Ísafold - 29.09.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.09.1917, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD Heildsala Árni Eiríksson I Tals. 265 og 554. Pósth. 277. Smásala Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. ■QD Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjafir. beitt í »gull«-málinu, því þar hefir hann hætt sér út á hálan ís þekkingarskorts á verulegustu atriðunum og látið þar að auki hina óviðráðanlegu kyrstöðu-sýki, sem nú háir honum í seinni tið, glepja sér sýn. Tillögur þær um stjórnarfyrir- komulag Landsbankans, sem eg kom fram með, lætur þessi Land- grein B. Kr. sér fátt um finnast. Eg get látið mér það í léttu rúmi liggja, því að eg hefi frá svo mörgum, sem eg ber miklu meira traust til á þessu sviði en hr. B. Kr., fengið bæði munnleg og skrifleg samþyktarorð á tillögum mínum, svo að eg tel mikla von um, að þegar stjórnarfyrirkomu- lag Landsbankans verður tekið til rækilegrar íhugunar, þá muni þvílíkt bankaráðsfyrirkomulag, sem eg hefi stungið upp á, ekki þykja óhentugt. Og það þori eg óhikað að full- yrða, að þess verður ekki langt að bíða, að hér á landi verði út- gáfa seðla fyrst og fremst bundin við þann mælikvarða, sem hr. B. Kr. er eina illa við og vissri dýrategund við rauða dulu. Sá mælikvarði er: það »sem mðsTúfta- þörfin krefur«, svo sem vel hefir gefist undanfarið. Það er þegar til lengdar lætur eini mælikvarð- inn, sem vit er í, og eg vona, að vér íslendingar berum gæfu til að eignast svo greinagóða fjár- málamenn í yfirstjórn bankanna, að þeir verði ekki jafn hræddir við þann mælikvarða, eins og B. Kr. auðsjáanlega er. Meðan menn erlendis voru jafn- hræddir við viðskiftaþöriina sem mælikvarða, eins og hr. B. Kr. er enn, þá kom það fyrir t. d. á Skotlandi, að þá tima árs, sem auka þurfti seðlaútgáfuna, voru sendir kassar fullir af gulli frá Englandsbanka til skozku bank- anna. Þar lágu þeir, þangað til aftur dró úr seðlaútgáfuþörfinni, en það datt engum manni í hug að opna kassana, og svo voru þeir sendir aftur lokaðir, eins og þeir komu, til Englandsbanka. Hér á landi er svo mikill mun- ur á seðlaútgáfunni á ýmsum tímum árs, að á einum tíma árs er þörf á nær þrefalt meiri seðl- um en öðrum tíma. Ef hr. B. Kr. mætti ráða, ætti þá að senda hingað þrefalt meira gull einn tíma árs en annan og láta liggja í lokuðum kössum og hafa svo ánægjuna af því að senda lokuðu gull-kassana aftur, þegar seðla-þörfin minkar. En engri lifandi veru væri það að gagni! Hvorki hér né annarsstaðar er það gullið í kjöllurum bankanna, sem ráða á seðla-útgáfunni, held- ur — viðskiftaþörfin — hún og ekki annað. Viðskiftaþörfin, sem mælikvarði fyrir seðlaútgáfu innanlands og gæzla bankanna á því að halda svo í horfi atvinnuvegum lands- ins og verzlun, að jafnan sé verzl- unarjöfnuðurinn við útlönd, þegar á alt er litið, landinu í hag, það er og verður markmið heilbrigðs íslenzks viðskiftalifs. En kenningar B. Kr. í þessu efni — eru og verða — nátt-tröll, sem er dagað uppi. 01. Bj. Sjálfstæði íslands. Síra Friðrik Bergmann hefir í vor ritað langa ritgerð í mörgum köflum í blaðið Heimskringlu og nefnir »við austurgluggann«. Fer hér á eftir einn kaflnn: Til að bjargast í harðangrinum gerði ísland samninga við Breta, eins og sjálfstæð þjóð væri. Bret- ar virðast fremur hafa