Ísafold - 01.06.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.06.1918, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 -< í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis T1/^ ' kr. eða 2 dollar;borg- Ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 10 a. eint XLV. árg. Revkiavik, laugardaginn i. júní 1918 ísafoldarprentsmiðja. Ritsijúri: Dlsfur Björnssan. Talslmi nr. 455. Uppsögn ^skrifl. bnndin vlð áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi sknil laus viö blaðiö. 26. tölublað M i n n i s 1 i s 11. „Alþýðufél.bókasafn Templaras. Ö kl. 7—8 borgaratjóraskrifat. opin dagl. 10 -12 og 1 — B Beojarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—5 Bœiargjaldkerinn Lattfásv. 5 kl. 10 12 og 1—5 ítlandsbanki opinn 10—4. H.K.U.M. Leatrar-og akrifstofa 8árd,—10 úbd. Alm. t’undir fid. og sd. 8^/a siöd. Landakotskirkja. öubsþj. 9 og Ö á helgum Landakotsspltali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—B. Bankastj. 10—12 Landsbókasftfn 12—B og 5—8. Útlán 1—8 fiandsbúnaöarfólagsskrifstofan opin frá 2 Landsféhiröir 10—12 og 4—5. Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. liistasafniö opiö á snnnudögum kl. 12—2. ^íáttúrugripasafnið opiö l*/a—2l/a á sunnud. Pósthúsiö opiö virka d. 9—7, snnnnd. 9—1. Sumábyrgö Islands kl. 1—5. Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 dagl Talsimi Reykjaviknr Pósth.B opinn 8—12. Vlfilstaöahsölib. Heimsóknartlmi 12—1 ►jóbminjasafnib opiö sd., þrdM fimtd. 1—8. Þjóbskialasafnib opið sunnud., þriðjud. og fímtuiaga • kl. 12—2. Sykurhneykslið, önnur stjórnar-„afrek“ og alþingi. Afrek stjórnar þeirrar, sem nú reynir svo átakanlega á þolinmæði landsmanna, falla einhvernveginn af sjálfn sér svo dæmalaust vel undir •eitt samtiginlegt nafn: Hneyksli. Þar er hver silkihúfan upp af annari — -en viðtengingarnafnið hið sama: Hneyksli. Það heiti finst óhlutdrægum mönn- um óhjákvæmilegt í sambandi við Fossanefndina lýðfrægu, og ekki síð- ur við kolavinnuna alræmdu á Tjör- nesi. Og hver mundi sá vera, er verulega hefir kynt sér framferði stjórnarinnar (eða réttara nafnanna tveggja, þvi J. M. var ekki við) i sykurmálinu i haust, að grynnra vilji taka í árinni en kenna það við kneyksli. Það er líka auðséð, að til þess arna finna fylgifiskar stjórnarinnar bæði utan þings og inuan. Þeir vilja fara sem fljótast yfir sögu — eyða málinu sem mest. I Tjörness-hneykslinu hefir aðal- stjórnarblaðið tekið það ráð að tína út úr eitt auka-atriði, rangfæra það algerlega og blása upp svo gífurlega, að hlægilegt má heita. Um það geta menn fræðst af tveim greinum hér i blaðinu i dag frá hr. GíslaSveins- syni. Þessi fágæta tilraun til að kaf- færa stórt stjórnarhneykslismál, með því aö ráðast persónnlega á and- stæðing stjórnarinnar, með röngum ákærum blekkir engan skynbæran mann, en sýnir glögt þrotin um nýtilegar varnir. Hefir ritstjóra »Tímans« illa sést yfir að hleypa þessum Tjörness->kolapilti« að í blaði sinu. Sjálfum getur honum eigi verið til að dreifa sbr. hátíðlega yfir- lýsing hans i blaði sinu í vetur um, að G. Sv. »væri ekki til« fyrir hon- nm framar! Eða hvað? En þar sem höggið I blaðinu er svo hátt reitt að undirstrika