Ísafold - 08.06.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.06.1918, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD Símnctni: „Vidar Leiíh*. A. Gudmundsson. Stórkaupmaður. Sími: nr. 233, Leith. Símlykill A. B. C. 5ta Útg. og einkasímlykili. 2 Commercial Street, Leith. Bæjarskrá Reykjavíknr 1918 fæst hjá, bóksölum. Nokkur eintök i b a n d i og á betri pappir, fást á skrifstofu Hdttvirti herra. Vissir Jcaupmenn hafa látið frá sér fara rangar skýrslur um kosti Middlesbrough saltsins til fisksöltunar. Út af þvi hefir herra Ward, framkvœmdarstjóri North-Eastern Salt Co. ritað mér sem hér segir: »Hreint salt er nauðsynlegt ef geyma á kjöt eða fisk svo að vel sé. Það kemur á ýmsan hátt i Ijós ef óhreint salt er notað, svo sem að varan úldnar, sveppir myndast og hún upplitast o. s. frv. Middlesbrough fisksalt er eins hreint og salt getur orðið með þeim framleiðsluaðferðum sem nú þekkjast. Saltlögur sá, sem það er búið til úr, er dældur úr brunnum, en dælurnar eru knúðar með rafmagni. Brunnar þessir eru 1000 fet d dýpt eða meira. Saltlögur þessi er sérstaklega hreinn, en áður en hann er látinn gufa upp er honum rent i gegn um stórar og haglega gerðar síur til þess að ná úr honum kornum þeim sem í honum kunna að fijóta. Lögurinn er þá tárhreinn og skær sem krystall vœri og er hann hefir verið bakaður við eld og saltið rannsakað af efnafræðingum reynist að i þvi eru 99,34°l0 af matarsalti, nefnil.: Matarsalt............................. 99,34°l0 Kolsúr Magnesia....................... 03— Brennisteinssúr Magnesia.............. 02— Brennisteinssúrt Kálk............... . 57— Efni sem ekki leysast upp i vatni. . . 04— 100,00° l0 — Efnarannsókn þessa gerðu þeir Pattinson & Stead, frœgir efnarannsóknarmenn. Af ofanritaðri efnarannsóknar- skýrslu er það Ijóst, að i Middlesbrough-salti er sama sem ekkert annað en hreint salt og þvi er það sérstaklega vel fallið til fisksoltunar. Það er alkunnugt að sveppir myndast oft i fiski og ef sjávarsalt er notað er mjög hœtt við þvi að hann táki að rotna i hita og ráka eða ef hann er sendur til miðjarðarhafslandanna eða annara landa er hafa álika loftslag. Ástæðan til þess er sú, að i því salti er mikið af kolsúru kálki, brennisteinssúrri Magnesiu o. s. frv. En efni þessi eru œtið i sjónum og festast i saltkornum þegar saltið er framleitt við sólarhita. Kalk og Magnesia draga að sér raka og þvi myndast sveppir i þeim fislci sem saltaður er með sjávarsalti, með þvi að fiskurinn dregur þá að sér rákann úr loftinu. Þvi verður eigi á móti mœlt, að það er minst hœtta á því að sá fiskur skemmist, sem sáltaður er með hreinu ensku fisksalti og þann fisk, sem sáltaður er með Middlesbroughsalti, eða öðru ensku saiti, er hættulausara að senda hvert á land er vera skal, en fisk er saltaður er með sjávarsalti. í skýrslu fiskerindreka norsku stjórnar- innar árið 1908 er meðal annars komist svo að urði: *En einn hlutur er áreiðanlegur, að enskt salt er betra en spœnskt til fisksöltunar sökum þess að enska saltið varnar þvi að maurar komist i fiskinn, en i spœnska saltinu er mikið af snýkjudýrum og það hefir gert þurfiskverzluninni mikinn skaða. — Sökum stöðugra umkvartana þeirra, er verzla með fisk, hefir norska stjórnin látið sérfróða menn rannsáka þetta mál, og hefir þá sannast, að aðál- orsök þeirra er sáltið sem fiutt er frá Miðjarðarhafslöndunum*. — Sama máli er áð gegna um söltun annara fisktegunda svo sem síldar o. s. frv. — Margir fiskverkunarmenn nota sjávarsalt sökum þess hvað það er ódýrt, en það er mjög efasamt hvort nokkur sparnaður er að því, þegar öllu er á botninn hvolft, sekum þess að þeir kaupa þar meiri raka og önnnr efni, eins og áður er sagt, og sá fiskur sem saltaður er með sjdvarsalti heldur sér ekki eins lengi og sá fiskur sem hreinsað enskt salt er notað í. Þegar sveppir komast í fisk, hvort heldur þurkaðan sáltfisk eða óþurkaðan, getur verið hættulegt að nota hann til manneldis. Henrik Bull ritar í Fiskitíðindin norslcu 7. nóv. 1908: >Nú er það að í ensku salti eru svo sem engin Magnesíusölt; þegar menn því nota þetta salt í síld og mákríl þá verður að álita það fullsannað að Magnesíusölt þurfi eigi til söltunarinnar. Þetta sýnist mér svo Ijóst að ekki verði framhjá þvi gengið og þetta er enn markverðara fyrir þá sök að á Englandi er enska saltið einnig dýrt svo enginn efi er á því að miðjarðarhafssaltið yrði þar ódýrara. Þegar því miðjarðarhafssalt er