Ísafold - 10.11.1917, Blaðsíða 3
ISAFOL D
Kaupmenn mótmæla verðhækkun landsverzlunar
Kaupmannafélagið hélt fund í Bárubúð á miðvikudagskvöld í til-
efni af hækkun sykurverðs landsverzlunar nú siðast. Voru þar
rúmlega CO kaupmenn samankomnir.
Eftir ítarlegar umræður í fullar tvær klukkustundir voru eftir-
farandi tillögur samþyktar í einu hljóði af öllum fundarmönnum:
1. Jafnfraint J>ví aö fundurinn lýsir megn i óá-
næg.ju yfii* aöferð þeirri hjá verzluu laudssjóðs, ttö
setja upp vetö á sykurbirgöuin síuuni um 25—35 aura
hvert kg., J)á ieyfir fundurinn sór aö skora á verzlun-
arráö lslands að reyua hvað inögulegt er við stjórn-
arráð Islands að fá verð sykurs lækkað niður i það
sein áðtir var. Eunfremur skorar fundurinn ó
verzlunarráð Islands, að vinna kröftuglega að Jivf,
að stjórnarráð Islands taki tilboði því á ca. 1000
smál. af sykrí, er því innn hafa hoðist frá Danmörku
fyrir mjög hoflegt verð, eða ef það ekki íæst 1:1 þe^s,
að það þá gefi meðmæli sín til þess að kaupmennfái
uð gangii inn í téð tilboð.
2. Fundurinn skorar á þá kaupmenn, sem kunna
að eíga sykurbirgðir, að selja þær framvegis með
sama verði og hingað til, og að euginn kaupmaður
kaupi þessa vðru af landsverziuninni fyrst um sinn
fyrir hið háa verð, er húu nú hefir sett á hana.
H.f. Eimskipafélag Isfands.
Hlutafé
i
Með því að hlutafé pað, sem boðið var út ió.
ctes, igió er nú nœrfelt fengið^ og með þvl að ekki
er nnt sem stendur að auka skipastól félagsins, höf-
um vér dkveðið að taka eigi að svo stöddu við dskrift-
um að nýju hlutafé og innborgunum lengm en til
1, desember 1917.
ReykjaVík, 3. nóv. 1917.
Félagsstjörnin.
Erlendar simfregnir frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl.
Borgarastyrjöld í Rússlandi. Lenin einvaldur.
Kaupmannahöfn 8. nóv.
A laugardag8kvöldið var krafðist framkvæmdanefnd hermanna-
og verkamannaráðsins yfirráða í Petrograd. Bannaði hún liermönn-
unum að hlýða fyrirskipunum herstjórnarráðsins og kvað foringja
herstjórnarráðsins andvíga lýðveldinu. Var símað til hermann-
anna að þeir skyldu eingöngu hlýðnast fyrirskipunum nefndarinn-
ar. Bráðabirgðastjórnin reyndi að fá nefndina til að afturkalla orð
sín og hafði í hótunum, en alt kom fyrir ekki.
Síðdegis á þriðjudaginn var öllu sambandi milli höfuðborgar-
innar og úthverfa hennar slitið, og ný stjórnarbylting var hafln.
í þinginu varð Kerensky í ofurlitlum meiri hluta, þó með því skil-
yrði að hann stofnaði velferðarnefnd, kæmi í veg fyrir borgara-
styrjöld, léti lönd af hendi til bænda og að Rússar fengju banda-
ménn til þess að koma frara með ákveðna friðarskilroála.
Síðara skeyti hermir að »Maximalistar« hafi náð ritsímum, tal-
8Ímum, fréttastofum, bönkum og öðrum stofnunum algerlega á sitt
vald.r
Á miðvikudagskvöldið er sjmað að þá hafi »Maximalistar«
Petrograd á sínu valdi. Setuliðið fylgir þeim að málum og stjórn-
arbyltingin er fullkomin.
Því er lýst yfir að bráðabirgðastjórnin sé farin frá og margir
ráðherrarnir hneptir í varðhald.
Lenin ræður lögum og lofum í Rússlandi. Stefnuskráin er að
friður 8é saminn þegar í stað. Rússar eru fúsir til þess að láta
lönd af höndum.
