Ísafold - 15.06.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.06.1918, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD að fara aðra leið í þessu efni en frv. gerir ráð fyrir. Og vafalaust þykir það, að þessi aðferð fari eigi í bága við 23. gr. stjórnarskrárinnar, sem að sjálfsögðu gildir um alla skatta, hvort sem þeir eru landssjóðs- eða sveitar- eða bæjarfélagaskattar. Sést þetta meðal annars bert á þvi, að bæði tekjur sýslusjóða og sveit- ar- og bæjarsjóða eru teknar að miklu leyti með niðurjöfnun. Frv. þetta flytur fjárhagsnefnd eftir tilmælum landsstjórnarinnar. Bftirmæli. 1. Um Friðbjörn heit. Steinsson bók- sala á Akureyri ritar blaðið íslend- ingur m. a. svo: Friðbjörn sál. var fæddur að Hól- um i öxnadal 5. april 1838, en þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Steinn Kristjánsson og Guðný Kráks- dóttir. Ólst hann upp þar í Öxna- dalnum þangað til 1850 að hann fluttist með foreldrum sinum til Akur- eyrar. Dvaldi hann svo það sem eftir var æfinnar þar í bænum. 4. október 1861 giftist hann Guð- nýu Jónsdóttur frá Pálmholti, sem lifir mann sinn. Þau hjónin eign- uðust fimm börn, en urðu að sjá á bak fjórum þeirra, en ein dóttir þeirra, Guðný, er gift Páli Magnús- syni, og býr i Ameríku. Eftir að Friðbjörn heitinn settist að á Ákureyri, nam hann bókband, og var það og bóksala aðalatvinna hans. Snemma fór Fbj. að gefa sig við almenningsmálum, fekst enda við blaðamensku um eitt skeið, var full- trúi á Þingvallafundi og lét til sín taka um málefni kaupstaðarins, enda átti hann sæti i bæjarstjórn Akur- eyrar um tugi ára. En jafnframt þessu vildi hann hlynna að hvers- konar félagsskap í bænum, sem hann hélt að gagni mætti verða. Var hann fylginn sér að hverju máli og vann sin störf með stakri trúmensku, svo hann ávann sér vinsæld og virðingu samverkamanna sinna. Glöggur var hann og gætinn i öllum fjármálum, og vildi ekki vamm sitt vita. Hann var vanur að hugsa vandlega hvert það mál, sem hann ætlaði að vinna að, áður en hann léði því fylgi. Það var þvi engin tilviljun að fyrsta Goodtemplarastúka þessa lands var stofnuð á heimili hans 10. janúar 1884. Var hann siðan félagi G.-T.- reglunnar til dauðadags. Það er ekkert smáræði sem hann hefir unnið að málefni G.-T.-regl- unnar, enda taldi hann það eitt sitt mesta gæfuspor, að hafa léð þvi máli fylgi, enda á G.-T.-reglan hon- um meira að þakka en nckkrum manni öðrum. Friðbjörn sál gegndi einnig ýms- um öðrum trúnaðarstörfum. Þannig var hann um langt skeið formaður stjórnarnefndar Gránufélagsins, þang- að til félagið var leyst upp. Á efri árum sinum hlaut hann maklega viðurkenningu fyrir störf sin. Þannig var hann gerður að heiðursfélaga í Bóksalafélaginu; einn- ig var haun sæmdur heiðursmerki Dannebrogsmanna. — Akureyrarbúar sýndu þeim hjónum fulla samhygð við ýms tækifæri, svo sem á 70 ára afmæli Fbj. og gullbrúðkaupsdegi þeirra hjóna. Friðbjörn sál. hélt starfskröftum sinum að mestu þar til hann var 70 ára,' en þá voru lika kraftar hans á þrotum, sjónin að dvina og ellin þá að taka hann föstum tökum. Jafnvel þótt Friðbjörn sál. ætti ekki kost á að njóta þeirrar ment- unar i uppvextinum, sem nú er tal- in nauðsynleg, vanst honum þó mik- ið á