notað að eins stöku sinnum, þrátt fyrir hið lága verð, þá verður að tel.ja það víst að einhver kostur sé að því að nota enska sallið, og þá að líkindum sá, að salta síldin sé betri að gœðum. Það er áreiðanlegt að menn sleppa við rákann og biturt bragð, sem þvi miður virðist fylgja sjávarsaltinu«. Mig langar til að vekja athygii á orðasveim þeim, sem komist hefir á loft, að í Middlesbroughsalti sé járn. Það er ósatt og bláber uppspuni og virðist eiga rót sina að rekja til ísl'enzkra kaupmanna i Kaupmannahöfn sem selja sjdvarsalt til íslands. Þvi var haldið fram að rauður litur á fiski kœmi af járni sem væri i saltinu. Slíkar staðhæfingar eiga sér engan stað, þvi að rauði liturinn í fiskinum kemur af smá sveppum Clathrocytis roseo-persicina, sem válda rotnun. Þegar um miðja 18. öld urðu menn þess varir, að magasjúkdómar og önnur veikindi i enska sjóliðinu var að kenna sjávarsalti. Salt þetta var framleitt í Frakklandi og Miðjarðarhafslöndunum og flutt til Englands og úr þvi var saltað kjöt það og fiskur sem sjóliðsmennirnir höfðu til matar. Þetta varð til þess að fundið var upp á því að framleiða hreinsað enskt salt til að geyma í því kjöt og fisk. Hreinna salt en þetta getur ekki. í norðanverðum Noregi, á Marmaraströndinni og við Hvítahafið hefir Middlesbrough-salt verið notað þvi nær eingöngu nú i mörg ár«. Eg get bœtt því við, að verzlun min með Middlesbrough-sált er sífelt að aukast, svo að nú skiftir hún þús- undum smálesta á ári, og mér hefir áldrei borist ein einasta umkvörtun um saltið. Ef þér því hafið eigi notað áður Middlesbrough-sált, þá vænti eg að þér nú pantið talsvert af því hjá mér til reynslu, því að eg er sannfœrður um að þér verðið harðánægður með það. Virðingarfylst. Jl. Suémunósson. hversu mikið valfrelsi í sthöfnum sín- um, sem maðurínn hafði, þegar draum- urinn rættist. Máske líka megi hugsa sér að maður hafi að mestu frjálstval i öllu. Ef einhver t. d. getur spáð fyrir lífsferli mínum eða annara — sannað er að margar konur hafa spáð með ýmsum tækjum — þá máske er það af því, að sá sem spáir fær á einhvern óskiljanlegan hátt að sjá framtíð mína eða annara eins og hún verður. Hagi eg mér í einu eða öðru tilfeili öðruvfsi nú, þá yrði sýnln eða Bpásjónin eftir því. Draumur þesssl er eigi einstakur í sinni röð. Eg hefi heyrt sagt frá og lesið um fjölda marga drauma, sem svipar mjög til þessa áminsta draums. Einn af þeim er draumvitran Fabri- ciusar stjarnfræðings (á 17. öld). Hann dreymdi fyrir sór, að hann yrði myrt- ur 7. maí. Yinir hans voru hjá hon- um þennan dag og fór hann eigi út úr húsi sínu allan daginn. Þegar kom- ið var undir miðnætti hólt hann að lífi sfnu væri óhætt þann daglnn. Hann fókk óstjórnlega þrá til þess að koma undir bert loft, og sjá himln- tunglin, eins og hann var vanur að skoða hverja heiðbjarta nótt. Engin bönd hóldu honum inni. Hann þaut út, og vinir hans á eftir honum, en i dyrunum var hann rekinn í gegn. Það var bóndi þar úr nágrenninu, sem það gerði. Hann eins og flestir alþýðu- menn, trúðu því, að Fabricius væri göldróttur og þóttist með þessum glæp hafa kærleiks verk unnið. Það lítur helzt út fyrir að í þessari draumvltran hafi Fabriciusi verið á- kveðinn þessi dauðdagi, þessi forlög og þar hafi gamli málshátturinn sann- ast: »Ekki verður feigum forðað, nó ófeigum f hel korniBí. Mór þykir þið trúlegast, að eigi hefði verið mögulegt að granda lífi Fabrieiusar fyr en þennan dag, hve mikið sem reynt hefði verið til þess. (Frh.) ---^-------------- Tvð blðð koma út af ísafold i dag, nr. 27 og 28. Isafoldar. Véladagbók handa vélameistuium á skipum) gefin út nð tilhlutun Stjórnarráðs íslands, á íslenzku, kemur út eftir nokkra daga. Isafold — Olafur Bjcrnsson. Leiðarbók (skibsdagbog) og Leiðarbókar-uppkast (kladde) handa skipum, gefið út að tilhlutun Stjórnarráðs Islands, hvorttveggja á islenzku, er nýkomið út. — Fæst á skrifstofu ísafoldar. Isafold — Olafur Björnsson. TJímanak fjanda isíenzkum fiskimönnum 19Í8 er komiö úf og fœsf f)já bóksölum. Passí usálmar og 150 sálmar fást hjá, bóksölum bœjarins. Nyjar bækur: C. W. Leadbeater: Lífið eftir dauðann. Þýtt hefir Sig. Kristófer Pétursson. Skiftar skoðanir .. I*... JÁSÁSWHSDt 572» EftirS .. j l l Sig. KristófergPótursson.f ílfl (Sérprentgúr Lögréttu). |f Hin^fyrrlJíkostargkr. 0.75,-en^hia slðari2kr. 0.50." ■] Fást hjá bóksölum.||! 1 Isafold — Olafur Björnsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.