Rússland er í ógurlegri fjárþröng. Minni hluta jafnaðarmenn
hafa sagt sig úr framkvæmdanefnd hermanna og verkamannaráðsins.
Hrakfarip ttala.
t *
Italir hafa verið umkringdir hjá Gemoná. Hefir Miðríkjaher-
inn handtekið þar 17000 hermenn. Alls hefir Miðríkjaherinn
handtekið rúmlega 250,000 ítalska hermenn síðan sókuin hófst.
Bretar hafa tekið Gaza.
Fundur um sykurmálið
var haldinn í Good-templarahtis-
inu í gærkveldi. Hafði stjórn al
þýðuflokksins boðað til hans og
var ráðherrunum, verzlunarráði
íslands, forstjóra landsverzlunar-
innar, ritstjórum bæjarins o. fi.
sérstaklega boðið á fundinn.
Fundurinn varð hinn mesti ó-
sigur fyrir landsstjórnina, svo
sem vænta mátti.
Svofeld tillaga var samþykt
með öllum greiddum atkvæðum:
Fundurinn skorar á land-
stjórnina, að fella nú þegar
burtu hina gífurlegu verðhækk-
un á landsjóðssykrinum, þarsem
hún, eins og á stendur, skapar
afarmikið misrétti —
og skorar á landsstjórnina að
birta þau gögn, sem verðhækk-
un á núverandi birgðum land-
sjóðs af sykri byggist á.
Viðaukatill. var frá Sveini
Björnssyni.
Frummælandi á fundinum var
Jörundur Brynjólfssou og bar fram
fyrri hluta tillögu þeirrar er
samþykt var og hafði talað æs-
ingalaust með öllu. En er ráð-
herra Sig. Eggerz fekk orðið var
rónni lokið. Hafði hann forðast
að minnast á kjarna málsins sem
fyrir lá, en haldið eina af þess-
um alkunnu lýðæsingaræðum sín-
um út í loftið, af svo miklum
ofsa og forsi, að mint hafði á
sjálfan sig í eftirvaramálinu
Hinn ráðherrann Sig. Jónsson
hafði naumast komist að með
að tala, svo háreistir urðu fund-
armenn. Sýnir þetta hug reyk-
vikskrar alþýðu í garð stjórnar-
innar, þótt vér á hinn bóginn
8Íður en svo viljum mæla því
bót, að ráðherranum var hamlað
að leysa frá skjóðunni. Forstjóri
landsverzlunarinnar hafði m. a.
fullyrt, að hækkun á sykri hefði
numið 12 kr. á innkaupsverði, 5
jkr. á flutningsgjaldi og 5 kr. á
vöxtum og vátryggingu. En ekki
gat hann um frá hvaða tíma
þessi irmkaupshækkun væri —
hvort hún væri frá því fyrir
stríðið eða seinna. Eru slíkar
fullyrðingar sem að eins miða til
þess að strá ryki í augu almenn-
iugsíbililítilsvirðiogsízt tilþess að
auka álit eða traust á þeim, er
þær flytur. Af kaupmanna hálfu
talaði á fundinum Garðar Gísla-
son, form. verzlunarráðs Islands,
ennfr. talaði Sveinn Björnsson,
Ólafur Friðriksson (sá eini, sem
reyndi að bera blak af stjórninni
— blessaður alþýðuvinurinn!),
Knud Zimsen borgarstjóri og Pét-
ur Hjaltesteð úrsmiður, sem fór
mjög hörðum orðum um fram-
komu S. E. ráðh. á fundinum og
Jakob Möller ritstjóri.
Svo þvældi stjórnin og forstjóri
landsverzlunarinnar um sykur-
málið, að menn fóru af fundinum
jafn ófróðir um á hverju sykur-
blóðsuguskatturinn er bygður,
eins og þeir komu.
Orðsending
til
ritstjðra „Landsins“
frá
A. J. Johnson bankaritara.
Herra ritstjórí Jakob Jóh. Smári
Reykjavík.
í síðasta tbl. »Landsins« er út
kom á föstudaginn var, hafið
þér ráðist á mig persónulega fyr-
ir það, að þér teljið mig vera
höfund að greinum, sem birzt
hafa í blaðinu »Tíminn« með yfir-
skriftinni: »BankamálsræðaBjörns
Kristjánssonar«.
