Ísafold - 15.06.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.06.1918, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 í viku. Verð arg. 5 kr., erlendis 7*/^ kr. eSa 2 dollarjborg- ÍBt fyrir miðjau júlí erleudia fyrirfram. Lausasala 10 a. eint AFOLD Uppsögn ^skrifl. bnndln við áramót, er óglld nema kom- ln bó tll útgefanda fyrlr l. okfcbr. og sé kanpandi sknld- lans vlö blaöiB. ísafol darprentsmiðja. Ritstjóri: Úlafur Björnsson. Talsimi nr. 455. XLV. irg. Reykjavik, laugardaginn 15. jiini 1918 _____1___________ — . --- 30 tölublað Konungshúsið á Þingvöllum verður opnað þann 15. júni. Virðingarfylst. Guðrún Jónsdóttir. Saltfiskur þur og vel verkaður fæst hjá Hannesi Olafssyni & Co. Forsætisráðherrann talar um fánamálið og ófriðar- málin á alþingi. III. Samvlnna þings og stjórnar. Margir þeirra, sem hlýddu á hina »stórpolitisku« Tæðu forsætisráðherr- ans í neðri deild þ. 30. mai munu hafa látið tér detta í hug, að ráð- herrann mundi ætla sér að láta þau verða ræðulok, að leggja embœtti nið- ur baði jyrir si% 0% félaqa sina í landsstjórninni. Ekki svo mjög vegna ummæla hans um fánasynjunina í rikisráði 22. nóv., enda þótt hann segði, að eftir venjulegum stjórnarfarsreglum hefði stjórnin átt að fara frá þegar, vegna hennar. Þar hafði hiiín sér til afsökunar, eftir því sem ráðherr- anum sagðist frá, að fullveldisnefnd alþingis mun hafa lagt á það ráð, að stjórnin skyldi ekki gera þetta að fráfararefni milli þinga. Að vísu litum vér svo á, að það hefði verið |>að réttasta til þess að leggja úr- slitaáheizlu á fánakröfuna og þá að kveðja um leið saman aukaþing þegar i stað, til þess að gefa þvi færi á að taka til sinna ráða til þess að leiða málið til sigurs. Eo úr því þingið leit hinn veg á verð- ur að virða það stjórninni til vor- kunnar, að hún hagaði sér svo sem taun ber vitni. En þegar forsætisráðherra siðar í ræðu sinni fer að tala nm, að það sé eðlilegt, að stjórnin sé tregari að koma fram með tillögur til bjarg- ráða, þegar þingið fari með uppá- stungur hennar, eins og það hafi gert — ja, þá teljum vér víst, að mörgum mnni þykja þau ummæli bera vott um barla einkennilega samvinnu þings og stjórnar. Þingið setur á laggirnar þriggja manna stjórn til þess að tryggja sér — að þvi er ætla verður — að ekki ráði i stjórninni neinn einstak- ur flokkur, heldur sé stjórnin fnll- trúi fyrir 3 flokka þingsins, sem miklu mestur hluti þess telst til. Þegar 'svo er í haginn búinn, er það þá ekki einkennileg »samvinna«, að það er nær skorið fyrir, að nokk- uð það fái að lifa, sem stjórnin leggur fyrir þingiðf Hvemig stendur á þeim ósköpum^ Annaðhvort — stjórnina eða þing- Ið — hlýtur að vera eitthvað bogið við. • Naumast þarf að efa, að skynbærra roanna dómur verði, að — þótt margt megi að þinginu fiúna — þá sé samt sem áður aðalsökin hjá — stjórninni — hún sé sá raunveru- legi ásteytingarsteinn. En að því leyti fellur sökin á þingið, að það skuli ekki enn hafa sýnt þá djörfung og dug að losa oss við ásteytingarsteininn. Viðast hvar annarsstaðar í heimin- utn mundi stjórn, sem