Ísafold - 29.09.1917, Qupperneq 2

Ísafold - 29.09.1917, Qupperneq 2
2 ISAFOLD forða fjárlögunum frá þeirri töf að komast í Sameinað þing. Helztu nýmælin í fjárlögunum mun Isa- ýold tína til síðar. Indriða Einarssyni skrifstofustjóra veitti Alþingi nú 3500 kr. laun árlega frá 1. jan. 1918 að telja — »eftirlaun og til ritstarfa«. Hefir Indriði verið í þjónustu landsins hátt á 4. tug ára, en ekki setið í eftirlaunaembætti, nema 8 ár. Þurfti því sérstaka fjárlaga-tillögu til þess að veita honum þau makleg eftir- og rit- starfalaun, sem hann nú hefir hlotið — með samþykki nær alls þingsins. Þinglausnir. Fyrra mánud. kl. lOVa var kvatt til þingfundar í sam. þingi. For- seti gat þess, að afgreidd hafi verið á þinginu 67 frv. og 21 þingsályktun. Mintist þvínæstsérstaklega þess, að þingið hefði með samhljóða atkv. gert kröfu um fullkominn íslenzkan siglingafána og mundi það verk þingsins minnisstætt verða. — Bað því næst fóstur- jörðinni allra heilla og tóku þing- menn undir með ferföldu, íslenzku húrrahrópi. Þá sagði forsætisráðherra þing- inu slitið og loks fekk konungur íslands, Kristján hinn tíundi ósk- ir þingmanna um langa lifdaga og var það innsiglað með ferföldu, húrrahrópi. Lengsta pingið sem háð hefir verið er þingið þetta. Stóð 78 daga — eða ein- um degi betur en þingin 1907 og 1911. Kaupsuppbót kváðu þingmenn hafa fengið — 3 kr. hækkun á dagkaupi. Mun sú hækkun nema nær 9400 kr. fyrir landssjóð. Til Timans. Já, það var eg, sem átti greinina »Stjórnin og verzlunin«. En því miður á eg ekki skilið hólið fyrir írumleikann. Ef einhver frumleiki er i greininni, þá er hann eign al- þjóðar eða mikils meiri hluta þjóð- arinnar, er lítur svipað á stjórnar- verzlunina og eg gerði í greininni. Samvizkubit. Tlminn er miklu frumlegri, því hvað sem honum gengur til þess, þá hælir hann stjórninni á hvert reipi fyrir alla hennar frammistcðu í þessu máli, það er frumlegt, þvi þar stendur hanu að mestu leyti einn uppi. Að merg' ur greinar minnar hafi átt að vera: alt fyrir kaupmenn, er vægast sagt villandi. Eg hélt því auðvitað fram að kaupmannastétt þessa lands ætti fullan tilverurétt, og getur það varla heitið frumlegt, því þetta mun játað i öllum löndum. Og ekki veit eg betur en að stjórnin hafi orðið að leita til kaupmanna um aðstoð í verzlunarbraskinu, hvaðan sem hún hefir fengið bendingu um það — hún er auðvitað ekki komin frá Tíman- um — enda er það viturlegasta spor- ið sem hún hefir stigið á þessari verzlunarbraut sinni. Að kaupmanna- stéttin, með þeirri aðstoð er lands- stjórnin gat og var skyldug að veita er svona stóð á, hefði ekki getað dregið að landinu nauðsynjavöru al- veg eins og stjórnin, um það mun Tímanum veitast erfitt að sannfæra þjóðina. En okur innanlands gat stjórnin ávalt komið í veg fyrir með hámarksverði, og hins vegar gefið tryggingu fyrir að aðfluttar vörur yrðu ekki aftur fluttar úr landi. - En meðal annara orða, okrar þá ekki stjórnin sjálf? Heyrst hafa raddir i þá átt. Tíminn leiðir alveg hjá sér að minnast á sölu og verðlag inn- lendrar vöru; það er þó önnur hlið þessa máls og hún ekki óveruleg. Það er gott og blessað á þessum timum að draga að landinu, en með hverju á að borga þá dýru vöru, ef ekki er séð fyrir að innlendar afurðir geti selst viðunanlegu verði. Ætlar stjórnin þá að lána stanslaust — og upp á hvað? Eða gefa? Eg hugs- aði að þetta væri svo alvarlegt mál, að það þyrfti að ræða það á annan hátt en með útúrsnúningum, hártog- unum og blekkingum eins og Tím- inn lætur sér sama. Annars berast nú slikar sögur af landssjóðs eða stjórnarverzluninni og reikningum er þar að