þau um- mæli einhvers »mikilsvirts«, að G. Sv. í flestum öðrum löndum »hefði orðið að leggja niður embætti og þingmensku*, eftir skýrslu þá, er hann samdi fyrir fjárhagsnefnd um Tjörness-hneykslið og af flestum mun viðurkend að vera sérstaklega óhlutdrægt rituð og ítarleg — þá hlýtur mönnum að verða eitt til: að verða steinhissa á bíræfni blaðs- ins. Setjum nú svo að eitthvert lítils- vert auka-atriði hefði ekki verið al- veg nákvæmt (sem það nú var) í þessari skýrslu. Ef það ætti að kosta n.;fndarritarann ekki minna en »embætti og þingmensku« — hvað hefðu þá hin opinberu ósannindi, 8em ráðherrarnir tveir í vetur létu bera fram fyrir almenning í mjög mikilsvarðandi landsmáli, sykurmái- inu átt að kosta þá að dómi blaðsins, þótt ekki væri tekið með í reikninginn öll önnur landskunn og lýðræmd hneykslis-meðferð þeirra á sykurmálinu. Vér spyrjum. En búumst við að erfitt sé um svör. Þögnin þyki vænlegust. Og er það vorkunna- mál. Þær þungu sakir, sem felast í því, sem feitletrað er hér að ofan, reyndi fjármálaráðherrann (S. E.) að smjúga utan um i sykurumræðunum á þing- inu. Hann lýsti með venjulegum hlægilegum fjálgleik sínum, að þessi áburður blaðanna, ísafoldar og Vísis, væri »rakalaus ósannindi«, og bað þingið i klökkum rómi að vernda sig fyrir slikum áburði »með trausti sinu«. Enn fremur hugðist hann mundu geta snortið meðaumkunar strengi þingmanna með þvi að þylja upp i þingsalnum nokkur hvöss gagnrýni-kjarnyrði úr þessum blöð- um um stjórnina — eða þá nafnana — út af meðferðinni á sykurmálinu. Hvort þingið hefir kent í brjósti um veslings ráðherrann, að hann skyldi hafa gert sig það sekan, að verð- skulda svo hörð orð, skal ósagt lát- ið, en ísafold telur fjármálaráðherr- ann hafa þó gert einu sinni þarft verk með þvi, að bókfesta þó ekki væri nema þessi sundurlausu sannyrði úr blaðinu i þingríðindunum, þótt enn betur hefði hann staðið sig, ef hann hefði lesið npp greinarnar i heilu lagi. Þá sæist þó ein ræða i þing- tiðindunum eftir »hans hágöfgi«, sem heil brú væri i, enda þótt »lánaðar fjaðrirc væru. Um »áburðinn«, sem þingið átti að verja hann fyrir með »trausti sinu«, er það annars að segja, að vér verðum að hryggja ráðherrann með þvi að halda þvi fram, að sönn- utn dburði sem þessum, mun þingið aldrei treysta sér til að hnekkja með •trausti sínu«. Til þess að skýra þetta fyrir þing- mönnum og öðrum, og sanna vort mál, leyfum vér oss að prenta hér upp skýrslu Isafoldar um þetta atriði. í blaðinu þ. 14 nóv. síðastliðinn segir svo m. a. um fundinn, sem sem Alþýðuflokkurinn boðaði til út úr sykurverðhækkuninni: »Seint á fundinum var forstjóri landsverzlunarinnar sendur á for- aðið. Honum att sem fyr. Lands- stjómin sjálf gat ekkert sagt eða vildi ekki segja. Forstjórinn er látinn segja, að sykurhækkunin haíi verið framkvæmd úti um land fyrir hálfum mánuði og að sykurhækkunin, þessi gífurlega hækkun, hafi verið nauðsynleg vegna fless, að nokkuð af sykrin- um hafi orðið svo dýrt. Hvorttveggja eru bein ósannindi. Það er nú upplýst, að í flví augnabliki, sem landsstjórnin lœtur staðhœfa frammi fyrir 'óllum al- menningi, að búið sé fyrir hálfum mánuOi að hœkka sykurverðið út um land