Ísafold - 06.07.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.07.1918, Blaðsíða 1
 ] Kemur út 1—2 í viku. Verðárg. ) kr., erlendis 7^/j ' ‘)r. eða 2 do'.larjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 10 a. eint XLV. árg. Jr ísafoldarprentsrniðja. Ritstjóírl: Dlajar BjörnssDn. Reykjavík, laugardaginn 6. júli 191S Tal.siir.: uí 4 S \ IUppsögn (skrifl, 'bundin v!8 áramét er ógild nema koro ln sd til iitgeí»'*‘': fyrii 1. okfcbr <>, sé kaupandl sfcnl ■ ■ | laus viB b!a*í!t. 33 tölublað Guð og náunginn. Gu08kenning Jesú Krists. Kvöldsöngserindi f.ott aí Guðm. R. ÓLfssyni nr Grjndavik i Stórólfshvolskirkju á aðfangadag8kvöld jóla 1916. Texti (Jóh. 1, 17—18.): »Lögm41iÖ var g^fið fyrir Móse, en niðin og sann- leiku inn kom yfir Jesúm Krist. Enginn hefir nokknrn tím. téð gnð; eonnrinn eingetni, sem hallast að brjósti föðursins, hann hefir veitt oss þekking á honum.« Orð þesBÍ eru tekin úr formála Jóhannesar guðspjalla. 1 þeim er í stuttu máli lýst lífsataríi Jesú og þýðingu þess fyrir mannkynið. Verj- um nú lítilli stuod, tilheyrendur mín- ir, til þess að hdgleiða nokkru nán- ar boðskap hins mikla sannleikans konungs, um leið og vér höldum há- tíð í minningu um afmælið hans. Fyrir komu Jesú i heiminn voru hugmyndir Gyðiuga um guð smátt og smátt að þroskast. Af ritum þeirra er auðsætt, að þær voru mjög barna- legar í fyrstu. þá hugsa þeir sér guð eins og manu að miklu leyti, mikiuu mann að vísu, en með maunlegum þörfum og ýmsum ógöllum. Hann borðar hjá Abraham, eins og hver annar ferðamaður, hvílir sig eftir unnið erfiði, og þarf jafnvel að fara til Sódómu og Gómorru, »til þess að sjá, hvort íbúar þeirra hafi fullkom- lega aðhafat það, sem þeir voru hrópaðir um fyrir honum« (1. Mós. 18, 8. 21. og 2, 2.). En eigx er að eins, að hugmyndir Gyðinga um guð væru barnalegar. Hxtt var öllu lak- ara, að þeir hugsuðu sér hann oft og tíðum harðsnúinn hefndarinnar guð, sem teldi að eius fáa menn vini sína, en fjöldann óvini sína, sem hann bauð stundum slnum fáu vildar- mönnum að brytja niður, líkt og harðstjórar þeirra tlma. Að hans boði þykjast þeir ibanníæra með sverðseggjum* heilar borgir, eins og Ai, (Jós. 8.), þá er þeir vmna Kana- ausland, þ. e. deyða a 11 k v i k t í borginni, eigi að eins hermennina, heldur og konur og böm, og eigi að eins fólkið, heldur strádrepa þeir hvert emaBta kvikt dýr í borginni, að því er sagan segir. Og þetta á að vera boð »drottms herskarannat, sem er að eins guð ísraelsmanna, en eigi veslings heiöiugjanna. J>etta minnir óneitanlega a ýmsa smótrúar- flokka á vorum dögum, sem þykjast eiga guð einir, en allir aðrir séu »trúvillingar«, ef þeir trúa ekbi nú- kvæmlega hinu sama og þeir sjáltir í öllum atriðum. Og veslings Sól, sem er of mikill drengBkaparmaður til þess að níðast a handteknum óvinum sfnum, er hann hefir unnið Bigur á, er fyrír þá sök fallinn í ónóð drottinB og rekinu frá völdum. (1. Sam. 15). GyðÍDgar fórnuðu guði jafnvel mönnum á dómaratímunum, og halda að hann hafi þóknun á því, að saklaus stúlka sé deydd í því skyni, dóttir Jefta Géleaðíta. Til þess er saga bú, að faðir hennar, sem er foringi hersins og er að berja á óvinum slnum, sem ísraelsmenn