Ísafold - 01.06.1918, Blaðsíða 4

Ísafold - 01.06.1918, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD Fimtugsafm. sr. Fr. Fríðrifessonar. Gjöf þeirri er bæjaratjórn færði hon- um fylgdi svolátandi bréf, undirritað af öllum bæjarfnlltrúum R.víkur: •Bæjaratjórn Reykjavíkur notar kærkomið tækifæri á fimtfu óra af- mælisdegi yðar til að votta yður þakklæti fyrir bið þarfa og bless- unarríka starf, sem þér um langt skeið hafið leyst af hendi fyrir æskulýð bæjarfélagsins. Sem sýnilegan vott þessa þakk lætis leyfir bæjarstjóm sér að senda vður 10,000 k óna gjöf til róðstöf- unar fynr starfsemi félags yðar K. F. U. M. hér í bænum, á þann hátt, sem yður þykir bazt henta og óskar jafnframt yður og starfsemi félagsins góðs gengis á komandi árum«. Radiumsjóðnum hefir bæzt nýlega ein rausnargjöf, 5000 kr. frá Ólafi Johnson konsúl. Hotel ísland hafa þeir keypb ný- verið kaupmennirnir Jensen-Bjerg og E. P. Levi fyrir 185,000 kr. í fyrra haust mun sama húseign hafa verið seld á 120,000 kr. Svona stíga hús eignir höfuðstaðarins í verði. Sendiherrarnir, sem til Bretlands fóru til að semja fyrir íslands hönd hafa að loknum störfum skilið leið. Tveir þeirra Klemenz Jónsson og Richard Thors fóru til Danmerkur, en hinn þriðji, Eggert Briem frá Viðey, kom hingað með brezku her- skipi á mánudag. Með sama skipi kom brezki ræðis- maðurinn Cable og fjórir brezkir sér- fræðingar á ull fisk. A fiskveiðar, til Vesturheims fór botnvörpungurinn Rán síðastliðinn Iaugardag. A að veiða á amerískum miðum og selja fisk sinn þar i landi. Steiuolíuvon! Fredericia, stein oliuskipið fór frá New York þ. 23. f. mán., með um 7000 tunnur af steinolíu. Pétur Jóusson operusöngvari, hafði ætlað sér hingað heim í sumar. En þvi miður getur ekkert orðið úr því ferðalagi. Hann dvelur nú í Svíþjóð sér til skemtunar og hressingar, áð- ur en hann heldur suður til f>ýzka- lands. Messað á morgun i fríkirkjunni i Hafnarfirði kl. 12 á hád. (altaris- ganga) sira Ól. Ól. í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðdegis, síra ÓI. Ól. Erl. simfregnir. Frá fréttaritara ísafoldar. Khöfn 23. maí. Akærurnar gegn Rússakeisara hafa verið teknar aftur. Búlgarar og Finnar hafa undir- skrifað friðarsamninga. Bretar telja kafbátahernaði Þjóð- verja hafa verið hnekt svo mjög, að þeir sökkvi nú aðeins einu skipi móti hverjum þrem áður. Ríkiseinokun hefir verið lögleidd i Rússlandi á öllum aðflutningum og útflutningum. Khöfn, 24. maí. Skaðabætur þær, sem Þjóðverjar hafa krafist af Rúmenum eru nær óbærilegar fyrir þjóðina. Stórskotaliðsorustur hafa aldrei verið ákafari en nú á vesturvig- stöðvunum. Prófessor Leopold Meyer í Kaup- mannahöfn er látinn. Frá Póllandi berast fregnir nm það, að í ráði sé að ný skiftingfari Tilkynning frá tannlæknunum í Reykjavík. Frá 1. júni þ. á. tökum vér borgun fyrir störf vor samkvæmt sam- eiginlegú gjaldskrá. Vegna dýrtíðar og aukins kostnaðar við starf vort höfum vér neyðst til að hækka að nokkrum mun, taxta vorn fyrir ýmsar tannlæknisaðgerðir. Nánari vitneskju um þetta atriði getur innanbæjarfólk fengið á lækn- ingastofum vorum — en ekki i síma. „Víkiiig“-skilvindaii skilur 120 lítra á kl.st. Verð 150 kr. Til sýnis og sölu hjá Verð 150 kr. Jöh. 0gm. Oddssyni, Laugavegi 63. Agætur saltaður þorskur, langa 31. maí 1918. V. Bernhöft. Br. Björnsson. P. J. Olafson. Bjarkamál hin nýju (5 sönglög) eftir Bjarna Þorstelnsson, fást hjá bóksölum. Kosta kr. 1.50. fram á Póllandi rrilli Austurríkis og Þýzkalands. Khöfn 26. Sameiginleg stjórn hefir verið sett yfir allan flota bandamanna. Kaempf forseti þýzka rikisþings- ins er látinn. Ritzau-fiéttastofan hefir birt skeyti frá Reykjavik, dags. 23. þ. m. þar sem segir að blöðin taki vel til- kynningu Zahle forsætisráðherra, að þingið verði ekki uppleyst, hafi ekki haft fánamálið til meðferðar, en væntir þess að danskir samninga- menn verði sendir hingað. — Blaðið Köbenhavn skýrir skeytið illgirnis- lega, en Dagens Nyheder taka því vel og láta þá von í ljós