eins og hér l Reykjavik, er landsstjórnin aö selja sykur ann- arsstaOar á iandinu meö fyrra verO- ínu. Og svo mikið er blygðunar leysið, að jafnvel eftir að lands- stjórnin lætur bera fram þessi ósannindi, hefir fulltrúi lands- stjórnarinnar í næststærsta kaup- stað landsins enga tilkynningu fengið um hækkun sykurverðsins. Að landsstjórnin hafi ekki vitað, að hér var sagt ósatt, er harla ótrúlegt, en getur þó verið. Ef hún hefir ekki vitað það, hvað á þá að halda um þessa menn, sem ráðherrasætin skipa? Og ef hún hefir vitað það, þá hefir hún láti víssvitandi segja ósatt um atriði, sem mjög varðar heill almenn- ings. Og hvað þá? Hvort sem er, þá er það vansœmd við þjóð- ina, að láta þessa menn skipa ráðherrasætin stundu lengur. Um hitt atriðið, að þessi gífur- lega hækkun hafi verið nauðsyn- leg vegna fless að nokkuð af sykr- inum hafi orðið svo dýrt, er hið sama að segja. Það er líka ósatt. Tölurnar, sem forstjórinn var lát- inn lesa upp á fundinum, sýna flegar að það er ósatt. Hvílik háðung við dómgreind manna að ætlast til þess, að þeir láti blekkj- ast af slíkum tölulestri. Vér höf- um einnig á annan hátt rannsak- að þetta atriði. Sú rannsókn hefir verið afarerfið, afarerfitt að komast fyrir hið sanna um það efni. En svo mikið höfum vér komist fyrir, að vér vitum, að staðhæfingin er ósönn. Hér þýðir ékki stjórninni að berja höfði við stein með bláberri neitun. Geri hún það, sem fundurinn á föstu- daginn heimtaði, að leggja gögn- in á borðið. Hún er skyldug að gera það. Þá mun sannleikurinn koma í ljós og það áþreifanlegar en margur heldur. Vér bíðum þess með óþreyju. Þá mun koma í ljós, að vér höfum ekkert of mælt«. Þess skal getið, að landsstjórnin visaði á fundinum til forstjórans um það að hatin gæfi nánari skýrs'- nr fyrir hönd stjórnarinnar. Þessarri skýrslu andœjðu ráðherrarnir ekki einu orði, heldur staðjestu hana sem stjórnarskýrslu — með pögninni. Og eftir að blöðin höfðu farið hörðum orðum um að skýrslan hafi verið röng — pöqðu peir eifl að síður. Það er fyrst mörgum mánuðnm seinna, þegar búist er við að menn séu farnir að gleyma, að fjármála- ráðherrann fer að berja sér á brjóst og hárymja um sakleysi sitt í þessu efni. Hann hafi ekki sagt ósatt o. s, frv. En þetta þýðir honum ekki neitt. Þarna var stjórnin staðin að ósannindum — eftir því sem öll í. S. í. í. S. í. Iþréttasamb. Skarphééinn. Laugardag 29. júní 1918 verður íþrótfamót Skarphóðins haldið að Þjórsártúni og liefst kl. 12 á hádegi stundvíslega. Til skemtunar verður: Iþróttir ýmiskonar, Ræðuhöld, Söngur og Dans. Stjórnin. gögn standa til. Og trúað gætum vér því, að ej fjármálaráðherrann pyrði að fara i mál við blöð þan, sem þennan áburð hafa flutt, mnndi ýms kurl tii grafar koma við vitna- leiðslu, sem honum þætti betur að hulin værn. Önnur ósannindi flutti þessi sami ómögulegi ráðherra l sjálfu pinflnu á mánudaginn, er hann fór að reyna að svala sér á kaupmannastéttinni. Réðst hann mjög á kaupmenn fyrir það, að þeir hefðu undiretns stofn- að til æsinga út af sykurhækkun- inni í stað þess að fara fyrst til stjórnarráðsins og tala við það, vara stjórnina við hækkuninni. Hið sanna er, að formaður Ferzlunarráðs