áttu þá í höggi við, heitir því, að sá, er hann mæti fyrstum á heimleið- inni, skuli vera færður drotni að brennifórn, ef hann veiti BÓr sigur í bardaganum. Og að fengnum sigri er það einkadóttir Jefta, sem hleypur fagnandi á móti honum, til að bjóða hann velkominn. Og þó að Jefta félli það þungt, varð hann að deyða hana (Róm. 11). Gyðingar hugsuðu sér guð birtast í eldgosum og jarð- skjálftum (2. Mós. 19—20), og þora eigi að koma f námunda við hann, eða að hann tali við þá, »svo að þeir deyi ekki* (2. Mós. 20, 19.). Og þó er þeir ætla að gera sér mynd af honum í eyðimörkinni, á leiðinni frá Egyptalandi, steypa þeir mynd af nautí, eins og þeir höfðu séð Egypta tilbiðja Apisuxann. jbannig varð gull- kálfurinn þeirra til (2. MÓ3. 32, 4 ). Nautið var sterkasta dýrið, sem þeir þektu vel. þeir létu það því tákna kraftinn, almættið, og þóttust þar til- biðja ímynd »drottins herskaranna*. Og »lögmálið var gefið fyrir Móse«. í því var boðið: »Beinbrot fyrir bein- brot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönu* (3. Mós. 24, 20). Ef Pétur bryti tönn úr Páli, skyldi aftur brjóta töun úr honum. Skoðun þoirra á Guði var mjög lífc því, sem íslenzkur prestur einn lýsti honum fyrir tæp- um tveimur árum með þessum orð- um: »Guð hvorki má né getur fyrirgefið neinum, nema hefnd kómi fyrir einhversstaðar frá. Og hver, sem ekki trúir því, getur hvorki hald- ið helgan föstudaginn langa né páska- daginn, nema fyrir siðasakir*. En brátt gægjast ljúfari hugmynd- ir um guð fram á meðal ísraels- manna. Boðorðin í lögmáliuu, sem Jesú sagði vera hin æðstu, 6ru mjög á annan veg: að elska drottinn af öllu hjarta og náunganu eins og sjálf- an sig (3. Mós. 19, 18. og 5. Mós. 6, 5. Sbr. Mark. 12, 29—31.). Einnig þau, að fara vel með fátæka, fatlaða og útleniinga (5. Mós. 24. 14 og víðar). Og þessa grein í Móselögum: »Útlendan mann, sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innbor- inn mann meðal yðar, því að þér voruð útlendingar í Egiptalandi* (3. Móa. 19, 34.), er vert að bera Bam- an við þær raddir meðal vor íslend- inga, sem halda, að útlendingarnir væru ekki of góðir til að borga vín- tollinn í landssjóðinn. þ>að komi ekki íslendiugum við, þótt erlendir gestir týni fé og viti. J>að sé í fylsta máta leyfilegur gróði að græða á héimsku útlendinga. Annars klingir hið sama einnig oftast við meðal ísraelsmanna. Aðeins samlandar þeirra og trúbræð- ur, aðrir Gyðingar, eru náungar þeirra (Sbr. t. d. Matt. 5, 43.). Aðr- ir ekki. þó eru nokkrir af þeirra mestu og beztu mönnum víðsýnni en svo. Spámennirnir þeirra voru ekki fyrst og fremst sjáendur ókominna atburða. Fyrst og fremst voru þeir kenni- menn, leiðtogar folksins, er kendu því góða siðu, offc nýja og betri en það þekti ^áður, og fáguðu guðshug- mynd þess sumir hverjir. þ>eir hreins- uöu siðina, voru siðbótarmenn. þ>ar í er fólgið þeirra mikla starf, þeirra aðalstarf. það er og aðalstarf krist- inna kennimanna enn þann dag í dag, og eftir því ber að mefca gildi þeirra, hversu þeir leysa það vanda- sama verk af hendi. Guð birtist Elía spámanni ekki í »sterkum sfcormi er tætti fjöllin og molaði kletfcana, og ekki í jarðskjálfta eða eldi, heldur