er að kvarta yfir þvi, að ekkert nái fram að ganga, sem hún stingur upp á við þing þjóðarinnar, verða svarað: Því ertu að kvarta, í stað þes: að taka þá rögg á þig að gera eitthvað að úr- slitamáli og standa eða falla á þvi! En hér á Islandi er það tekið fyrir góða og gilda vöru, að stjórn- ar-formaðurinn Iýsi yfir því, að mikilsvert »princip«-spursmál sé lagt iyrir þingið sem »prófsteinn« (sbr. ræðu forsætisráðherrans um fráfærna- frumvarpið) og þegar þingið metur þetta »ptincip« spursmál stjórnarinn- ar á þann hátt, að steindrepið er við fyrsta tækifæri -— þá skeður ekki annað en það, að »lögð er niður rófan« af stjórnarinnar hálfu. Þegar slík er »samvinnan« og samræmið milli þingsins og stjórn- arinnar, á einhverjum úrslitamestu alvörutimum, sem þjóð vor hefir lifað, þá er ekki að búast við, að önnur þjóðfélagsstörf hepnist farsæl- lega. Það þarf að breyta um undir- stöðuna á þjóðfélagsbúinu. Þingið verður að velja ráðsmenn, handa þjóðinni, sem það ber meira traust til en svo, að flest sem þeir stinga upp á, sé »dauðfætt«. »Hvað tæki við« spyr Tíminn, ef þingið rækti þessa meir en sjálf- sögðu skyldu sína. Þvi er fljótsvarað: Það kæmi stjórn, i stað óstjórnar, ef þingið er ekki öllum heillum horfið. Samkvæmt skýrslu frá fjárhags- neðri deildar alþingis hafa i Tjör- nesDámu landssjóðs verið teknar upp 1430 smálestir af kolum á tímabilinu frá miðjum mal 1917 til 9. marz siðastl. Hreinn halli á rekstrinum er talinn að vera kr. 102,161,83, sem svarar til um kr. 71,44 á hverri smálest (hreint tap). Mér er tjáð að kol þau, sem Verkamannafélag Akureyrar lét taka upp siðastl. ár, i námu við hlið landssjóðsnámunnar, hafi kostað hinsrað koniin nm kr. 68,00 eða um kr. 3,44 minna en landssjóður tapaði a hverri smdlest, sem í hans námu var unnin. Hve mikill flutningskostnaðurinn varð á kolum Verkamannafélagsins frá námunni tii Akureyrar, er mér ekki vel. kunnugt, en trauðla mun hann hafa orðið undir 18 til 22 kr. á hverri smálest (umborðflutningur og flutningur hingað). Flutnings- gjaldið mun hafa verið um kr. 15.00. Upxborðflutningur varð vist mjög dýr, að dæma eftir reikningi frá for manni landssjóðsnámunnar. Staifs- menn hennar fluttu 60 smálestir um borð fyrir Verkamannafélagið. Réikn- ingur yfir það var nm kr. 1,200,00, en var vist ekki borgaður nema að nokkru leyti, — þötti óeðlilega hár. Það má óhætt áætla, að kostpaður á kolum Verkamanpafélagsins frá námunni til Akureyrar hafi orðið kr. 20,00 á hverti smálest, og hefir þá kostað kr. 48,00 að vinna hverja smálest. Beint tap við að vinna kölin úr landssjóðsnámunni hefir því orðið kr. 2},44 umjram pað sem kostaði að vinna Verkamannajilaqs- kolin. Með öðium orðum verður útkoman þessi: Landssjóðskolin voru seld á kr. 35.00 beint tap á verkinu — 71.44 kostar þvi hver smálest kr. 106.44 en verkamannakolin að eins um kr. 48,00. Þess ber að geta, að Verkamannafélagið vann að eins þar til seinast í septembermánuði, en í landssjóðsnámunni er miðað við vinnu til 9. m«rz. Vetrarvinnan hefir auðvitað orðið dýrari, svo og líka ber þess