Ísafold - 09.02.1918, Side 3

Ísafold - 09.02.1918, Side 3
ISAfrOLD t Lelkafmæli frú Stefaníxi. Af hinum mörgu skeytum, sem frú Stefaníu bárust þ. 30. jan., var eitt frá bæjarfógeta Akur- eyrar, svolátandi: Akureyrarbúupi er ljúf endur- minning um unaðsstundir þær, er leikliat yðar heíir veitt þeim. Þeir senda yður hugheilar hamingju- óskir og óska þess, að landið fái enn um mörg ár að njóta hinnar óvenju-fögru og ^öfugu listar yðar. Bæjarfógeti Akureyrar. Páll Einarsson. Annað skeyti sendi stjórn Leik- fél. Akureyrar svohljóðandi: »Drotuingin í ríki íslenzkrar leiklidtar. Við finnum ástæðu til / að senda yður okkar innilegustu hamingjuóskir.* Þetta ljóðskeyti sendi J. Trausti: Litlir ljóssins álfar leika glaðir, bjartir, eins og yndisgeislar yfir hverri minning. Ljómi sannrar listar, ljómi sannra gáfna, gæddu fegurð, fylling, fjöri og anda leikinn. Því eru þakkir sendar — þakkað fyrir kvöldin, þegar einum anda allir voru hrifnir. Þökkuð tárin — tárin, töfrar harms og gleði. Þökkuð fögur fylling fjörs og afls og listar. í ræðu þeirri, sem Klemenz Jónsson landritari hélt fyrir frú Stefaníu í heiðurssamsæti hennar, komst hann m. ai svo að orði: Eg hefi frá því eg fyrst fór að hafa vit á hlutunum, haft ánægju af því framar öllu að ganga á ífeikhús. Eg hefi þess vegna fylgt ! vel með gangi leiklistarinnar hér á laudi, og, eg man aérstaklega að það vakti eftirtekt mína fyrir mörgum áj’um síðan, þegar eg átti heima fyri'r norðán, að eg las það eftir komu norðanþóstsins, í blað- inu Isafold, að þá hefði nýlega komið fram á leiksviðið í Keykja- vík barnung stúlka, sem hefði sýnt ótvíræða og óvenjulega leik- arahæfileika. Eg man ekki orð- in nákvæmlega, en það var eitt- félög, þau er berjast fyrir jurtafæði, eru að heimta hástöfum bann gegn kjötáti. Alla þessa banneftirsókn verður að telja sprottna af afturhaliis- hreyfingu, sem stafar af sjiikleika, og lýsir hún sér ekki eins í því, hvað 'hún heimtar bannað, eins og hinu, að hún ytirleitt stefnir að þVí að banna, að sletta sér fram i nánasta einkalif manna og þrengja að per- sónufrelsinu á allar. lundir, með þvi að koma á nauðungarástandi, sem útrýmir með. öllu ábyrgðartilfinningu manna og sjálfsvirðingu. Það er þessi andlega landfarsótt, sem nú er hver síðastur að verjast. Auk þessara meginástæðna til þess að slást í hópinn þar sem menn safnast saman til varnar persónu- frelsinu, get eg, að því er kemur til áfengisbannsins sérstaklega, tekið fram málsatriði, sem drepið var á þegar í fyrri grein minni. Eina rétt- mæta ástæðan með áfengisbanni er /sú, að koma í veg fyrir ofnautn áfengis og allar þær hörmunga^, sem hvað á þessa leið til orða tekið, að minsta kosti mjög ákveðið. Eg man það líka, þegar eg sá frú Stefaníu — því það var hún, sem blaðið átti við — skömmu síðar á leiksviðinu, að mér fanst þetta ekki ofmælt, og engum mun finn- ast annað en að reynslan, sem nú er orðin 25 ára gömul, hafi staðfest þennan dóm. Það er ekki öllum leikendum gefið, jafnvel ekki þeim beztu, sem orðið hafa, að geta sýnt svona góðan dóm í fyrstu, það eru einungis þeir, sem eru listamenn af guðs náð, sem fá svona dóm. Eins og Pallas Aþena hljóp alvopnuð, útbúin með brynju og skjöld, út úr höfði Sevs, eins hljóp frú Stefanía al- búin að hæfileikum út á leiksvið- ið, og hún hefir haldið velli síð- an. Meðal annara vináttu merkja, er frúnni voru sýnd á afmæli hennar var, að 15 