viljað semja beint við íslendinga sjálfa en Dani. Danir sátu í sínum eigin harðangri og áttu nóg með að sjá um sjálfa sig. Þeir höfðu engar hindranir lagt í veg þess, að Is- land semdi eins og sjálfstætt land við Breta. ísland hefir orðið, síðan ófriður þessi hófst, að spila al- gerlega upp á eigin spýtur, hvort heldur var. Það hefir sannast nú eins og svo oft, þegar á reynir, að mikið af þvi, sem menn þykjast sann- færðir um, hefir eigi annað við að styðjast en hjátrú og hégóma. Menn þóttust sannfærðir um, að úti væri um ísland um leið og Danir slægi blessaðri verndar- hendinni af því. En nú hefir verndarhöndin stutt orðið. Danir hafa haft meira en nóg með að sjá fyrir eigin hag sínum. Ef íslendingar hefði nú ekki verið færir um að krafsa í bakkann sjálfir, er hætt við, að lítið hefði orðið úr þeim. Að ís- lendingar geti eigi lifað án vernd- arinnar dönsku, er hjátrú ein og hégilja. Vonandi verður hún nú sjálfdauð í ófriði þessum. Það nemur ekki staðar við 8amninginn við Breta. Island verður að gera annan samning við Bandaríkin. ísiand hefir nú stöðugt skip í förum yfir Atlanz- haf, til að ná björginni, sem eigi fæst annars staðar en héðan frá Vesturheimi. Nú er lífsvonin sú, að það samband, sem nú er mynd- að, fái að standa og verði varan- legt. Til þess þarf samning við Bandaríkin og það sem allra- bráðast, því eigi er að vita á þessum tímum, hvað uppi kann dð verða á teningi. Taiað hefir verið um i Bandaríkjum að hætta viðskiftum við Norðurlönd, og þá getur ísland orðið að sæta sömu kostum. Eigi má mikið á milli bera. ’Landið virðist nokkurn veginn kolalaust, steinolíulaust, saltlaust. Togararnir hættir að toga fisk úr sjó, sakir kolaleysis. Vélbáíarnir hreyfingarlausir, sökum olíubrests. Saltið ekkert til að salta með fiskinn. Þurð all tilfinnanleg á viðbiti og mörgu fleiru. Samningar við Bandaríkin von andi takast bráðlega, eða eru þegar gerðir. Island græðir þá það af ófriðinum að hafa fundið Vesturheim í verzlunarefnum og viðskifta, og er sannarlega mikils um það vert. En mest er ávalt um það vert að finna sjálfan sig. ísland hefir enn ekki fundið sjálft sig. Það hefir þá fyrst fundið sjálft sig, er það hefir sannfærst um, að það verður að spila upp á eigin spýtur, en eigi að lifa af annara náð. Sjáift verður það að vinna að sáluhjálp sinni með ugg og ótta. Ekki gera Danir það, að þeim annars alveg ólöstuðum. Island hefir fyrst fundið sjálft sig, er það hefir sannfærst um, að það getur eins verið sjálfstætt land eins og önnur smálönd. Anægjulegast væri samband með Norðurlöndum, sem eru svo skyld að tungu, sögu, þjóðernum og staðháttum, og ísland heyrði því sambandi til, eins sjálfstætt og hvert hinna. Utanríkismál sín þarf ísland um fram alt sjálft að hafa með höndum. Þá finnur það, að það er farið að eiga með sig sjálft. Samningurinn við Breta er stórt spor í áttina. Væntanlegur samn- ingur við Bandaríkin annað spor. Og þriðja sporið eiginn fáni til að sigla með um höfin, sem hvar- vetna sé viðurkendur. Um sjálfstæðismálið þarf nú þjóð vor að flykkjast og standa eins og einn maður, unz slagur- inn er unninn. Þó ísland sé ekki við stríðið beinlínis riðið, hefir þó blóð sona þess blandast blóðfórninni miklu, sem nú er verið að færa, og litað orustu- völlinn. Þegar þeir hugsuðu um Belgíu og Frakkland, hugsuðu