að kaupmenn hafi sem óskertastan ágóða af verzlun- landsins, svo þeir geti sýnt því meira >örlyndi«, og veitt stærri náðargjafir þeirn viðskiftamönnum, sem verzlunar- hagnaður er tekinn frá. Er það alls 6kki svo lítil sönnun fyrir verzlunar- ágóða kaupmanna, sem felst í þeirri yfirlýsingu höf. að hann hafi sjálfur tapað 50 þús. kr. á viðskiftum við ísl. kaupfólög. Stendur hann þó víst jafnróttur eftir, enda þótt þessi upp- hæð sé meira fé, en margir ísl. at- vinnurekendur framleiða á langri æfi. Hr. G. G. er í ritgerðum sínum mjög tilrætt um þá verzlunarþekkingu, sem kaupmenn hafi til að bera öðr- um fremur, sem við verzlun eru riðn- ir. Af því hér varð tilrætt um skift- ingu verzlunarhagnaðarins, væri mjög æskilegt að einhver þelrra rannaakaði og gæfi ráðvandlega skýrslu um það hvernig útsöluverð nokkurra vöru- tegunda skiftist á milli þeirra, sem þær hafa haft með höndum frá upp- hafi framleiðenda, vöruflytjenda, vá- tryggingarfólagu brakúna, tollheimtu- manna og svo >milliliða«, báðummegin. Eg efast ekki um að hr. G. G. með sinni verzlunarþekkingu gæti þetta — en þorir hann það þá? Með þessu móti sæist >svart á hvftu«, hvernig spilin lægi, og ný- breytni væri að þvf. Hingað tii hefir verzlunarþekking kaupmannsins meira beitt sér að því, að geta dregið við- skiftln frá keppinautunum með ein- hverjum ráðum, en hinu að veita við- skiftamönnunum nokkrar upplýsingar um eðli og gang verzlunarstarfsins. Virðist það vera skæðasta eitur f bein- um hr. G. G., ef hann verður var við, að íslenzkir atvinnurekendur hafa á-^ huga og afskifti af verzlun sinna eigin afurða, eða útvegun nauðsynja sinna, og telur það >hjáverk«, sem dragi úr atvinnu-áhuga þeirra. — Hitt er þó enn broilegra, hve mjög honum finst til um, að þeir skuli binda starfsfé sitt við samlagsverzlun eða kaupfólag, og er það undarleg mótsögn við ftrek- uð ámæli hans um, að stofnfó fólag- anna só alt. of lítið og þau rekin með lánsfé. Sannleikurinn er sá, að f kaup- fólögunum festa menn ekkert fó, nema inngangseyri, og svo nokkurn hluta af þeim verzlunar- h a g n a ð i, sem án fólagsskap- arins myndi lenda til kaup m a n n a. Kemur það ekki þessu máli við, þó einhverjir viðskiftamenn kunni að ávaxta s p a r i f é sitt í sam- bandi við fólögin (t. d. f sparisjóðum), því sjálfráð munu þau um, að velja sór slfka sjóði að lánardrotnum, ef þau þurfa á lánsfó að halda. Þarf stórkaup- maðurinn því ekki að óttast um hnekki atvinnuveganna, þó fólagsverzlun fari vaxandi í landinu og menn leggi tii hennar nokkurn hluta af því f u n d n a f ó, sem aukin verzlunarhagnaðurer hverj- um manni, móts við það, |að ein stétt manna skattleggi hann og alla þjóð- ina, til þes8 að geta >lifað hærra«, og sýnt meiri rausn og >örlyndi«. — Má vera að fslenzku kaupfélögin hafi en seni komið er ekki sýnt ör- lyndi sitt f öðru, en að gefa hverj- u m sitt fátækum og ríkum ; en það er líka mest um vert. Ekki verður gengið fram hjá að drepa á þau eudurteknu ummæli G. G., að >tilgangur kaupfólaganna só að útrýma frjálsri samkepni«. Hvergi mun það standa í lögum þeirra, þó þau hinsvegar hafi alstaðar tekið upp sam- kepni við kaupmenn, og með því unn- ið almennlngi eins mikið gagn með óbeinum áhrifum á verzlun yfir- leitt, eins og með hinum beina hagn- aði fólagsmanna. En um hlna >frjálsu«, ótakmörkuðu samkepni er það að segja að hún heflr nú að mörgu leyti lifað sitt fegursta. Hún var vel til þesB fallin að útrýma gamalli einokun, og veita nýju blóði inn í viðskiftalffið, þó það væri ekki soralaust heldur. En þegar menn sáu eða fundu, að gömlu selstöðuverzlan- irnar >áttu« þá ekki lengur með húð og hári, var þess að vænta, að ekki liði á lönga að menn fyndi, að sjálf- boðakaupmennirnir áttu þá ekki held- ur; — að, í stuttu máli, hver og elnn ætti sjálfan sig, framleiðslu sína og viðskifti. — Þá var eðlilegt að >sam- vinnan« kæmi að leysa samkepnina að nokkru leyti af hólmi. Á hinn bóginn er alt útlit fyrir, að hin >frjálsa«(!) samkepni muni ekki fá rönd vlð reist þeim ofjörlum, sem hún sjálf hefir orðið til að skapa (sbr. auðmannahringana í Ameríku o. fL), og er því grafið undan gengi hennar og gagnsemi á tvær hliðar. Hitt er annað mál, að þótt kaup- fólögunum tækist að verða keppinaut- um sfnum yfirsterkari, eða jafnvel þótt þau útrýmdu þeim einhversstaðar með öllu, þá hefðu þau nóg aðhald til þess að halda verzluninnl í sem beztu lagi, bæði fyrir kröfur skiftinautanna, og hitt, að meðan manneðlið er óbreytt, er engin hætta á, að einstaklr menn myndi ekki hlaupa f skarðið, ef það ólag kæmi á verzlunarhættina, að ein- stakir kaupmenn gæti fullnægt þeim betur. Að því leyti er grundvöllur samkepnlnnar heilbrigður, þótt merkis- berum hennar takist hinsvegar hvorki að leysa alla viðskiftahnúta með hennl, nó gera mönnum rótt til í viðskiftum. Með þessu er máll mfnu um þetta efni lokið í ísafold. Sel eg því herra stórkaupmanninum sjálfdæmi umhvern- ig hann notar afstöðu sína til að gefa lesendum blaðsins viðeigandi leiðbein- ingar og útskýringar á því, frá sínu brjósti. Gautlöndum, f júlí. /. Gauti Pétursson. Tvð blðð ai Isaíold koma út dag; nr. 58 og 59.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.