vinkonur henn- ar sendu Uenni dýrindis-demants- hring. Verkamenn til Englands. Miklar sögur hafa íiogið um bæinn upp á síðkastið þess efnis, að íslenzkir verkamenn væru að ráða sig hrönnum samafi til vinnu á Bretlandi, og hafa ýmsar tölur verið nefndar, 2—3 hundruð. ísafold hefir aflað séi? ábyggi- legrar vitneskju um, að hér er um gifurlegar missagnir að tefla. Hinn eini flugufótur fyrir þeim mun 8á, að fyrir nokkurum vik- um sneru 2 atvinnulausir vélstjór- ar íslenzkir sér til brezka ræðis- mannsins, Mr. Cable, og báðu hann spyrjast fyrir um það í Bret- landi, hvort þeir mundu geta fengið þar atvinnu. Gerði. ræðis- maðurinn það og fekk af nýju fyrirspurn frá Bretlandi um þessa 2 menn, svaraði henni, og þá er sagan öll! Annað eða meira hefir ekki gerzt. Er hér heldur freklega gerður fíll úr mýflugu og viðvörunarorð þau, sem réttmæt hefðu verið, ef 8ögurnar voru sannar, virðast þvi óþörf að þessu sinni. af því lÉða. Ea þetta tekst alls ekki með banui. Gegn þessu nægir ekki að vitna til þess, að ofnautnin minki á stuttu banntimabili, rúmum þrem vikum, svo stuttu, að drykkjumönn- unum tókst ekki að uppgötva allar þær margvíslegu áfengislindir, >sem til eru og svo hægt er að láta streyraa. A siðasta kafla tímabilsins voru menn þó farnir að hafa pata af þeim. í stað þess að glæpast á því að styðjastvið svo stutta reynslu, eiga menn að líta í þær áttir, þar sem bannið er komið á í raun og veru, til þess að komast að því, hvort það hefir afstýrt ofnautninni og aukið hófsemina. Sænskur bind- indispostuli og bannvinur, G. H. von Koch, getur þess m. a. í »Rus- drycksförbudc (Bannáfengra drykkja), er hann ritaði 1910, þá er hann hafði kynt sér þetta mál í Ameríku, »að neyzlan á bæði vínanda, vínum og maltdrykkjutíi í Bandaríkjunum væri að aukast, og að ekki yrði sagt með vissu, að landvinningay þei^ Ritstjóri „Timans“ , Tryggvi Þórhallsson, hefir ekki treyst sér að hrinda þvi, þótt á hann hafi venð skorað, að hann hafi farið með staðlaus og ópokkaleg ósannindi í blaði sínu. Hann stendur því uppi sem stimplaður maður, svo sem um getur í grein mitmi í Lafold 26. f. m. G. Sv. s «v Landar erlendis. Jóhann skáld Sigurjónsson hefír hlotið skáldstyrk úr sjóði þeim, er Otto Benson rithöf. og lyfsali stofnaði fyrir nokkurum árum og gerði þau ákvæði um, að veitt skyldi úr árfega á afmæli Georgs Brándes (þ. 4. febr.). En meðan Brandes lifði, skyldi hann ráða, hver hlyti. Er það nú Brandes, sem valið hefir Jóhanni þessa sæmd. Styrkfúlgan er 1000 kr. Haraldur Sigurðsson frá Kallað- arnesi er orðinn kennari í pianó- leik við hljómlistarskóla i Erfurt. Jóhannes Kjarval hefir nýíega tekið burtfararpróf frá listahá skólanum danska. Sigtryggur Eiriksson læknir er nýkvæntur jungfr. Lovísu Holck greifadóttur, Hefir Sigtr. tekið sér ættarnafnið Kaldan. Hann er nú læknir við Faksesjúkrahús. Danarfregn. A Ljótarstöðum i Skaftártungu and aðist siðastl. haust úr lungnabólgu Bárður Gestsson, tæplega fertugur að aldri. Hann lætur eftir sig konu og 3 börn ung. Hafði fyrir nokkrum árum tekið við búsforráðum hjá foreldr- um sinum’ Gesti Bárðarsyni frá Hemru og Þuríði Vigfúsdóttur frá Flögu. dugnaðar og sæmdar hjónum. Um nokkurra ára skeið átti Bárður heitinn við allmikla vanheilsu að búa, en var nú á góðum batavegi, svo að ættingjar hans og sveitungar gerðu sér hinar beztu vonir um framtíð hans, þvr að hann var hinn mannvænlegasti maður og vinsæll