lúta, að Tíminn gæti sjálfsagt gert stjórninni einhvern betri greiða en vera að glenna sig á því skeiði. Að kaupfélögunum kastaði eg eng- um steini i grein minni. En séu kaupmenn hættugripir i þjóðfélaginu þá eru kanpfélög til, sem eru það engu síður. Við höfum líka kaup- félag hér, og mætti kannske við tæki- færi fræða Tímann svo litið um það. Tíminn var um daginn að éta ofan í sig sumt af vitleysunurr sem hann hafði borið á borð nm kaupmanna- stéttina; gæti það kanske bent á að Krone Laeer öl cns ^ SSSS’ De forenede Bryggerler. hann væri eitthvað farinn að átta sig; sjálfsagt taka allir undir það, að kaupmenn er nota stöðu sína til ok- urs, ef nokkrir em, eigi ekki tilveru- rétt, en sama má þá segja um kaup- félög, er gera hið sama, og flækja i viðbót héraðsbúa i hættulegar ábyrgð- ir, en minstan tilverurétt eiga blað- sneplar þeir og skriffinnar, er lítið skyn bera á landsmál, en fara með blekkingar og útúrsnúninga og blaðra fyrir einhverja þóknun, það sem aðr- ii láta í þá. Olajur Olajsson. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). 45 46 Kmhöfn, 16. sept. Útiendiagum hefir verið vísað Úr landi í Bauda- ríkjunum. I»jóðverjar hafa gefið Pólverjum grundvallarlðg. Korniloíi, forseti dúm- unnar og fylgismeno þéirra hafa verið hneptir í varðhald. Kerensky hefir tilhynt ræðismðnnum erlendra þjóða, að stjórnin geti eigl veitt þem vernd, vegna stjórnleysis í landinu. K.höfn, 17. sept. Bráðabirgðastjórnin hefir lýst Bússland lýðveldi. í stjórnarnefndinni eiga sæti Kerensky, Telestchenko, Verkhovsky, Verdorevsky og Nikltin. Kerensky dvelur nú i aðalherbúðunum. Bússar berjast nú eins og hetjur. Stokkhólmsfundinum heflr verið frestað um óá- kveðinn tíma. K.höfn 18. sept. Þjóðverjar segja að Sví- ar hafi hreinar hendur í máli því, sem risið er út af skeytaflutningum milli Buenos Aires um Svíþjóð til I»ýzkalands. Bandaríkjastjórn telur svar Svía ófullnægjandi. Bandaríkjastjórn hefir bannað alla aðfliitninga il Svíþjóðar. K.höfn 19. sept. — Foringi andstæðinga- flokks stjórnarinnar í Ung- verjalandi stingur upp ú því, að Austurríki beiti sér íyrir því að reyna að* koma á friði. Bússar sækja fram fyrir norðan Friedrichstadt. — Hin mesta óreiða er enn í Bússlandi og eru frönsku blöðin mjög áhyggjufull út- af þvf. Kerensky á við óyfirstíg- anlega erfiðleika að stríða i fjármálum, stjórnmálum, og hermálum vegna und- irferJis og samblásturs. Kmh. 20 sept. Bretar eru að búa und- ir sókn í Flandern. Frá Berlíti er símað aö Rússar hafi hafið sóku hjá Dvina, Luck og í Oi- tozdalnum. Norðmenn, SvíarogHol- lendingar hafa boðist tii að selja Bandaríkjastjórn skip sem bera 750 þús- smálestir og nú liggja í araerískum höfnum. — Bandaríkjaþing hefir sanaþykt nýja fjárveitingu til hernaðar og nemur hún 7 miljörðum dollara*- K.höfn, 21. sept. Tekrassov er orðinn landsstjóri í Finnlandi ogr Terestchenko er orðinn varaforsætisráðherra í Bússlandi. Þingið i Argentina vilf að slitið verði stjórnmála- sambandi við Þýzkaland. Bandaríkjastjórn heflr lýst því yflr, að hún muni ekki leggja hald á» skip þau, sem hlutlausar þjóð- ir eru að láta smíða £ Ameríku. Það er nú borið til baka að hlutlausar þjóðir ætli að selja Bandaríkjastjórn skip. Frá Petrograd er símað að Þjóðverjar hörfi núí undan á vígstöðvunum £ Búmeníu og á Biga-víg- stöðvunum. Samvizkubit. Samvizkubit. 