Ísafold - 01.06.1918, Qupperneq 2

Ísafold - 01.06.1918, Qupperneq 2
2 ISAFOLD — Danska stjórnin á hugmynd- ina að því, að samningar séu upp teknir milli íslendinga og Dana, því að hún greip til þess sem seinasta úr- ræðis í ríkisráði 22. nóv. 1917, þegar Alþing hélt fast við þá kröfu að fá fullkominn siglingafána og ís- lendingar létu ótvírætt á sér skilja að yrði þeim synjað um fánann þá segðu þeir skilið við Dani. Ber þá að skilja það svo að ís- lendingar eru nú fúsir til samninga, að þeir geti sætt sig við það að láta ýdnamálið niðurýalla? Alls eigi! Eða réttara sagt: pvert á móti 1 Það er fyrsta skilyrBið til þess að samn- ingar takist um sambandsmál íslands og Danmerkur að íslendingar fái fánakröfunni framgengt. Minni íviln- an ftr eigi hægt að veita íslending- um. Og þeir munu krefjast miklu meira. Það getur vel verið að flokks- foringjarnir komi með háskat'íðindi frá stjórninni. Það er ef til vill lagt fyrir þá að segja að Alþmg sé óþolin- mótt og að íslendingar séu bráð- látir og geti þvi gripið til einhverra örþrifa ráða — já jafnvel til þess, sem er voðalegast af öllu: að lýsa þvi yfir, að ísland sé sjálfstætt riki! En væri það þá svo voðalegt? Vill danska þjóðin heldur vefja mál- ið svo að konungur hennar komist í aðra eins klípu i ríkisráði eins og þegar ákvörðun var tekin ura fán- ann ? Tæplega, að vorri hyggju. Aftur á móti álítum vér, að Islendingum mundi bregða í brún ef þeir kæmust að þvi að danska ríkisþingið og danska þjóðin eru ólik Zahlestjórn- inni og að ríkisþingmennirnir vilja fá góðan tíma til þess að yfirvega rœkileqa hverra hagsmuna þeir eiga að gæta við samningana, þvi að dönsku samningamennirnir verða að hafa hundin umhoð og samningarn- ir verða að gerast frá þeirra hálfu eftir vandlega hugsuðum fyrirnuslum. Því að við stöndum nógu illa að vígi samt. Þess vegna mega flokkarnir eigi binda sig í dag. Þeír verða að segja nei. Annars gæti þetta orðið í sið- asta skifti að dönsku ríkisþingmenn- irnir fengju færi á því að láta ís- landsmál til sín taka.-------Verði það samþykt í dag, að ganga til samninga, er ekki um annað að gera en bíða þess hvernig íslendingar vilja leggja smiðshöggið á.--------- Dönsk blöö um sjálfstæðis- málið og flokkafundina. »Politi)ten«: — Málinu horfir þannig, að með ummælum konungs í ríkisráði 22. nóv. 1917 var ís- lendingum gefið fyrirheit um það, að Danir mundu fúsir til þess að taka upp samninga við þá um sam- bandsmálið. í ræðu konungs er það skýrt tekið fram: Uanset í hvilket Form denne finder Sted (í íslenzku þýðingunni í einhverju formi). Með því er það tekið fram, að Danir vilji eigi binda sig við það form, sem íslendingar kynnu að vilja. Nú hafa Islendingar farið fram á það, að samningurinn fari fram i Reykjavík og jafnframt þvi, að skýra ríkisþingmönnum frá þessu vildi stjórnin fá að vita skoðanir flokk- anna um það, hvort þeir vildu að teknir yrðu upp samningar á þeim grnndvelli, er talað var um 22. nóv.--------— Og að svo miklu leyti, sem séð verður, eru flokkarn- ir því eigi andvígir. Svar hægri- mauna er að vísu óljóst og grugg- ugt. Það er talað um það, að eigi meigi ákveða utanpings, að taka upp samninga við íslendiuga. Enginn hefir heldur farið fram á það. Auð- vitað hefir altaf verið ætlast til þess, að af Dana hálfu verði ákvörðun tekin um sambandsmálið í ríkis- þinginu og fyrir augum 'alþjóðar. En þetta er eigi aðalatriðið í svar- inu. Hitt virðist oss mestu máli skifta, að hægrimenn^ og einnig vinstrimenn eru fúsir til þess að taka upp samninga, en skjóta nán- ari ákvörðun til ríkisþingsins. Það er einmitt það, sem stjórnin hefir