fyrir þá alúð og einlægni, sem hann lagði í störf sín; á honum sannast hið fornkveðna: »Sýndu mér verk þíu, þá skal eg segja þér hver þú ert«. II. Síðastliðinu vetur andaðist að heim- ili sínu á Hofstöðum i Miklaholts- hreppi, merkiskonau Kristjana £1- ísabet Sigurðardóttir, eins og gecið kefir verið um í blöðunum. Kristjana sál. var fædd í Beykja- vík 4. desember 1857 og voru for- eldrar hennar Sigurður Björnsaon og Margrét Bjarnadóttir i Klettakot, sem margir eldri Beykvíkingar kann- ast við. Sigurður sál. faðir hennar var ættaður að norðan, en Margrét var dóttir Bjarna »anleggshaldara< á Hólmabúð í Yogura, Hannessonar, spítalahaldara i Kaldaðarnesi. Hún var hin næstyngsta af fjórum systr- um, sem margir þekkja, hálfsystir Solveigar sál. Eymundsson og al- systir Guðrúnar sál. fyrri konu Guð- mundar landlæknis og Magðalenu, sem enn er á lífi og býr i Beykjavik. Kristjana sál. ólst upp i fátækt hjá forsldrum sínum og naut litillar mentunar i uppvextinum, enda var þáekkieinsgreiðuraðgangur að menta- brunnunum og nú er, en rúmlega tvit’ug fiuttist hún vistferlum að Velli á Bangarvöllum, sýslumanns- setrinu góðkunna og dvaldi þar 6 ár. unz hún fór til Beykjavikur aft- ur og tók við hússtjórn hjá Kriiger lyfsala. því starfi gegndi hún um nokkur |ár, eu giftist eftirlifandi manni sínum, Hjörleifi Björnssyni frá Breiðabólsstöðum í Alftanesi 30. desember 1892. Beistu þau bú næsta vor á Hofstöðum og bjuggu þar alla tið siðan. Eignuðust þau 6 börn, sem öll eru á lífi nema eitt, sem dó ársgamalt. Kristjana sál. dó 15. desember siðastliðinn rúmlega sextug. Dauða hennar bar mjög skyndilega að, eins og hinna systranna, hún varð bráðkvödd. Kristjana sál. var meðalkvenmaður, frið ogfönguleg,svarthærð eins og ann- að fólk af Kaldaðarnesættinni, svip- urinn hreinn, og þýður eins og við- mótið og lundin. Frá föður sínum hafði hún erfc góðar gáfur og skör ungsskap frá móður sinni. Hún var ástrik og nákvæm eiginkona og móð- ir, en hjarta hennar rúmaði fleira, hún lét sér mjög ant um alla sem bágt áttu og hún náði til og var nákvæm við sjúklinga, enda var henn- ar oft leitað i læknis-leysinu á sunn anverðu Snæfellsnesi og liðsinti hún þá jafnan með ráð og dáð. Hofstað- ir eru mjög i þjóðbraut, þar sem tvær sveitir mætast og urðu þau hjón þess æði mikið vör, þvi að þar var oft margt um gesti, þrátt og oft margir nætur sakir i einu; eg hefi sannfrétt að eitt ár hafi bor- ið þar að garði og þáð þar einhvern beina, hátt á 9. hundrað manns. Borgun var tiðast engin tekin, enda þótt efnin væru lftil, en gestrisni og greiðvikni óspart í té látin hverjum, sem í hlut átti. þesskonar mun nú orðið ekki mikill búhnykkur, þvi að það vill verða útdráttarsamt úr bú- inu og tímaþjófur eigi lítill að taka á móti mörgum gestum og gera vel til þeirra allra. Kunna ekki allír að paeta það eins og ber; en þeir sem hafa ferðast mikið og gist á sveita- heimilunum um túnasláttinn eða um hávetur ættu að gera það, ættu að kunna að meta alúð þá og sérplægn- islausa gestrisni, sem sýndt er, hvernig sem á stendur og hverjum sem er. Eg er einn af þeim mikla fjölda, sem hafa notið hennar á Hofstöð- um og minnist þyi hinnar látnu með þakklæti. það ræður að tíkindum, að