þeir um ísland. Fyrir sjálfstætt ísland fórna þeir lífi sínu. Adrspa til Gunnars Egilson. Ennfremur segja andbanningar, að bannlögin hafi þegar orðið til til þess að veikja virðingu manna fyrir lögum landsins yfirleitt. Eins og það er eðlilegt, að bann- vinir biðji um rök fyrir þessari staðhæfingu, eins ólíklegt er það, að andbanningar finni þessum orðum sínum stað. Það muu að vísu vera rétt, að nokkuð skortir hér á virðingu fyrir lögum yfirleitt, en sá skort- ur er eldri en bannlögin og er sprottinn af vö'ntun á stjórnsemi. Lagaframkvæmdarvaldið hefiralt- af verið hér í ólagi og er það enn. Til þess mætti nefna mörg dæmi. Nú þykir mér ekki ólíklegt, að bannlögin verði til þess að laga þessi lýti, að minsta kosti eru þau einu lögin, sem fjöldi landsmanna hefir áhuga á, að sé framfylgt og vill mikið á sig leggja, til þess að þau nái tilgangi sínum. Þá fullyrða andbanningar, að lögin hafi gett menn svo þúsund- um skifti að lögbrjótum, jafnvel heiðarlegu8tu menn, sem aldrei hafi látið sér til hugar koma að brjóta nokkur önnur lög. Það er ekki gott að segja hve margir það eru, sem brjóta bann- lögin. Ugglaust mundi andbann- ingum reynast örðugt að telja fyrsta þúsundið og enn erfiðara er það fyrir þá að sverja fyrir hugrenningasyndir annara. Þá eru það ekki heiðarlegustu menn, sem ekki hafa gildandi landslög í heiðri, hver sem þau eru, séu þau þeim kunn. Hitt er liklegra, að hér hafi fyrst reynt á heiðar- leika sumra manna og að hann hafi ekki hrokkið til. Bannlögin eru brotin, því ber enginn á móti, vegna slælegs eftirlits eru þau brotin meira en þörf er á, en tiltölulega eru þau efalaust minna brotin en mörg önnur lög. Þess verður að gæta, að með bannlögunum er tekin æfagömul nautn af fjölda manns, og þvi engin undur, þó nokkuð beri á brotum og mótþróa fyrstu árin. Ohætt er að fullyrða, að með sæmilegu eftirliti muni brot- unum fækka smámsaman, þangað til svo er komið, að drykkjumenn verða jafn sjaldgæfir og ópíum- ætur eru nú — og þá er tak- markinu náð. Loks telja andbanningar það þegar fullreynt, að gersamlega ómögulegt sé að framfylgja bann- lögunum svo að girt verði fyrir drykkjuskap í landinu. Það má ef til vill deila um það, hvenær full reynsla só feng- in. Sumir telja heilan manns- aldur nauðsynlegan. En um hitt verður ekki deilt, að það verður að gera eitthvað meira en gert hefir verið hingað til fyrir gæzlu laganna, áður en kveðinn erupp dómur um það, að ómögulegt sé að framfylgja þeim. í áskorun vorri sögðura vér, að áhrif bannlaganna kæmu síðar fram í bættu heilsufari. Þetta notar Gunnar til þess að koma því að, að þrír drykkjumenn hafa orðið 8jóndaprir af brensluspíritus- drykkju, að því er Andrés Fjeld- sted heldur fram i Læknablaðinu. Nú er það ugglaust rétt hjá augnlækninum, að tréspíritus sé í suðuvökva og að þessir menn hafi tapað sjón, af því að þeir drukku þann vökva. Hvað verð- ur þá af öllum þessum sæg, sem andbanningar segja að drekki brensluspíritus ? Þrír eru sjón- daprir, en enginn, sem drekkur tréspiritus að staðaldri, kemst hjá því að misBa sjónina. Það eru svo margir búnir að sanna það með reynslunni, að drykkjuskapur veldur heilsutjóni, að óþarfi er að færa rök fyrir því hér. Gunnar hefir það eftir Hagtíð- indunum, að lögreglubrot hafi 5- faldast hér í Reykjavík á fyrsta ári bannlaganna. Þykist