ætlað sér. Ríkisþingið verður að taka ákvörðun fyrir Dana hönd, eins ög Alþingi fyrir hönd Islendinga — »Köbenhavn«: — Það er gott að vinstri- og hægrimenn hafa komið í veg fyrir fyrirætlanir stjórnarinnar uni það að halda lengra áður en ríkisþing hefir ákveðið hvernig og hvar Dartii1 vilji semja-----------. Vér höfum hvað eftir annað hald ð þvi fram að fyrsta skilyrðið fyrir heiðvirðri og einbeittri framkomu Dana i ís'andsmálum væru þau, að rikisþingið hefði þar hönd í bagga og þjóðin væri einskis dulin. »Social-Demokraten<: — Það má nú vænta þess, að sambandsmálið verði tekið til rólegrar og grand- gæfilegrar yfirvegunar og að árang- nrinn verði sá, að leyst verði þannig úr þvi, að bæði Danir og íslend- ingar megi vel við una. En til þess stuðlar það að vísu ekki, að ofstækisblöðin, með Köben- havn í broddi fylkingar, gerast æ æstari út af óskum íslendinga um sjálfstjórn — sern auðveldlega getúr samrýmst framhaldandi ríkjasam- bandi við Danmörk. En þótt »Köbenhavn« skoraði á flökkana í gær að þverneita því að taka upp samninga, þá hefir flokkur hægrimanna á þingi eigi viljað taka upp þá áfglapastéfnu. Hagri menn vilja lika taka upp samninga og að nefnd sé skipuð í málið. Það má deila um, hvort það sé heppilegasta leiðin. Aðalalriðið er, að allir flokkar forðist allar æsandi og ertandi umræður, jafnvel i rikis- þinginu. Vér skulum ■ allir gera oss það ljÖst fyrirfram, að Danmörk getur alls eigi beitt neinu valdi við ísland og þótt hún gæti það, þá mundi hún eigi vilja beita því við bróður- þjóð. En eins og nú stendur á í heiminum, gæti það orðið alvarlega hættulegt að ýœra rök fyrir valda- leysi Danmerkur til þess að halda ríkinu saman. Það verður þvi að fara samninga- leiðina. Við skulum framar öllu forðast smækkaða endurtekningu á sambands- deilu Norðmanna og Svía, þar sem »fánamálið« átti einnig mikinn þátt í sambandsslitum.------------ »Vort Land« :---------Það má taka því með gleði, að hvorugur flokkur stjórnarandstæðinga hefir gengið í gildru Zahles. — — I dag ætlar stjórnin að eiga fund með foringjum flokkanna á þingi.-------Vér eigum bágt með að skilja hvers vegna flokkarnir 1 láta íoringja sína taka þátt í slíkum fundum eins og nú stendur. Annars væntum vér þess, að Zahle verði eigi meira ágengt hjá flokksforingjunum',í dag heldur en hjá flokkunum í gær.-------------- Tvö blöð koma út af ísafold í dag, nr. 25 og 26. Til athugunar lögreglnstjórum, verkstjórnm og öðrnm mönnnm, þeirn er fornminjar knnna að finna, ern hér greind nokknr atriði úr lögnm 16. nóv. 1907 um vernilun fornminja. 9. gr. Ef landei'gahdi eða leigu- liði við gröft eða á annan hátt finn- ur ‘fornleifar . . ., skal hann jafnskjótt skýra (lögreglustjóra) frá því . . ., og líti út fyrir að um mikilsverðar forn- leifar sé að ræða, skal hætta vinnu að svo miklu leyti sem hún kann að hagga við fornleifunum, þangað til úrskurður stjórnarráðsins er fenginn. Bætur fyrir tjón það, er af því kann að leiða, greiðast úr landssjóíi og skera óvilhallir dómkvaddir menn úr, ef ágreiningur verður um skaða- bæturnar. 10. gr. Ef ómögulegt er að kom- ast hjá því að.eyða eða spilla forn- leifum við vegagjörð eða öunur mannvirki í þarfir landsins, sýslu eða sveitar, nema þá með mjög mikilli fyrirhöfn og kostnaði, skal verkstjóri eða það stjórnarvald, sem hlut á að máli, skýra stjórnarráðinu frá málavþxtum, áður en nokkuð er haggað víð fornleifunum, og ákveð- ur þá stjórnarráðið, hvað gjöra skuli. 