mjög. Hefir þessi litla sveit nú á fárra ára fresti átt á bak að sjá þremur sem bannhugmyndinni hefðu bæzt einkum síðustu fimm árin, hefðu haft áhrif á neyzluna alls«. Um þær rnundir var áfengisbannið komið á í rikjum, er í bjó hér um bil helmingurinn af öllum Bandaríkja- mönnum. Seinna hafa enn fleiri ríki verið »þurkuðc, en ástandið hefir ekkT batnað. - Tala bannlagabrotanna er sífelt »legióc. Ef litið er til íslands, þá hefir það frézt, að þar hafi verið á ferðinni í sumar ávarp, er stutt var af ýmsum málsmetandi körlum og konum i landinu, og hafi þess þar verið kraf- ist, vegna vaxandi drykkjuskapar og margvíslegra siðspillandi lögbrota, að bann það, sem lögleitt hefir verið á íslandi, yrði afnumið, og það hafi ekki verið nema með örlitlum meiri hluta, að Alþingi hafi felt frumvarp í þá átt1). Þegar svo er i óefni *) Hér hafa höf. ekki komið sann- fregnir, og veldur því að líkind- mishermi danskra blaða um málið. sinna áiitlegustu bændaefna, auk Bárðar, þeim systrungi hans Jóni hreppsijóra og bónda i Borgarfelli og Guðjóni óðalsbónda# JónssynLi Hðl. Merkur Dani látinn. Seint í desember lézt í Khöfn Goos geheime konfererzráð, nær 83 ára að aldri (f. 3. jm, 1835). Hann var una 30 ára skeið prófessor í lög- um við Khafnarhásk^la og þótti fram- ar flestum sinna samtíðarmanna i sirnr gtein, lögvísinda. Svo varð hann dómsmálar iðherra Dana og um leið íslandsráðherra (1900—1901), en hafði áður verið kenslumálaráð- herra í ráðuneyti Estrups. Goos var mörgum ís!endingum að góðu kunnur. Sjukra amlag Rvíkur. , f Það hefir fengið undantekningarleyfi til þess að hatda tombólu til ágóða fyrir samlagið. Verður hún haldin á morgun sunnudag 10. febr. Fá eru þau fyrirtæki hér i bæ, sem fremur eiga stuðning skilið ög samúð, en Sjúkra- samlagið og ætti það að veræ ljúf skylda aPra þeirra, er því geta við komið að gera tombólu þessa sem arðmesta. Riykjavíkur-annáll. Ofbeldisverk ljót voru frarain hér eitt kvöldið, ráðiat á fólk og barið til óbóta alveg að ósekju. Vinnumaðar frá Staðastað var fyrir einna versta hnjaskinu, en 3 menn aðrir fengu og að kenna á þessum fantabrögðum. Tveir eða þrír menn hafa verið teknir Jfastir, grunaðir um að vera hinir seku. Sannist það,- eiga þeir skilin makieg málagjöld- og mildi enga. Messað á morgun í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hád. Messað á morgun f Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2 síðd. sr. ,(Ö1 Ól.) ( Messað Dómkirkjunni kl. 11 sr. B. Jónsson. Kl. 5 sr. Jóh. Þork. E!dur gaus upp í hiisi G. Björns- son landlæknis í fyrradag um mið- aftan, en var slöktur af brunaliðinu áður hann fekk gripið verulega um sig. komið þegar eftir þann tveggja ára tíma, sem bannið hefir »verkað« á þessari afskektu ey, hveruig ætla menn þá að fari annarsstaðar f Efasemd hr. Norlevs um, að eg fari með rétt mál um Noreg, hefir ekkert. sönnunargildi. Að því er »Social-Demokraten« segir, hefir nú verið lögleitt í Noregi bann gegn sölu á höfuðvötnum og ilmvötnum, nema til alveg áreiðanlegra manna, af því að þau eru notuð sem áfengi. »Soc.