Kristi- jana sál. hafi átt marga vini og góð- kunningja, hún sem mátti ekkert aumt sjá og gladdi svo marga. Kom það í ljós við jarðarför hennar, sem fór fram að Staðastað að viðstöddu óvanalega miklu fjölmenni þrátt fyr- ir öll harðindin, sem hömluðu mönn- um leugra að frá að koma. Hennar er saknað af öllum þeim er hana þektu og með henni er fallin frá ein af sæmdarkonum landsins, sómi stétt- ar sinnar og sveitaprýði, en »orðstírr deyr aldregi hveim sér góðan of getr«. Kunnuqur. □ □ □ □!□ □ □ □ □ □ Arni Eiríksson Heildsala. Tals. 265 og 554. Pósth. 277. Smásala. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð' Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýfastar. Tækifærisgjafir. □ □□□□□□□□ □□!□!□□ □□ □:□ □ □□□:□ □ □ t Sira Gísli iónsson, prestur að Mosfelli í Grímsnesi, drukknaði I Þverá síðastliðinn mánu- dag. Var hann á leið úr Landeyj- um að Odda, til þess að vera þar á uppboði, sem halda átti daginn eftir á búi síra Skúla Skúlasonar. Ætlaði hann að ríða Þverá hjá Hemlu, en vaðið tæpt, og mun hann hafa vilst út af þvi. Lenti á sund, losnaði við hestinn og druknaði, án. þess að fylgdarmaður hans fengi komið björg- un við. Síra Gísli Jónsson var fimtugur að aldri, fæddur 27. júlí 1867, i Krisuvik, og voru foreldrar hans Jón Þorláksson smiður, er siðar fór til Ameriku, og síðari kona hans Þór- unn Gisladóttir bónda í Gröf í Skaftár- tungu. — Síra Gisli útskrifaðist úr Skóla 1890 og af prestaskólanum 1892. 30. okt. s. ár var hrnn vigð- ur prestur til Meðallandsþinga, en fekk Mosfell i Grimsnesi 7. maí 1900, og fluttist þá þangað. Hann kvæntist 2j. april 1893 Sigrúnu Hildi Kjartansdóttur prests i Ey- vindarhólum, og lifir hún mann. sinn, ásamt mörgum börnum þeirra. Sira Gísli var vel látinn af sóknar- börnum sinum og vænn maður, að allra kunnugra dómi. Aldarafmæli Siglofjarðar. Það var hátíðlegt haldið þar á staðnum þ. 20 mai. Var þar þá allmargt gesta frá Akureyri, þar á meðal hornaflokkurinn þaðan, er gerði sitt til auka á fagnaðinn. Tvö ný kvæði höfðu þeir ort sira Matthias og Páll I Ardal, og voru þau sungin undir nýsömdum lögum eftir sira Bjarna Þorsteinsson, sem verið hefir og i öðru manna mikil- virkastur um að gera aldarafmælið sem hátíðlegast, enda verið forustu- maður Siglfirðinga síðustu áratugi. Sem geta má nærri var mikið um ræðuhöld og söng á hátíðinni. Þá voru og 2 guðsþjónustur um dag- inn og blómsveigar lagðir á leiði hinna helztu þeirra, er starfað hafa að blómgun nýja kaupstaðarins. Allur var staðurinn fánum.skreytt- ur. Skrúðgöngur barna, iþróttasýn- ingar 0. m. fl. var ennfremur til skemtunar, og yfirieitt fór alt svo vel fram, að Siglfirðingum var til mikils sóma, segja kunnugir. Þess þarf ekki að geta, að sam- fagnaðarskeyti drifu að úr öllum átt- um. En bezta skeytið sem barst, var fregnin um, að Alþingi væri búið að lögfesta Sigluflörð í kaupstaðatölu. Til skólanefnda og fræðslunefnda frá fræðslumálastjóra* 27. maí 1918. Með auglýsingu, dags. 15. sept. i fyrrahaust, hefir stjórnarráðið veitt ýmsar undanþágur frá framkvæmd fræðslulaganna síðastliðinn vetur, heimilað að stytta námstíma í heim- angönguskólum frá þvi sem ákveðið er í reglugerðum skólanna og það alt niður í 8 