12. gr. Hver sá, er finnur forn- grip í jörðu- eða á, er skyldur til að skýra lögreglustjóra þegar í stað nákvæmlega fráfundinum. Jafnframt skal hann afhenda lögreglustjóra það, sem fundist hefir, nema hætt sé við, að það skemmist i flutningnum, þá skal hann varðveita þa^ á þann hátt, sem hann bezt getur, unz lögreglustjóri ráðstafar þvi. Ef líkur eru til, að fleiri forngripir, þeir er mikilsverðir' eru, muni dyljast á fundarstaðnum, skal finnandi við engu hagga, en skýra þegar lögreglustjóra frá. Fund- arstað skal finnandi jafnan greina skilmerkilega. — Ef forngripur finst við mannvirki þau eða störf, sem framkvæmd eru samkvæmt 10. gr., skal finnandi afhenda hann verk- stjóra eða því stjórnarvaldi, sem hlut á að máli, og skal viðtakandi .gefa lögreglustjóra nákvæma skýrslu um fundinn og fari með, sem að fram- an er greint. — Skylt er lögreglu- stjóra að gefa skriflega viðurkenn- ingu fyrir móttöku forngrips, ef þess er óskað. 13. gr. Hafnskjótt sem lögreglu- stjóri hefir fengið skýrslu um fund forngrips, skal hann skýra þeim manni eða mönnum frá, sem land eiga undir, þar sem forngripur fanst, og jafnframt senda stjórnarráðinu skýrsluna með þeim viðaukum frá sjálfum sér, sem honum virðast nauðsynlegir. Enn fremur sendir hann þá forngripi, sem honum hafa verið afhentir, til stjórnarráðsins, nema hætt sé við, að þeir skemmíst í flutningi, þá skal lögreglustjóri geyma gripina, unz stjórnarráðið ráðstafar þeim. — Ef lögreglustjóra virðast likur til, að fleiri forngripir muni dyljast þar, sem forngripur fanst, skal hann geta þess í skýrslu sinni tii stjórnarráðsins og sjá um, að engu verði rótað á fundarstaðn- um, þangað til rannsókn getur fram farið. 16. gr. Ef gripurinn hefir fund- ist við framkvæmd á vegagjörðum eða öðrum mannvirkjum, samkvæmt 10. gr., eða í almenningum, afréttar- löndum eða á heiðum uppi, sem ekki teljast til heimalanda, telst lands- sjóður sem landeigandi, og sömu- leiðis ef hann hefir fundist á kirkju- jörðum, eða ef hreppsfélag, sýslu- félag eða bæjarfélag á land undir; eignast landssjóður þá forngripinn að tveim þriðjungum, en finnandi að þriðjungi. 17. gr. Ef finnandi leynir fundi forngrips og skýrir ekki lögreglu- stjóra frá honum (sbr. 12. gr.), eða spillir h\)num eða lógar af ásettu ráði, telst það sem ólögleg meðferð á fundnu fé eða skemd á eigum annara og fer eftir ákvæðum al- mennra hegningarlaga 249., 296. og 298. grein, enda missir þá finnandi tilkall til síns þriðjungs. 18. gr. Landssjóður á kauprétt að þeirri hlutdeild í fundnum forn- grip, sem hann á ekki, eftir mati fornminjavarðar. Þvi matii getur með- eigandi skotið til stjórnarráðsins, og nefnir það þá til 3 óvilhalla lög- metendur, er vit hafa á forngripum, og skal standa við mat þeirra. Sé það hærra en mat fornminjavarðar, greiðir landssjóður kostnað við yfir- matið, en ella áfrýjandi. — Ef forn- gripurinn er úr gulli eða silfri eða sé um pilfurpeninga eða gullpeninga að ræða, skal meta málmverð hlut- arins og leggja ofan á 10 af hverju hundraði, og fær meðeigandi landá- sjóðs eða meðeigendur að réttri til- tölu, ef fleiri eru, það andvirði óskeit, eins og landssjóður ætti ekkert i. 21. gr. Engar fornminjar, eldri en 150 ára, má flytja úr landi, nema með leyfi stjórnarráðsins. Sé vafi á um aldur slíkra hluta, sker forn- minjavörður úr. 23. gr. Ef fundi forngripa er leynt, varðar eftir 17; gr. Onnur brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum frá 20 til 50Ó kr.; auk þess má taka munina eða and virði þeirra af hinum seka. Með mál út af brotunum 'skal farið sem almenn lögreglumál. Fyrir hönd Þjóðminjasafnsins. Pálmi Pálsson. Srl. simfregnir. Frá fréttaritara ísafoldar. Kaupmannahöfn, 17. maí Japan og Kína hafa gert með sér hernaðar-bandalag. Vegna