47 48 Samvizkubit. — Ein brekkan enn þá? — spurði hún. — Já, systir mín góð, — svaraði hann. — Við skulum setjast hérna ofurlitla stund. Og þau settust á bekk fyrir utan veitinga- húsið. Hjarta hennar bærðist þreytulega og henni var örðugt um andardráttinn. — Það er synd að fara svona með þig, bróðir mintí, — mælti hún; — eg sé að þú þráir að komast heim til þín. — Fyrir alla muni, minstu ekki á það, systir mín, — svaraöi hann. — Að vísu hvarflar hugur minn stundum í fjarlægð, og vafalaust mundi mín við þurfa við sán- inguna heima; en þú ert systir mín, og eigin holdi sínu og blóði getur maður ekki afneitað. — Við sjáum nú bráðum, —- mælti frú von Bleichroden eftir stutta þögn, — hvort loftslagið hérna og þessi nýja hjúkrunar- aðferð fá nokkru tíl vegar komið um bata hans. Hvað heldur þú um það? — Það er enginn vafi á því! — svaraði bróðir hennar, en leit undan, til þess að hún sæi ekki vonleysissvipinn á andliti hans. — Að hugsa sér hvað eg hefi orðið að bera þennan vetur í Frankfurt! Að örlög- in skuli geta verið svoaa grimm! Eg held að dauði hans hefði orðið mér létt- bærari, heldur en þessi kviksetning! — En vonin er ódauðleg, — mælti bróð- ir hennar — með örvæntingarröddu. — Og svo hvörfluðu hugsanir hans í burtu, til barna hans og akra. En á næsta auga- bragði var eins og hann blygðaðist sin fyrir þá sérplægni sina, að geta hugsað um nokk- uð annað en sorgina, þessa sáru sorg, sem eiginlega var honum alveg óviðkomaudi, og yfir hann hafði dunið að ósekju; og honum gramdist við sjálfan sig. Nú heyrðist langdregið, nístandi hljóð ofan úr brekkunni, líkast eimreiðarblæstrí, og það heyrðist aftur. — Fer eimlestin hérna svona hátt uppi í hæðunum? — spurði frú von Bleichroden. — Já, hún gerir það víst, — svaraði bróðir hennar, og hlustaði með athygli. Hljóðið heyrðist einu sinni enn! En nú var það líkast neyðarópi druknandi manns. — Við skulum halda heim aftur, — mælti herra Schantz, er var orðinn náfölur, — þú ert ekki fær um það nú, að gangu upp þessa brekku, og á morgun skulum við vera sk)nsamari, og fá okkur léttivagn. En fiúin vildi halda áfram, hvað sem hann sagði. Og svo héidu þau af stað upp háu brekkuna, áleiðis upp að spítalan- um. Það var regluleg krossganga. — I grænu limgirðingunum meðfram veginum hoppuðu svartir, gulnefjaðir þrestir; á inosa- vöxnu grjótgörðunum stukku gráar eðlur, eins og þær væru í kappleik, og hurfu í stökkunum. Það var eins og vorið væri komið, því að það hafði ekki verið neinn vetur; og í vegarjaðrinum voru útsprungin blóm, maríulyklar og sóleyjar. En systkin- in á golgatagöngunnni gáfu þessu engan gaum. Þegar þau voru komin miðja vegu upp brekkuna, heyrðu þau aftur þessi dular- fullu hljóð. Frú von Bleichroden sneri sér að bróður sínum, eins og hún hefði alt i einu fengið hugboð um eitthvað hræðilegt, leit hálfbrostnum augunum í augu hans, er virtust staðfesta grun hennar; og svo hneig: hún niður á veginn, svo máttfarin, að hún gat ekki komið upp neinu hljóði; rykið á veginum þyrlaðist upp og lagðist yfir hana eins og gulleitt ský. Og þarna varð hún; að liggja. Áður en bróðir hennar gat áttað sigr hafði hjálpfús vegfarandi nokkur hlaupið eftir vagni; og þegar kpnan var borin inn í vagninn, hafði hún þegar byrjað baráttui sina fyur hinni nýju kynslóð. Og nú heyrðust tvenskonar hljóð, vein tveggja mannlegra vera úr dýpstu dölum eymdar- innar; og herra Schantz, sem hafði mist hatt sinn, stóð þarna á fótskörinui og starði upp í heiðbláan vorhimininn og hugsaði með sér: Ef það bara gæti heyrst þangað upp, en það er efiaust of hátt! Uppi í sjúkrahúsinu hafði verið búið um herra von Bleichroden í herbergi einu, með ágætu útsýui til suðurs. Veggirnir voru klæddir hálmdýnum, og málaðir dauf- um, Ijósbláum lit, en gegnum h^pn sást votta fyrir takmarkalínum að landslagi-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.