i hægum vindblæ* (1. Kon. 19, 11— 12). Hjá honum er guðBhugmyndin orðin mildari en fyr. Og höfundur Rutarbókar bendir á, að gott fólk sé einnig meðal annara þjóða; og slls er ættmóðir Davíðs, eftirlætiskonungs- ins þeirra, var af erlendu bergi brot- iu, vill hann með því að færa sögu hennar í letur vekja samhygð landa siuna með öðrum þjóðum (Sjó Rutar bók). En einhver allra fegursta sag an er saga Jónasar spámanns, sem hefir margsinnis verið svo herfilega misskilin, að gildi hennar hefir verið umhverft. Bókstafstrúarmenn, sem rekast á þann óhugsanleika, að mað ur lifi þrjó sólarhringa ofan i fiski, stranda á því skeri eða »hoppa yfir það«, eins og sumir segjast gera, þ. e. ganga fram hjá því óhugsað, af þvf að þeir skilja þessa ritningargrein ekki alls kostar, og aðrir hæðast að slíkri fjarstæðu, og þykjast menn að meiri. Og með þvf að líta á söguna eina og almennar fréttir eða brot úr æfisögu hið ytra, verður hún að vísu nokkuð skrítrn. En slíkfc er sjáan- lega ekki meining Jónasar eða sögu- ritarans, hver sem hann nú hefir verið, heldur er hér um dæmisögu að ræða, gullfagra dæmisögu, er helzt verður jafnað við dæmisögur Jesú. Höfundurinu klæðir guðshugmynd sína sögubúningi, til þess að frásögn hans verði skemtilegri aflestrar. Guð býður Jónasi að fara til stórborgar í öðru landi, til hinnar miklu Níníve- borgar, og boða henni guðlega refs- ingu vegna vonzku íbúanna. En Jónas veit, að Guð er miskunn- s a m u r og óttast, að orð sín rætist ekki, því að guð muní fyrirgefa þeim og ekki eyða bo>,gina. Hann reynir því að forða sér frá sendiför þessari, en tekst ekki; en svo fór sem hann grunaði. Guð íyrirgaf þeim, er þeir iðruðust syDda einna. |>etta mislík- aði Jónasi svo mjög, að hann óskaði sér dauða og lá utanborgar í öngum sínum yfir því, að guð hefði gert eig að minna manni. fá gaf guð hon- um undranjóla, rísínusrunn, til að skýla honum við sólarhitanum; en er Jónasi var tekið að þykja vænt um þenna skjólgjafa sinn, þá misti hann hann jafn sviplega og hann hafði vaxið. Saknaði hann þá vinar f stað og harmaði hann mjög. þá sagði drottinn við Jónas: »J>ig tekur sárt til rísínusrunnsins, sem þú hefir ekkert fyrir haft og ekki upp klakið, sem óx á einni nóttu. Og mig skyldi ekki taka sárt til Níníve, hinnar miklu borgar, þar sem eru meira en hundruð og tuttugu þúsundir manna, er ekki þekkja hægri hönd sína frá hinni vinstri, og fjöldi af skepnum?* (Jónas 4. 10—11). Með þessari sögu vill spámaðurinn sýna Gyðingum, að guði þyki vænt um fleiri en þá eina. Oll jörðin sé hans, eins og segir í lögmálinu (2. Mós. 19, 5.), og hann elski einnig útlendingana og ekki BÍður ómálgu börnin, »er ekki þekkja hægri hönd sína frá hinni vinstri*, og að hann sé lfka dýravinur, sem ekki láti sér alveg á sama standa um, hvernig skepnunum líður. Hún á sannarlega skilið meiri virð- ingu, sagan þessi, en henni hefir oft og tíðum verið sýnd, og spámaðurinn, sem speglar sig í henni hina björtu guðshugmynd sína. Með þessum hæfcti bjuggu Bpámenn- irnir jarðveginn undir komu Krists og kenningu, og veitti sannarlega ekki af því. Og svo kom hann með gleðiboðskapinn sinn, sína göfugu kenningu um föðurinn algóða, kær- leikans