áð geta, að ferðakostn- að landssjóðsmannanna hefir einnig orðið meiri en hinna; aftur á móti voru betri og fullkomnari áhöld, sem landssjóðsmenn höfðu, og hefði það átt að gera verkið ódýrara. Það getur engum blandast hugur um það, að hér er að einhverja leyti um óheilbrigða meðferð á fé lands- sjóðs að ræða, því að óhrekjanlegur samanburður, bygður á kostnaðar- tölum beggja hlutaðeigenda, sýnir hinn gífurlega mismun á reksturs- kostnaði námanna, hvorrar fyrir sig, beggja á sama svæði. Skýrsla fjárhagsnefndarinnar sýnir ljóslega, hve landsstjórnin virðist gersneydd hæfileikum til hagsýni og eftirlits með þvi, sem unnið erfyrir fé landssjóðs. Rekstur námunnar er eitt af þeim glöggu dæmurh kæru- leysis, óstjórnr r, -ráðleysis og glappa- skota stjórnarinnar. Rekstnr Tjömesnámunnar verður nákvæmlega að rannsaka, að svo miklu leyti sem hægt er, og alla reikningsfærslu henni viðvikjandi, svo og öll fylgiskjöl, láta þá alla, sem sök eiga í glappaskotum rekst- ursins, bera fulla ábyrgð gjörða sinna, hvað svo sem það kostar, ekki pen- inganna vegna, þeir munu tapaðir vera, heldur til þess að þeir seku fái makleg málagjöld, verði brenni- merktir með sinum rétta stimpli, og öðrnm til viðvörunar. Það er skylda alþingis. Fari svo, sem eg vona, að Tjör- nesnámuhneykslið verði til þess að opna augu þeirra þingmanna, sem hingað til hafa verið blindir fyrir glappaskotum núverandi landsstjórn- ar, svo þeir sjái að hún stígur hröð- om fetum í þá átt, að steypa land- inu i fjárhagslegar og siðferðislegar ógöngur, og að þeim rétt sjáandi þingmönnum með þvi aukist það fylgi, sera gefur bolmagn til þess að steypa h^nni úr valdasessinum, áð- ur en yflrstandandi aukaþingi verður slitið, pá má máske í raun réttri skoða Tjörneshneykslið sem happa- samlegt atvik, þótt dýru verði sé keypt. Illkynjaðar meinsemdir læknast sjaidan nema með djúpum og sárt- sviðandi ástungum, > Akuréyri, 1. júni 19x8. Hankur. Tvenn lög. Alþingi afgrejddi fyrri viku tvenn ný lög, sem eru mjög þýðingarmikil fyrir verzlun landsins. Voru bæði frumvörpin afgreidd með aíbrigðum frá þingsköpunum i báðum deildum, og tók það þingið ekki nema tæpa kl.st. að gera þau að lögum. Oss þykir rétt að birta bæði lög- in i heild og greinargerðir fyrir þeim, því að þau snerta mjög hag allra kaupsýslumanna. Frumvarp til laga nm viðauka við lög nr. 6, 8. febr. 1917, um heimild handa landstjórninni til ráðstafana til trygg- ingar aðflutningnm til landsins. Frá bjargráðanefnd. 1. gr. Við 1. gr. laga nr. 6, 8. febrúar 1917, bætist: Enn fremnr veitist ráðuneyti ís- lands heimild til þess, að taka eignar- námi til útflutnings islenzkar afurð- ir hjá kaupmönnum, félögum, fram- leiðendum eða öðrum, gegn fullu endurgjaldi, að frádregnu lögboðnu útflutningsgjaldi. Endurgjald skal ákveða eftir mati þriggja óviðhallra manna; skal einn þeirra kvaddur af Landsyfirréttinum, annar af bæjarfó- getanum i Reykjavik og þriðji af stjórnarráðinu. Þeir kjósa sér odd- vita. Matsgerðir þeirra eru fullnaðai- m3tsgerðir. Eignarnemi þaif ekki að taka hið numda strax í’ sinar vörslur, að matsgerð lokinni, en greiða skal hann eiganda eða umráða- manni hins numda hæfilegan geymslu- kostnað eftir matx matsmanna. Að öðru leyti fer nm framkvæmd eignar- námsins, eins og greinir í lögum nr. 61, 14. nóvember 1917, um framkvæmd eignarnáms. 