Is- lands, hr. Garðar Gíslason, sneri sér tvlveqis til stjórnarráðsins til pess að Jd pað ojan af sykurhakkuninni. Er frá þessu sagt i ísafold þ. 14. nóv. — og var þá bygt á samtali við hr. G. G, — Þ á þorði ekki fjármála- ráðherra að andaja. En n ú eftir rúmt háltt ár — hyggur hann sig mega %eja ranqa skýrslu, 0: treysta minnisleysi manna. Þá skjöplaðist og atvinnumála- ráðherranum allmjög á sannleikans brautum, er hann kvað lækkunina á sykrinum vera bygða á, að stjóm- in milli þess 10. og 16. nóv. hafi fengið von nm sykur Jiá Danmörku, sem enqin von hafi verið um áður. En þ. 8. nóv. átti ritstjóri ísa- foldar tal við forstjóra Lands- verzlunarinnar, sem þá varbeint sendur á fund vorn af fjármála- ráðherranum til þess að gefa skýrslu um sykurmálið fyrir stjórnarinnar hönd. Og hvað seg- ir hann? Það má lesa í ísafold 10. nóv. Hann segir, að: dansk- ur sykur með lægra verði sé fá- anlegur. Það vanti aðeins flutn- ing. Kemur þetta heim við það, sem hr. G. Sv. benti á í umræð- unum um þetta mál í Nd., að þegar á þingi í fyrra hafi menn vitað um vonina í þessum danska sykri. Þegar svona staðföst rök eru fyrir því gagnstæða getur at- vinnumálaráðh. ekki gert sér »von« um að menn leggi trúnað á, að danska sykur»nonm« hafi fyrst komið alt að því viku eftir að sjálfur forstjóri landsverzlun- arinnar fullyrðir fyrir stjórnar- innar hönd, að ekki sé um von heldur vissu að tefla. Lesendum vorum fer nú vænt- anlega að skiljast græðgi fjár- málaráðherrans um að undir- strika, að sykurmálið væri »dautt máU — búið að vera. Stjórnin hafi lækkað sykurverðið, endur- greitt hækkunina og enginn skaðast. Viti menn! En hverjum er það að þakka nema blöðum þeim, sem í strenginn tóku og leiddu almenningi fyrir sjónir, hvílíkum fantatökum stjórnin væri að beita hann með sannkölluðum óþörfum blóðsuguskatti og fengu borgara Rvíkur til að hefjast handa. Það var fyrir flvingun almenningsálits- ins, að stjórnin loks hengslaðist til þeBS að lækka sykurverðið. Þeim, sem vilja fá skýlaus, óhrekjandi rök fyrir hinum óþarfa blóðsugu-sykurskatti, sem stjórn- in gerði tilraun til að leggja á nef hvert í landinu — vísum vér til hinnar ítarlegu og óvefengdu framsöguræðu Einars prófessors Arnórssonar í blaðinu í dag. Með því að fara mjög varfærnislega í sakir kemst hann að þeirri nið- urstöðu, að óforsvaranlega blóð- sugu-skattsfúlgan, sem stjórnin á afarerfiðum tímum ætlaði að dengja á þjóðina, hafi numið minsta kosti 300.000 krónum — eða nær 4 krónum á hvert mannsbarn í landinu. Og þetta var um sama leyti og landsstjórnin var búin, með ein- kennilega smíðuðu jafnaðarverði á kolum þeim, sem hingað komu í haust vegna botnvörpungasöl- unnar, að græða alt að 500.000 kr., eins og þm. Vestur-Skaftfell- inga, G. Sv., skýrði frá og ekki var mótmælt. Skakafalla-hítina hefir þá um um þessar mundir vanhagað um 800,000 kr. í svipinn. Minna mátti nú gagn gera! Og er von, að alþingi falli á kné og tilbiðji annað eins skurðgoð og núver- andi ráðsnjöllu, framkvæmda- sömu, viðskiftafróðu, úrræðagóðu, óhlutdrægu, sannleiks-elskandi, háfleygu, snöru, hávitru og að því er »finansgeniið« snertir —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.