ihlutunar Frakka(?) hefir verið frestað undirskrift samninga, sem fullgerðir voru milli Svía og Þjóðverja. Þjóðverjar lýsa því yfir að Svíar verði að bera ábyrgð ár afleiðingum samningaleysisins. — Brauðskamtur Svía hefir verið mink- aður sökum þess að kornaðflutning- ar hafa tafist. Balfour hefir lýst því yfir að Bretar séu ætíð reiðubúnir að taka friðarsamningatilboð til yfirvegunar. Khöfn 18. mai Enska blaðið »Daily News« ræðst á fastheldni Breta við hafnbannið og talar máli hlutlausra þjóða, Vöruútflutningar frá Bretlandi ti Danmerkur eru hafnir á ný að nokkru leyti. Kafbátar þeir, sem Bretar áttu i Eystrasalti hafa verið eyðilagðir. Skipabyggi'ngar Bandarikjanna hafa aukist stórkostlega og er búist við að bygð verði. á þessu ári skip Sem bera 10 milj. smál. Þýzka blaðið »Vorvaerts« segir þunglega hugur um örðugleikana á því, að afla Þjóðverjum1 matvæla. Eldsvoði mikill hefir komið upp i Gautaborg. Ný sókn af hendi Þjóðverja á Sommevigstöðvunum er talin yfir- vofandi. Hertliúg kanslari segir að Mið- veldabandalagið sé fjárhagslegt og íernaðarlegt varnarbandalag. Uppvíst hefir orðið um víðtæk uppreistarsamtök á írlandi sem :>jóðverjum er kent um og hefir fjöldi manna verið hneptur i fangelsi. Khöfn 19. maí. Ákafar stórskotaliðsorustur á vest- urvigstöðvunum, en engin fótgöngu- iðSviðureign. Frá Amsterdam er símað að Þjóð- verjar hafi fyrirskipað að þýzka skuli vera opinbert stjórnarmál i Belgiu. flefir 999 opinberum starfsmönnum af iooo, sem ekki geta skrifað þýzku, verið vikið frá. Þýzku blöðin segja að budda Ame- ríkumanna sé örðugasti þrándur í götu friðarins. Frá Sviss berast fregnir um að >ar eigi að halda nýja friðarráðstefnu iýrir hlutlausar þjóðir. Frá Konstantinopel er simað að Maximalistar hafi náð Baku aftur á sitt vald. Botnvörpuveiðum í Kattegat hefir verið hætt vegna tundurdufla, sem >ar hafa verið lögð. Meðlimir »Sinn-Fern« flokksins rska, sem sæti eiga í enska þing- inu, hafa verið hneptir i varðhald. r Khöfn 20. mai. Þingið i Helsingfors hefir kosið Svinhufvud fyrir rikisstjóra (regent). Painleve er orðinn loftvarnaráð- rerra í Frakklandi. Flugárás hefir verið gerð á Lund- únaborg. Vesuvius-gos eru i byrjun. Foringi irsk-þýzka samsærisins íefir verið handtekinn og honum varpað i Tower-fangelsið í Lundún- um. Hann hafði komið með kaf- báti til Irlands. Alls hefir 500- mönnum verið varpað í fangelsi. Bretar hafa gert loftárás á Köln. Tyrkir sækja fram i Persíu. A 50 ára afmæli þjóðleikhússins í Prag varð þar friðarhræiing allmik- il. Blöð þau sem draga taum banda- manna, voru gerð upptæk og Suður- Stavar, sem voru gestkomandi, rekn- ir burtu. Þjóðverjar lýsa því yfir, að þeir séu reiðubúnir að halda áfram að berjast við Breta og Bandaríkjamenn árum saman, til þess að fá enda bundinn á ófriðinn á meginlandinu. Khöfn 21. mai. Óeirðir miklar eru í Rúmeniu. Bandamenn hafa sótt fram á Balkanvígstöðvunum um 20 kíló- metra hjá Protopapa og Cerevoda. Nikulási fyrv. Rússakeisara hefir verið stefnt fyrir nómstól í Moskva. Frá Paris er símað að Þjóðverjar hafi 1,700,000 manna her reiðu- búinn til sóknar á vesturvígstöðv- unum. Lýðveldissinnar í Finnlandi hafa í hótunum um að hefja uppreistr ef konungsstjórn verði komið á þar í landi. Japan og Kína hafa gert með sér bandalag gegn Þjóðverjnm. Bandamenn yfirvega það, hvort þeir eigi að veita Maximalistum stuðning til þess að verjast þýzkum áhrifum. Gömlu-Finnar hafa i hótunum um að hefja uppreist, ef lýðstjórn komist á. Frá Paris er simað, að enn sé Þar rætt um hina fyrirhuguðu sókn Þjóðverja.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.