-Dem.c bætir við þetta þessari athugasemd: »Hér er þá bætt nýj- um bönnuqr við þau, sem fyrir eru — en sérhvert nýtt bann verður ekki til annars en að drykkjuskap- urinn fer í vöxtc. Hr. Norlev segir í svari sínu, að það geti þó ekki sakað, að gerð sé tilraun með að koma á banni, þvi að »þá verðum við þess vísari af reynslunni, hvernig bannið muni verka, og mikið lifsverðmæti getur ekki farið forgörðum við slíká til- raunc. Þessi ummæli sýna, hversu G j a f i r til Strandakirkju árið 1917. Afhentar á biskupsskrifstofunni. —0— Frá N. N. í Yestur-Skaftafellssýslu 15 kr., N. N. í íteykjavík 2 kr., konu i Norður-Þingeyjarsýslu 15 kr., eiginkonu og móður í Grindavík 6 kr., prófessorsfrú Helgu Matzen, Kampmannahöfn 6 kr., N. N. í fteykjavík 10 kr., hjónum á Miðnesi 10 kr., ónefndum i Austur-Skaftafellssýslu 5 kr., ónefndum í Reykjavík 25 kr., ónefndum 2 kr., N. N. á Miðnesi 5 kr., ónefndri konu 7 kr., N. N. í Reykjavik 5 kr., S. i Reykjavik 2 kr., N. N. 2,50- kr., A. M. S. V. J. 50 kr., ónefndum í Stykkishólmi 10 kr, hónda i Biskups- tungum 10 kr., ónefndum á Akranesi 1 kr., X 5 kr,, N. N. 50 kr. Samtals kr. tfe42,50-. Islands biskupsdæmi 7. febrúar 1918. ' J6n Helgasou. Mun þetta vera 4: sinni á eigi löngam tíma, sem elds verður vart í þessu húsi, svo að ekki er furða þótt sú hugsun geri vart viö sig, að einhver íkveikjus^úk manneskja sé þar á ferð. Sjúklingur einn frá Kleppi kvað hafa snuðrað allmjög kringum húsið, hvort 8em hans er sökin eður ei. Fer væntanlega fram ítarleg. rannsókn. .1, Látin er nýlega hér í bæ frú Svan- laug Benediksdóttir (Samsonarsonar í Skálholtskoti), kona Guðm. Sigurðs- sonar klæðskera, Banamein hennar var lungnabólga, er hún- fékk, ný- komin á fætur eftir barnsburð. Leikhúsið. Heimilið hefir verið leikið 6 sinnum í röð, jafnan við hina mestu aðsókn. Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins. A raorgun kl. 5 flytur Jón Sigurðs- son cand. frá Kallaðarnesi erindi um sendibréf. Má þar búast við skemtilegum fróðleik á marga lund. Jarðarför Erlends Hafliðasonar t)ókbindara fór fram í dag að við- stöddu fjölmenni. Kirkjan var öll klædd sorgarblæjum. Húskveðju flutti síra Jóhann, en síra Bjarni talaði í kirkjuuni. Silfurskjöld fagran hafði samverkafólk Erlends beit. í ísafold lagt á kistu hans. Veðrátta Upp úr helginni gerðí nokkurn frostkafla, þó eigi mikinn hér í Reykjavík, en verri miklu út um laniL A Isafirði t. d. einn dag- inn 13,8 st. frost. En nú hefir hlán- að aftur og var frostleysa að heita mátti um land alt i gær, en blíða hrein *í dag. Misprentast hafði í síðasta blaði fyrirsögnin fyrir erlendú símskeytun- um. þar stóð: Opinbarar tilkynn- ingar frá London,’ en eins og skeyt- in báru sjálf með sér eru þau send frá Kaupmannahöfn. blindir menn eru i hópi bannvina fvrir þeim mörgu alvarlegu afleiðing- um, sem bann hefir í för með sér að öðru leyti. Mikið siðgæðisverð- mæti fer forgörðum við slíka ráð- stöfun. Siðgæðisatriðið, sem i J>ví er fólgið að vera í bindindi af eigin hvöt, hverfur með banni, sem veikir ábyrgðartilfinninguna, en spillir jafn- framt hjá tpörgum almennri réttar- meðvitund, af því að fjölmennur minni hluti þjóðarinnar telur bannlög af þessu tægi ofbeldisverk gegn helg- ■ustu persónurértindum sinum. »Sigr- ar« þeir, sem hr. Norlev talar-um, að meiri hlutinn muni vinna með þvi að koma fram vilja sínum, eru þess eðlis, að þess er óskandi, að slíkir verði ekki margir unnir, ef þjóðlifið á ekki að verða eitrað. Hvað verður verkefni þessara sigurvegaraf Það verður að »halda vörð um bann- iðc, eða með öðrum orðum að leggja brotlega menn i eihelti með látlaus- um kærumálum og njósnum. Það verður dálaglegt ástand. Alt þetta

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.