Með því að þér hafið tekið að
yður að feðra ritsmíð þessa, sem
er svæanasti atvinnurógur, og
sem þér að líkindum verðið að
svara til fyrir dómstólunum, þá
sný eg mér beint að yður til and-
svara, enda þó eg þykist sjá
Björn að laTci Smára í þessari
árásargrein yðar. Þér segið að
mér þýði ekkert að þræta fyrir
»Tímagreinarnar«. Þessi frekja
minnir mig ósjálfrátt á það, þegar
gjaldkera Landabankans var forð-
um daga fyrirskipað að svara
að eins með »já« eða »nei«,
hverju sem* hann yrði spurður.
En viðvíkjandi þessu, ætla eg að
láta yður vita það hr. Smári i
eitt skifti fyrir öll, að eg tel mig
ekki standa fyrir neinum rann-
sóknarrétti hjá yður, og farið
þér því algerða . erindisleysu til
mín um það, hver er höfundur á-
minstra greina; eg álít að yður
varði ekkert um það, hver höf-
undur þeirra er, það er vitan-
lega löghelgað einkamál ritstj.
»Tímans« og greinarhöfundar hver
sem hann er. Hitt skiftir yður
miJclu, úr því að þér hafið tekið
að yður að hreyfa við þessu máli,
að sanna það með óhrekjandi
rökum, að efni þessara greina í
»Tímanum« só »alveg rakalaust
níð og rógur«, eins og þér hafið
látið blað yðar tönlast á viku
eftir viku. Eða hvaða áhrif haldið
þér það hafi á lesendur blaðs
yðar, að vera sífelt að væla yfir
því, að þessar greinar séu raka-
lausar níðgreinar »ærulausar
skammir og áljrgar«, en þora þó
ekki að því er virðist, að taka
efni þeirra til meðferðar og
hrekja það? Það er hætt við því,
að áhrifin verði þau, að fólk á-
líti að greinarnar séu sannar og
þarafleiðandi réttmætar.
Eruð þér nú í raun og veru
svo barnalega einfaldur hr. Smári,
að sjá ekki þetta?
Og furðu mikið flón megið þér
vera, ef þér haldið það í alvöru,
að blaðalesendur þessa lands, hafi
svo lélega skynsemi og dóm-
greind, að þeir álíti það raka-
laust níð og ósannindi, sem er
rökstutt með tilvitnuuum í blað-
síðutal í opinberum skjölum og
ritum.
Nei, hr. Smári! Þér megið
stinga einum uppí yður áður, en
þér fáið auðtrúustu lesendur blaðs
yðar, auk heldur aðra til þess að
trúa því.
Þér hefjið árás á mig fyrir »ó
drengskap«, án þess að geta sann-
að hana með einu orði.
Nú ætla eg að leyfa mér að
bregða upp sannri mynd af dreng-
skap yðar. Eg hefi aldrei gert
yður neitt til misgerða á æfinni
svo eg viti til, ekki svo mikið
sem stigið á litlu tána á yður,
þekki yður ekkert, svo þér getið
ekkert átt mér grátt að gjalda.
Samt sem áður ráðist þér á mig
persónulega, út af málefni sem
getur ekki komið yður minstu
vitund við, og þvi er það vitan-
legt að þér gerið þetta fyrir aðra,
mann eða menn, sem gjalda yður
peninga (ritstjóralaun) fyrir að
8krifa þessa árás eða leppa hana.
Þér virðist að vera eins og þæg-
ur rakki, sem er sigað á þennan
í þetta skiftið, en hinn i liitt —
og hlýðið.
Nú 8pyr eg yður í alvöru hr.
Smári: Er þetta drengskapur?
En það er drengskapurinn yðar.
Það situr ekki svo illa á yður
að brigzla öðrum um ódrengskap!
En í sambandi við þessa ó-
drengskaparaðdróttun yðar á mig,
vil eg skýra yður frá þeirri skoð-
un minni, að eg tel aldrei ó-
drengskap að segja sannleikann
þegar þörf er á, og það varðar
altnenmng, hver sem það gerir.