2. gr. Lög þessi öðlasl þegar gildi. Greinargerð. í lög 1. febrúar 1917 vantar skýra heimild til þess að taka vörur eign- arnámi, en nú er, vegna skuldbind- inga þeirfa, sem hvila á landsstjórn- inni samkvæmt samningi milli henn- ar og' stjóma bandamanna, óhjá- kvæmilegt að' hafa slíka heimild til' eignarnáms skýrt ákveðna í lögun- um. Því að þótt ,rett megi telja, að sú viðtæka heitnild, sem framan: 'greind lög yeita landssjórninni til að selja paeð reglngerðnm ákvæði, setp nauðsynleg þykja til þess að. tryggjaaíaðflutninga tib iandsins, inöi- feli einnig heimiid til að fyrirskipa eignarnám, er eins og nú á stendnr nauðsynlegt að taka fyrir allan vafa nm þetta atriði. Ennfremur er óhjá- kvæmilegt að fá sérstakar reglur um eignarnám það, sem hér um ræðir, aðallega að því er snertir matsmenn- ina og kvaðningu þeirra, svo og um, að matsgerðir þeirra skuli vera fullnaðarmatsgerðir. Frumvarp til laga um bráðabirgðaútflutnings- gjald. Frá fjárhagsnefnd. t. gr. Meðan Norðurálfuófriðnr- inn stendur og ráðuneyti íslands fer með verzlun innlendra vörutegunda, fleiri- eða færri, eða sér um útflutn- ing þeirra, er því heimilt að leggja með reglugerð eða reglugerðum út- flutningsgjald, auk lögboðinna út- flutningsgjalda, á vörutegundir þess- ar, eftir þvi sem nauðsynlegt er, til þess að landssjóður biði ekki skaða af afskiftum sinum af þeim. Gjaldi þessu skal hagað þannig, að ekki komi á neina vöruterund hærra gjald en sem svarar til þeirrar fjárhæðar, sem iandssjóður verður að leggja fram vegna verzlunar með eða um- sjónar á þeirri tegund. Vörurnar, andvirði þeirra og vá- tryggingarupphæð, er að veði fyrir gjaldinu. í reglugerð má kveða á um til- högun og innheimtu gjaldsins, hver skuli greiða það, sektir fyrir brot á henni og meðferð mála út af slíkum brotum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi Greinargerð. Eins og knnnugt er, þá er lands- stjórnin neydd til; vegna samninga við önnur riki, að taka í sinar hend- ur verzlun með ýmsar innlendar vörutegundir og umsjón með útflutn- ingi á þeim, til þess að tryggja að- flutninga til landsins, og þar sem búast má við, að landssjóður biði skaða af þessum afskiftum sínum, ef engi heimild er fyrir hendi nm, að hahn megi leggja gjald á vöruna til lúkningar þeim skaða, þá virðist eigi verða hjá því komist að ná honum' með skatti. Tilætlun þessa frv, er að útvega slíka heimild, þar sem það gæti orðið landssjóði ofvaxið að greiða slíkan halla. Það er að sönnu óvanalegt að veita heimild til skatta- álögu til landssjóðs með reglugerð- nm, eh þar. sem alveg sérstaklegn <stendur á nú og eigi virðist auðið .að ákveða skatt þenna með lögum, þanjiig,, að nærri láti um, að lánds. sjóður verði skaðlaus, þykii* eigi fær

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.