guð, sem alla elskar, sem er »faðir allra*, er börn kallast, bæði á himni og jörðu jþess vegna er í dag »glatt í döprum hjörtum*; þ e s s v e g n a eru jólin gleðihátfð um allan hinn kristna heim, eða eiga að minsta kosti að vera það, því að »nóðin og sannleikurinn* um guð »kom fyrir Jesúm Krist*. Hvernig hefir þá Jesú veitt oss þekkíngu á guði? Hann kendi 03s um óstarinnar guð, eins og hann sjálfur sagði í bæn sinni til hane, þá er hann hafði haldið skilnaðarræðu sína til lærisveinanna (Jóh. 17, 26.): »Eg hefi kunngert þeim nafn þitt og mun kunngera það, til þess að kær- 1 e i k u r i n n, sem þú hefir elskað mig með, sé í þeim og eg í þeim*. HaDn setti elskunnar boðorð efst af lögmálinu að e 1 s k a guð og að e 1 s k a náungann eins og sjólían sig (Mark. 12, 29-^31. Lúk. 10, 27.). Var það að eins trúbróðir og sam- landi? því svarar Jesú með dæmi sögunni um miskunnsama Samverj- ann (Lúk. 10, 29—37.). Samverjann ! þenna þjóðblendings og trúblendings flokk, sem Farisearnir litu niður á með djúpri fyrirlitningu, líkt og sum ir heiðarlegir borgarar dú á dögum líta á mann, sem er nýsloppinn úr hegningarhúsinu, eða margir hvítir menn á svertingjana. Úr þ e s s u m flokki velur Jesús manninn í dæmi- sögunni til að sýna, að þessir fyrir- litnu útlendingar voru ekki alt af verri náungar, ef á reyndi, heldur en jafnvel æðstu prestar Gyðinga eða aðrir heiðvirðir borgarar. Og boð- orðið: »elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig«, næði einnig til þeirra. Jesú er hafinn yfir þjóðahatur og stéttaríg. Hann borðaði með jafn- góðri lyst hjá tollheimtumönnum og bersyndugum, eins og hjá stórríkum höfðingjum og mikilsvirfcum embættis mönnum (Sbr. Mark. 2, 15.—17.), og hann metur trú hinnar h e i ð n u kanversku konu jafnt og trúaðs Gyð- ings (Matt. 15, 24.—28.). Lærisvein- arnir höfðu beðið hann að losa þá við þessa kerlingu, sein væri að elta þá. »Láttu hana fara, því að húu kallar eftir oss*. Og hann tekur und ir i þeirra tón. Hann sé svo sem ekki sendur »nema til týndra sauða af húsi ísraels*. Auk þess að reyna konuna, má glögt sjá uppeldisáhrif hans á lærisveinana á þeírri eögu. Vér getum hugsað oss, hversu þeim hefir orðið við, er hann ávarpar þessa gömlu konu, sem þeim þótti víst eigi mjög rnikið til koma, þenna útlenda heiðingja, með óstúðlegri undrun: »Kona, mikil er trú þín!* þeir hafa víst orðið svo sneyptir yfir fram- komu sinni við hana áður, að þeir hafa munað þessa hógværu ráðuingu alla æfi. þoir hafa saunarlega ekki amast við útlendri einstæðings konu næsta daginn. Eftir þessari sögu er gotfc að muna, er trúarofsinn keyrir svo úr hófi, að allir eru taldir trúviliingar, nema ein- hver einn tiltölulega lítill trúflokkur, segjum allir nema »Lútersmenn«. Stundum er hringuriun jafnvel enn þrengri. þá er vert að minnast þess, að Jesú hefir talað um miklatrúhjá heiðingjum. Og slíka trú sem hundr- aðshöfðingjans rómverska, kvaðst hann jafnvel ekki hafa fundið í ísrael (Lúk. 7, 9.). Sú fcrú er von- andi tekin að dofna, að guð muni útskúfa öllum heiðingjum úr ríki sínu. Margir af beztu mönnum heims ins trúa því nú, að guð láti þá ekki gjalda vanþekkingar sinnar, en leiði þá