Þá brigzlið þér mér um það,
að eg hafi verið alveg >>vegalaus«
þegar eg kom frá Ámeríku, og
gefið í skyn að bankastjórarnir
hafi gert gustukaverk að taka
mig í bankann. Það er eins og
þér hafið það á tilfiuningunni
ósjálfrátt, að hæfileikar manna
hafi ekki altaf verið látnir sitja
í fyrirrúmi við ráðningu starf-
manna við bankann, heldur gust-
ukaverkin .eða þá eittkvað enn
annað. Hvað mig snertir, þá veit
eg ekki betur, og kannast- ekki
við annað, en eg hafi leyst störf
mín i bankaDum forsvaranlega
af hendi, hver sem þau hafa
verið, sýnt viðskiftamönnum hans
kurteisi og liðlegheit, sömule ðis
samverkafólki mínu, og þannig
gert stofnuninni það gagn sem
skyldugt er. Annars verð eg að
segja, að slík brigzlyrði sem þessi,
skarta yður ekki sem allra bezt,
því vitanlega voruð þér sjálfur
alveg »vegalaus« þegar þér kom-
uð frá Höfn, en í stað þess að fá
yður heiðarlega atvinnu eins og
eg gerði, þá byrjið þér veru yðar
hér með því að sníkja yður inn
á landssjóðinn sem bitlingamaður,
undir því yfirskini að semja svo-
kallaða setningafræði, sem hefði
mátt þoka fyrir öðru þarfara, og
sem líklega fáir vita hvort nokk-
yð miðar áfram, eða nokkuð er
unnið að, en sjálfsagt gleymið
þér ekki að hirða landssjóðsstyrk-
inn. Ofaná þetta gerist þér svo
ritstjóri að nafninu til, og það
verður ekki betur séð, en að þér
sem slíkur, leppið alloft miður
göfugar hvatir og hugsanir ann-
ara manna, sbr. fjölda margar
svonefndar ritstjórnargreinar í
»Landinu« fyr og síðar. Eg fer
nú að slá botninn í þessar línur;
vona að þær hafi gefið yður efni
í einn leiðara í »Landið« yðar,
og þó að eg hafi verið nokkuð
hvassyrtur á köflum, þá verðið
þér sjálfum yður um að kenna,
því þér sjálfsagt kannist við það,
að það er óvandari eftirleikurinn.
Að endingu vil eg vekja athygli
yðar á því, að eg er af alhug
samdómaþessumvísuorðumskálds-
ins.
Það lítlu skifta læt eg mig,
þó last eg fái’ og níð,
hjá þeim sem leigðir lifa’ af því
að ljúga ár og síð.
Rvík »Vio 1917.
Af »Landinu«, sem út kom í
gær, sé eg, að B. Kr. bankastj.
reynir að hrekja sum atriðin í
greinum »Tímans«, eu þeim at-
riðum, sem þar er beint að mér
persónulega, mun eg svara í næsta
blaði. A. J. J.
Eitt landsverziunarhneyksliO.
Nýlega hefir Jóni Guðmundssyni
fyrrum ráðsmanni á Vifilsstöðum
verið sagt upp starfa hans við lands-
sjóðsverzlunina með litlum fyrirvara.
Sömu forlögum hefir mætt sam-
verkamaður hans Árni Gíslason.
Þessi ráðstöfun hefir mælst afar-
illa fyrir, Jón Guðmundsson er þjóð-
kunnur, dugnaðar-, áreiðanleika- og
sæmdarmaður. Þótti mikil eftirsjá
honum er hann sagði Jausu ráðs-
mannsstaifinu á Vífilsstöðum. Af
Arna Gísl. sy..i er og sagt alt hið
bezta.
Menn standa agndofa og hissa út
af þessu tiltæki. Önnur skýring en
sú, að purjt hafi að koma öðrum að
— viiðist ekki fyrir hendi, — og
réttlætið skilið eftir á hillunni.
í stöður þessar hafa ver;ð skipaðir
fón Jónatansson fyrv. alþingismaður
og Ólafur Þorvaldsson fyrv. kaup-
maður.
Erl. símfregnir
Frá fréttaritara isafoldar og Morgunbl.
Kaupm.höfn 2. nóv.
Hertling hefir eigi tekið
við nzlaraembcettimx