að komist verði að samkomulagi sem báðir megi vel við una. Khöfnn 27. maf. Maximalistar hafa stöðvað umferð rússneskra peninga i landinu og gert upptækar allar peningaupphæðir sem fara fram úr 2000 rúblum. Khöfn 28. maí. Frá London er simað, að um hádegi á mánudaginn hafl Þjóð- verjar gert áköf áhlaup og stór- skotahríð frá Rheims til Soissons, Locre og Vormezeele. Frá Ferlin er tilkynt að á mánudagskvöldið hafl verið auk- in stórskotahríð í Flandern, hjá Lys, Somme, Avre og sunnan við Laon. Her þýzka ríkiserfingjans heflr tekið alla hæðina hjá Chemin- des-Dames. Orusta stendur hjá Aisúe. Frá Paris er simað að Þjóðverjar séu komnir að Aisne en bandamenn haldi undan í reglu. Frá London er símað að árang nrslaus áhlaup hafi verið gerð á Bery- anbo. Vinstri fylkingararmur hefir hörfað aftur í aðra varnarlínu. Frá Berlfn er s mað, að her Þjóð- verja hafi farið yfir Aillette milli Vauxaillon og Craonne. Borgirnar Craonne, Pinon, Chavignon, Malmai- son, Courtecon, Cerry Monthiwer og varnarvirki fyrir norðan Berry au- Bac hafa verið tekin með áhlaupi og farið yfir Aisne-Marne skurðinn milli Sapigneul og Brimont og áhlaup gerð á Cornicy Douroy og Loivre. t 3000 fangar teknir. Danska aukaþingið var sett i dag í Christjansborg hinni nýju af kon- unginum sjálfum. Jörð til sölu. Fáist viðunandi tilboð fyrir ágúst- mánaðarlok n. k. í jörðina Fremri- Hvestu við Arnarfjörð, fæst hún keypt og til ábúðar i fardögum 1919. íbúðarhús, hlaða, fjárhús, geymslu- hús öll úr timbri járnvarin, önnur hús úr grjóti, timbri og járni. Af túni taða ca. 250 h., úth. ca. 800 h.; beit fyrir fleiri skepnur en jörðin fóðrar. Semja má fyrir ákveðinn tíma við eiganda og ábúanda jarðarinnar Kr. Magnús Kristjánsson. Tílkynning. Eg undirritaður tilkynni hér með, að eg hefi keypt fjármark ekkjunnar Ingibjargar fónsdóttur frá Ráðagerði á Akranesi, sem er: Sýlt h. fjöður aftan og heilrifað vinstra. Vil eg þvi vinsamlegast biðja alla þá, er kunna að marka fé mitt fyrir mig, að marka undir þetta mark. Akranesi 20. apríl 1918. 01. B. Björnsson, kaupm. kaupir hæsta verði Olaíur Jónsson, Elliðaey við Stykkishólm. Prestsvígsla í Dómkirjunni A morgun vigir bisknp i hámessu kl. 11 þessa fjóra kandídata: Erlend K Þórðarson skipaðan prest til Odda á Rangárvöllum, Eirík Helqasson settan prest til Sandfells í Öræfum, Þor- stein Astráðsson settan prest til Mjóa- fjarðarprestakaJls og Tryqgva H. Kvaran aðstoðarprest í Mælifells- prestakalli. Docent' sira Magnús Jðnsson lýsir vígslnnni. Tvö blöð koma út af ísafold í dag, nr. 25 og 26. og ufsi íæst í Verzlrn G. Zoega. (Ekki selt minna en ein vætt í senn). Augnlækningaferðalag 1918. Fer með »Sterling« 5. ferð, 7. júli, vestur um land til Akureyrar, dvel þar frá 17. júlí til 3. ágúst. Þá með »Sterling* sömu leið til Reykjavikur. Tek á móti sjúklingum á skipsfjöl, nema á Akureyri. A. Fjeldsted. Sparisjóður Borgarfjarðarsýslu tekur til starfa laugardaginn 8. þ. m. Heimili sjóðsins er á Akranesi og fer afgreiðslan fram fyrst um sinn tvisvar i viku, á þriðjudögum og laugardögum kl. 4—5 siðdegis, í skrif. stofu Lofts Loftssonar og Þórðar Asmundssonar. P. t. Rvík 1. júni 1918 Pétur Ottesen, Ól. B. Björnsson, form. gjaldkeri. Árni Böðvarsson, bókari. Tilkynning. Landsbókasafn íslands er 100 — hundrað — ára þ. 28. dag ágúst- mánaðar næstk. Það hefir unnið sitt verk. Full ástæða fyrir söngvara í ljóðum og hljóðum að minnast þ e s s minningardags. Bið um kantötu fyrir 31. dag júlimánaðar. Bið önnur biöð íslands að taka þessa auglýsingu mína ókeypis. Jón Jacobson. Deering sláttuvélar ern væntanlegar i byrjun næsta mánaðar. Sláttuvélavarastykki ern komin. Nokkur gadda- og spaðaherfi ennþá óseld. Kaupfélagið Ingólfur, Stokkseyri. Lestrarsalur Lándsbókasafnsins er nú aftur opnaður til afnota fyrir almenning á vana- legum tíma og verður svo framvegis, meðan vært er þar fyrir kulda. Landsbókasafn Islands, Reykjavik, 22. maid. 1918. Jón Jacobson,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.