þar hafa veitt vel og spyr svo, hvort það sé þetta sem vér bannvinir byggj- um á staðhæfingu vora um betri siðferðisbrag á almannafæri. Hvað segja þá Hagtíðindin ? (Hagt. 2. ár, nr. 2, maí 1917, bls. 16): »Mál þessi (lögreglumál) hafa verið töluvert færri tvö seinni tímabilin, heldur en tvö fyrri tímabilin. Einkum gildir það um árin 1909—1914, og er árið 1914 þeirra lægst. Aftur á móti hefir þes8um málum fjölgað mjög mik- ið árið 1915, og er ekki ólíklegtr að það stafi einkum af því, að það ár fengu lögin um aðflutn- ingsbann á áfengi, fult gildir þannig, að öll áfengissala var bönnuð frá ársbyrjun 1915. Aukn- ingin í málafjöldanum 1915 kem- ur öll á Reykjavík. Þar voru ákærðir fyrir lögreglubrot 79 manns árið 1913, 63 árið 1914r en 192 árið 1915«. Andbanningar hafa svo lengi tamið sér að gera úlfalda, úrmý- flugum, að enginn hneykslast á því, þó Gunnar láti eins og að hann kunni ekki að margfalda með 5. Hafi hann tekið árið 1913 til samanburðar, sem er lík— legra, þar sem Hagtíðindin taka það fram, að 1914 sé lægsta ár af fimm, þá fer hann lengra en þeir sem lengst fara og ósatt segja (sbr. fáir ljúga meiru en helmingnum). Sé tekið meðaltal frá 1904—1915, þá hafa málint tæplega tvöfaldast þetta ár. En fleira er athugavert við- þetta. Væri Gunnar ekki í óslitinni dauðaleit að einhverri snagamynd til að hengja andbanningastjórnar- hatt sinn á, þá hefði hann rekið augun í orðalag Hagtíðandanna. Það ber þess ótvirætt vitni, að þetta er órannsakað mál, annars stæði þar ekki: »og er ekki ólík- legt að það stafi einkum« o. s. frv. Nú hefi eg haft tal af hagstofu- stjóranum og sagði hann mér, að' til hefði staðið lengi að rannsaka þetta ítarlega, en það hafi dregist vegna þess, að honum hafa enn ekki verið sendar til þess nauð- synlegar bækur úr bæjarfógeta- skrifstofunni. Svo þegar grein Gunnars birtist, spurði hagstofu- stjórinn fyrverandi bæjarfógeta,, hvað valdið hefði þessari aukn- ingu lögreglumála 1915 og fekk þá þær upplýsingar, að aukningin stafar eingöngu af því, að þetfa ár tóku slökkviliðsstjórarnir hér í bæn- um rögg á sig, kölluðu alia vara- slökkviliðsmenn saman til skrásetn- ingar þeim, sem ekki komu í tæka tíð, var stefnt, og fengu þeir sektir, sem ekki höfðu löglega afsökun. Og þar með er þetta dásam- lega vopn fallið úr hendi and- banninga. Gunnar ber oss á brýn falskar tilvitnanir. Klausan hjá andbann- ingum hljóðar svo: »Vér stað- hæfum ennfremur, að bannlögin séu óþolandi brot á rétti borgar- anna, til að ráða þeim athöfnum- sínum, sem ekki koma i bága við' réttmæta hagsmuni annara og al- ment velsæmi«.— Vér spurðum:. »Hvernig hyggist þér að sanna,. að drykkjuskapur komi ekki í bága við réttmæta hagsmuni ann- ara og alment velsæmi*? Þetta er ekki tilvitnun, heldur laukrétt ályktun út af orðum áskorunarinnar, því að þar er enginn greinarmunur gerður á at- höfnum hófsemdarmannsins og drykkjumannsins. Núgerir Gunn- ar þennan mun eftir á, en hæpið að allir áskorunarmennirnir gætu. skrifað undir það. Þó ýmislegt sé fleira athuga- vert bæði við áskorun andbann- inga og grein Gunnars, læt eg þetta nægja að sinni. Þó get eg ekki stilt mig um að geta þess hér í greinarlok, hvað oss bann- vinum og málefni voru miðar lofsamlega áfram. Fyrst er það

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.