vikur; sömuleiðis stytta vinnutíma farskóla, eða jafnvel láta niður falía farskólana, ef miklir erfið- leikar voru á að halda þeim uppi sakir eldiviðarskorts, eða af öðrum ástæðum. En þá bar fræðsluhefnd að ráða eftirlitskennara til 24 vikna, er skyldi aðstoða við heimilisfræðsl- una. Það var hræðslan við eldiviðar- skort, sem í fyrrahaust gat gefið til- efni til að veita slíkar undanþágur, einkum þó I heimangönguskólum, sem einvörðungu notuðu kol til hit- unar, og annan eldivið erfitt að fá, þegar kolin brugðust. Sumstaðar á landinu hefir þetta undanþáguleyfi alls ekki verið notað að neinu leyti, sumstaðar verið not- að af nauðsyn og sumstaðar nauð- synjalaust. Og ekki einungis notað leyfið, sem stjórnin gaf, til að stytta kenslutíma eða jafnvel láta farskóla- hald niður falla, heldur hefir gleymst að fullnægja skilyrðinu, sem stjórn- in setti: að ráða mann til eftirlits með heimilisfræðslunni. Auglýsing stjórnarráðsins hefir þannig verið misskilin á einstaka stað, eða fótum troðin. Ekki er mér enn fullkunnugt um, hve mikil brögð kunna að vera að þvi, að dregið hafi til muna úr barnafræðslunni siðastliðinn vetur, með því að skýrslur eru enn að mestu leyti ókomnar, en eg veit að nokkur brögð eru að þvl, og vil eq pví beina peirri áskorun til skólaneýnda og ýraðslunejnda að gera nú í teeka tíð allar nauðsynlegar ráð- stajanir til pess að rétta aftur við skólahaldið nasta vetur, par sem sleg- ið kann að hafa verið slöku við pað síðastliðmn vetur. Vænti eg þess og, að hreppsnefndir tregðist ekki við að veita fé til barnafræðslunnar, • þó að sumu leyti láti ekki vel í ári. Enginn maður ætti að vera svo grunnhygginn, að imynda sér að landinu verði forðað fári á neyðar- árum með því að sveitarstjórnirnar vanræki sjálfsögðustu skylduna. Barna- fræðslunni má ekki fresta að skað- lausu. Vanræksla á henni kemur þessari kynslóð i koll — og eftir- komendunum. *) Þess orð eru önnur blöð beð- in að flytja. /. Þ. ■ ■ ■ Bómullarsokkar kvenna frá 0.98. Ullarsokkar kvenna og barna, L stórt úrval. m <ft&gnfiápur kvenna og barna. cftegnfilífar. i Saumavdíar með hraðhjóli. Verð kr. 62,00. <5giíí SacoBsen. TT7 <X. Jlnóersen S Son Reykjavík. Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og. saumastofa. Stofnsett 1887. Aðalstræti 16. Sími 32„ Stærsta úrval af alls- . konar fataefnum . . og öllu til fata. . Prestakðll. 5. þ. m. var síra Óiafur Breim ski, aður prestur á Stóranúpi frit fardögum að telja. — í Sauðaness- prestakalli hefir kosning ekki orðið lögmæt. Atkv. voru talin hér 6. þ. m. og skiftust milli þriggja umsæk- enda. Fékk séra Þórður Oddgeirs- son 58, sira Jósef Jónsson»3 5 og síra Hermann Hjartarson 3 5. Brauð- ið er nú veitt síra Þórði Oddeiis- syni. — Staðarhólsþing i Dalapró- fastsdæmi eru auglýst laus. Heima- tekjur eru eftirgjald eftir preststetrið, Litlamúla, kr. 50.00, og prestsmata kr. 366.87, samtals kr. 416.87. Erfiðleikauppbót kr. 150.00. Veitist frá fardögum 1918. Umsóknarfrestur til 15. júll Stórstúkuþing Goodtempl- ara. Það var nú haldið hér í bænum og hófst 8. þ. m. með guðsþjónustu i dómkirkjunni og prédikaði Magnús Jónsson dócent. Framkvæmdarnefnd stúrstúkunnar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.