fcil sfn á einhvern hátt, ef ekki i þessu lífi, þá í öðru lífi. Fáir munu nú taka undir orð, sem eignuð eru merkum biskupi fornaldarinnar: •Mesta sæla útvaldra í himnaríki verður að horfa á kvalir óguðlegra í helvíti«. Meiri ítök munu kenning- ar Origenesar og Jóns biskups Ara- sonar eiga í hugum manna, að allir muni frelsast að lokum. Origenes, sem trúði tilveru persónulegs djöfuls, eins og flestir á hans tíma, hélt jafnvel, að h a n n myndi að lokum snúast til guða og frelsast. Eg hef eigi heyrt aðrar kenningar fegurri en kenningar Krisfcs cg þessa katólska manns, og orð kennara míns 1 kristn- um fræðum, eins vitrasta og bezta íslendmnsins, Bem dú er á lífi. Vér skólasveinar spurðum hann einu sinni, hvort hann tryði e i 1 í f r i útskúfun. Hann kvaðst ekki geta fært r ö k gegn því, að eilíf útskúfun gæti átfc sér stað; en þar með væri ekki sagt, að það, sem u n t væri, þyrfti að v e r ð a. Að haida áfram í þessu og öðru hfi í forherðingu og siðspillingu myndi vera u n t. Annað mál væri það, hvort svo yrði. Sjálfur kvaðsfc hann ekki g e t a trúað eilífri út- skúfun. það væri ósamrýmanlegfc við guðshufinynd sma, þvi að kærleikur og speki gætu ekki útskúfað eilíflega. Og hann bætti við þesaum gullfögru orðum: »Eg ekil ekki að það væri til nokkurs hlutar að ætla mér að vera í himnaríki tíl að gleðjast og verða sæll, ef nokhur einaata manns- Bál, hvað þá óstvinir mínir, lentu í endalausum vonlausum kvölum. Hvað þú alvitur og altsjáandi guð. Hverau miklu síður gæti hanu þá veriðsæll!* — Tilheyrendur miDÍr! Berum þasai orð saman við orð þau, er höfð eru eftir Tertullianusi Aíríku-biskupi: •Mesta sæla útvaldra í himuaríki verður að horfa á kvalir í helvíti*. Hvor eru fegurri? Hvor eru sam- kvæmari kenuingu Josú, sem á að vera grundvöllur guðsþekkingar vorr- ar, trúar og vonar? Hans, semsagði: *þetta er mitt boðorð, að þór elskið hver annan, eins og eg hefi elskað yður.« (Jóh. 15, 12). Og þá er einn lærisveina hans bað hann nokkru aður og sagði: »Herra, sýn þú oss föðurinn, og þá nægir oss«, þá svar- aði Jesús: »Svo langa stund hefi eg með yður verið, og þú, Filippus, þekkir mig ekki. Sá, sem hefir séð raig, hefir séð föðurinn* (Jób. 14, 8- 9). Og hann, sem auðsýndi hina meatu elsku, að láta líf sifct fyrir vini slna (sbr. Jóh. 15, 13), sýndi með þvi, að engiu ast finst meiri en ást guðs á mönnunum. Guð sjólfur þurfti á engri hefnd að halda, til þess að geta fyrirgefið. |>að sýndi Je8Ús svo dæmlauBt vel í dæmisög- unni um glataða souinn (Lúk. 15, 11—24). FaðirinD tók hann glaður að sér, og ekkert er síður nefnt á nafn en hefnd. En mennirnir þurftu trúarstyrkingar við. þ>ess vegna þurffci Jesús að deyja og rísa upp, til þess að sýna, að orð sín rættust. þess vegDa væri óhætt að trúa kenningu sinni um hinn eilífa föður kærleikans, »sem engan iætur synjandi frá sér fara*, sem er ástrík- ur »faðir allra, sem börn kallast, bæði á himui og jörðu*. Hvað virðist yður? FinBfc yður það ekki guðlast að tala um »hefnd- arinnar guð*? Eða á hvorum staðn- um er betri þekkingar að leita á guði, i lögmáliuu eða hjá Jesú? Eða var Jesú í samræmi við ihefndarinn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.